Morgunblaðið - 24.09.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.09.1963, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. sept. 1963 Ctgefandi: Hf. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðsiustjori: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og, afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. AALTO OG NORRÆNA HÚSIÐ l¥inn frægi finnski arkitekt, ** Alvar Aalto, hefur verið beðinn að teikna Norræna húsið, sem hér á að rísa sem gjöf frá frænd- og vinaþjóð- um okkar á hinum Norður- löndunum. Alvar Aalto er einn þekktasti arkitekt heims ins og er það vissulega mikið gleðiefni, að hann mun teikna þetta hús. Húsagerðarlist hefur að vísu fleygt fram hér á landi á síðustu árum. Áður voru stundum byggð heil hverfi án þess að örlaði á til- raunum til nýjunga í bygg- ingarlist, en nú eykst fjöl- breytni, og í nýju hverfun- um gefur að líta mörg falleg hús, þótt misjafn sé sauður í mörgu fé. En hér hafa einnig á síð- ustu árum átt sér stað mis- tök, bæði við byggingar og skreytingar húsa. íslendingar eiga nú marga góða arkitekta og listamenn við innréttingar. Þótt allir fagni því að Alvar Aalto hyggst teikna hús, sem hér á að rísa og hafa umsjón með frágangi þess að utan og inn- an, er fráleitt að falla fyrir hverjum þeim útlendingi, sem hér vill starfa. íslendingar eru of gjarnir á það að telja betri verk er- lendra manna en innlendra og stundum hafa verstu mis- tök verið framin vegna þess að forráðamenn fram- kvæmda hafa. ekki treyst ís- lenzkum mönnum, heldur hagnýtt sér erlenda eftiröp- un manna, sem hingað hafa komið og þótzt sérstæðir listamenn. REYKINGAR UNGLINGA '17'ið athugun á reykingum " unglinga hefur komið í Ijós, að tíundi hver tíu ára barnaskóladrengur hefur haf- ið tóbaksreykingar og nær 3 af hundraði tíu ára telpna. Þótt tóbaksreykingar séu í fæstum tilfellum lífshættu- legar, eru þær heilsuspillandi og hljóta mjög að draga úr þreki þeirra unglinga, sem þær stunda. Hér er því um mikið al- vörumál að ræða, sem hlýtur að verða tekið föstum tökum af öllum þeim, sem um upp- eldismál fjalla. Blöðin geta sjálfsagt ekki mikið gert til að aðstoða í því efni, en þau hafa þó ræki- lega vakið athygli á þessari alvarlegu staðreynd og eiga að halda áfram að gera það, svo að hvorki skólamönnum né foreldrum sjáist yfir þessa hættu. , Sjaldnast munu ungling- arnir sjálfir skýra frá því að þeir séu að fikta við reyking- ar, heldur þurfa foreldrarnir að fylgjast með því, hvort svo sé og reyna að brýna fyrir börnum sínum hættu þá, sem þessu er samfara. BLAÐASKRIF OG BJÁLFAHÁTTUR CJíðustu daga hefur Morgun- ^ blaðið átt í leiðindaþrætu viðkommúnistamálgagnið um landbúnaðarverðið, þar sem kommúnistar hafa verið að reyna að telja mönnum trú um, að vinnslu- og dreifing- arkostnaður mundi hækka landbúnaðarverðið umfram 20.8%. Þeir halda því að vísu fram, að þeir skilji ekki jafn einfald an hlut og þann, að heildar- verðið hækki minna en um 20,8%, ef hluti þeirra liða sem koma inn í verðlagninguna er undir þeirri hundraðstölu. Morgunblaðið á raunar bágt með að trúa því, að við blaðið starfi jafn skilningssljóir menn, en ef þeir vilja undir- strika bjálfaháttinn, þá má Morgunblaðinu svo sem standa á sama. Sl. sunnudag segir „Þjóðviljinn“ um þetta mál: „Morgunblaðið fjallar um væntanlegt verðlag á land- búnaðarvörum í leiðara í gær og er tilefni þess, að því er virðist, að Þjóðyiljinn hefur bent á að allar líkur bentu til þess að verð til neytenda hækki um a.m.k. 30% að með- altali. Ætti flestum að verða ljóst, úr því sem komið er, að tæplega verður þessi hækk un minni, þar sem yfirnefnd- in hefur þegar úrskurðað 20,8% hækkun á verðlags- grundvellinum, en þar við bætist síðan hækkun á dreif- iiigarkostnað og vinnslu. — Samt sem áður kemst Morg- unblaðið