Morgunblaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.1966, Blaðsíða 2
2 MORCU NBLAÐIÐ Föstudagur 16. des. 1966 Framsóknarflokkur inn 50 ára í dag t DAG eru 50 ár liðin frá stofn- un Framsóknarflokksins, en flokkurinn var stofnaður hinn 16. desember 1916 af 8 alþingis- mönnum. En aðalforgöngumaður um stofnun flokksins var Jónas Jónsson frá Hriflu. Stofnendur Framsóknarflokks- ins voru þessir: Sigurður Jóns- son Yzta-Felli, Einar Árnason Eyrarlandi, Sveinn Ólafsson í Firði, Jón Jónsson frá Hvanná, Þorsteinn M. Jónsson Borgarfirði eystra, Ólafur Briem Álfgeirs- Á jólnntun við íslnndsstrendur FISIHNG News skýrir frá því að 117 togarar frá Hull verði í burtu á veiðum yfir jólin og margir þeirra við ísland. Segir blaðið að um borð í tog- ■urunum séu margar frystikistur með auka matvælum til jólahalds ins um borð. Flestir Hulltogar- anna taki nokkra kalkúna hver, auk 30 punda aukaskammts af svínakjöti, jólaibúðing, jó'lakök- ur, hakkað kjöt í dósum og mik- ið af niðursoðnum ávöxtum. völlum, Guðmundur Ólafsson Ási og borleifur Jónsson Hólum. Á þessum 50 árym hafa eftir- taldir menn gegnt formennsku Framsóknarflokksins: Ólafur Briem, Sveinn Ólafsson, Þorleif- ur Jónsson, Tryggvi Þónhallsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sigurður Kristinsson, Jónas Jónsson frá Hriflu, Hermann Jónasson og núverandi formaður flokksins er Eysteinn Jónsson. Á þessu tímabili hefur Fram- sóknarflokkurinn verið aðili að ríkisstjórn íslands frá 1917-1924, 1927-1942, 1947-1949 og 1950- 1958. Fjórir forsætisráðherrar hafa komið úr röðum Framsóknar- flokksins, þeir Tryggvi >ór- hallsson, Ásgeir Ásgeirsson, Hermann Jónasson og Steingrím ur Steinþórsson. Vísitalan óbreytt KAUPGJALDSNEIFND hefur reiknað vísitölu framfærslukostn aðar í desemberbyrjun 1966 og reyndist hún vera 195 stig, eða hin sama og hún var í nóvember byrjun. '4- l * . - ' - f ' '• ~ W Flugvél Tryggva Helgasonar á Vopnafirði. Myndina tók Skúli J. Sigurðsson í Loftferðaeftir- litinu. verk taki aðeins fáa daga, svo að óhappið muni engin áhrif hafa á rekstur Norðurflugs. Næsta vor mun Norðurflug væntanlega kaupa nýja tveggja hreyfla skrúfuþotu af gerðinni Nord 262, smíðaða hjá Nord- aviation i Frakklandi. Flugvélin tekur 29 farþega og verður með jafnþrýstibúnaði. Tryggvi Helga- son komst svo að orði í dag að takmark Norðurflugs væri að koma upp fullkomnum flugflota og annast alla þá flutninga í lofti til og frá Akureyri, sem þörf væri á . Sv. P. Vél Norðurflugs flughæf ú ný Norðurílug kaupir skrúiuþoíu næsta vor Akureyri 15 des. Beechcraft flugvél Norðurflugs sem hlekktist á í lendingu á í sunnudaginn, var flogið hingað til Akureyrar í morgun eftir að bráðabirgðaviðgerð hafði farið fram, enda skemmdist vélin mjög lítið við óhappið. Bilun mun hafa orðið í raf- tækjum og olli hiún því að hjóla- útbúnaðurinn lét ekki að stjórn en þó lenti vélin mjúklega þar sem hjólin taka lítið eitt niður fyrir búkin, þó að þau séu uppi. >ó bognuðu skrúfublöð og væng börð (flaps) dælduðust. Tryggvi Helgason flaug í gær austur á Vopnafjörð með við- gerðarmenn og varahluti og tók skamman tíma að gera við flug- vélina svo að hún yrði flugfær aftur. Flaug Tryggvi henni hing að til Akureyrar í dag og gekk sú ferð að óskum. Fullnaðarvið- gerð og skoðun á vélinni fer fram hér, og er búist við að það Hitaveituáætluninni frá 1961 nær lokiö Raunverulegur kostnaður nam 205-210 milEj. á föstu verðl. 