Morgunblaðið - 24.09.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.09.1963, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 24. sept. 1963 MORGUNBLADIÐ 5 - V iWWMWMWSSWSH Lifsnauðsyn að hafa aðgang að góðu bókasafni BJÖRN Björnsson, sonur Björns Magnússonar prófess- ors, hlaut síðastliðið vor hæstu einkunn. sem gefin hef- ur verið í Guðfræðideild Há- skóla íslands, meðaleinkunn- ina 14,75. Björn fór á sunnu- da«r til Skotlands, þar sem hann hyggst sunda framhalds nám við Ncw College, Edin- borgarháskóla. Morgunblaðið átti stutt samtal við Björn skömmu fyrir brottförina. — Hvernig stóð á því að þér völduð Edinborg? — Ég fékk styrk frá skozku kirkjunni, en talsvert sam- starf hefur verið með henni og þeirri íslenzku síðustu árin um vinnubúðastarfsemi, og prófessor frá Edinborg mun halda fyrirlestra við Guð- fræðideild H. í. í haust. Það var þó einkum fyrir persónu- leg kynni prófessors Þóris Kr'. Þórðarsonar í Edinhorg, að ég fékk styrkinn. — Hvaða grein guðfræði munuð þér einkum leggja stund á? — Systerriatiska guðfræði, aðallega siðfræði. Eg mun leggja sérstaka áherzlu á sam band siðfræði og þjóðfélags- fræði. — Verðið þér lengi í Skot- landi? — Það er ekki fastráðið, en að minnsta kosti í vetur. Hins vegar hef ég hug á veru- legu framhaldsnámi og veit að eftir miklu er að slægjast. — Þér ætlið kannske ekki að gerast starfandi prestur? — Ég hef mikinn áhuga á prestsstarfi, en með auknum kynnum mínum af erlend- um tímaritum og bók- um sé ég, að margt er ólært. Geysimargt er að gerast í guðfræðiheiminum í dag, sem getur komið að miklu gagni hér heima. Island er ennþá dálitið einangrað, einkum finn ég til skorts á bókakosti við Háskólann. Ég var við nám í Chicagoháskóla veturinn 1961—62 og kynntist mismuninum af eigin raun. Það er lífsnauðsyn bæði fyrir nemendur og prófessora að hafa aðgang að góðu bóka- safni og kynnast sem mestu af nýjum bókum og tímarit- um. Hér á íslandi er stúd- entinn eins og handalaus mað- ur af þessum sökum. — Hvaða greinar tókuð þér fyrir í Chicago? — Ég lagði einkum stund á Nýja testamentsfræði og systematiska guðfræði, en jafnframt kynntist ég grein- um, sem lítt eða ekki eru kenndar hér, svo sem trú- sálarfræði og religion and art eða áhrif trúar á list- ir. í listum og þá sérstaklega bókmenntum endurspeglast trú listamannsins og viðhorf hans til vandamála samtímans, en einmitt á þeim viðhorfum hlýtur kirkjan að hafa áhuga. — Hver finnst yður aðal- mismunurinn á námi við am- erískan háskóla og íslenzkan auk bókakostsins? — Það er mikill mismunur á ástundun. Ekki svo að skilja að mér finnist íslenzkir stúd- entar neinir slóðar, en það, sem við köllum akademiskt frelsi, er óþekkt vestra. Þar er annaðhvort að duga eða drepast, því náminu fylgja svo miklar kvaðir. Á þriggja mánaða fresti eru ýmist rit- gerðir eða próf í hverju fagi, sem gefnar eru einkunnir fyrir. Námið er líka svo dýrt í Bandaríkjunum, að miklu máli skiptir að fá styrki, en þá hljóta menn ekki nema með góðri ástundun. Mér finnst það alrangt, sem margir segja hér heima, að banda- rískir háskólamenn séu illa menntaðir. Ég veit, að þegar þeir hafa lokið námi við skóla, sem gera slíkar kröfur, hljóta þeir að vera vel mennt- aðir. — Þeir