Morgunblaðið - 24.09.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.09.1963, Blaðsíða 14
14 MORGUN BLAÐIÐ Þriðjudagur 24. sept. 1963 Hjartanlega þakka ég börnum, tengdabörnum og öðr- um vinum sem glöddu mig með heimsóknum, gjöíum og skeytum á 80 ára afmæli mínu þann 20. sept. sL — Guð blessi y Kkur öll. Ingibjörg Pálmadóttir frá Hlíð. Eg þakka af alhug öllum þeim, sem sýndu mér vin- áttu og margvíslegan heiður á sjötíu og fimm ára aí- mæli mínu 18. sept. sl. — Kær kveðja. Sigurður Einarsson,Urðarstíg 9. Verzlun til sölu Af sérstökum ástæðum er lítil sérverzlun í fullum gangi til sölu. Hentug fyrir tvær konur, sem vilja skapa sér sjálfstæða vinnu. Góður staður við Laugaveg. Tilb. sendist afgr. Mbl., merkt: „Október 20. — 3400“ fyrir 1. október. Faðir okkar GUÐJÓN BACHMANN fyrrverandi verkstjóri andaðist að hennili sínu í Borgarnesi, 21. sept sl. Börnin. Maðurinn minn og sonur NÓI SKJALDBERG bifreiðastjóri , Laugavegi 49, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju kl. 3 e.h. miðviku- daginn 25. þ.m. Fyrir hönd barna og systkina. Björg Kristjánsdóttir, Asgerður Skjaldberg, Bergþór Bergþórsson. Útför HALLDÓRU GUNNLAUGSDÓTTUR Hlíðargerði 12 sem andaðist 19. sept. sl. fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. þ.m. kl. 1,30 e.h. Fyrir hönd aðstand- enda. Guðrún Konráðsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er auð- sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns, föður oktlar, tengdaföður og afa JÓHANNS ÁRNASONAR Lindargötu 43. Helga Bjarnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför SIGURGEIRS SIGURÐSSONAR Sundstræti 17, ísafirði. Vandamenn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður og tengdaföður okkar FRIÐRIKS ÁGÚSTS HJÖRLEIFSSONAR Dætur og tengdasynir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eig- inmanns míns, föður og afa SÓFÓNÍASAR FR. SVEINSSONAR Kambsvegi 11. Ingibjörg Gísladóttir, börn, tengdabörn og barnaböm. Jarðneskar leifar eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa SNÆBJÖRNS ÍSAKS KRISTMUNDSSONAR múrara, Hjallavegi 24, verða jarðsungnar þriðjudaginn 24. þ.m. kl. 1,30 e.h. frá Fossvogskirkju. — Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsam'egast bent á Slysavarnafél. íslands. Ingibjörg Magnúsdóttir, frá Efri-Hömrum, Kristmundur S. Snæbjörnsson, Aðalheiður D. Sigurðardóttir, Magnús S. Snæbjörnsson, Haila G. Sigurðardóttir, Jón S. Snæbjörnsson, og barnaböm. Osvald Eyvindson ÞAÐ var árið 1908 að ég fór al- farinn að heiman, norðan úr Miðfirði í Húnavatnssýslu, ung- ur að árum, sautján ára gamall, til þess að læra trésmíði hjá Ey- vindi Árnasyni, trésmíðameist- ara og útfarastjóra í Reykjavik. Hjá honum var mér boðið í stofu, fínni en ég hafði áður séð. í einu stofuhorninu voru þrjú börn að leika sér, þar á meðal ungur sveinn þriggja til fjögurra ára gamall, sem kom fljótlega til min. Mér er enn í minni forvitnisleg og spurul augu unga sveinsins. Á þessum degi byrjuðu kynm okk ar Osvalds Eyvindssonar. Ungur lærði Osvald rafmagns- virkjun hjá Eiríki Hjartarsyni og vann hann við rafvirkjun í nokk- ur ár, unz hann fór að vinna hjá föður sínum og varð hans hægri hönd. Að