1961 1961, en upphaflegnr kostnað ur var áætlaður 245 millj. Borgarstjóri sagði að Hita veitan gerði ráð fyrir fram kvæmdum fyrir 257 milljónir á næstu 4 árum. Hér fara á eftir ummæli borgarstjóra um Hitaveituna. Framkvæmdum þeim, sem á- kveðnar voru um stækkun Hita veitu 1961, hefur nú verið lokið að mestu. Eftir munu vera fram kvæmdir fyrir u.þ.b. 4—5 millj. krónur. Heildarkostnaður við áætlun- ina verður 325,5 m. kr., en það svarar til 231,6 m. kr., á verð- lagi október 1961. 1 þessum upp hæðum eru innifaldir ýmsir við aukar, sem ekki voru séðir fyrir 1961. Einkum eru þetta stækk- anir dreifikerfisins í nokkrum hverfum (Hagahverfi, austurhluti Hlíðahverfis, Kringlumýrar- og Múlahverfi og enn fremur stækk anir Vesturbæjar og Grensás- æða). Þessi aukakostnaður mun nema 35—40 m. kr. eða 25—30 m. kr. á verðlagi október 1961. Upphaflegur kostnaður var á- ætlaður 245 m. kr., en hefur þannig reynzt 205—210 m. kr. á verðlagi október 1961, reiknað skv. byggingarvísitölu, og eftir að frádregnar eru áðurnefndar stækkanir og viðbætur. Þannig í GÆR var atkvæðagreiðsla ? hefur verkið í framkvæmd um fjárlög. Voru allar tillög- reynzt vel innan marka upp- Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri gerði borgarstjóm í gær grein fyrir framkvæmdum Hitaveitunnar á undanföm- um árum og framtíðaráætlun hennar. Framkvæmdum skv. Hita- veituáætluninni frá 1961 er nú að mestu lokið. Heildar- kostnaður við áætlunina verð ur 325,5 milljónir kr. en það svarar til 231,6 millj. á verð- lagi október 1961. | þeirri upp hæð er innifalinn aukakostn- aður vegna framkvæmda sem ekki vom í áætluninni 1961 og hefur því kostnaður Við áætlunina reynzt 205— 210 miUj. á verðlagi október Fjárlög afgreidd ur stjórnarandstöðunnar felld ar, en tillögur stjórnarmeiri- hlutans og sameiginlegar til- lögur fjárveitingarnefndar samþykktar, svo og tillögur samvinnunefndar samgöngu- þykkt samhljóða og afgreidd til ríkisstjórnarinnar sem lög frá Alþingi. haflegrar áætlunar. Á sama tíma verk utan áætlunarinnar. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir munu nema 85,0 m. kr. um næstu áramót. Á árinu 1966 verður fram- mála. Voru fjárlög síðan sam kvæmdakostnaður um 100 m. kr., þ.m.t. fyrirframgreiðslur til kaupa á tækjum í kyndistöð, 4,5 m. kr. Af þessum 100 m. kr. nema Heimdnllur — Sjóliboðoliðor HEIMDALLUR, FUS, gefur að þessu sinni út auglýsingablöð fyrir jólin, Viðskiptablöð Heim- dallar og eru tvö að þessu sinni. Hinu fyrra hefur verið dreift en hinu síðara verður dreift n.k. laugardag kl. 2. Mikil þörf er á sjálfboðaliðum til þessa starfs, og eru þeir hvattir til þess að koma á skrifstofu Heimdallar n.k. laugardag kl. 2. framkvæmdir við geyma, kyndi stöð ásamt aðfærsluæðum svo og byrjunarframkvæmdir í Foss vogi u.þ.b. 31 m. kr., en þar er aðeins um verk að ræða, sem hagkvæmara er að framkvæma jafnframt gatnagerð, holræsagerð og vatnsveituframkvæmdum. En 69 m. kr. hafa farið til að Ijúka eldri áætlunum ásamt við bótum við þær. Til þeirra var ætlað 47 m. kr. skv. síðustu fram kvæmdaáætlun. Ástæðan fyrir þessari hækkun eru annars vegar verðbreytingar frá því að kostnað aráætlunin var gerð og hins vegar viðbætur og vanáætlun. Gert var ráð fyrir því í á- ætluninni fyrir 1966, að Hita- veitan myndi þurfa ný lán til að standa undir framkvæmdum umfram 45 m. kr. Hafa ný lán á árinu numið 55 