Morgunblaðið - 24.09.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.09.1963, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjuda'gur 24. sept. 1963 Eins og áður hefur verið skýrt frá, var listsýaing Nínu Sæmundsson opnuð í Bogasal Þjóðminja- safnsins sl. laugardag. Aðsókn að sýningunni hefur verið góð og hafa þegar þrjú málverk selzt. Á sýningunni eru 27 málverk og 4 höggmyndir og birtist hér mynd af einni höggmyndanna, sem listakonan nefnir: „Deyjandi Kleopatra". — Listsýningunni lýkur 30. september. Tvær mínútur skildu milli lífs og dauða 80 punda steinn fór í gegnum kaffiskúr vegavinnumanna í Ölafsvíkurenni Ólafsvík, 23. september. ÞAÐ munaði aðeins tveim mínút- um, að nokkrir vegavinnumenn, sem vinna við að leggja hinn nýja veg fyrir Ólafsvíkurenni, færust eða stórslösuðust, er tveir steinar hrundu úr fjallinu og lentu á kaffiskúr, þar sem þeir höfðu verið að drekka kvöld- kaffi sl. þriðjudagskvöld. Það varð þeim til björgunar, að verkstjórinn kallaði þá út úr skúmum til að taka vörur af vörubíl og voru þeir að þeirri iðju, þegar steinarnir komu fljúg andi. Hellirigning var og því ólíklegt að mennimir hefðu verið Úti við að öðrum kosti. Þegar mennimir heyrðu gný- inn af grjóthruninu hlupu þeir undir kaffiskúr, sem er rétt hjá hinum. Héldu þeir þar til unz skriðan hafði gengið yfir. Meira en 9 tímar voru liðnir frá síð- ustu sprengingu svo skriðan kom á óvart. Þegar að var gáð kom í ljós, að stærri steinninn, um 70—80 pund að þyng(£ hafði lent á þaki kaffiskúrsins og í gegn á sæti eins vegavinnumannsins, Ágústs Eiríkssonar, sem þar hafði setið Cuðjón Bach- mann, verkst jóri látinn GUÐJÓN Bachmann, verkstjóri, Borgarnesi, andaðist að heimili sínu s.l. laugardag. Guðjón var á 96. aldursári. Hann var verkstjóri hjá Vega- gerð ríkisins í 55 ár. — Kmverjar Framh. af bls. 1 ínnar um það, sem hún nefnir sviksamlega afstöðu Kínverja í hugmyndafræðideildinni og einn ig segir, að Kínverjar séu mót- fallnir samkomulaginu um bann við tilraunum með kjarnorku- vopn, vegna þess að þeir vilji •jálfir eignast siík vepn, hvað sem það kostL um tveim mínútum áður, og fór steinninn svo út um skúrhliðina og valt niður í fjöru, sem er 30—40 metrum neðar. Hinn steinninn, um 40 pund, fór inn um skúrhliðina og stanz- aði á miðju gólfi. Mennimir, sem þarna voru, telja fullvíst, að minnsta kosti fjórir þeirra hefðu orðið fyrir steinunum, ef þeir hefðu ekki verið kallaðir út. — Þeir voru alls um 10 í skúmum. MBL. hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Félagi matvöru- kaupmanna og Félagi kjötverzl- ana í Reykjavík. Miðvikudaginn 18. sept. sl., héldu Félag matvörukaupmanna og Félag kjötverzlana í Reykja- vík sameiginlegan fund í Leik- húskjallaranum og var fundar- efni, verðlagsmál, rekstrargrund- völlur matvöruverzlana og af- koma þeirra. Á vegum félaganna hefur ver- ið starfandi að undanförnu, verð lagsmálanefnd, sem m. a. hefur haft það hlutverk á hendi, að rannsaka rekstrargrundvöll og afkomu matvöruverzlana. Ólaf- ur J. Ólafsson, löggiltur endur- skoðandi, hefur staðið fyrir rann- sókninni, og var hann mættur á fundinum og skýrði niðurstöður rannsóknar sinnar og nefndar- innar. Til grundvallar rannsókn- inni voru lagðir rekstrarreikn- ingar verzlana fyrir árin 1961 og 1962, en þar sem viðkomandi verzlanir eru misgamlar, reka ýmist í einkaeign eða hlutafé- lögunum, voru gerðar viðeigandi breytingar á einstaka liðum reikninganna, til þess að gera þá sambærilega hvern öðrum. Nið- urstaða rannsóknanna sýnir, að á árinu 1961 