Morgunblaðið - 24.09.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.09.1963, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 24. sept. 1963 MORCUN BLAÐID 17 Stefán Baldvinsson Sigurður Eiríkss. Afmœliskveðja A SL. VORI varð Sigurður Ei- ríksson bóndi að Lundi í Mos- fellssveit sextugur. Hefur dregizt lengur en skyldi að ég minntist hans á þessu tímamótum ævi hans. Sigurður er fæddur að Jötu í Hrunamannahreppi 3. apríl 1903. Hann fluttist til Reykjavíkur ásamt móður sinni 1920. Komu þau gangandi í bæ- inn og unnu m. a. það afrek að fara á einum degi frá ölfusá. Síðar gerðist Sigurður bóndi að Lundi og býr þar enn. Sigurður laerði ungur hesta- mennsku að Skipholti í Hruna- mannahreppi og hefur æ síðan haft yndi af hestum. Var kona hans Guðrún Jónsdóttir honum mjög samhent í þessu efni. Áttu þau alltaf góða hesta og hestar hafa alla tíð verið góðir vinir Sigurðar. Hann hefur enn mikið gaman af að bregða sér á bak þó sextugur sé orðinn. Þegar Sigurður kom ungur að árum til Reykjavíkur 1920 vann hann alla algenga vinnu m. a. í Þvottahúsinu Grýtu. Síðar festu þau kaup á jörðinni Lundi og settu upp bú þar. Konu sína missti Sigurður 1957. Sigurður er hvers manns hug- ljúfi, glaður í vinahópi, traustur vinur vina sinna og höfðingi heim að sækja. Vildi ég nota tæki færið og þakka honum fjölmarg- ar sameiginlegar ánægjustundir. — S. O. LAUGARDAGINN 21. þ. m. fór fram í Skagen á Jótlandi útför Stefáns Baldvinssonar, fiskút- flytjanda í Skagen. Stefán andaðist að heimili sínu Chr. den X’vej, Skagen, 18. þ.m. Mun hafa orðið bráðkvaddur (hjartabilun). Stefán Baldvinsson fæddist á Árskógsströnd í Eyjafirði 6. sept. 1912 og var því nýlega orðinn 51 árs. Foreldrar Stefáns vorú hjón- in Baldvin Þorsteinsson frá Há- mundarstöðum og kona hans, Sólveig Stefánsdóttir, er bjuggu á Árskógsströnd. Stefán missti móður sína, er hann var 8 ára gamall, og ólst síðan upp hjá Sig- mundi Sigurðssyni og Kristjönu Sigfúsdóttur konu hans í Hrísey, og fluttist með þeim til Siglu- fjarðar um 12 ára aldur. Alsystkini Stefáns voru 10 og eru nú 4 á lífi, þau eru Gunn- laug, vinnur á ritsímajaum í Rvík, Björn, skipstjóri, Akureyri, Júlí- us, skrifstofumaður hjá AgU Vilhjálmssyni í Avík og Kristín, húsfreyja á Siglufirði. Stefán Baldvinsson vann lengi við pósthúsið á Siglufirði. Einnig stundaði hann þar önnur störf, var t.d. um tíma á skrifstofu Sunnu við síldarsöltun, sem undirritaður veitti þá forstöðu. Árið 1930 fór Stefán utan til Svíþjóðar og stundaði nám við verzlunarskóla þar. 1937 fór Stefán aftur utan til Danmerkur, vann hann þar við ýmis störf. Dvaldist þar fram yf- ir stríð, en kom heim með fyrstu ferð eftir að stríði lauk. Vann þá hér að ýmsu næstu 2 árin, fór síðan aftur utan og kvænt- ist þá 31/5 ’47 eftirlifandi konu sinni, Ingu, dóttur P. A. Ant- honiesen, útgerðarmanns og fiskkaupmanns í Skagen. Þau bjuggu fyrst nokkurn tíma í Reykjavík, síðan fluttu þau til Skagen, þar sem Stefán gerðist meðeigandi í fyrirtækjum tengda föður síns og starfaði við þau til dauðadags. Stefán Baldvinsson var í ýmsu