Morgunblaðið - 24.09.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.09.1963, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. sept. 1963 BRJÁLAÐA HÚSIÐ ELIZABETH FERRARS — Ég vil vita allt, sem gerzt hefur og allt, sem þú hefur getað veitt upp úr þessu fólki. — Fáðu mér blýantinn aftur, bölvaður! Toby velti honum yfir borðið. Vanner dró stórt V á blað, rétt eins og það gæti hresst upp á sjálfsvirðingu hans, og hóf frá- sögnina af því, sem gerzt hafði um kvöldið. Hann byrjaði á því, þegar hann hafði sjálfur komið á vettvang og klifrað inn um gluggann. Svo var samtal hans við Charles Widdison. Toby teygði úr löng- um skönkunum og stakk hök- unni niður í bringuna, en aug- un yfirgáfu aldrei þunglamalega andlitið á Vanner og- gráu aug- un. Frásögn hans var tilbreyt- ingalítil en þó nákvæm og hann sleppti engu úr. Toby virtist ánægður og kom ekki með nein- ar spurningar. En allt í einu gerip hann fram í, eidsnöggt: — Bréfið, Vann- er! Við skulum líta á bréfið! -— Ég ætlaði nú einmit't að fara að benda þér á, sagði Vann er, — að dyrnar hjá henni voru læstar — hún hefur gert það áður en hún afklæddi sig fyr- ir baðið — og þar sem hún var með stryknínið, eða hvað það nú var í veskinu sínu, hlýtur það að hafa verið sett í veskið, í staðinn fyrir kvefmeðalið, áður en hún fór upp í herbergið sitt. Spurningin verður því: — Hve- nær sást hún síðast nota kvef- meðalið, án allra illra afleið- inga? Glösunum hlýtur að hafa verið skipt eftir það. en áður en hún fór upp. Frú Clare þyk- ist hafa séð hana nota það klukk an fjögur. •— Já. gott og vel. sagði Toby, — en við skulum kíkja á bréfið. Vanner rétti honum það. — Þekk ir þú höndina, Toby. — Já, já. þetta er rithönd Lou. Á andliti Toby var hvort- tveggja í senn. hörku- og með- aumkunarsvipur. — Þetta er eins og hrafnaspark eftir krakka. Þú skilur, Vanner. það er nú kannski engin ástæða til að vera að fárast yfir því, en líklega er ég verri í skapinu en ég hef nokkurntíma verið á minni lífs- fæddri ævi. Hann gretti sig skrítilega og hailaði sér svo aft- ur til þess að lesa bréfið. Það hljóðaði þannig: Elsku Eva, ég veit að það er bjánalegt af mér að vera að skrifa ’þér, þegar við er- ■um staddar í sama húsinu, og þú munt líka segja, að það sé barnaskapur af mér. Það veit ég, að það er, en ég hef verið að herða mig upp í að tala við þig og ekki tekizt það. Ég er ofmikill heigull til þess, og þú ert svo óttavekjandi. Ég á ekki við, að þú sért neitt hræði-1 ieg, en ég þori samt ekki að I reyna að tala við þig. Og það, ' sem ég þarf að segja þér, I er svo voðalegt. Ég gat ekki einu sinni sagt Roger það, i og þekki ég hann þó betur I en þig. Hann segir þér sjálf- | sagt, hvers vegna — en það skiptir nú annars engu máli. Kannski er það vegna þess. að þú sért ekki rétta mann- eskjan til að segja frá því, er rétt, að ég geri það samt. Ég hef gert nokkuð, sem er svo voðalegt. Ég býst ekki við, að þú getir fyrirgefið mér. En ég fullvissa þig um, að ég ætla að borga það sjálf, en ekki fá neitt frá þér, eins og ætlað var. Ég er búin að i safna saman öllum peningum, ! sem ég gat, svo að ég get j borgað það og þá vona ég, I að allt komist í lag, svo að þú þurfir engar áhyggjur að hafa. Aðeins kann að vera hætta á, að peningar verði ekki að neinu gagni. En þó held ég, að engin hætta sé og að allt geti komizt í lag. Ég hef brugðist trúnaði þín um. Þessi síðustu orð voru neðst á blaðinu. Punkturinn á eftir þeim var sérlega stór og svart- ur, rétt eins og þarna hefði Lou verið að stara á það, sem hún var búin að skrifa — starað og hugsað og blekað þennan punkt aftur og aítur. Vanner horfði á Toby, þar sem hann sat yfir bréfinu og sagði: — Fyrir mér lítur þetta þannig út, að hún hafi þarna verið komin að því að byrja á sjáfri játningunni, eða hvað það nú var. Og svo, til þess að hressa sig, eða fresta skrift- unum um stundarsakir hafi hún sogið þetta ólyfjan upp í nefið. — Og gerði það og