Morgunblaðið - 24.09.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.09.1963, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 24. sept. 1963 MORCUNSLAÐIÐ 23 í -nmuiirtriiwrt* ““ ■ *“ —** *■****»»**■* Dvöl Gilchrist á Islandi til umræðu 1 NEW YORK TIMES 20. september sl. er stutt grein um Andrew Graham Gilchrist, sendiherra Breta í Indónesíu, en hans hefur mjög verið get- ið í fréttum undanfarna daga vegna óeirðanna í Jakarta. I grein New York Times er minnzt á dvöl Gilchrist á ís- landi og atburðina við breika sendiráðið í september 1958. Orðrétt segir blaðið: „1958 var mr. Gilehrist sendiherra á fslandi, er Bret- land og tsland lentu í deilum vegna fiskveiðiréttinda. Hóp- ur reiðra fslendinga grýtti sendiráð hans. Á meðan steinarnir féllu allt umhverfis hann, kom Mr. Gilchrist plötuspilara fyrir í brotnum glugga og lék plötur með verkum Chopin og skozk sekkjapípulög. Er fslendingamir héldu þmmu lostnir á brott, óskaði einhver sendiherranum til hamingju með kímnigáfu hans og snarræði. „Hafið ekki á- hyggjur", sagði hann. „Þeir grýta gluggana á bakhliðinni á morgun." f greininni er æviferill Gilchrist rakinn. Minnzt er á að hann hafi verið góður rugby-leikmaður á skólaárum sínum. Að námi loknu gekk hann > utanríkisþjónustuna, og varð konsúll í Síam. Hann gegndi einnig störfum í París, Marseille, og Marokkó, en hélt aftur til Bangkok 1938. Þar kynntist hann vel mál- efnum Suðaustur-Asíu, og er talinn manna fróðastur um þau. Gilchrist í New York Times Japanir tóku Gilchrist til fanga í desember 1941, en hann var látinn laus níu | Chopín -and Scottish bagpípc | f . When thc baffied Iceland- í 1 cr "’nlked away. someonecon- > -ratulated the Ambassador for ' ■ his wit and his aplomh. 'WVi k vv'orry," he said, "thoy’U be ;s l \ stoning the rcar windown to- |i tnowow.” Kaflinn um ísiandsdvöl mánuðum síðar í skiptum fyrir japanska fanga, sem Bretar höfðu tekið. 1944 fór Gilchrist með flugbáti til Siam, sem Japanir höfðu þá enn á valdi sínu, og skipu- lagði þar andspyrnuhreyfingu landsmanna. Hann var fyrsti sendiráðs- ritari brezka sendiráðsins er það var opnað að nýju í Siam 1946. Það ár fór hann heim til Bretlands og kvuntist Freda Grace Slack, og eiga þau þrjú börn. Frá íslandi fór Gilchrist til Chicago, þar sem hann var ræðismaður og síðan til Jakarta. Lokið við 600 metra Kom með 5500 Öeirðir á Hispanola Santo Domingö, Haiti 23. sept. (NTB-AP) FREGNIR frá höfuðborg Dom inikanska lýðveldisins, Santo Domingo, hermdu í dag, að her Haiti hefði gert árás á borgina Dabajon í norðurhluta Dóminík- anska lýðveldisins í morgun. Hefur forseti lýðveldisins Juan Bosh kært árásina fyrir ráði Ameríkuríkj anna. Stjórn Haiti hefur mótmælt á- sökunum Dominíkanska lýðveld isins, segir hún, að ráðizt hafi verið á borg eina í Haiti í dag og þar hafi her Dominíkanska lýðveldisins verið að verki. í fregnum frá Santo Domingo segir, að árás á borgina Daja- bon á norðurlandamærum Dóm- inikanska lýðveldisins og Haiti hafi hafizt snemma í morgun. Hafi her Haiti beitt rifflum, hríðskotabyssum' og fallbyssum. Segir, að árásin hafi staðið nokkrar klukkustundir, en hætt eftir að flugvélar frá Santo Dom ingo hafi flogið inn yfir Haiti og dreift flugmiðum með hótunum um, að loftárás