Morgunblaðið - 24.09.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.09.1963, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 24. sepl. 1963 MORGUN BLAÐIÐ 13 Þjóðleikhusið: ÍRSKI rithöfundurinn Brendan Behan, höfundur leikritsins „Gísl“ (The Hostage), sem Þjóð- leikhúsið frumsýndi sl. láugar- dagskvöld, er maður á léttasta skeiði, fæddur 1923 í Dublin. Hann hefur til þessa samið að- eins tvö leikrit, „The Quare Fellow" 1956 og „Gísl“, sem fyrst var sýnt í Dublin árið 1958. — Vöktu þessi leikrit þegar mikla athygli, einkum „Gíál“, sem sýnt hefur verið víða um heim, meðal annars í London og New York og hlotið hvarvetna frábærar viðtökur bæði áhorfenda og gagn rýnenda. En þó að rithöfundar- ferill Behans sé ekki langur, þá á hann engu að síður viðburða- ríkan og erfiðan lífsferil að baki sér. Hann var barn að aldri þeg- ar hann hóf þátttöku sina í frels- isbaráttu þjóðar sinnar gegn brezku ofurefli og hann hefur hvað eftir annað setið í brezk- um fangelsum. Hafa þessi bar- áttu- og fangelsisár án efa mót- að mjög skapgerð og lífsviðhorf hins unga amnns, enda hefur hann æ síðan verið eins konar Meg Dillon (Helga Valtýsdóttir) og Pat (Valur Gíslason). leynir sér ekki, að á bak við gáskann og hið hrjúfa yfirborð leiksins slær hið írska hjarta höf- undarins. — Höfundurinn hefur „enfant terrible", óeirinn og i , .... . ”, , . . ... . ... sagt um sjalfan sig: „Eg virði, ofsafenginn og íðulega att í uti- stöðum við lögregluna í heima- landi sínu, einkum þegar hann hefur verið við skál, sem oft mun koma fyrir að sögn þeirra, sem til þekkja. „Gísl“ er skemmtilegt og safa- mikið leikhúsverk, er fjallar um frelsisbaráttu íra, sem í raun- inni stendur yfir enn í dag, enda þótt meirihluti frlands hafi losn- að undan yfirráðum Ertglen|linga fyrir meira en fjörutíu arum, eftir blóðuga baráttu og mikið mannfall. Höfundurinn talar öllu öðru fremur, góðvildina til manna og dýra. Ég virði ekki lögin og hef óbeit á þjóðfélags- málum, nema þeim, sem gera vegina öruggari, bjórinn sterkari, fæðuna ódýrari, yljar gömlum mönnum og konum í vetrarkuld- anum og veitir þeim meiri ham- ingju á sumrin.“ Kannski lýsa þessi orð hinum óstýrilátá höf- undi vel. Leikritið „Gísl“ fer fram í Dublin fyrir nokkrum árum, í gömlu og hrörlegu húsi við ó- þarna engri tæpitungu, en það. þrifalega hliðargötu í borginni. Mr. Mulleady (Baldvin Halldórsson) og Miss Gilchrist (Herdís > Þorvaldsdóttir). Þar er margt misjafnra sauða á vist, vændiskonur og hvers kon- ar lýður annar. Eigandi hússins, sem jafnan er nefndur virðingar- nafninu „monsjur", er gamall for ingi úr frelsisstríði íra, og lifir enn og hrærist í þeim gömlu tím- um. En hinir raunverulegu hús- bændur eru Pat og Meg Dillon koná hans. Hin leynilega frelsis- barátta heldur áfram og í þetta hús er komið með ungan enskan hermann, sem leyniherinn hefur tekið sem gísl fyrir ungan Ira frá Belfast, sem dæmdur hefur verið til dauða og á að hengjast daginn eftir. Og í leikslok er gerð árás á húsið og skothríðin dynur yfir. — — — írski leikstjórinn Thomas Mac Anna hefur sett leikinn á svið, en hann er leikstjóri við þjóð- leikhús íra, hið fræga Abbey- leikhús í Duþlin og hefur einnig starfað við önnur leikhús í Dubl- in, enda fjölhæfur leikhúsmaður. Er vissulega mikill fengur í því að fá hingað slíkan mann, sem þekkir til hlítar írskt þjóðlíf, til þess að setja þennan há-írska leik á svið. — Það er bersýnilegt, að leikstjórinn hefur unnið að sviðsetningunni af mikilli gleði og áhuga samfara ágætri kunn- áttu og hugkvæmni. Engu að síður er ég leikstjóranum ekki fyllilega sammála um £itt atriði leikstjórnarinnar, finnst þar gæta nokkrar ofstjórnar. Á ég þar við hin tíðu og hröðu hlaup upp og niður stigann, sem vek- ur óþarflegá mikinn óróa eða jafn vel ringulreið á sviðinu. Annars er heildarsvipur leiksins mjög góður og hópatriðin prýðileg. Hlutverk leiksins eru 'mörg. Veigamest þeirra eru Pat, sem Valur Gíslason leikur og Meg Dillon, sem Helga Valtýsdóttir fer með. — Pat er gömul