Morgunblaðið - 24.09.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.09.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. sept. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 3 V DRAUMUR flestra unglinga er að sjá sig um í heiminum. Margir senda börn sín á mála- námskeið erlendis á sumrin, en sjaldgæfara er að þau geti fengið vinnu þar. Þó bar það við í sumar, að Hrafn Gunn- laugsson, sonur dr. Gunnlaugs Þórðarsonar og konu hans. Herdísar Þorvaldsdóttur, ví á stórum búgarði á Jótla og var um skeið aðstoð: kokkur hjá dönskum aðals manni, sem þar bjó. Hrafn fór fyrst í skóla á Norður-Jót- landi, en hafði ráðið sig til landbúnaðarstarfa seinnihluta sumars. Hann kom heim með Gullfossi sl. fimmtudag og hafði blaðamaður Morgun- blaðsins tal af honum og spurði hann um Jótlandsdvöl- ina. — Ég var fyrst í einn og hálfan mánuð í Östvendsysset Ungdomsskole. Við vorum Hrafn með systrum sínum Xinnu og Snædísi. Spjallað víð Hrafn Gunnlaugsson, 14 ára, sem var í sumar kokkur dansks aðalsmanns átta íslenzkir strákar þarna, en okkur fannst að við hefð- um getað haft meira gagn af skólavistinni en varð og urðu það nokkur vonbrigði. Við héldum að í skólanum yrðu jafnaldrar okkar, en þegar þangað kom reyndust vera þar eintómar stelpur, flestar um tvítugt. Það var þó ekki það versta, heldur hitt að þeir voru fullkristnir fyrir okkar smekk. Ekki gekk á öðru en bænakvaki og sálmasöng all- an liðlangan daginn. Hafi ein- hver okkar verið trúaður fyr- ir, þá er búið að koma þeirri trú fyrir kattarnef nú. í landa fræði og reikningi var verið að kenna það, sem við höfðum þegar lært. Skólastjórinn var ágætur karl, en konan hans réði miklu. Hún er helmingi minni og helmingi feitari en bóndi hennar. Að skólanum standa K.F.U.M. og ein teg- und kvenskáta, sem kallaðar eru „Grænu spætur.“ Þegar við vorum beðnir um að syngja íslenzkan borðsálm, datt okkur helzt í hug að syngja Yfir kaldan eyðisand, en hættum þó við það. Reynt var að gera okkur ýmislegt til skemmtunar. Skólastjórinn ók okkur t.d. til Álaborgar til þess að sjá West Side Story. Lét hann okkur greiða benzín- ið á bílinn og þóknun fyrir aksturinn. Það var skemmti- legt að fara til baðstrandar- innar þarna rétt hjá. — Hvernig fórstu að því að fá vinnu? — Frænka mín, sem þýr í Danmörku, útvegaði mér vinnu hjá hofjægermester Lúttichau, en hann stjórnar um 10 búgörðum í nágrenni Vejle-fjarðarins á Jótlandi. Hann kvaðst mundu borga mér, eins og ég gæti unnið. Ég kvaddi skólann með litlúm söknuði, en hafði þó haft það gagn af honum, að ég var kominn sæmilega niður í mál- inu og hugði gott til að læra meira með því að vera ein- göngu innan um Dani. Eftir ferð með þremur járnbraut- arlestum kom ég til smá- þorps, sem heitir Dahlgárd, en þangað átti að sækja mig. Eng inn beið mín á stöðinni, svo að ég tók að spyrjast fyrir um hallir í nágrenninu. Fékk ég það svar, að þarna væru eng- ar hallir. Rétt í því kom bíll á fleygiferð og staðnæmdist við stöðina. Út spratt maður og bað mig afsökunar á bið- inni með romsu á józku, sem ég skildi ekk^|t orð af. — Þegar til hallarinnar kom, var mér gefið að borða og komið fyrir í ágætu her- bergi í húsi vinnufólksins. Höllin var mjög furðuleg á- sýndum, en ekki mjög gömul. Þar býr Lútiichou hofjæger- meistari á sumrin ásamt konu sinni. — Búgarðurinn er þrískipt- ur. Á ströndinni er fiskirækt- arstöð, en ofar eru svínabú og nautabú. Inn