að þeirri niðurstöðu að skrif Þjóðviljans um þetta hljóti að stafa af löngun til að falsa staðreyndir eða ein- skærri heimsku, og eru rök- semdir Morgunblaðsins byggðar á því, að dreifingar- og vinnslukostnaður muni ekki hækka eins mikið og RÚMLEGA 2400 sjómílna ljang- ur, brynjaður sæsímastrengur var nýlega tekinn í notkun til að auðvelda flugið yfir Norður- Atlantshafið. Hann var lagður að tilhlutan 17 ríkja, meðal þeirra Danmerkur, íslands, Nor- egs og Svíþjóðar, og eru öll ríkin aðilar að Alþjóðaflugmálastofn- uninni, ICAO. Danskt fyrirtæki tók þátt í að búa til sæsíma- strenginn og leggja hann. Strengurinn er í rauninni í tveim hlutum. Annar liggur frá Bretlandi til Islands, og hinn milli íslands og Kanada. Hann liggur frá Skotlandi um ísland Og Grænland til Nýfundnalands. Hann var lagður samkvæmt á- lyktun, sem gerð var á ráðstefnu ICAO í París árið 1959. Það kom- ust menn að þeirri niðurstöðu, að augljósasta og brýnasta þörf- in á endurbótum í flugsamgöng- | um væri á Norður-Atlantshafs- svæðinu. Sambandið milli flugeftirlits- stöðvanna á þessu svæði hefur truflazt af ótölulegum útvarps- bilunum, vegna þess að útvarps- sendingar og loftskeyti verða fyrir áhrifum frá norðurljósun- um. Þetta hefur ekki aðeins haft í för með sér mikla erfiðleika fyrir flugeftirlitið, heldur hefur það einnig leitt af sér óþarfa seinkun fyrir farþega og auka- útgjöld fyrir flugfélögin. Hinn nýi sæsímastrengur gerir flugeftirlitinu í Gander, Reykja- vík og Prestwick — sem hefur sameiginlega umsjón með öllu flugi yfir Norður-Atlantshafi — kleift að vera í stöðugu sambandi innbyrðis, eins og starfsmenn- irnir sætu hlið við hlið við sama borð. í sæsímastrengnum er ein lína fyrir talsamband og fjórar fyrir fjarrita. Verkið var unnið af Store Nordiske Telegraf-Selskab í samvinnu við eitt brezkt og eitt kanadískt fyrirtæki. Smjör í stað sunjörlíkis skapar þróunarlöndunum vandamál Hægt er að draga úr offram- leiðslu á mjólkurafurðum með því áð auka smjörneyzluna. Það verður aftur á móti á kostnað smjörlíkis, og þannig er vanda- máli offramleiðslunnar í raun- inni velt yfir á þá sem fram- leiða smjörlíki og hráefni til þess, en það eru fyrst Og fremst þróunarlöndin, segir í umsögn frá Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO. í tíu Evrópulöndum, þ. á m. Danmörk, Finnlandi, Npregi og Svíþjóð, jókst smjörneyzlan að- verðlagsgrundvöllurinn sjálf- ur og þar af leiðandi hljóti hækkunin til neytenda 1 að verða minni en 20,8%!“ Morgunblaðið ætlar að leggja einfalt dæmi fyrir rit- stjóra Þjóðviljans, sem sér- hvert meðalgreint barnaskóla barn gæti reiknað. Segjum að heildarverð til neytenda sé í dag 100. Segj- um svo að 70 af þessu sé það, sem bóndinn fær, en 30 fari í vinnslu- og dreifingarkostn- að. Ef það sem bóndinn fær hækkaði um 20% fengi hann 14 kr. hækkun. En ef eins um eitt kg. á mann á tíma- bilinu frá því fyrir stríð til 1960—61, þ.e.a.s. úr 7,3 upp í 8,3 kg., segir í greininni sem birtist í júlí/ágúst-hefti hagtíðinda FAO um landbúnað. Smjörlíkisneyzl- an jókst hins vegar um næstum helming frá því fyrir stríð í umræddum tíu löndum, eða úr 4,9 upp í 9,1 kg. í greininni sagir, að einungis hluti af því smjöri og því smjör- líki, sem fari á markaðinn, sé í beinni gagnkvæmri samkeppni. Að langmestu leyti hafi báðar þessar vörur óháðan markað, enda geti þær ekki fyllilega kom- ið hvor í stað annarrar. Sam- keppnin er hörðust, þegar um það er að ræða að velja viðbit ofan á brauð, og þó einkum þar sem breytingar á tekjum og, verð lagi hafa áhrif á hlutfallið milli smjörneyzlu og smjörlíkisneyzlu. Samkeppnishæfni smjörsins gagnvart smjörlíkinu eykst vegna ýmissa efnahagslegra ráðstafana eins og t. d. minnkunar á verð- muni smjörs og smjörlíkis, auk- inna tekna neytendanna eða bættra markaðsaðferða, t. d. að framleitt er smjör í betra gæða- flokki, að auðveldara sé að ná í það, eða notuð sé víðtækari aug- lýsingatækni. 