m. kr. Þar af 10 m. kr. frá innlendum bönkum 20 m. kr. sænskt vörukaupalán, 25 m. kr. lán frá Hambros Bank. Ef takast áti að fylgja fram- kvæmdaáætluninni frá því í marz sl. skorti Hitaveituna tæplega 30 m. kr. viðbótarlán, sem ekki hafa fengizt. AUar þessar framkvæmdir á árunum 1962—‘66 hafa kostað 430 m. kr., þar af eru 260 m. kr. lánsfé, sem skiptist að jöfnu á erlend og innlend lán, en 170 m. kr. eru rekstrartekjur, af- skriftir og heimæðagjöld. Þegar litið er yfir þróun fram kvæmda undanfarinna ára kem ur í ljós hversu mikilvægt átriði það er að hafa fyrir fram tryggt nægilegt fjármagn til fram- kvæmdanna. Af því leiðir mjög bætt aðstaða við efniskaup og útboð á verkum. Hins vegar hafa verðhækk- anir innanlands einkum 1964— 1966 haft mjög neikvæð áhrif á afkomu hitaveitunnar. Á tíma- bilinu okt. 1961 til nóv. 1966 hækkaði byggingarvísitala um 95% og á sama tíma hækkaði. verkamannakaup um ca. 110%, en gjaldskrá Hitaveitunnar hækk I aði á sama tíma um 60%. Þar' innifalin 30% hækkun frá því í sumar. Framkvæmdir 1967—1970. Samkv. framkvæmda og fj'ár- öflunaráætlun áranna 1967—1970 gerir Hitaveitan ráð fyrir fram kvæmdum fyrir 257 m. kr. á þessu 4 ára tímabili. Aðalfram- kvæmdirnar eru frekari varma- öflun, þ.e.a.s. bygging kyndi- stöðvar í Árbæ ásamt tengiæðum einnig boranir og virkjun á borg arlandinu og nágrenni, svo og lúkning á smíði miðlunargeyma á Öskjuhlíð. Enn fremur verður unnið að lögn dreifikerfa í hin nýju hverfi borgarinnar ásamt byggingu dælustöðva í Árbæ, Fossvogi og Breiðholti. Eins og fjárhag Hitaveitunnar er nú háttað mun hún á næsta ári um það bil vera þess megnug af eigin f jármagni að ljúka smíði beggja geymanna á Öskjuhlíð, kyndistöðvarinnar í Árbæ og til heyrandi aðfærsluæðum. Hins vegar skortir lánsfé til þess að halda áfram lögn dreifi kerfa í ný hverfi ásamt dælu- stöðvum þar. Framlögð framkvæmda- og fjáröflunaráætlun gerir ráð fyrir 40 m. kr. lánstöku á næsta ári til hitaveituframkvæmda en eigi verður á þeim framkvæmdum byrjað fyrr en lánsfé er fengið. Er nú unnið að öflun þess og hefur fyrirheit fengist um fjórða hluta þess. Miðað við, að lánsfjáröflun takist munu boranir hafnar á ný Framhald á bls 31. MagitÉs Andiés son látinn MAGNÚS Andrésson, forstjóri Johnson & Kaaber, varð bráð- kvaddur á heimili sínu í fyrri- nótt. Magnús hafði unnið hjá fyrirtækinu allt frá unglingsár- unum, varð síðan einn af eigend- um og forstjóri hjá Johnson & Kaaber og systurfyrirtækunum um áraraðir. Hann lætur eftir sig komu, Ólöfu Möller, og dóttur. Festingor biluðn í lyltnrnnnni PILTUR beið bana á Seyðisfirði í fyrradag, er gálgi á vörulyftu féll ofan á hann, svo sem frá var skýrt í blaðinu í gær. Pilturinn sem heitir Birgir Magnússon, var frá Þórshöfn og var 18 ára gam- all. Það hefur komið í ljós að festingar biluðu í gálganum og var það orsök slyssins. Til nmræðn í efri deild FRUMVARP ríkisstjórnarinn- ar um heimild til verðstöðvunar var til fyrstu umræðu í efrl deild í gær. Til máls tóku forsæt isráðherra, Ólafur Jóhannesson og Björn Jónsson. , Verður umræðna getið síðar. ' IA3GÐIN mikla fyrir SV- hægari vindur fyrir sunnan landið breiddist austur eftir i þau. — í gær féll loftvogin gær, en skilin færðust norður ört út af A-landi, og átti vind yfir landið. Norðan þeirra var urinn því að snúast til norð- A-stormur eða rok, en miklu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.