á milli er sauðfé haft á beit, til þess að fullnýta landið. Skógurinn í kring er fullur af dádýrum. Landbúnaðurinn þarna minn- ir ekkert á íslenzkan land- búnað. Heyið er ekki þurrkað, heldur keyrt beint í súrheys- turna og beljunum er að mestu gefinn hálmur. — Ég vann í fyrstu á kúa- búinu við vélarnar, en svo fór helzta eldabuskan og Lútti- chau spurði mig, hvort ég vildi fara í eldhúsið. Mér fannst þetta ágæt tilbreyting og tók til við að matbúa ýmsa fiskrétti fyrir hjónin. Það væri synd að segja, að und- irtektirnar hafi verið slæmar. Hofjægermeistarinn hældi mér á hvert reipi og ekki leið á löngu fyrr en hann smakk- aði varla annað en það, sem ég matreiddi. — Fyrst var ég alltaf á nál- um að hjónin mundi fussa við matnum, en það var öðru nær. Svo tók ég að færa mig upp á skaftið og reyna alls kyns rétti, sem Lúttichau hafði aldrei smakkað. Hræddastur var ég, þegar ég steikti fransk brauð með skinku, osti og tómatsósu í ofni, og lét bera þeim. En ótti minn var ástæðu laus, hann sagðist aldrei hafa smakkað annað eins lostæti. Einnig gaf ég honum baked beans og nú borðar hann ekk- ert án þeirra. Lúttichau er staðráðinn í að koma til ís- lands, til þess að fá góðan fisk. Hann er orðinn dauðleið- ur á venjulegum veizlumat, einkum svínakjöti. Ég varð líka leiður á svínakjöti, það verður væmið er til lengdar lætur. — Við Lúttichau spjölluð- um mikið saman. Þau hjón voru afbragðsfólk, með því bezta, sem ég hef kynnzt. Karlinn var alltaf að bjóða mér að koma til sín á kvöld- in og spila billiard. Hann spurði mig spjörunum úr um ísland. Ég var líka farinn að bregða fyrir mig józkuslett- um, en hann leiðrétti mig og sagði mér, hvað væri góð danska og hvað józk mállýzka. Hann sagði mér, að pabbi yrði reiður ef ég léti hann heyra að árangur dvalarinnar í Dan- mörku, væri bjöguð józka. Þegar ég kom til Kaup- mannahafnar og hitti frænda minn, ætlaði ég aldrei að geta komið upp íslenzku orði. — Kynntist þú ekki ein- hverjum jafnöldrum þínum þarna? — Jú, það voru nokkrir á búgarðinum, en beztu kunn- ingjar mínir urðu fjósamenn- irnir. Þeir voru flestir rétt undir tvítugu, sumir 16 ára. Þeir unnu frá kl. 3 á nótt- inni til 9 á morgnana, sváfu svo til 3 á daginn og unnu þá til kl. 6. Fjósamennirnir voru beztu strákar, en mikið skelfing held ég að þeir hafi gert lágar kröfur til lífsins. En sá sem ég mat einná mest á búgarðinum var umsjónar- maðurinn Clausen. — Ætlar þú að heimsækja Lúttichau einhvern tíma síð- ar? — Ætli það ekki. Hann bað mig að sj áum það, ef einhver úr fjölskyldunni kæmi til Danmerkur, að koma og mat- reiða fyrir hann fisk! STAKSTEIMAH 25 þátttakendur í góðakstri BFÖ Á LAUGARDAG fór fram hin árlega góðaksturskeppni Bind- indisfélags ökumanna. 25 öku- menn tóku þátt í keppninni og ▼oru látnir leika margvíslegar listir á farartækjum sínum, svara margvíslegum spurningum og reyndu eftir megni að forðast gildrur, sem lagðar voru fyrir þá.. Sigurvegari í keppninni varð að þessu sinni Ómar Ragnarsson. Keppnin hófst við Bifreiðaeft- irlit ríkisins kl. 2 á laugardag, og þurfti ekki langt að aka þar til að fyrstu þrautunum kom. í Höfðatúni áttu ökumenmrnir að taka ai stað i lausri möl, aka eftir planka og fleira og «ðan rak hver þrautin aðra, taka af stað í brekku, fara gegn- um mjó hlið, fylgzt var með akstri þeirra á akreinum, stefnu ljósanotkun og fleira. Hjá Skátaheimilinu við Snorra braut var brúðu