sögðust ætla að leggja stund á kristilega sið- fræði og þjóðfélagsfræði. — Hvert er sambandið milli þessara greina? — Því er ekki fljótsvarað, en báðar þessar greinar fjalla um einstaklinginn og hópa einstaklinga svo og hinar ýmsu sfofnanir mannlegs sam- félags, einstaklingurinn er háður eins og hjónaband, fjölskyldu, ríki og kirkju. Kristileg siðfræði hefur að forsendu fagnaðarboðskapinn um Jesúm Krist og er þess fullviss, að sá boðskapur eigi brýnt erindi til einstaklings- ins á öllum sviðum mannlegs lífs. Þjóðfélagsfræðin fjallar hins vegar á vísindalegan hátt um þessi svið og gefur objektiva mynd af þeim grund vallarstofnunum þjóðfélagsins sem fyrr eru nefndar. A benn an hátt hlýtur þjóðfélags- íræðin að vera mjög mikil- vægt hjálpartæki guðfræðinni til skilnings á lífi þess ein- staklings og vandamálum, sem hún ávarpar og kallar til hlýðni við Jesúm Krist. Van- meti guðfræðin niðurstöður slíkra greina sem þjóðfélags- fræði, sálarfræði og mann- fræði, er sú hætta fyrir hendi, að hún skilji eigi lengur ein- staklinginn og vandamál hans í hinu margslungna nútíma- ■þjóðfélagi. Allar þessar grein- ar þurfa að ræðast við, ef svo mætti segja. Það verður þeim öllum til heilla. Flugfélag íslands: Skýfaxi fer til Glasgow og Khafnar kl. 08.00 í dag. Væntanlegur aftur til Rvíkur kl. 22.40 i kvöld. í dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (3 ferðir), Isafjarðar, Egilsstaða, Sauðárkróks, Húsa'úkur og Vestmanna eyja (2 ferðir). Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Hellu, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar og Vest mannaeyja (2 ferðir). Skipadeild SÍS: Hvassafell losar á Austfjapðahöfnum. Arnarfell losar á Austfjarðahöfnum. Jökulfell er á leið frá Calais til Grimsby og Hull. Dís- arfeíl losar á Austfjarðahöfnum. Litla fell er í íRv.k. Helgafell fór 20. þ.m. til Ðatumi. Stapafell losar á Norður- landshöfnum. Polarhav losar á Norð- wríandshöfnum. Borgund er væntan- Jegt til Hvammstanga i dag. Loftleiðir h.f.: Snorri t>orfinnsson er væntanlegur frá N.Y. kl. 08.00. Fer til Luxemborgar kl. 09.30. Kemur til baka frá Luxemborg kl 24.00 Fer til N.Y. kl. 01.30. Söfnin ÁRBÆJARSAFN er lokað. Helm- sóknir t safnið má tilkynna i síma 18000. Leiðsögumaður tekinn í Skúla- túní 2. MINJASAFN REYKJ A VÍ KURBORG- AR Skúatúnl 2. opið daglega £rá Ki. 2—4 e.h. nema manudaga. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ er opíð á þriðjudögum, laugardögum og sunnu- dögum kl. 13.30—16. LISTASAFN ISLANDS er opið á þriðjudögum, fimmtudogum, laugar- dögum og sunnudögum ilI. 13.30—16. Tæknibókasafn IMSÍ er opið alla daga kl. 1-7 nema laugardaga kl. 1-3. ÁSGRÍMSSAFN, BergsíaðastræU 74, er opið sunnudaga, pnðjudaga og fimmtudaga kl. 1.30—4. