Morgunblaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 28
28 MORGU N BLAÐIÐ Föstud^gur 16. des. 1966 Lydia — Hvernig gæti það verið? spurði önnur stúlka. — Það veit ég bara ekkL Lítil, ljóshærð stúlka glotti og lét þess getið, að ég mundi ekki vita sérlega mikið. — Það er ekki nema satt, sagði ég. — Ég á við, hélt sú litla Ijós- hærða áíram, — að þér eruð það ólíkasta, sem ég hef séð, raun- verulegum kvikmynda- eða sjónvarps-spæjara. Þér líkist miklu meir einhverjum prófess- ornum okkar — þér talið sæmi- lega gott mál og eruð ekki kald- ranalegur eða harðneskjulegur, ég þori alveg að veðja, að þér eruð ekki með byssu á yður. — Orvei, efcki geng ég nú með neina byssu, sagði ég brosandi, — en sumir telja mig nú samt nægilega kaldranalegan. En það Eftir E. V. Cunningham er bara ekki vel hægt að vena það innan um svona margar falleg- ar stúlkur, finnst ykikur það? Nú fóru flestar þeirra að hlæja, en þó ekki sú rauðhærða. Hún hélt áfram að mæla mig með augunum og svo trúði hún mér fyrir því, að hún héti Lee Madran og hefði verið bezta vin stúlka Söru Cotter. — Ég vildi, að þér vilduð vera alvarlegur, hr. Krim, sagði hún. — Ég er alvarlegur, sagði ég. — Ég á við það, að Sara Cott- er var mjög vinsæl hjá flestum okkar. Hún var ágæt stúlka og ég kæri mig ekki um að heyra minningu hennar misboðið. — Mér þykir leitt, ef þér haf- ið skilið mig þannig. Mér er líka fullkomin alvara og jafnvel þótt þér haldið það ekkL þá hafið þið orðið mér að miklu gagni. — Þær settu upp tortryggnis- svip og mér fannst þær hafa fullan rétt á að gera það. Svo töluðum við eiitthvað meira sam an og loks kvaddi ég frú Bedrich og lagði af stað. En rétt utan við dyrnar kallaði einhver nafn- ið mitt, og er ég leit við, sá ég, að þarna var komin sú hávaxna, rauðhærða. — Gæti ég sagt nokkur orð við yður, hr. Krim? — Vissulega. Við gengum áleiðis að bílnum mínum og hún sagði við mig: — Við Sara vorum mjög sam- rýmdar, hr. Krim. Við vorum hér saman í þrjú ár, og loksins bjuggum við saman í herbergi. Svo að þér getið skilið, að frá- fall hennar var mikið áfail fyr- 6 .......................... j ir mig. Þessvegna vil ég, að þér segið mér sannleikann. Til hvers komuð þér hingað? — Ég er þegar búinn að svara þeirri spurningu, ungfrú Mad- ran. — Eruð þér nú það? Þér er- uð að atvinnu spæjari fyrir tryggingarfélag, og svo ætlið þér að segja mér, að þér hafið ekið tvö hundruð og tuttugu míl ur í hreinni erindisleysu? Finnst yður hægt að fá mikið vit út úr þvi? Við vorum nú komin að bíln- um og ég leit hugsi á Lee Madr- am, áður en ég svaraði: — Jú, að vissu leyti er vit í þvi, sagði ég dræmt. Ég hef mínar sérstöku vinnuaðferðir, sem ég get ekki vel farið að útskýra. Ég vil ná í menið, ungfrú Madran — og ég get ekki lýst því hvað það stend ur mér á miklu. En svona þjófn aðir eru eins og eitthvert völ- undarhús. Þangað geta legið tíu leiðir, en aðeins ein þeirra gefur nokkra lausn. Segjum nú, að lög reglan ráði yfir fimm af þess- um tíu. Hún velur alltaf þær sömu fimm, vegna þess að það er hennar vinnuaðferð. Hún rannsakar málið vandlega og stundum kemur hún líka með svarið, en stundum ekki. En ég feta ekki í sporin hennar. Ég reyni aðrar leiðir ínn í völuud arhúsið, og þar sem ég verð ein hversstaðar að byrja, þá valdi ég Söru Cotter. Nægir yður það? — Nei, ekki almennilega, svaraði sú rauðhærða. Hún lét hreint ekki gabba sig. — Viljið þér segja mér eitt, sagði ég. — Hvernig stúlka var Sara Cotter....... í raun og sannleika? — Hvað eigið þér við með því, hvernig stúlka hún hafi ver ið? Hún var vinstúlka mín, dug leg við námið, þegar hún nennti, og áreiðanleg........ það var hægt að treysta henni. Hún brást engum. En hún hviidi ekki á neinum rósabeði og var ekki ein þessara síkátu stúlkna. En þegar hún var glöð var ánægju legt að vera með henni. — Var hún nokkuð þung- lynd? — Nei, það var hún ekki. Auð vitað átti hún sínar döpru stund ir, en það eigum við vitanlega allar. — Gæti hún hafa framið sjálfsmorð? — Það er nú tæplega viðeig- andi spurning, hr. Krim. Nei, hún hefði aldrei farið að fremja sjálfsmorð. — Þér virðist mjög viss um það. — Það er ég líka. — Hvernig brást hún við þeg- ar faðir hennar framdi sjálísr morð? — Ja, hvernig munduð þér bregðast við slíku, hr. Krim? — Það er ekki nema sann- gjörn spurning. En....... eigið þér nokkra mynd af henni? Hún opnaði handtöskuna sína og tók upp litla mynd af bros- andi, laglegri stúlku. — Ég ber þessa mynd alltaf á mér. Finnst yður það of viðkvæmnislegt? Ég hristi höfuðið og horfði á myndina. Svo rétti ég henni hana aftur. — Jæja, er völundarhúsið eitt hvað farið að skána, hr. Krim? ’— Völundarhúsið? — Já, þetta sem þér rannsak- ið fimm leiðirnar inn L — Já, auðvitað......... jseja, það veit ég nú samt ekki. En ég er yður mjög þakklátur, ungírú Madram. — Fyrir hvað ætti það að vera? —Fyrir þolinmæði yðar. Jæja, verið þér nú sælar. Ég steig upp í bílinn og ók af stað, en sú rauðhærða stóð kyrr og starði á eftir mér, hugsi. Chasin í Massachusetts er um það bil þrjátíu mílur frá Obelsee og þaðan var hægt að komast beina leið til New York, fyrir þá sem ekki sóttust eftir hrað- brautum. Það var enn bjart og ég var ekkert sérlega mikið að flýta mér, svo að ég ók í mestu rólegheitum gegn um mörg skít- ug verksmiðjuþorp. Fáum mílum áður en komið var til Chasin, breyttist lands- lagið og nú tók við skemmtilegt akurlendi, og rétt er ég var að gá að einhverjum til að spyrja, til vegar, sá ég eitt af þessum merkjum, sem menn setja upp til þess að benda vegfarendum á sögulega staði. Þar stóð: „Chasintjörn", og ég stanzaði og las: „Chasin-tjörn var mótsstaður sjálfboðaliðanna hér í sveit í nóvember 1775 settu menn tvær litlar fallbyssur upp á tjarnar- bakkanum, svo og einar fimmlíu byssur. Þar eð tjörnin var talin vera botnlaus töldu menn, að hægt væri að sökkva vopnunura í hana fyrirvaralaust. Seinna var dýpið mælt og reyndist vera 480 fet“. Vegamerkið benti á troðning, og ég ók inn á hann, en hann var eins og göng, með tré til beggja handa, og þannig hélt hana áfram að vera hálfa mílu vegar, en lá þá framhjá lítilli tjörn, síðan upp brekku og endaði loks í aðalgÖtunni í Chasin. Ég stanz- aði við söluskúr og gæddi mér á tveimur hamborgurum og kaffi og spurði síðan til vegar á lög- reglustöð staðarins. Hún reynd- ist vera gömul og gulnuð múr- steinsbygging, og þar var á verði guleygður lögreglumaður í ein- kennisbúningi og tortrygginn á svip, sem þurfti að spyrja mig að minnsta kosti tíu spurninga. áður en hann viðurkenndi, að þarna væri yfirmaður, sem héti Donovan kafteinn, og að ein- staka fólk fengi að tala við hann. Það tók nokkurn tíma að sannfæra hann um, að ég væri einn þessara £áu útvöldu, og þá fór hann með mig bakatil í hús- ið, og barði á dyr og mér var boðið inn, og hann tilkynnti litl um og kubbslegum manni, sem sat þarna við borð, að ég væri einhver fimmaure spæjari frá New York. FLAMINGO jtroujárniS er físlétt og formfagurt, fer vel t hendi og hefur hárndkvæman hitastilli, hitaöryggi og hitamæli, sem alltaf sýnir hitastigið. Fæst fyrir hægri eða vinstri hönd. Fjórir 'fallegir litir: króm, topasgult, kóralrautt, opalblátt. Lyx \ vjjy 1 /*:: FLAMINGO itrau-úðarinn er loftknúinn og úðar tauið $vo ffnt og jafnt, að hægt er að strauja það jafnóðum. Ómist- andi þeim, sem kynnst hafa. Litir t stfl við straujárnin. FLAMINGO snúruhaWarinn er til mikilla þæginda, því að hann heldur straujórnssnúruhni á lofti, svo að hún ffækist ekki fyrir. Eins og að strauja með snúrulausu straujámi. FLAMINGO er FETI FRAMAR um FORM og TÆKNI FALLEG GJÖF - GÓÐ EIGN! Sfml 2-44-20 - Suðurgötu 10 - Rvík. FÖNIX GLAUMBÆR DÚMBÓ og STEINI ásamt MÁNUM frá Selfossi leika og syngja. GLAUMB hdlrel^ t Nýársfagnaður Gestir í Súlnasal og Grilli síðasta nýárs- dag, og óska eftir að njóta í'organgsréttar síns með aðgöngumiða nú á nýársdag eru vinsamlega beðnir að vitja þeirra í anddyri Súlnasals (norður inng.) kl. 4—7 í dag og á morgun. J>AGA KLÚBBURINN - Nýársfagnaður Hér með tilkynnist gestum vorum, að miðasala vegna nýársfagnaðar er að hefjast. Þeir, sem tekið hafa þátt í fagnaði þessum áður eru vinsamlegast beðnir að panta miða fyrir 21. des., en að þeim tíma liðnvtm verða miðarnir seldir öðrum. Ath. Samkvæmisklæðnaður. KLÚBBURINN H/F. Sími 35355. Þér getið eignast 100 hestamyndir eftir Rafldór Pétursson íyrir hóflegt verð, með því að kaupa bókina HÓFMMIR. — Litbrá bí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.