dó. Toby rétti Vanner bréfið aftur. — Líklega er þetta alveg rétt hjá þér. Hefur frú Clare séð það? — Ég var rétt í þann veginn að sýna henni það. þegar þið Clare komuð þjótandi inn. — Jæja, kannski þú sýnir ] henni það þá aftur nú. Bíddu við! sagði hann, er hann sá, að Vanner var að seilast til bjöll- unnar. — Líklega væri rétt að , sýna'það báðum hjónunum sam- tímis. Fólki er ekki eins létt að ljúga í návist þeirra, sem það þekkir, eins og ef það er eitt síns liðs. — Svo að þú býst við, að hún fari að ljúga? — Já. Lou segir, að hún hafi brugðizt trúnaði frú Clare, og . þá er ekki líklegt, að hún fari að ljóstra því upp við okkur. Vanner reigði aftur höfuðið og leit einkennilega á Toby. — Þú skilur, að þetta bréf er hægt að skilja á marga vegu. — Vitanlega, sagði Toby, — en engu að síður skulum við fá þau bæði hingað í einu, bætti hann við og þrýsti sjálfur á bjölluna. Fáum mínútum síðar komu þau bæði inn saman, hjónin. Þau settust bæði og bæði horfðu þau á réttvísina, sem nú hafði tekið að sér stjórnina í húsi þeirra. Og bæði biðu þau eftir því, sem réttvísin ætlaðist til af þeim. En hitt skein út úr svip þeirra að þau voru skilin að skiptum. Eva var með vindling í munn- inum, og það var eins og hún væri að flýta sér að brenna hann til ösku. Hjá henni var taugaóstyrkurinn mest áberandi, en rósemin hins vegar hjá Rog- er. Það var eins og þau ættu ekkert sameiginlegt, eftir fram- komu þeirra að dæma, og ólík- legt, að þau styrktu hvort ann- að eða kæmu hvort öðru úr jafnvægi. An þess að segja orð, rétti Vanner Evu bréfið frá Lou. Þeg ar hún hafði þotið í gegnum það og leit upp, benti hann henni að fá Roger það. Roger tók við því, las það, hleypti brúnum og las það aftur. Eva sat stífbein og klemmdi hárauðar varirnar um vindlinginn. Roger myndaði sig til að rétta Toby bréfið, en hann sagði: — Ég er búinn að lesa það. Vanner tók við bréfinu. — Þetta bréf, sagði hann, — eða fyrri hluti bréfs, fanst í svefn- herbergi ungfrú Capell, á skrif- borðinu þarna. Hr. Dyke stað- festir, að þetta sé rithöndin hennar. Roger Clare kinkaði kolli. Eva horfði fram hjá Vanner, á opinn gluggann. Roger lyfti hendi og greip fast um hökuna. Er síðari hlut- inn hvergi að finna? — Nei, svaraði Vanner. — Það er hugsanlegt, sagði Clare, — að þetta bréf sé ekki sérlega alvarlega takandi. Hann leit upp og á Toby, sem stóð að baki Vanner og hallaðist upp að glugaumgerðinni. — Þú þekkt ir Lou, var það ekki, Dyke? Þú munt samsinna mér, þegar ég segi, að enda þótt hún væri gagn heiðarleg og hreinskilin, þá var hún jafnframt barnaleg og óraun hæf í öllum hugsanagangi. Já, kannski við setjum það á legsteininn hennar, sagði Toby. Roger Clare hleypti brúnum, með svip þess manns, sem ætl- ast til, að jafnvel minnstu brúna brettur séu teknar alvarlega. — Ég ætlaði aá^segja.... — Ur marmara, sagði Toby, — og uppi yfir hönd, sem bendir upp. — Ég ætlaði að fara að segja, — Það hefur eitt barn bætzt í hópinn í lestinnL sagði Clare og röddin var kulda- leg, — að Lou getur hafa vaxið mjög í augum, hvaða smáræði, sem henni hefði orðið á. Þessi játning getur vel hafa núizt um eitthvað, eins og það að hafa tekið í óleyfi nokkur smá-frí- merki — eða því líkt. Það er að segja eitthvað, sem enginn ann- ar hefði einu sinni tekið eftir. Vanner tuggði blýantinn. — Ég get ekki sagt annað en það, að í þessu tilviki kostuðu smá- frímerkin hr. Dyke fimmtán pund. Þegar hér var komið reif Eva vindlinginn út úr munninum neri stubbnum niður í öskubakkann og æpti: — Ég fyrir mitt leyti get ekki annað sagt en það, að ég hef enga hugmynd um, hvað hún á við með þessu. Vindlings stúfurinn tættist í sundur undir fingrum hennar. Síðan stakk hún fingrinum í munninn, þar sem vindlingurinn hafði verið og gretti sig — hún hafði risp- að á sér vörina. — Skollinn hafi það, ef ég get látið mér detta nokkuð í hug, sem Lou hefði gert til þess að þurfa að skrifa svona bréf. Hún var heimsk og fávís, eins og ég hef þegar sagt ykkur. Ég er alveg sammála hr. Clare, að líklega hefur hún verið að mikla fyrir sér eitthvert smá- ræði, sem hún hefur...........