Morgunblaðið - 24.09.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.09.1963, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudaguí 24. sept. 1963 DALE-heilo norska prjónagarnið 18 litir — mölvarið SÓLHEIMABÚÐIN SÍMI 34479 EGILL JACOBSEN SÍMI 11116 Til sölu Þessar glæsilegu 5 herb. íbúðir eru til söiu í smíðum í 3ja hæða húsi við Ásbraut í Kópavogi. Fallegt útsýni. Endaíbúðum fylgja sér þvottahús inn af eldhúsi. Bíiskúrsréttur. Hagstæðir skilmálar. ÖLAFUR þopgrímsson hœstaréttarlögmaður fosleigno og 'verðbrélaviðskiRli HARALDUR MAGNÚSSON Austurstrœli 12-3 hœð Sími 15332 Heimasími 20025 Kassagerð Reykjavíkur hf. Óskum efti,.' góðri 2ja—3ja herb .íbúð nú þegar eða 1. október fyrir starfsmann á skriístofu okkar. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 38383. Kassagarð Keykjavíkur h.f. UNDIR rótum Reykjanes- fjalls rétt fyrir ofan Reyk- hóla eru tjöld vegavinnu- manna þegar við eigum leið þarna um í endaðan júlí. Verkstjórinn er Magnús Ingi mundarson fyrrum bóndi og hreppstjóri í Bæ í Króks- firði, kunnur búhöldur og héraðshöfðingL — Þetta er 28. sumarið, sem ég er vegaverkstjóri segir Magnús, þegar við ræð um við hann. — Ég hefi ver | ið á sVaeðinu frá sýslumörk- um í Gilsfirði og að Skálmar- dalsá, og eru þá meðtaldir allir útvegir, t.d. Þorskafjarð Vegagerö í Austur Barðastrandasýslu ■ arheiði. Reyndar var ég bú- inn að vera við slík störf áð- ur en ég tók við verkstjórn. — í sumar hefur verið unn ið að nýbyggingu í Reykhóla vegi, sem nú er lokið. Enn- fremur hefur verið unnið að því að laga veginn út að Stað á Reykjanesi. Þá er einnig verið að vinna að nýrri vegagerð frá Stað nið- ur að sjó, en það hefur verið sérstakt takmark Eyjamanna og manna hér á Nesjunum, sem þurfa að sækja milli lands og eyja, að fá veg nið- ur að sjó. Eyjamenn koma oft hér að landi, en enginn akfær vegur hefur verið nið ur að sjó og því erfitt um alla aðdrætti og flutninga. Þessi vegagerð er unnin að nokkru af sýslufé á móti framlagi úr ríkissjóði. — Viðhald veganna hefur verið okar mesta hlutverk, , aðallega í Vestfjarðarvegin- um frá Kollabúðum að Skálmardal. Vegirnir voru með alversta móti eftir vet- urinn frá því að ég hóf störf fyrir Vegagerðina, og stafar það af hinni afar stórfelldu úrkomu í fyrrahaust þegar vegir spilltust stórlega um land allt. —Mikið verkefni hefur verið viðhald á þjóðveginum frá Gilsfirði og vestur úr að meðtöldum fjallvegum. Nú fyrir stuttu var lokið að mæla fyrir nýrri leið frá Bjarkalundi um Kinnarstaði inn með Þorskafirði að Kolla búðum, og einnig hefur verið mældur nokkur kaflU kring- um Gilsfjörð. Þar er ætlun- in að vinna í haust að því að endurbggja veginn innan við Ólafsdal og smíða brú á Grjótá, sem lengi hefur verið slæmur farartálmi og þá al- veg sérstaklega á vetrum. — Þær samgöngubætur verða mjög gagnlegar vegna miólkurflutninganna til Borg arness úr austustu hreppum A-Barðarstrandasýslu, og eins fyrir mjólkurbúið, sem verið er að byggja á Reyk- hólum. — Annars finnst okkur nýbyggingafé til vega hér í austur-sýslunni hafa verið' minna en skyldi. — En úr því að ég minnist á Gilsfjörð, tel ég mikla nauðsyn að endurbæta veg- inn yfir Tröllatunguheiði, því að þrátt fyrir mjög ófull- komna vegagerð þar, hefur á undanförnum árum verið geysi mikil umferð um heið- ina. Þar er hið bezta vegar- stæði og snöggtum betra en Steinadalsheiði, sem hefur verið aðal samgönguleiðin milli Steingrímsfjarðar og Gilsfjarðar. Sérfróðir