yrði gerð á höll Duvaliers einræðisherra á Haiti. Stjórn Dóminikanska lýðveld isins sendi aukinn herstyrk til landamæranna, eftir að fregn- irnar um árásina bárust. Eins og kunnugt er, hefur sambúð ríkjanna tveggja á eyj- unni Hispanola, verið slæm að undanförnu og talið er að mestu ráði ólíkt þjóðfélagskerfi þeirra. Á Haiti er Duvalier forseti ein- valdur og s.l. vor, er kjörtíma- bil hans var á enda, lýsti hann því yfir, að hann hyggðist vera áfram við völd og lét hjá líða að efan til kosninga í landinu. Juan Bosh forseti Dóminí- kanska lýðveldisins komst til valda við frjálsar kosningar, sem fram fóru þar í febrúar 41. Eru þar fyrstu frjálsu kosning- arnar í landinu í 30 ár. Dóminíkanska lýðveldið hef- ur tekið við fjölda pólitískra fanga frá Haiti að undanförnu. Duvalier forseti Haiti vísaði þegar á bug ásökunum Dóminík- anska lýðveldisins um árás. Sagði hann, að her lýðveldisins hefði ráðizt á borg í Haiti í dag. Sagðist hann ætla að kæra árásina fyrir ráði Ameríkuríkj- anna. Forsetinn sagði, að ásak- anir Dóminíkanska lýðveldis- ins væru bornar fram í þeim til- gangi að draga athygli manna frá yfirvofandi allsherjarverk- falli í landinu. flugvöll í Önundarfirði Sölumennirnir farnir FLATEYRI, 23. sept. — Núna um helgina var fuligerður fiug- völlur í Holtsodda í Önundar- firði. Völlur þessi er 600 metra langur og 30 metra breiður. Plugmálastjórn sá um verkið — Þriðia konan Framh. af bls. 24 þessar vörur, sem sem merktar eru ýmsum matvöruverzlunum bæjarins. Aðdragandinn að handtöku konunnar var allsögulegur. Af- greiðslustúlkunni í verzlun þeirri, sem þjófnaðurinn var framinn I, tókst að ná af henni tösku með þýfinu, svo og að skrifa hjá sér númer á bíl þeim, sem ekið var á brott í. Lögreglan fann þegar nafn eiganda bílsins, og ók heim til hans. Eigandinn reyndist vera innrædd kona. Er lögreglumenn .óku að hús- inu, var konan í þann veginn að leggja af stað í bíl sínum. Er hún varð lögreglunnar vör, herti hún aksturinn allt hvað af tók, en lögreglan elti. Barst leikurinn nú um nágrennið. Eftir skamma stund tókst lög- reglumönnum að aka fram úr híl konunnar, o*g hugðust þannig stöðva hann, en hún sá sér þá leik á borði, sneri við, Og ók í þveröfuga átt. Æstist nú enn leik urinn. Tókst ekki að stöðva bíl kon- unnar, fyrr en nokkru síðar, að borgari nokkur veitti eltingar- leiknum athygli, og hljóp í veg fyrir bílinn á Bústaðavegi, þanig að konan átti ekki um annað að velja en aka yfir manninn, eða stöðva bílinn. Valdi hún síðari kostinn. Á daginn kom, að I bílnum voru tveir kassar fullir af niður- suðuvörum, og fatnaði. í ljósi þessa var gerð húsleit hjá kon- únni, og fannst þar, eins og fyrr getur um, óeðlilega mikið magn af ni'ðursuðuvarningi. Mál þessi eru enn í rannsókn. LEIÐRÉTTING í GREIN um Agnar Guðmunds- son sl. miðvikudag varð sú villa að sagt var að Guðmundur Guð mundsson, sem Agnar lærði sund hjá, hafi verið bóndi að Bæ í Vesturhópi. Þar átti að standa aðeins að hann hafi verið bóndi í Vesturhópinu. í sömu grein varð villa í 3. ljóðlínú 2. erindís. Línán á að vera: ,Lífs í hrynum læstu björg' og af þess hálfu yfirverkstjóri Flugmálastjórnar,, Júlíus Þórðar son. Fiokkstjóri var Ólafur Bjarnason. Verkið var alallega unnið með tækjum Flugmálastjórnar