Morgunblaðið - 24.09.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.1963, Blaðsíða 1
24 síftur 50 árgangur 206. tbl. — Þriðjudagur 24. september 1963 Prentsmiðja Mor"unblaðsins Indónesía hættir viðskiptum við IUalaysíu Jakarta, Kuala Lumpur, .. London 23. sept. (NTB*-AP). INDÓNESÍUMENN reyndu í dag að brjótast inn í öryggishólf brezka sendiráðsins í Jakarta, en áður hafði starfsmönnum sendi- ráðsins verið meinaður aðgangur að öryggishólfunum. Er Gilchrist sendiherra fregnaði innbrctstil- raunina, ók hann begar í stað til sendiráðsins og ruddi sér braut að hólfunum ásamt einum sendi- ráðsstarfsmanni. Brezkir verðir igæta nú öryggishólfanna í rúst- um brezka sendiráðsins. Mikill uggur er í Bretlandi Floti Andersons farinn FLOTI Barry Anderson, kapt- eins, 4 tundurduflaslæðarar og birgðaskip, héldu til Bret lands frá Seyðisfirði sl. sunnu' dagskvöld. Siæddu skipinj tundurduflasvæðið á Seyðis- firði á laugardag og sunnu- dag, en fundu engin dufl þar. Skipiri slæddu um miðja1 síðustu viku á Eyjafirði og fundu þar 4 tundurdufl, sem voru á um 25 faðma dýpi. Var eitt duflið sprengt, en hinum sökkt. Liggja þau nú á botni og mun sjórinn með tíman, um éta þau sundur. Engin hætta stafar af duflunum þar sem þau eru.* vegna brezkra fyrirtækja, sem verkalýðsfélögin í Indónesíu hafa tekið traustataki. Sukarno for- seti hefur lofað, að eignum fyrir- tækjanna verði ekki spillt og þau afhent eigendum innan skamms. Indónesíustjórn hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Mal- aysíri og sagði Sukarno forseti í dag, að þessi ákvörðun yrði landinu til blessunar. Abdul Rahman, forsætisráðherra Mai- aysíu, sagði hins vegar, að Indó- nesía tapaði meira á slitum við- skiptasambandsins en Malaysía'. 1 gær meinuðu varðmenn Indó- nesíustjórnar brezkum sendiráðs- starfsmönnum í Jakarta aðgang að öryggishólfum í rústum brezka sendiráðsins. í dag hélt Gilchrist sendiherra fund með fréttamönn- um til þess að mótmæla fram- ferði varðmannanna, en meðan fundurinn stóð yfir bárust sendi- herranum fregnir af því, að fjórir fulltrúar Indónesíustjórnar gerðu tilraunir til þess að sprengja upp hólfin, sem inni- halda mikilvæg skjöl. Sendiherr- ann hraðaði sér á vettvang ásamt hernaðarfulltrúa sendi- ráðsins. Ruddust þeir að öryggis- hólfunum og tóku upp varðstöðu við þau. Hermálafulltrúinn sýndi fréttamönnum síðar verkfæri, sem fundust við hólfin og rispur, sem sýndu að reynt hafði verið að brjótast inn í þau. Eftir að Gilchrist sendiherra kom til sendiráðsins, féllst Indónesíu- stjórn á að leyfa brezkum varð- mönnum að standa vörð um rústirnar. Brezka stjórnin hefur mótmælt harðlega atferli em- bættismanna Indónesíustjórnar. Brezka stjórnin er nú ugigandi Framh. á bls. 23 U Thant framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna iieilsar Kennedy Bandaríkjaforseta í aðal- stöðvum samtakanna í New York sl. föstudag, en þá ávarpaði forsetinn Allsherjarþingið. Á milli U Thants og Kennedys er Adlai Stevenson fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá sameinuðu þjóðunum (AP). Sveitastjórnarkosningar í Noregi: Verkamannaflokkurinn vinnur á Sömuleiðis borgaraflokkarnir nema vinstriflokkurinn Osló, 23 september. — NTB og Skúli Skúlason. f DAG fóru fram bæjar- og sveitastjórnarkosningar í Noregi. Þegar blaðið fór í prentun var talningu lokið í 175 kjördæmum af 525. í þessum kjördæmum hafði verkamannaflokkurinn Kínverjar vilja sölsa undir sig landsvæöi Sovétríkjanna Síðari hluti yíirlýsingar Sovétstjórnarinnar Moskvu, 23. sept. — (AP) —- STJÓRN Sovétríkjanna hef- ur sakað kínverska kommún- ista um mikinn yfirgang á landamærum Kína og Sovét- ríkjanna og segir þá hvað eftir annað hafa reynt að leggja undir sig hluta af sovézku landssvæði. Ásakan- ir þessar koma fram í síðari hluta yfirlýsingar Sovét- stjórnarinnar um Kínverja og stefnu þeirra, en hún var hirt sl. sunnudag í Pravda og fleiri sovézkum blöðum. — Fyrri hluti yfirlýsingarinnar birtist á laugardag o£ var skýrt frá honum í fréttum á sunnudag. í síðari hluta yfirlýsingar Sov étstjórnarinnar segir ennfremur, að hún hafi oft gert tilraunir til þess að fá Kínverja til viðræðna «m landamæri ríkjanna, en Kín- verjar hafi alltaf forðazt slíkar viðræður og haldið áfram yfir- gangi á landamærunum. Sovét- stjórnin segir, að tilraunir Kín- verja til jress að ná á sitt vald