Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 22

Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 22. maí 1992 Þórólfur Matthíasson Hagræn áhrif fólksflutninga milli landa og landshluta Er byggðum landsins að blœða út? Því hefur stundum verið slegið upp í þjóðfélagsumræð- unni á seinni árum. Samkvæmt þessari mynd er einstaklingurinn í byggðarlag- inu látinn gegna sama hlutver- ki og blóðið í líkama þróaðra iífvera. Að baki myndbeiting- unni býr sú trú þeirra er fram setja, að byrji fólk að flytjast á brott, hljóti örlög byggð- arinnar að verða þau sömu og skepnu sem hefur tætt í sund- ur höfuðslagæð. Þannig hafa til dæmis tals- menn Byggðastofnunar haldið því fram að flutningar frá býggð til borgar valdi tvíþættum kost- naði fyrir hagkerfið: í fyrsta lagi vegna þarfa á uppbyggingu ýmissa mannvirkja á aðflutn- ingsstað og í öðru lagi vegna vannýtingar uppbyggðra man- nvirkja á staðnum sem flutt er frá. Fráflutningsstaðurinn verður eins og blóðlítil skepna, skjögrar, Þórólfur Matthíasson hrasar, missir ráð og rænu, lognast útaf, - deyr. Nú er það svo að þeim mun leikrænni sem samlíkingamar eru, þeim mun fjar- lægari hljóta þær að vera raunveruleik- anum. Það er því full ástæða til að gefa gaum tilraun- um til að skoða efnahagsleg áhrif mikilla fólks- og fjármagnsflutninga á auðlegð og riki- dæmi þjóða. Tilraun til að meta áhrif brott- flutnings vestur- fara frá Noregi A mínar fjörur rak nýlega greinar- kom eftir tvo af útilokaðu regnið, rokið og kuldann NJÓTTU ÞESS BESTA íslensk veörátta er ekkert lamb aö leika viö. Þess vegna nýtum viö hverja þá tækni sem léttir okkur sambúöina við veðrið. LEXAN ylplastiö er nýjung sem gjörbreytir möguleikum okkar til þess aö njóta þess besta sem íslensk veörátta hefur aö bjóöa - íslensku birtunnar. LEXANylplastiö er hægt aö nota hvar sem hægt er aö hugsa sér aö Ijósiö fái aö skína t.d. í garðstofur, gróöurhús, yfir sundlaugar, yfirbyggingu gatna, yfir húsa- garö, anddyri og húshluta. Möguleikarnir eru óþrjótandi. LEXAN ylplast velurþað besta úr veðrinu • Flytur ekki eld. • Er viöurkennt af Brunamálastofnun. • Mjög hátt brotþol. • Beygist kalt. • Góö hitaeinangrun. • Mjög létt og gulnar ekki. SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 ■ SÍMI 6272 22 starfsmönnum hagfræðideildar Há- skólans í Osló, Christian Riis og Thore Thonstad: A Counterfactual Study of Economic Impacts of Norwegian Emigration and Capital Imports. Ég vil reyna að gera lesendum Alþýðublaðs- ins nokkra grein fyrir vangaveltum þeirra og niðurstöðum. Þeir benda á í upphafi að á tímabil- inu 1866 til 1910 nam brottflutningur frá Noregi umfram aðflutning 0,6% af heildarmannfjöldanum að meðaltali á ári. Brúttófjölgun íbúatölunnar nam ca. 1,2% á sama tíma þannig að um helmingur náttúrulegrar manntjölgun- ar tapaðist árlega vegna brottflutnings. Þeir segja frá tilraunum til að meta mannafla og mannfjöldaþróun, hefði ekki komið til vesturferðanna. Niður- stöður þeirra útreikninga eru að íbúafjöldinn í Noregi hefði verið 35% meiri 1910 ef ekki hefði komiðtil vest- urferðanna. Samsvarandi tala fyrir 1930 er 40% og 45% fyrir árið 1940. Vesturferðimar hafa þannig haft afgerandi áhrif á mannaflaþróun í Nor- egi. í framhaldi af þessum útreikningum benda þeir - félagar á að fjármagn á vinnandi mann hefði orðið verulega minna hefði mannfjöldaþróun orðið eins og reiknað er með. hefði ekki komið til vesturferðanna. Árið 1900 var verðmæti fjármagns að baki hvers vinnandi manns 8.500 norskar krónur á verðlagi ársins 1938, en hefðu verið 6.500 hefði ekki komið til