o>g jarðýtu Flateyrarhrepps. Verkið tók tvo mánuði. Um 25 mínútna akstur er frá Flateyri tii hins nýja flugvallar. Flugvöllurinn verður væntan- lega vígður á næstunni. — Kristjátn. — Góðakstur Framh. af bls. 3 starfa að ganga í veg fyrir bíl- inn á merktri göngubraut. Hvar sem ökumennirnir fóru var fylgzt með þeim og þeim gefin einkunn fyrir frammistöðu sína. Keppnina vann að þessu sinni Ómar Ragnarsson, gamanvísna- söngvari, annar varð Úlfar Sveinbjörnsson, magnaravörður, þriðji varð Kristján Friðjónsson, fjórði Jón R. Sigurjónsson, fimmti Jóihann Kristjánsson og sjötti Jón Hjaltason. Verðlaunaf- hending mun fara fram á næst- unni. — Indonesia Framh. af bls. 1 vegna eigna brezkra borgara í Indónesíu, en verkalýðsfélög landsins hafa_ tekið nokkur brezk fyrirtæki í sína vözlu. Sukarnó forseti hefur persónulega full- vissað Breta um, að eignum verði skilað aftur og þær verði ekki þjóðnýttar eins og óttazt hefur verið. Sukarnó forseti hélt ræðu í dag og skýrði frá því, að Indónesíu- stjórn hefði ákveðið að slíta við- skiptasamöandi við Malaysíu. Sagði hann, að þessi ákvörðun yrði þjóðinni til heilla eins og stríðið um Vestur-Nýju-Guineu, sem hefði átt mikinn þátt í því að styrkja og sameina varnir landsins. Abdul Rahman, forsætisráð- herra Maiaysíu, sagði, er honum barst tilkynning Indónesíustjórn- ar um slit viðskiptasambandsins, að þessar aðgerðir myndu skaða Indónesíu meira en Malaysiu. tómor tunnor Akranesi, 23. sept.: — Hér er landnyrðingur nokkuð hvass og landlega er bæði hjá smærri og stærri skipum. Norskt skip kom hingað á laug ardaginn var með 5500 tómar síldartunnur til birgðastöðva Síldarútvegsnefndar sem hér eru. Tunnunum verður síðar úthlut að með kurt og pí til síldarsalt enda eftir þörfum. — Oddur. Þriðja ráðstefna bæjarstarfs- manna á þessu ári DAGANA 20.—22. september 1963 var á vegum BSRB haldin I Reykjavík þriðja ráðstefna bæj arstarfsmanna á þessu ári. Sátu hana fulltrúar frá félögum bæjar starfsmanna, er aðild eiga að BSRB og úr stjórn bandalagsins. Ráðstefnan vann að undirbún- ingi kjarasamninga hæjarstarfs- manna. Þrjú félög hafa þegar náð samningum við borgarstjórn Reykjavíkur, en önnur eiga í samningaviðræðum við hlutað- eigandi bæjarstjórnir. Á ráðstefnunni voru kröfur fé laganna samræmdar úrskurði Kjaradóms og þegar gerðum kjarasamningum bopgarstarfs- manna í Reykjavík. Kröfurnar fjalla um skipun starfsmanna í launaflokka, vinnu tíma og önnur starfskjör, rétt- indi og skyldur starfsmanna og endurskoðun á reglum um lífeyr issjóði til samræmis við nýsett lög um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. (Frétt frá Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja). ♦ — /jb róttir Framh. af bls. 22 marki og markvörðurinn hafði varið er annar bakvarða Akra- ness rakst svo illþyrmislega á markvörðinn að hann missti knöttinn og í markið fór hann. — Þetta réði úrslitum. Á Betur má ef duga skal En þó svona hafi til tekizt um mÖrkin var sigur KR eftir leiknum að dæma verðskudaður, þó KR-ingar'þurfi að sýna meiri skotfimi og Hyggindi eigi þeir að verja titiliinn og bikarinn. SÖLUMENNIRNIR, sem hér hafa verið staddir frá bandaríska blaðsölufyrirtækinu Hi Fideliity Circulation Guild, fóru af landi brott sl. sunnudag. Fóru þeir