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR er opið á sunnudögum ‘og miðviku- dögum kl. 1:30—3:30. BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍK- URBORGAR, siml 12308. Aðalsafmð, Þingholtsstrætí 2.9a: Útlánsdeild 2—10 alla virka daga nema iaugardaga 1—4. Lesstoía 10—10 alla vorka daga nema laugardaga 10—4. Utilbúið Hólmgarði 34 opið 5—7 alla virka daga nema laug- ardaga. Utibúið Hofsvaliagötu 16 opiö 5.30—7.30 alla virka daga nema laug- ardaga. Utibúið við Sólheima 27 opið 16—19 alia virka daga aema laugar- daga. Tekið á móti tilkynningum frá kl. 10-12 f.h. Sængur Endurnýjum gömlu sæng- urnar. Eigum dún- og fið- urheld ver. Dun- og gæsa- dúnsængur og kóddar lyr- irliggjandi. Dún- og fiðurhreinsunin Vatnsstíg 3 — Sími 14968 Miðstöðvarketill Til sölu 4—5 ferm. mið- stöðvarketill með innbyggð um spíral ásamt olíubrenn- ara. Uppl. í síma 50630 milli 12—1 í dag. Herbergi óskast Reglusamur maður óskar eftir að fá leigt herbergi. Uppl. í síma 37195. Trésmiðir Ný sambyggð trésmíðavél til sölu. Uppl. í síma 549, Akranesi. Viðtalstími milli kl. 12—1 og 7—8. Skriftarnámskeið er að hefjast. Ragnhildur Ásgeirsdóttir Sími 12907. 3ja—4ra herbergja íbúð óskast til leigu í eitt ár. — Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 2-31-36, 50737. Skúr Nýr skúr til sölu. Uppl. í síma 23560 til kl. 6. Herbergi óskast Róleg eldri kona óskar eft- ir herbergi til leigu í Vest- urbænum. Uppl. í síma 20008 í dag og næstu daga. Dansknr maðnr óskar eftir herbergi, helzt í Vesturbænum. Uppl. hjá Mikkel Djörup Sími 16208. Til sölu úrvals æðardúnssængur að Sólvöllum, Vogum. Sama verð og þrjú undanfarin ár. Póstsendi. Sími 17, Vogar. Píanó Mjög gott Wagner-píanó er til sölu. Uppl. í sima 16000 virka daga nema laugard. þá frá kl. 9—12. A öðrum tímum uppl. veittar í síma 35620. Taunus til sölu Ford Taunus Station bif- reið, árg. 1955, til sýnis og sölu að Faxatúni 11, Silfur- túni. Uppl. í síma 51101. Stúlka sem vinnur úti í fastri at- vinnu óskar eftir herb. og eldhúsi eða eldunarpiássi nú þegar eða síðar. Algjör reglusemi. Uppl, 1 síma 35104 og 34352, íbúð 2—3 herb. íbúð óskast til leígu. Uppl. í síma 34199. Sendiferðabíll Sendiferðabíll, árg. ’55 er til sölu. Selst mjög ódýrt, ef samið er strax. Uppl. í síma 16193. Permanent litanir geislapermanent, — gufu permanent og kalt perma- nent. Hárlitun og hárlýsing Hárgreiðslustofan Perla Vitastíg 18 A. Simi 14146. Vil kaupa 3—4 herb. íbúð í steinhúsi í Mið- eða Vesturbæ. Uppl. í síma 16159. Húseigendafélag Rvíkur Grundarstíg 2A. Sími 15659 Eyðublöð fyrir húsaleigu- samninga afgreidd kL 5 til 6.30 daglega. Píanó Hornung og Muller, mjög gott, til sölu. Uppl. í sima 15705. Sniðkennsla Vegna forfalla eru 2 pláss laus á kvöldnámskeiði. Sigrún Á Sigurðardóttir Drápuhlíð 48. Sími 19178. Til sölu 75 1. rafmagnssteypuhræri- vél. Uppl. í síma 92-1753 eftir kl. 7 á kvöldin. Fallegar skólapeysur á drengi. Ódýrar ungbarna peysur. Þorsteinsbúð. Vil taka á leigu 4—5 herb. íbúð nú þegar. Tilboð, merkt: „Góð um- gengni — 3399“. leggist inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 27. þessa mánaðar. Stúlka óskast á ljósmyndastofu, sem fyrst, ekki yngri en 17 ára. Upplýsingar í síma 15905. Píanókennsla Byrja kennslu 1. október. Jakobina Axelsdóttir Hvassaleiti 157. Sími 34091. Atvinna Kona óskast til afgreiðslu- starfa frá kl. 2—7 eða eftir samkomulagi. Biðskýlið, Suðurgötu/Hjarðarhaga. Píanókennsla byrjar 1. október. Ingrid Markan Laugateig 28. Sími 38078. TIIHBLR - TIIHBLR Til sölu er nýlegt mótatimbur l”x4”, l”x6” og 2”x4”, sem aðeins hefur verið notað í vinnupall. — Uppl. í síma 35695 eftir kl. 6 næstu kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.