vestur- ferðanna. Árið 1939 em tilsvarandi tölur 14.400 krónur í raun. en hefði orðið 10.200 ef ekki hefði komið til brottflutningsins til Vesturheims. Þess- ar upplýsingar em sfðan ásamt flciru notaðar til að áætla hver verðmæta- sköpun hefði orðið í Noregi hefði ekki komið til vesturferðanna. Það kemur í ljós að brottflutningurinn verður til þess að verðmætasköpun á mann í brottflutningslandinu verður meiri en ef ekki hefði komið til vesturferða. Til gamans er endurbirtur hér hluti af töflu úr grein þeirra félaga: Taflan ber með sér að brottflutn- ingurinn varð til þess að bæta stöðu þeirra sem eftir urðu. Þetta er vissulega vemlega nnur mynd en sú sem gjaman er dregin upp varðandi afleiðingar brottflutnings á afkomu fólks á brott- flutningssvæðum. Samkvæmt tölunum hér að ofan varð hrein landsframleiðsla á mann tæpum 15% hærri 1939 en hefði orðið, hefði brottflutningur ekki komið til. Er leyfilegt að draga ályktanir af aldargömlum atburðum varðandi líklega þróun hér á landi? Sú spuming sem sett er fram í fyrirsögninni kallar á svar. Svörin em mörg. Fyrsta svarið er það að fyrst menn telja það ómaksins vert að eyða tíma. fé og fyrirhöfn í að leggja mat á þessa hluti, hljóti niðurstaða þeirra Norðmanna að vera sú, að nokkum lærdóm megi draga af fyrir nýrri tímann. Annað svarið felst í samanburði aðstæðna með tilliti til atvinnulífs og atvinnumöguleika á brottflutningssvæðum nú og sams- konar svæðum fyrir einni öld. Það sem er líkt er að fólk nú er að hverfa frá landbúnaði og fiskverkun. Fólk þá var að flýja landbúnað og fiskverkun. Nú flytur fólk ekki á milli landa í sama mæli og var á tímabili vesturferðanna. Fólk nú flytur frá fmmvinnslu og úr\'innslustörfum sem gjaman em staðsett í strjálbýli. í þjónustustörf sem gjaman em í þéttbýli. Og enn em það auknir tekjuöflunarmöguleikar á að- flutningsstaðnum sem togar fólk til sín. Fólk þá flutti frá þrautpíndu jarðnæði gamla heimsins til óbrotins lands í ves- turvegi. Það flutti sig með verk- þekkingu og verkkunnáttu þaðan sem hún nýttist illa og þangað sem hún nýttist vel eftir nokkra aðlögun. Það sama á við um þá sem flytja úr stijál- býli í þéttbýli nú. Eftir nokkum aðlögu- nartíma tekst þeim gjaman að gera sér meiri mat úr verkkunnáttu sinni á aðflutningsstaðnum en var á fráflutningsstaðnum. Reynsla Norðmannanna virðist sýna að þeim sem eftir urðu í gamla landinu tókst að gera sér mat úr því Ijármagni sem þeir brottfluttu létu eftir sig. Þrátt fyrir að aðstæður séu aðrar hér og nú en var þar og þá. er ekkert sem lögmáls- bindur aðra útkomu í dreifð- um byggðum ísalands á seinni hluta 20. aldar. Það er því margt sem bendir til þess að sú mynd sem dregin er upp af áhrifum brottflutnings á hag þeirra sem á eftir verða hér á landi sé röng. Raunveruleg og reiknuð landsframleiðsla pr. íbúa í Noregi Norskar krónur á verðlagi 1938 Ár Raunveruleg Reiknuð landsframl. landsframl. 1865 542 563 1890 704 650 1900 766 724 1915 1.035 896 1930 1.474 1.215 1939 1.781 1.551 fFÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Siðumúla 39 - 108 Reykjavik - Sími 678500 Félags- og tómstundastarf aldraðra hjá Reykjavíkurborg Sumarferðir og orlof Hinar árlegu sumarferðir ásamt orlofsdvöl að Löngu- mýri hafa verið skipulagðar og tímasettar. Allar nánari upplýsingar með dagsetningum bitrtast í Fréttabréfi um málefni aldraðra sem sent verður um þessar mundirtil Reykvíkinga, 67 ára og eldri. Pantanir og upplýsingar í síma: 68 96 70 og 68 96 71 frá kl. 9.00 til 12.00 frá og með 25. maí. Öldrunarþjónustudeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.