Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 24

Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 24
Slysavamafélag íslands - átak í slysavömum til sveita Slysavarnafélag íslands efnir til átaks í slysavörnum í sveitum lands- ins í sumar. Spjótunum verður beint gegn mannskæðum búnaði dráttar- véla, - óvörðum drifsköftum. Tveir ungir fyrrverandi bændur í Norð- firði, þeir Skúli Hjaltason og Þórar- inn V. Guðnason, munu fara heim á bæi og bjóða þjónustu sína. Þeir eru að sjálfsögðu öllum hnútum kunnir í landbúnaði og vita hvar og hvernig best er að verjast slysum og óhöpp- um, sem hafa verið allt of tíð (land- búnaði á umliðnum árum. Mörg þessara slysa má koma í veg fyrir á einfaldan hátt. Allt of fáir hafa varíð drífsköftin Þórir Gunnarsson hjá Slysavamafé- lagi íslands sagði að þeir Skúli og Þór- arinn hefðu gert könnun á notkun drif- skaftshlífa á bóndabæjum á Austur- landi og í Borgarfirði. Þeir heimsóttu fjölmarga bæi óg komust að raun um að í aðeins 40% tilvika var slíkur ör- yggisbúnaður notaður. Stundum vom hlífamar til á bæjunum, en höfðu hafn- að uppi á hillum. Slík slysavöm dugir að sjálfsögðu engan veginn. Margir bændur vilja gjaman fá vana menn til að setja hlífamar á vélar sínar, og það gera þeir félagamir þegar þeir koma í heimsókn, fljótt og vel. Þeir munu enn- fremur ræða við heimilisfólk um ýmsa aðra þætti slysavama, m.a. slysavamir bama. „Bændur hafa tekið þeim félögum einstaklega vel og kaupa sér hlífar sem þeir setja síðan á tækin. Það hefur oft komið í ljós við uppsetninguna á hlíf- unum að sjálfum drifsköftunum er stundum ábótavant. Þá hafa þeir Skúli og Þórarinn tekið að sér að gera við þau gegn aukagjaldi. Það er bctra að gert sé við sltka hluti núna í stað þcss að verða strand, kannski í míðjum heyskapn- um“, sagði Þórir. Um þessar mundir eru þeir Slysa- vamafélagsmenn á leið suður frá sinni heimasveit til Hafnar í Homafirði. Þcg- ar allir bæir á þeirri leið hafa verið þjónuslaðir, verður haldið til Norður- lands og unnið í sumar. Haldið verður áfram næsta sumar í öðrum sveitum landsins. Slys á tíunda hverju lögbýli Það er ekki að Istæðulausu að Slysa- vamafélagið tekur upp þá nýbreytni að þjónusta bændur á þessu sviði. Mörg og hroðaleg slys hafa orðið, og það nú nýlega, vegna óvarinna drifskafta á dráttarvélum. Einmitt þessi slys hafa verið hvað alvarlegust f landbúnaði á sfðustu áratugum. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnu- eftirliti rfkisins hafa orðið 49 dauðaslys við störf í landbúnaði á tuttugu ára tímabili, frá 1970 til 1990. Um það bil helmingur þessara dauðaslysa hafa orðið af völdum dráttarvéla og drifbún- aðar þeirra. Starfsmenn Vinnueftirlits- ins segjast gera athugasemdir í átta til- vikum af tíu við öryggisbúnað drif- skafta. Það er því Ijóst að allt of algengt er að þessi búnaður sé í ólagi. Ekki er gott að henda reiður á slysatíðni í land- búnaði, enda ekki tilkynnt um mörg minni slysin, sem geta þó verið býsna alvarleg. Vátryggingafélag íslands - VÍS - fékk tilkynningar um 388 tjón tengd landbúnaðarstörfúm á árinu 1990. Miðað við fjölda lögbýla í landinu samsvarar þena að slys hafi orðið á ein- um bæ af hveijum tíu. Félagið greiddi 24,9 milljónir króna í slysatryggingar til bænda, 6,1 milljón í ábyrgðartrygg- ingar dráttarvéla og áætlað er að slysa- tryggingar kumanna við landbúnaðar- störf séu samtals 42,9 milijónir króna. Glóbus tekur þátt í átakinu Unnið var í fyrra að slysavamaátaki til sveita á svipuðum nótum og nú er gert. Þá sameinuðust Bændasamtökin, Slysavamafélag íslands og Jötunn hf. í samskonar aðgerðum. I sumar eru það keppinauturinn, Glóbus hf., sem leggur sitt af mörkum. Fyrirtækið lánar meðal annars forláta, sérútbúinn bíl til hins mikla ferðalags. Miklar verðlækkanir áttu sér stað í fyrrasumar á öryggisbún- aði á drifsköft dráttarvéla og móttökur bænda með ágætum. Sala á drifskafts- hlífum fimmfaldaðist hjá Jötni í fyrra. Vinnueftirlitið fékk ekki eina ein- ustu tilkynningu um slys í landbúnaði vegna drifskafta í fyrrasumar. Við skulum vona að átakið í sumar leiði slfkt hið sama af sér. fyrir allar gerðir húsa Sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN AKUREYRI: Glerárgötu 28 Sími 96-30425 / GARÐABÆ: Goðstúni 4 • Sfmi 91-42000 ÞJÓNUSTUNHÐSTÖÐ MÁLARA: Snorrabraut 56 Reykjavfk Simi 91-616132

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.