Æ, guð minn góður!! æpti Eva og stökk á fætur.......— haldið þið kannski, að ég hafi myrt hana í hefndarskyni, af því að henni láðist að skila bók, eða braut eitt glas fyrir mér, eða eitthvað álíka merkilegt? — Eða til þess að hindra, að hún segði yður frá einhverju? sagði Vanner. — En bréfið gefur til kynna, að hún hafi þegar sagt frá því, sagði Roger Clare. Eva settist aftur. Hún var eins og móð, og hendurnar gripu föstu taki í stólbríkurnar. Svo hvæsti hún að Vanner: — Eruð þér að saka mig um morð? —■ Vissulega ekki. — Þá......... ■— Frú Clare, sagði aVnner, — ég þarf á hjálp yðar að halda. — Þessi stúlka var hálfnuð að skrifa bréf til yðar, þegar hún dó. — Getið þér — og hugsið yður nú vel um — getið þér sagt okkur nokkuð, sem geti orðið til skilnings á þessu bréfi? — Nei, svaraði hún. — NeL nei! Ég fullvissa yður um, að ég hef enga minnstu hugmynd. um, við hvað það á. Vanner hikaði, eins og í vafa. Hann leitað snöggt aftur fyrir sig á Toby. Toby hafði sezt í gluggakistuna og hleypti brún- um að tánum á skónum sínum. Eva spurði: — Er eitthvað fleira, sem þér vilduð. spyrja mig um? — Nei, frú Clare, ekki í bilL En mig langar að spyrja mann- inn yðar........ Hún stóð upp. — Ef yður er sama, þá ætla ég að fara niður og gá að, hvernig henni frænku minni gengur með hana Vanessu, þér getið spurt hr. Clare, án minnar hjálpar. Svo stikaði hún út úr stof- unni. SHlItvarpiö KALLI KUREKI X STILL. SAY YOU'EE CRAZY T'CAfSBY 00 TH' TEAIL/ -*• uK- Teiknari; FRED HARMAN — Ég segi það enn að það er kjána- skapur að vera með peninga á sér á leiðinni. — Bart Bromley vildi fá sinn hluta þannig. — Hérna er það þá. Þúsund dalir í fimmtíudalaseðlurq. — Hefurðu nokkuð rautt blek. Settu kross á hvern seðil. Þá getum við þekkt þá aftur ef ég verð rændur. — Allt í lagi, það verður huggun fyrir þig þegar þú liggur í skurði með kúlu í höfðinu. — Ég hleyp eins og hrædd geit ef ég sé nokkurn ókunnugan á leið- inni. 8.00 12.00 13.00 16.00 18.30 18.50 19.20 19.30 20.00 20.20 20.45 21.05 21.25 21.45 22.00 22.10 23.00 Þriðjudagur 24. september Morgunútvarp. Hádegisútvarp. „Við vinnuna**: Tónleikar. Síðdegisútvarp. Þjóðlög frá ýmsum löndum. Tilkynningar. Veðurfregnir. Fréttir. Einsöngur: Tito Gobbi syngur. Erindi: Frá Slóvakíu (Hallfreður Örn Eiríksson cand. mag.). Samleikur á fiðlu og píanó: Dar id Oistrakh og Vladimir Jamp* olskij leika. „Faðir hins ákærða*, smásaga eftir I^riðjón Stefánsson. (Höf- undur les). Tónleikar: Sinfónía í þrem þátt- um eftir Igor Stravinsky (Hljóm sveitin Philharmonia í Lund- únum leikur; Constantin Sil- vestri stjórnar). íþróttir (Sigurður Sigurðsson). Fréttir og veðurfregnir. Lög unga fólksins (Gerður Guð- mundsdóttir). Dagskrárlok. Miðvikudagur 25. september 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Lög úr söngleikjum. 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfréttir. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Tangóhljómsveit Al- freds Hause leikur. 20.15 Erindi: Staldrað við á sögustað. (Hallgrímur Jónasson kennari), 20.40 íslenzk tónlist: Lög eftir Árna Thorsteinson. 21.00 Framhaldsleikritið „Ráðgátan Vandyke" eftir Francic Dur- bridge; III. þáttur: Hr. Philip Droste. Þýðandi: Elías Mar, Leikstjóri: Jónas Jónasson. 21.35 Píanótónleikar: Wilhelm Kempff leikur sónötu í a-moll (K310) eftir Mozart. 21.50 „Sólveig Hrafnsdóttir'*, kvæði eftir Guðmund Inga Kristjáns- son (Anna Guðmundsdóttir leilc kona). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Báturinn", frásögn Walters Gibsons; IV. (Jónas St. Lúðvíksson). 22.30 Næturhljómleikar: Sinfóníu- hljómsveit norðvesturþýzka út- varpsins leikur tónverk eftir Richard Wagner. Stjórnandi: Hans Knappertbusch. Einsöng- vari: Christa Ludwig. 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.