1 Bandaríkjunum og Kanada Fisheries Yenr Book ‘63 komin BLAÐINU hefur borizt eintak af Fisheries Year Book 1963, sem gefin er út í London og kemur út einu sinni á ári. Af lesefni þessa árgangs má nefna: World Prodúction Larger Again, The British Fishing Industry, eftir Cedric Dexter, Icelandic Fisheries and Exports, eftir Da- víð Ólafsson, The Fishing Industry of the Federal Republic of Germany, eftir dr. G. Messeck, Soviet Production and vPlans, Around the World: fréttir af fiskveiðum og fiskiðnaði í 30 löndum í öllum álfum heims, Fish on the Menu, eftir Elizabeth Craig, Preservation of Fish: skýrslur frá fiskirannsókna- stöðvunum í Aberdeen og Hull, Progress in Fish Freezing and Distribution, Shellfish on the Market, Development in Fish Meal, A Floating Fish Cannery, Fishing Vessel Design and Construction. Bókin fæst hjá umboðsmanni útgefanda, Gísla Ólafssyni, Leifs- götu 13, Reykjavík. vinnslu- og dreifingarkostn- aðurinn hækkaði um 15% mundi það nema .kr. 4.50. Samanlagt næmi hækkunin þannig 18,50 og heildarverðið yrði þá 118,50. Það skilst Morgunblaðinu að mundi verða 18,5% hækkun en ekki 30%. 'Hitt er svo annað mál, að niðurgreiðslur «munu verða óbreyttar að krónutölu fyrst um sinn og ekki hækka að sama skapi og verðið til bænda. Af þeim sökum verður verðhækkunin er neyzla smjörs á hvert manns- barn nú liðlega helmingi minni en fyrir stríð, þar sem smjör- líkisneyzlan hefur hins vegar þrefaldazt, úr 1,3 upp í 4,4 kg. Kona forstjóri upplýsingaskrifstofu SÞ í fyrsta sinn í sögu Sameinuðu þjóðanna hefur kona verið skip- uð í embætti forstjóra upplýsinga skrifstofu samtakanna. Það er frú Ma Than E Fend frá Burma sem gerð hefur verið að forstjóra upplýsingaskrifstofunnar í Alsir, sem nýlega var sett á stofn. Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar alls 45 upplýsingaskrifstofur um heim allan. Fimm þeirra hafa norræna forstjóra. Svíarnir Sixten Heppl- ing, Jan-Gunnar Lindström og Sture Linner eru forstjórar upp- lýsingaskrifstofanna í Kabul, Lundúnum og Aþenu. íslending- urinn ívar Guðmundsson stjórn- ar upplýsingaskrifstofunni í Kar- achi og Norðmaðurinn Dik Lehmkuhl skrifstofunni í Bag- dad. Upplýsingaskrifstofa Sam- einuðu þjóðanna fyrir Norður- lönd er í Kaupmannahöfn. og forstjóri hennar er Hug.h Willi- ams frá Nýja Sjálandi. Gctnagerð í iullum gungi ú Akrunesi AKRANESI, 20. sept. — Gatna gerðin er í fullum gangi hér í bæ. Þeim skilar vel áfram með Suðurgötuna, áleiðis upp að Skagatorgi og nú er hafinn und- irbúningur þess að færa síma- og rafmagnsleiðslur út undir gangstéttar á Mánabraút. Og þar í götunni skipta þeir um skolpleiðslur, láta stórum víðari rör í stað þeirra gömlu. Síðan verður Mánabraut steypt í haust. í Breiðargarðinn mikla, sem Haraldur Böðvarsson lét byggja um 1920, hafa komið skörð, sem ekki er umtalsvert eftir svo lang an tíma. Nýbyrjað er nú að steypa í skörðin. Stærsta skarð ið er 70 m. á lengd. Reykjafoss kom hingað í morgun og lestar 2000 pakka af skreið og 24 tunnur af grá- sleppuhrognum frá Ásgeiri Guð mundssyni, sem keypt hefur hrognin af grásleppukörlunum hér. Áður höfðu farið 1—2 send ingar af grásleppuhrognum. — Oddur. frá því í fyrrahaust meiri, en ekki vegna þess aö vinnslu- og dreifingarkostn- aðurinn bætist ofan á 20.8%, • Brauðskortur í Sovét- ríkjunum. Bonn, 20. sept. (AP). RÚSSAR hafa sent samninga- nefnd til Vestur-Þýzkalanda til að Ieita fyrir sér um kaup á 250 þúsund tonnum af hveiti, að því er áreiðanlegar fregnir herma. Eru þessi kaup til viðbótar stórkostlegum ina flutningi Sovétríkjanna á hveiti frá ' Kanada og Astra- líu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.