og 1962 hafa mat- vöruverzlanir almennt verið reknar með halla og það enda þótt laun eiganda eða vextix af eigin fé væri ekki reiknað til gjalda viðkomandi fyrirtækja. Þá er það ennfremur vitað. að á yfirstandandi ári hafa þegar Maður slasast í árekstri á Seyðis- firði Seyðisfirði, 23. september. HARÐUR árekstur varð hér sl. nótt á Hafnargötu. Lentu saman vörubifreið síldarverksmiðjanna og R-2496, sem er jeppi af Land- rovergerð, eign Sveins Bene- diktssonar. í jeppanum var farþegi, Ámundi Ámundason, og við áreksturinn skarst hann í andliti og hálsi og varð að flytja hann á sjúkrahús. Meiðsli Ámunda eru ekki talin alvarlegs eðlis. Jeppinn er mikið skemmdur, en vörubifreiðin tiltölulega lítið. orðið þrjár launahækkanir hjá starfsmönnum fyrirtækja þess- ara, auk allverulegra hækkana á ýmsukm öðrum kostnaðarliðum. Er því sýnilagt, að á árinu 1963 kemur afkoma þessara sömu fyrirtækja til með að verða enn- þá lakari. Verðlagsyfirvöldum hefur ver- ið gerð fullkomin grein fyrir þessu, bæði nú og áður, og verð- ur nú eigi lengur hjá því komizt, að leiðrétta gildandi verðlags- ákvæði þannig, að fullt tillit sé tekið til eðlilegra þarfa fyrir- tækjanna. Á fundinum var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Almennur sameiginlegur fund ur Félags matvörukaupmanna og Félags kjötverzlana í Reykjavík, haldinn í Leikhúskjallaranum, miðvikudaginn 18. sept. 1963, fel- ur verðlagsmálanefnd félaganna að vinna að því við verðlags- yfirvöld, að fá leiðréttingu verzl- unarálagningar til samræmis við raunverulega þörf fyrirtækjanna, sem rannsóknir nefndarinnar hafa sýnt. Ef slík leiðrétting fæst ekki án ástæðulausrar tafar hjá verð- lagsyfirvöldum telur fundurinn rétt að benda á, að óhjákvæmi- legt er að verzlunin sjálf leið- rétti álagninguna á grundvelli rannsóknanna til samræmis við sannanlega þörf fyrirtækjanna til þess að greiða raunverulegan kostnað við dreifingu hverrar vörutegundar." — Sveinn. telja verðlagsreglur óviðunandi Danir safna fé fil styrktar skóla í Skálholti í DANMÖRKU hefur verið sett á fót nefnd í þeim til- gangi að styrkja byggingu skóla í Skálholti. í bréfi, sem nefndarmenn hafa gefið út segir m.a., að þegar haft sé hugfast hið nána samband íslands og Danmerkur um aldaraðir, sé eðlilegt, að Dan- ir vilji leggja sinn skerf til endurreisnar Skálholts. Formaður dönsku nefndarinn- ar er Gudmund Schi01er, biskup, Hróarskeldu og auk hans er hún skipuð mörgum mönnum, sem unnið hafa athyglisverð störf á sviði skólamála. Má til dæmis nefna Otto Kaarsberg, forseta hæstaréttar, dr. jur. prófessor Stephan Hurwitz, talsmann þings ins, H. Hoffmann bankastjóra, formann stórbanka Kaupmanna- hafnar, O. Blinkenberg Nielsen sparisjóðstjóra, formann danskra sparisjóða. Kjörin hefur verið framkvæmdanefnd og í henni eiga sæti, auk formannsins Schiþlers biskups, Poul Hjer- mind hæstaréttarlögmaður, sem féhirðir, S. Haugstrup Jensen, skólastjóri Gruntvigsskólans við Hilleröd og Bent A. Koch, rit- stjóri. Nefndin leggur áherzlu á, að hún muni ekki stofna til fjár- söfnunar á breiðum grundvelli í Danmörku til styrktar Skálholts skóla, heldur taka á móti fjár- framlögum, sem ýmsir aðilar óski eftir að gefa til skólans. Nefndinni hefur þegar borizt fyrsta stóra framlagið, sem nem ur 10 þúsund krónum dönskum. Gefandinn er atvinnurekandi í Kaupmannahöfn, sem vili ekki Cetakomizt í norskan lýð- háskóla VEGNA forfalla geta tvær ís- lenzkar stúlkur fengið ódýra vist á Iýðháskóla í Noregi í vetur. Skóli þessi er skammt frá Berg- en. Lágmarksaldur