menn telja að þar sé mjög erfitt að gera veg til frambúðar, en ólíku saman að jafna með Tröllatunguheiði. — Þá vil ég minnast á fyr- irhugaða breytingu á Vest- fjarðavegi kringum Hall- steinsnes, sem telja verður sérlega aðkallandi því að vegurinn um Hjallaháls er vegna legu og bratta ákaflega torsóttur báðum megin. Sama máli gegnir þegar kemur fyrir Djúpafjörð, að þá telst vera hin mesta nauð- syn að breyta veginum kring- um Grónes. Þarf að færa veginn fyrir nesið og yrði það ómetanleg hlutarbót fyr- ir samgöngur í austursýsl- unni. — Gera má ráð fyrir að vegurinn um Klettsháls verði áfram með tilhlýðilegum end urbótum. Þarna í næsta ná- grenni er fjallvegur, sem heitir Kollafjarðarheiði upp úr Kollafirði. Þar eru fyrir- hugaðar byrjunarframkvæmd ir síðari hluta sumars á vega gerð til bráðabirgða. Reynsla liðinna ára hefur sýnt að þar er miklu minni snjór á vetrum en á Þorskafjarðar- heiði, og þessa nýju leið milli ísafjarðardjúps og A-Barða- strandarsýslu verður hægt að fara fyrr á vorinu og leng- ur á haustin en Þorskafjarð- arheiði. — Athugun, sem fram hef- ur farið á undanförnum vetr- um hefur ótvírætt leitt þetta í ljós. Þetta gæti verið ákaf- lega hagkvæm aðferð fyrir Fjarðaveginn við sunnanvert Ísafjarðardjúp og hann mýndi notast lengur en ella. — Síðan Vestfjarðavegur opnaðist má segja að um- ferð hafi tvöfaldazt ár frá ári, og því eru framkvæmd- ir við vegina hér mjög brýn- ar. — Á seinni árum hefur vélakostur valdið straum- hvörfum og það er fyrst nú í sumar, sem við höfum ráð á þremur ýtum samtímis, tveimur í viðhaldi og einni í nýbyggingu. Nú eru 10-12 menn í okkar flokki, en við reynum að spara mannshönd- ina eins og hægt er. H.T. Grjóteyrarhjón- um þakkað Valdastöðum 15. sept. ÞANN 13. þ.m. gekkst hrepps- nefnd Kjósarhrepps fyrir mann- fagnaði að Félagsgarði til þess að heiðra Grjóteyrar-hjónin, Magnús Blöndal og Ólafíu Blön- dal konu hans, og þakka þeim störf þeirra í þágu sveitarinnar. Þau fluttu héðan á sl. vori, eftir að hafa búið hér í 34 ár. Magnús var oddviti sveitarinnar í 16 ár, og enn lengur í hreppsnefnd. Ólafur Andrésson oddviti í Sogni, setti samkomuna og stjórn aði henni. Þakkaði hann Magn- úsi og þeim hjónum störf þeirra, og færði þeim veglega bókagjöf sem lítinn þakklætisvott fyrir störf þeirra. Þá minntist Hannes Guðbrandsson í Hækingsdal, Ólafíu konu Magnúsar, með miklu þakklæti fyrir hennar störf. Einnig fluttu ræður, Einar Ólafsson í Lækjarhvammi, Odd- ur Andrésson á Neðra-Hálsi og séra Kristján Bjarnason á Reyni- völlum. Þá þakkaði Magnús Blöndal fyrir hönd þeirra hjóna. Sungin voru ættjarðarlög og veg legar veitingar voru fram born- ar, sem kvenfélagskonur sáu um. Grjóteyrar-hjónin hafa nú sezt að í Kópavogi og fylgja þeim árnaðaróskir gamalla sveitunga. Ungur búfræðingur Kristján Finnsson, hefir nú gerst bóndi á Grjóteyri og fylgja honum einnig góðar óskir að starfi. — St. G. • 52 særast í járn- brautarslysum London, 9. sept. (AP). TVEIR járnbrautarárekstrar urðu í Evrópu í dag og særð- ustu 52 menn í þeim. Annar áreksturinn varð ná lægt landamærum Sviss og Frakklands. Þar rákust sam- an tvær lestir, sem báður voru á ferð og slösuðustu 29 farþegar, þar af 7 hættulega. Hinn áreksturinn varð I Póllandi nálægt landamærum Austur-Þýzkalands. Þar rakst hraðlestin, sem gengur frá Krakow til Berlínar á lest; sem stóð kyrr. 23 farþegar hraðlestarinnar slösuðust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.