sovézkum landsvæðum hafi haf- izt 1960. Á einu ári, 1962, hafi Kínv-erjar, bæði hermenn og ó- breyttir borgarar, virt landa- mæri Sovétríkjanna að vettugi oftar en 5 þúsund sinnum. Talið er, að þessar ásakanir Sovétstjórnarinnar séu mótleikur við ákærum Kinverja þess efn- is, að Rússar hafi ginnt 50 þús. kínverska þorgara inn yfir landa mæri Sovétríkjanna. En ekki var þó minnst berum orðum á þessar staðhæfingar KinVerja. í yfirlýsingunni sagði m.a., að kínverskir leiðtogar gerðu sitt ýtrasta til þess að æsa þjóðina gegn öðrum þjóðum og í þeim tilgangi reyndu þeir að draga at hyglina að landamæraágreiningi. Rætt er um bardagann á landa mærum Indlands og Kína og sagt, að markmið hans hefði ver ið að spilla ástandinu í alþjóða- málum. Eins og skýrt var frá í frétt- um á sunnudaginn fjallaði fyrri hluti yfirlýsingar Sovétstjórnar- Framh. á bls. 2 aukið fylgi sitt um rúm 2%. Borgaraflokkarnir höfðu aukið fylgi sitt lítilsháttar nema vinstri flokkurinn. Úrslitin í þessum kjördæmum sýna, að kjósendur lá'ta ekki inn- anhéraðsmál ráða atkvæðun^sín um heldur mál þjóðarinnar í heild. Hafa óháðir frambjóðend ur og frambjóðendur flokka, sem bjóða aðeins fram j fáum kjör- dæmum hlotið mun færri at- kvæði en í síðustu bæjar- og sveitastjórnarkosningum. í kjördæmunum 175 höfðu 241.929 greitt atkvæði. Hér á eftir segir hve mörg prósent hver flokkur fékk af þessum atkvæðum og í svigum prósentutölur þeirra við síðustu kosningar ('1959): Y erkamannaf 1. Hægriflokkurinn Kommúnistar Kristilegi þjóðarfl. Miðflokkurinn Vinstriflokkurinn Sósíaliski þjóðarfl. Aðrir flokkar Óháðir heildir og nú eru hrepps- og bæjarfélögin aðeins 525, en 1959 voru þau 732. Við síðustu bæjar- og sveita- stjórnarkosningar voru atkvæða hlutföll flokkanna mjög svipuð þvi, sem þau urðu við Stór- þingskosningarnar 1961. Hér á eftir fara úrslit kosninganna 1959 og í svigum úrslit kosninganna 41,64 (39,59) 10,70 (10,24) 1,67 (2,70) 6,85 (6,93) 15,63 (15,02) 7,75 (8,55) 1,17 (0,00) 3,64 (5,23) 10,95 (11,73) Miklar breytingar hafa orðið á hreppaskipan í Noregi frá síð- ustu bœjar- og sveitarstjórnar- kosningum (1959). Þær breyt- ingar hafa eingöngu miðað í þá átt, að hreppar og kaupstaðir hafa verið sameinaðir í stærri Sameinast írak og Sýrland í eitt ríki? í Damaskus, 23. sept. (AP). Áreiðanlegar heimildir í Dam askus herma, að Baath sósíal istar, sem eru við völd í írak og Sýrlándi, áformi nú að sam eina rikin í eitt sambandsríki. Heimildirnar lögðu áherzlu á að hið nýja sambandsriki yrði ekki stofnað til höfuðs Ara- bíska sambandslýðveldinu. Vonuðust stjórnendur íraks og Sýrlands til þess að gott sam starf mætti takast með sam- bandsríkinu og Egyptum. 1 næsta mánuði verður hald ið flokksþing Baath sósíalista í Arabaríkjunum og herma heimildirnar, að á því þingi verði tekin ákvörðun um stofnun sambandsríkisins. Seg ir, að er sambandsríkið hafi verið stofnað, verði öllum frjálsum Arabaríkjum boðin aðild að því. 1961: Verkamannafl. Hægrifl. Vinstrifl. Miðflokkurinn 729.503 (855.425) 310.636 (348.464> 148.799 (130.876) 129.777 (125.179) Kristilegi þj.fl. 124.650 (125.179) Kommúnistar 64.684 (53.391) Sósíalíski þj.fl. (43.477) — Við stórþingskosningarnar var samvinna milli ymsra borg- araflokkanna, . einkum milli hægri og kristilega flokksins, en einnig milli miðflokksins og vinstriflokksins og gefur það nokkra skýringu á því, að vinstri hrakaði en miðflokurinn jók við sig á árunum 1959—61. En samtals höfðu borgara- flokkarnir 752.881 atkv. en verka mannaflokkurinn 729.503, við sveitastjórnarkosningarnar fyrir fjórum árum. Þá fengu komm- únistar 64.684 atkv. en sósíal- istaflokkurinn var eiginlega ekki til þá. Fylgismenn hans buðu fram fulttrúa í aðeins þrem hreppum og fengu aðeins fá at- kvæði. Við þingkosningarnar 1961 buðu sósíalistar hins vegar fram í allmörgum kjördæmum og tókst að fá tvo menn kosna, annan í Osló, Finn Gustavsen og hinn í Nordland, Asbjörn Holm. Hinn nýi flokkur fékk 43.477 atkvæði, en hins vegar hrakaði atkvæðamagni kommún- ista úr 60.060 (frá 1959) niður í 53.391 við kosningarnar 1961, eða um tæp 7.000 atkvæði. At- kvæðatölu verkamannaflokksina hrakaði á sama tíma um rúmlega 10.000 atkvæði, svo að segja má, að Finn Gustavsen nafi átt högg í annarra garði en þó hlutfalls- lega meira í garð kommúmsta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.