er 17 ár. Stúlkur, sem hefðu hug á að sækja um þessa skólavíst geta snúið sér til Magnúsar Gíslason- ar, framkvæmdastjóra Norræna félagsins í Reykjavík. láta nafns síns getið. Hann af- henti Koch ritstjóra ávísun á þessa upphæð. Nefndinni hafa einnig borizt tvær aðrar ávísan ir, báðar á eitt þúsund danskar krónur, frá gömlum nemendum Grundtvigs lýðháskólans og lýð- háskólans í Haslev. Skólastjórar beggja skólanna eiga sæti 1 nefndinni. Ætlunin er, að upphæðin, sem nefndin afhendir íslendingum, verði táknræn gjöf til hins mikil væga skóla á íslandi. — Rytgaard. Hér fer á eftir kafli úr bréfl nefndarinnar: „í þakkarskyni fyrir hið mikla framlag íslands til norrænnar menningar, hafa verið settar á fót nefndir í Finnlandi, Noregi og Danmörku, í þeim tilgangi að safna fé til stuðnings hugmynd- inni um skóla í Skálholti. Þegar haft er hugfast hið nána sam- band íslands og Danmerkur um aldaraðir, hlýtur að þykja mjög eðlilegt, að Danir vilji einnig leggja skerf til endurreisnar Skálholts. Til þess að skerfurinti verði af mörkum lagður, er nefndinni komið á fót. Markmið ið er að gjöf Dana nemi að minnsta kosti 200 þúsund d. kr.“ Nefndarmenn eru: K. B. And ersen, þingmaður, Hanne Budtz, ladsréttarlögmáður, N. Chr. Christensen, ritstjóri, Sigurd Christensen, vátryggingastjóri og ræðismaður, Poul Engberg, lýðháskólastjórið Erik Eriksen, fyrrv. forsætisráðherra, Uffe Grosen, lýðháskólastjóri, O. Hedegaard, bankastjóri, Poul Hjermind, hæstaréttarlögmaður, féhirðir nefndarinnar, H. Hoff mann, bankastjóri, St. Hurwitz, prófessor dr. jur., H. Hþgsbro, biskup dr. theol., S. Haugstrup Jensen, lýðháskólastjóri, Jþrgen Jprgensen, fyrrv. menntamála- ráðherra, Otto Kaarsberg, for- seti hæstaréttar, Bent A. Koch, ritstjóri, Johs. Magelund, lýðhá- skólastjóri, E. Meulengracht, pró fessor dr. med., Poul Mölier, landréttarlögmaður, O. Blinken- berg Nielsen, sparisjóðsstjóri, Niels Nielsen, prófessor dr. phil„ P. Nyboe Andersen, prófessor dr. oecon., Gudmund Schiþler, bisk up, formaður nefndarinnar, Roar Skovmand, ríkisráðunautur dr. phil., Knud Thestrup, dómari og Finn Tulinius, sóknarprestur. Kínverjar spýta, geispa og hlæja í Leninsafninu Moskvu 23. sept. (AP) RÚSSAR kvörtuðu undan því á sunnudaginn, að kín- verskir listdansarar, sem dveljast nú í Sovétríkjunum, dreifðu and-sovézkum áróðri milli þess, sem þeir kæmu fram opinberlega. Blaðið Sovézk Menning rit- aði um þetta á sunnudaginn og sagði m.a., að Kínverjarn- ir væru mjög góðir lLstamenn, en þegar þeir stigju niður af sviðinu breyttust þeir úr að- laðandi hæfileikamönnum í rógbera og undirróðursmenn, sem réðust harkalega á stefnu Sovétstjórnarinnar og færu ærumeiðandi orðum um kommúnistaflokk Sovétríkj- anna. Blaðið sagði, að heimsókn listamannanna í Gorkysam- yrkjubúið fyrir utan Moskvu hefði helzt líkst vel undirbú- ] inni áróðursherferð. Þeir hefðu misnotað gestrisni bændanna og notað alla heimsóknina til þess að gagn 1 rýna og niðurlægja sovézku . þjóðina og stefnu Sovét- 1 j stjórnarinnar. ' Sovézk menning sagði, að einn bændanna á samyrkju- búinu hefði sýnt Kínverjun- um hús sitt og þá hefðu þeir j sagt, að húsið væri verra en * aumasta hreysi í Kína. Blað- m ið kvartaði einnig undan hegðun Kínverjanna, er þeim j var sýnt Leninsafnið 1 > Moskvu. Segir, að þeir hafi gengið um með fyrirlitningar svip, hlegið háðslega, geispað og spýtt. Blaðið segir að lok- um, að augljóst > sé, að Kín- verjarnir hagi sér eftir fýrir- > rnælura að heiman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.