frelsis- hetja, sem hefur frá mörgu að segja um hin miklu afrek sín í baráttunni við hina ensku. Er gamli maðurinn ekki alltaf, í þeirri frásögn, sjálfum sér sam- kvæmur, en kona hans kemUr þá jafnan með sínar óþægilegu at- hugasemdir. Persóna þessi er mjög skefnmtileg og vel gerð frá hendi höfundarins og nýtur sín til fulls í bráðsnjallri túlkun Vals. Meg Dillon er ærið kaldhæð- in kona og ekki sérlega tepru- leg eða siðavönd, enda hefur líf- ið ekki farið um hana mjúkum höndum, en hún er undir niðri tilfinningarík og býr yfir heitri sjónleihur eftir Brendnn Behcm Leikstjóri: Thomns Mcc Annn ættjarðarást. Leikkonan skilur þessa persónu til hlítar, enda er túlkun hennar snjöll og sannfær- andi. Svipbrigði hennar og lát- bragð er í fyllsta samræmi við persónuna og leikur hennar all- ur borinn uppi af ágætri kímni samfara miklum skaphita, er kemur hvað bezt fram er hún syngur um páskadagsuppreisn- ina (í síðari þætti leiksins). —■ Helgu lætur öðrum leikkonum okkar betur að túlka slíka mann- gerð' sem Meg er, sbr. leik henn- ar í „Hart í bak‘‘, en þessi tvö hlutverk eru allkeimlík. „Monsjur“ gamla leikur Ró- bert Arnfinnsson. Gamli mað- urinn er brosleg og skemmtileg persóna og finnur mjög til sín, ekki hvað sízt er hann af mikl- um virðuleik gengur inn á sviðið og þeytir sekkjapípu sína. Gervi Róbert er gott og leikur hans afbragð, og söngur hans um þjóð arstolt Breta er eitt af skemmti- legustu atriðum leiksins, annað en dúett þeirra Hérdísar Þor- valdsdóttur, er leikur hjálpræð- iskonuna miss Gilchrist og Baldvins Halldórssonar, er leik- ur „vin“ hennar ,mr. Mulleady. Vakti þessi söngur þeirra mik- inn hlátur, enda var hann kostu- lega skemmtilegur. Ungur leiknemandi, Arnar Jónsson, leikur gíslinn, allveru- legt hlutverk og gerir því furðu- góð skil. Þykir mér sennilegt að í honum búi gott leikaraefni. — Teresu, hina ungu þjónustu- stúlku á heimili Pats og Megs, leikur Margrét Guðmundsdóttir. Stúlka þessi er saklaus og við- kvæm, enda fær hún ekki staðizt töfra hins fríða fanga. Leikur Margretar er yfirleitt tilþrifalít- ill, en einkum þó í leikslok, þar sem mest reynir á. Tvo kynduga náunga, kynvill- inga, að því er virðist, af tali þeirra og tilburðum, er nefnast Rio rita og Grace prinsessa, en eru ekki allir sem þeir eru séðir, eins og kemur í ljós í leikslok, leika þeir Ævar Kvaran og Erf- ingur Gíslason og fara báðir á- gætlega með þessi hlutverk. —< Önnur hlutverk eru minm. Eitt þeirra, sjálfboðaliða, leikur Árni Tryggvason og er skemmti- legur að vanda. Leiktjöld og búningateikning- ar hefur Gunnar Bjarnason gert. Hefur hann með hvort tveggja lagt sinn skerf til að búá leikn- um hinn rétta blæ og andrúms- loft. í leiknum eru sungin gömul írsk þjóðlög við smellin ljóð, sem þýðandi leiksins, Jónas Arnason hefur snarað lauslega á íslenzku og tekizt ágætlega. Sama er að segja um þýðingu hans á leikritinu sjálfu og hefur það vissulega ekki verið vanda- laust verk. Leiknum var ágætlega tekið. Að leikslokum ávarpaði leikstjór inn leikhúsgesti nokkrum orð- um og flutti á ensku skemmti- legt kvæði eftir sjálfan sig, þar sem, meðal annars, er vikið að heimsókn Englendinga til ír- lands fyrir sjö hundruð árum, — heimsókn, sem ekki er lokið enn. Sigurður Grímsson. Teresa (Marigrét Guðmundsdóttir) og gíslinn (Arnar Jónsson). Dauðir koma til dyra - nýbók BENJAMÍN SIGVALDASON hef ir nýlega látið frá sér fara bók, sem hann nefnir. „Dauðir koma til dyra“ og eru það sannar frá sagnir frá liðnum tímum. Er bókin 224 bls. og eru þættirnir 26 að tölu. Má þar til nefna. Dansað við jarðarför, Þáttur af Margréti á Grundarhóii, Dansað út í dauðann, Gamli og riýi tím- inn, Pétur fjallagarpur segir frá, Alþingismenn Norður-Þingey- inga — skrifað um 12 þjóðkunna menn, Örn ræðst á mann, Gull kista nirfilsins. Þessi bók Benjamíns, eins og fyrri bækur hans um samskonar efni, hefir að geyma fróðleik um liðna tíð, sem fengur er að fyr ir þá kynslóð, er nú lifir og þá koiman'di.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.