komið fyrir við framhjól bílsins meðan ökumenn irnir leystu úr spurningum um umferðarreglurnar ínm í bæki- stöðvum lögreglunnar. Ók stór hiuti þátttakenda yfir brúðuna, þegar út kom. Vestur við Háskóla var upp- stoppuð kind dregin í veg fyrir bílinn til að reyna a viðbragðs- flýti ökumannanna og niðri i mið bæ höfðu nokkrir drengir þann framh. á bls. 23 / á NA /S hnútar I ✓ SV50hnútar V; Sn/Homa • úii V Siúrír S Þrumur Vtraii KuktaM Hituhf H Hml L Lmtl VEÐUR var stillt og þurrt um allt land í gaer. Klukkan 15 var hitinn víðast 6—8 stig. Blika var á lofti um morg- uninn og þykknaði meir og meir upp um daginn. Loftvog var ört fallandi sunnan lands, því að nýmynduð lægð fór ört vaxandi skammt suður af landinu. Var búizt við regni af hennar völdum um nær allt land í dag. Framsókn og rússneski herinn sammála Menn velta því fyrir sér, hvort Framsóknarmenn séu hreyknir af því, að nú er komið á dag- inn, að rússneski herinn er ná- kvæmlega á sama máli og Fram sóknarhlaðið varðandi varnir tslands. Grein sú, sem birtist í „Rauðu stjörnunni“, málgagni rússneska hersins, gæti nánast verið þýðing úr Tímanum. Þar er að finna sömu orðin, sömu ,röksemdirnar“ fyrir því að NATO eigi ekki að hafa aðstöðu í Hvalfirði. „Rauða stjarnan“ og Tíminn segja bæði, að fram- kvæmdir í Hvalfirði bjóði heim árás. Þau segja líka, að slíkar framkvæmdir séu ekki í sam- ræmi við Moskvusáttmálann um bann við kjarnorkusprengjutil- raunum. Þau segja bæði að ís- lenzka þjóðin sé mótfallin samn ingum um byggingu nýrrar olíu stöðvar í Hvalfirði og slíkt sé í andstöðu við hagsmuni íslend- inga. Kommúnistar kátir Kommúnistar hér á landi eru að vonum kátir yfir því, að þeir skuli vera á línunni og ná- kvæmlega sömu skoðunar og málgagn Rauða hersins. Vera má að Þórarinn Þórarinsson sé einnig ánægður með frammi- stöðu sína, en hitt orkar vissu- lega tvímælis, hvort allir Fram- sóknarmenn sáu jafn ánægðir. Morgunblaðið hyggur að þeir muni vera margir í röðum Fram sóknarmanna, sem sjá nú betur í gegnum skrif flokksblaðsins og athafnir þeirra manna, sem nú ráða lögum og lofum í Fram- sóknarflokknum. Margir Framsóknarmenn, vafá laust meiri hluti þeirra eru einlægir stuðningsmenn Atlants- hafsbandalagsins, og þeir munu varla vera þakklátir fyrir það, hve þóknanleg skrif Tímans eru hernaðarsérfræðingum Rússa. Njósnir Rússa S.l. sunnudag birtist í komm- únistablaðinu langhundur, þar sem reynt er að verja njósnir Rússa hér á landi og jafnframt haldið áfram árásunum á Ragn- ar Gunnarsson, manninn, sem Ijóstraði upp um njósnastarf- semi Rússa. Það leynir sér ekki, að kommúnistar telja njósnir Rússa réttlætanlegar og mundu hvenær sem er hjálpa þeim i iðju sinni. Það fer heldur ekkl á milli mála, að þeir eru ösku- reiðir Ragnari Gunnarssyni fyrir það að virða íslenzka hagsmuni og koma upp um moldvörpu- starfsemi rússneska sendiráðs- ins. íslendingar munu lengi minn- ast þess, að réttindi sendiráðs- manna voru notuð til njósna- starfsemi. Menn gera sér líka grein fyrir því, að ólíklegt er aS þetta sé eina tilvikið, þar sen* Rússar hafa stundað njósnir hér á iandi. Þvert á móti er fyllsta ástæða til þess að ætla að stöð- ugar og víðtækar njósnir séa stundaðar hér, eins og innara staðar, af erindrekum heims- kommúnismans. Þess vegna cr rétt að minna öðru hvoru á njósnamál Rússanna, svo mena séu ætið á varðbergi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.