óvenjulegur maður. Greindur var hann vel og sérstakt lipur- menni, ljóðelskur og söngvinn, kunni Ijóð og lög margra þjóða. Hugkvæmur og djarfur í fram- Þorleifur Sigurbjörnsso; ÞORLEIFUR Sigurbjörnsson var fæddur 25. september 1915. Hann var sonur hjónanna frú Margrét- ar Þórðardóttur og Sigurbjörns Siguðssonar, sem lengi var af- greiðslumaður í Tóbaksverzlun íslands og síðar í Tóbakseinka- sölu ríkisins. Fráfall Þorleifs bar snögg- lega að, hann hvarf af skipi sínu í erlendri höfn hinn 30. ágúst s.l. Lík hans fannst og verður hann jarðsettur í dag frá Foss- vogskirkju. Þorleifur var vinsæll meðal kunningja sinna, enda var hann góður og trygglyndur þeim er hann batt vináttu við. Munu því margir sakna hans nú er hann er horfinn af sjónarsvið- inu. • Tilraun til stjórnar- myndunar Helsingfors, 19. sept. (NTB). ENN ríkir stjórnarkreppa i Finnlandi og í dag fór Kekk- onen forseti þess á leit við forseta þingsins, Kauno Klee- mola, að hann gerði tilraun til þess að mynda meirihluta- stjórn. Kleemola hóf í dag viðræð- Ur við formenn flokkanna á þiftgi Finnlands. kvæmdum, fljótur og lipur í starfi, og vannst því mjög vel. Það, sem þó flestir munu hafa veitt einna mesta athygli, var hans óvenjulega skaplyndi og „temperament", sem hafði örv- andi og bætandi áhrif á alla, sem í návist hans voru. Á vinafund- um var Stefán „hrókur alls fagn- aðar“ og dró þá lítt af sér. Stefáni tókst að koma í kring ýmsum örðugum viðskiptum, sem margir undruðust og dáðu hann fyrir. Það þykir oft erfitt að selja íslenzkar sjávarafurðir, en sannarlega er ekki léttara að selja þær dönsku, a.m.k. ekki síldina. Þetta gerði Stefán þó i stórum stíl, svo til var tekið. Síðast nú fyrir nokkrum dög- um á „Messunni í Leipzig“. gerði Síðast borðuðum við saman um borð í m.s. Gullfossi í Kaup- mannahöfn, föstud. 13. þ.m., var Stefán þ áhress og kátur að vanda og lék á als oddi. Er ég skildi við vini mína, Stefán og Ingvar Vilhjálmsson, kl. 4 e.h. sama dag, eftir að við höfðum setið saman drykklanga stund fyrir utan Hotel Angleterre og minnst gamalla daga og nýrra, þá datt mér satt að segja ekki í hug, að þetta yrði í síðasta sinn, er ég hitti Stefán. En svona s* lífið — og dauðinn. Ég færi konu Stefáns, börnum, tengdaföður, systkinum og öðr- um ættingjum og venzlamönnum innilegusty samúðárkveðjur og bið Guð að veita þeim styrk. Stefáni þakka ég fyrir vináttu og margar ánægjustundir hérna megin og vona, að glaðlyndi hana endist honum handan yfir og sála hans megi öðlast frið. Ólafur Jónsson. Ég minnist Þorleifs sérstaklega frá barnsaldri, þar sem við vor- um á sama aldursári , og leik- systkini, enda jafnan góður og náinn kunningsskapur á milli fjölskyldna okkar. Um leið og ég kveð þennan æskufélaga minn hinztu kveðju, vil ég senda öldruðum föður hans og systkinum og fjölskyldu hans allri, mínar innilegustu samúðarkveðjur í söknuði þeim og harmi, sem bezt mun mildað- ur í skjóli góðra minninga um ástkæran dreng. I Guðsfriði vinur. Ásta Ólafsdóttir. Stefán viðskiptasamning um síld fyrir 7 millj. danskra króna. Á móti varð firmað