föður sínum látnum tók Os- vald útfararstjórnina í sínar hendur og stundaði það starf til æviloka. Nú þegar ég lít yfir liðin ár, er hann í minningunni alltaf sami, góði drengurinn og áhugasamur, er vildi hvers manns vanda leysa eftir beztu getu og minnist ég ekki falslausari manns en hans. í orðræðu var hann ætíð hress og glaður og hef ég og fjölskyida min átt marga glaða og góða stund með honum. Nú er hann allur og er mér sér söknuður á brjósti, en minn- ingin um góðan dreng gleymist ekki. Blessuð sé minning hans. B. G. Snæbjörn Kristmundsson Fæddur 9. september 1893. Dáinn 13. september 1963. Húmar um hæðir, horfin er gleði, dögg vætir vinarkinn. Syrgja þó sárast, synir og kona, ung, er þér ástir gaf. Mörg vaknar minning, er mynd þína skoða, lífsferil liðinna tíða. Hæglátur, hógvær, háttprúður drengur, vonglaður vinnandi höndum. Fáir til fanga, fremri þér ungum, er fisk á djúpmiðum drógu. Líkt var á landi, lék verk í hendi, árvökum eljumanni. Horfinn af hauðri, helfjötrum bundinn, allt er þitt æviskeið. Hugga má Jiarma, heilagur Drottinn, og vekja til vinafunda. Húmar um hæðir, haustlaufin falla, kveðja skal kaldan dag, nótt boðar nýjan, njóta mátt þú. Ljúkist upp ljósheimar bjartir. Sendi og innheimtustörf Ein af stærri og þekktari heildverzlunum landsins óskar að ráða unglingspilt eða stúlku til sendi- og innheimtustarfa nú þegar. Aðeins röskur og reglu- samur unglingur kemur til greina. Uppl. á skrifstofu félagsins, Tjarnargötu 14. Félag íslenzkra stórkaupmanna. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 54. og 58. tbl. Lögbirtinga- blaðsins á mb. Gullborgu K.E. 21 talin eign Svavars Antoníussonar fer fram eftir kröfu Stofnlánadeildar Sjávarútvegsins í dómssalnum við Hilmisgötu í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 1. okt. 1963 kl. 13,30. Borgarfógetinn í Vestmannaeyjum. Saumastúlkur Saumastúlkur óskast. Lausar stöður Póst- og símamálastjórnin óskar eftir vélamönnum til starfs við Loranstöðina hjá Sandi, SnæfellsnesL Vélamenrí þessir þurfa að hafa „hið meira mótor- vélstjórapróf Fiskifélagsins". Nauðsynlegt er, að þeir geti hafið störf í byrjun október næstkomandi. — Upplýsingar í- síma 11000, innanhússnúmer 252. — Umsóknir sendist póst- og símamálastjóminni fyrir 1. október 1963. Póst- og símamálastjómin. Reykjavik, 21. september 1963. R atvél averkstœði Til sölu er nú þegar rafvélaverkstæði í fullum gangi á góðum stað hér í borg. Það sem selt verð- ur er: Iðnaðarhúsnæði og tilheyrandi áhöld, verzl- unarhúsnæði, varahluta- og efnisbirgðir. — Óskað er eftir tilboðum fyrir 1. október 1963. Upplýsingar gefur Bjami Bjamason, viðskiptafræðingur, Austurstræti 7. — Sími 24203. Söngsveitin Fílharmönia tekur á móti nýjum félögum, körium og konum, til 15. október. Upplýsingar gefa frú Hanna Guðjóns- dóttir, síma 12563, Jakob Þ. Möller, sima 15393 og söngstjórinn, dr. Róbert A. Ottósson. Afgreiðslustarf Viljum ráða kvenmann, ekki yngri en 30 ára til afgreiðslustarfa á Sérleyfisstöð vorri. Vaktaskipti. Upplýsingar gefnar í dag milli kl. 5 og 7. BIFREIÐASTÖÐ STEINDÓRS Hafnarstræti 2. — Sími 18585. K. K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.