af sjálfsdáðum. Að því er Ólafur Jónsson, full- trúi lögreglustjóra, tjáði Morgun blaðinu í gær höfðu nokkrar kærur borizt vegna átroðnings og framkomu þessara sölumanna, sem höfðu á boðstólum um 40 bandarísk tímarit. Ólafur sagði, að athugun á vegum lögreglu- og dómsmála- ráðuneytis hefði sýnt, að sölu- Erlendar fréttir í stuttu máli MCNAMARA OG TAYLOR TIL S-VIETNAM Washington 23. sept. (NTB). — Robert McNamara landvarnar- ráðherra Bandarikjanna og Max- well Taylor hershöfðingi, yfir- maður herforingjaráðs Banda- ríkjanna, héldu í dag til S-Vi- etnam til þess að kynna sér ástandið í landinu* Áður en þeir héldu af stað ræddu þeir við K e n n e d y Bandaríkjaforseta. McNamara og Taylor dveljast í S-Vietnam í viku og við heim- komuna gefa þeir Bandaríkja- forseta skýrslu um niðurstöður rannsókna sinna. • UNDIRBÚNINGUR STOFN- UNAR KJARNORKU- FLOTA NATO. Washington, 23. sept. (NTB): Stjórn Bandaríkjanna hefur á- kveðið að hefja innan skamms undirbúning undir stofnun sam ■eiginlegs kjarnorkuflota At- lantshafsbandalagsins. Eins og kunnugt er, er það tillaga Banda ríkjanna, að hermenn frá mörg um þjóðum verði í áhöfn hvers skips og hyggjast Bandaríkja- menn nú bjóðá nokkrum Evrópu þjóðum til sameiginlegra æfinga á bandarísku herskipi. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa rætt þetta mál að undanförnu við full trúa Vestur-Þýzkalands, Ítalíu, Grikklands og Tyrklands. menn þessir þyrftu farandsölu- leyfi, þar sem þeir hefðu tekið við peningum um leið og tíma- ritin voru pöntuð. Það leyfi hefðu þeir ekki leyst út, enda farnir af landi brott af sjálfs- dáðum, hvort sem þeir komi aft- ur eða ekki. Ólafur sagði, að fengizt hefði staðfest frá Bandaríkjunum, að fólki sé tryggt af samtökum tímaritaútgefenda þar að pant- anir allt að 1000 dollara verð- mæti verði afgreiddar eða pen- ingarnir endurgreiddir. • TILLAGA GOLWATERS FELLD. Washington, 23. sept. NTB—AP): — Öldungardeild Bandaríkjaþings felldi í dag tillögu Barrys Gold- waters þess efnis, að deiidin stað festi ekki Moskvusáttmálann um takmarkað bann við kjarn- orkutilraunum fyrr en öll sovézk vopn og hermenn væru á brott frá Kúbu. Tillagan var felld með 77 atkvæðum gegn 17. Atkvæða greiðsla um Moskvusáttmálann fer væntanlega fram í öldungar deildinni á morgun. HERÆFINGAR NATO f VESTUR-ÞÝ ZKALANDI Washington, 23. sept. — (NTB) í OKTÓBER n.k. senda Banda- ríkjamenn skriðdrekaherdeild, sem í eru 16 þús. menn, flugleiðis til Vestur-Þýzkalands. Mun her- deildin taka þátt í miklum æfing um, sem þar fara fram á vegum Atlantshafsbandalagsins síðari hluta mánaðarins. Auk skrið- drekanna senda Bandaríkjamenn 116 flugvélar til Vestur-Þýzka- lands. EKKI KOSNINGAR í BRETLANDI í HAUST London 23. sept (NTB). —. Brezka stjórnin kom saraan til fundar í dag og haft var eftir áreiðanlegum heimildum, að hún hefði rætt þingstarfið á komandi vetri. Þykir þetta benda til þess, að þingkosningar fari ekki.fram á þessu ári eins og sumir töldu líklegt. Harold Macmillan forsætisráð- herra vísaði í dag á bug kröfu stjórnarandstöðunnar um, að Neðri málstofa brezka þingsins yrði kölluð saman til aukafundar um skýrslu Dennings dómara, en hún fjallar um öryggishliðar Profumo-málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.