að kaupa m.a. 10 skip, 150 lesta. Svipaðan samning hafði Stefán (firmað P. A. Anthoniesen) gert áður við Austur-Þj óðverj a. Eins og áður segir kvæntist Stefán Baldvinsson eftirlifandi konu sinni, Ingu, dóttur Peter Anthoniesen, sem nú er íslenzk- ur konsúll í Skagen, þ. 31. maí 1947. Hefur þetta sennilega verið mesta gæfuspor Stefáns. Inga reyndist honum frábær kona, enda er hún einstakt valkvendi. Þau eiga 3 mannvænleg börn, Cato Antoni 15 ára, Elsu Sól- veigu 12 ára og Axel Björn 10 ára. Öll eru þau ísl. ríkisborgar- ar. Höfðu Inga, Stefán og börn- in mikinn hug á að gista ísland sem mest, og höfðu m.a. ráðgert ferð hingað næsta sumar. Undirritaður gisti heimili þeirra að Christian den X’svej, Skagen, í nokkra daga fyrir um 10 árum. Fékk þá gott tækifæri til að kynnast fjölskyldunni og því, hve Stefán var vinmargur og vel látinn í Skagen. Fyrir um % mánuði hitti ég þau hjónin og tengdaföður þeirra á „Leipzigermesse", þar sem firmað P. A. Anhoniesen hafði „stand“ (sýningarskála), og var þetta 12. árið, sem Stefán veitti sýningu firmans þar forstöðu. Var mjög vel til sýningarinnar vandað, og þá eigi síður til veit- inga. Var gnægð af úrvals dönsk- um mat- og drykkjarföngum og veitt óspart af rausn, lipurð og hlýju, sem þau áttu í svo ríkum mæli. Enda stóð ekki á gestum og var oft margsetið matborðið í hinum þröngu en vistlegu húsa- kynnum. VÖNDUÐ FALLEG ODYR 011 Siqurþórjónsson &co j4afmK<hívti !+ Dansskóli Eddu Schewing tekur til starfa í byrjun október. liópavogur Kennt verður: Ballet, barna dansar og samkvæmis- dansar. Byrjendur, framhalds- flokkar og hjónaflokkar. Reykjavík Kennt verður í Félagsheim- ili KR. Ballet (flokkar fyr- ir og eftir hádegi). Innritun í síma 23-500 daglega frá kl. 1—5 eftir hádegi. N auðungarupphoð sem auglýst var í 20., 22. og 24. tbl. Lögbirtingablaðsins 1963 á Langholtsvegi 198, hér í borg, fer fram eftir kröfu borgargjaldkera og Gjaldheimtunnar í Reykja- vík svo og eftir ákvörðun skiptaréttar Reykjavíkur á hluta dánarbús Sigurðar Berndsen á eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. september 1963, kl. 3,30 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 20., 22. og 24. tbl. Lögbirtingablaðsins 1963 á húseigninni nr 176 við Langholtsveg, hér í borg, fer fram eftir kröfu borgargjaldkera og Gjaldheimt- unnar í Reykjavík svo og eftir ákvörðun skiptaréttar Reykjavíkur á hluta dánarbús Sigurðar Berndsen á eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. september 1963, kl. 3 síðdeg'is. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nau&ungaruppboð sem auglýst var í 68., 71. og 74. tbl. Lögbirtingablaðsins 1963 a hluta í Ingölfsstræti 10, hér í borg,þingl. eign Magnúsar Möller, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Jóhanns Ragnarssonar hdl. á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 26. september 1963, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Húseignin LAUFASVEGUR 69 er til sölu, ef viðunandi tilboð fæst. — Uppl. á staðnum kl. 10—12 f.h. í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.