Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 22. maí 1992 Þröstur Ótafsson Aðtögun tandbúnaðarins að breyttu umhverfi fslenskur landbúnaður hefur þróast frá miðaldavinnubrögðum til nútíma- tækni í miðstýrðu og ríkisvemduðu umhverfi. Miðað við landshætti er framleiðni fslensks landbúnaðar all- mikil og afurðimar eru til fyrirmyndar hvað gæði snertir. Þá ber að geta þess, að sennilega eru íslenskar landbúnað- arvömr betri hollustufæða en sambæri- legar vömr erlendis frá, vegna þess að velflestir bændur hafa þann metnað að framleiða holla og góða fæðu. Ríkisvemdunin hefur leitt af sér þekkta fylgikvilla sem allsstaðar em fyrir hendi, þar sem iosað er um lang- vinnt miðstýrt kerft sem ekki hefur bú- ið við neina utanaðkomandi gun. Þetta gildir jafnt um atvinnugreinar er búið hafa við vemd sem og þjóðfélög, sem án innra lýðræðis hafa verið lokuð frá umheiminum. Öll miðstýring og einangmn er óeðlileg. Hún getur verið réttlætanleg nauðsyn um tíma en er aldrei til fram- búðar. Slík stjómkerfi em bráðabirgða- úrræði, sem komið er á fót við óeðli- legar aðstæður. Um alla Evrópu fer nú fram aðlögun að gjörbreyttum aðstæðum. Breytt sameiginlegt gildismat, stóraukin sam- skipti milli ríkja og skipulag frjálsra viðskiptahátta hefur kallað á ný vinnu- brögð og opnari þjóðfélög, bæði hvað snertir alþjóðasamstarf sem og opnari hagkerfi. Þessi aðlögun verður víða afar erfið. Hún verður crfið fyrir frændur okkar Svfa, sem búið hafa við mikla vemdun; hún verður einnig sársaukafull fyrir Þjóðveija, sem komist hafa upp með það að girða sig af fyrir alþjóðlegri samkeppni á mikilvægum sviðum. Erfiðust verður hún þó fyrir ný- fijálsu ríkin í mið- og austur-Evrópu. Þar verður aðlögunin að markaðsbú- skap og fijálsum viðskiptum ekki framkvæmd án mikilla fóma, átaka og þjáninga. Þó sjá þessar þjóðir allar engan val- kost annan en fijálsa samkeppni og markaðsbúskap innan samningsbund- inna viðskiptaheilda. Við fslendingar stöndum einnig frammi fyrir svipuðum vanda. Ef við f framtíðinni viljum viðhalda sambæri- legum lífskjömm hér og f nágranna- löndum okkar, verðum við að ganga í gegnum erfiða aðlögun á ýmsum svið- um. Við þurfum að gera það bæði f landbúnaði og sjávarútvegi, en einnig f bankastarfsemi svo og á mörgum svið- um opinberrar þjónustu. Landbúnaður- inn horfist í augu við mikil umskipti. Þrátt fyrir þá algjöru vemd. sem hann hefur búið við um langan aldur. hefur störfum þar og býlum sífellt verið að fækka. Það er afieiðing breyttra að- stæðna. Þessi fækkun hefur hinsvegar gerst af handahófi og lent jafnt á vildar- jörðum scm kotbýlum. Markviss aðlögun hefur ekki átt sér stað fyrr en í fyrra við gerð Búvöru- samningsins. Skoða má nauðsynlega aðlögun í áföngum. Sá fyrsti er aðlögun búljár- framleiðslu að innanlandsmarkaði. Þar næst kemur undirbúningur að vaxandi erlendri samkeppni og minnkandi rík- isstuðningi. Loka áfanginn er aðlögun að markaðsbúskap með innlendri sem erlendri samkeppni og fijálsari verð- lagningu. í þessari grein verðurekki gerð grein fyrir þeim erfiðleikum sem ofangreind aðlögun hefur í för með sér. Ég mun hér að neðan fjalla um þær hugsanlegu breytingar sem verða á starfsumhverfi islenskra bænda í kjölfar tveggja vænt- anlegra alþjóðlegra samninga. Annarsvegar eru það samningamir um aðild okkar að Evrópska efnahags- svæðinu (EES), en hinsvegar um nýtt samkomulag á vegum Almenna sam- komulagsins um tolla og viðskipti. venjulega skammstafað GATT eftir enska heitinu. GATT viðræðumar Hið Almenna samkomulag um tolla og viðskipti - GATT - tók gildi I. janú- ar 1948. GATT er alþjóðasamningur 108 ríkja um gagnkvæm bestu kjör í viðskiptum sín á milli. Markmið GATT er að stuðla að aga og auknu frjálsræði í heimsviðskiptum og sér- hæfingu milli þjóða. Island gerðist fullgildur aðili að GATT í árslok 1968. Síðan hefur ís- land tekið þátt í þeim viðskiptaviðræð- um á vegum GATT. sem haldnar hafa verið. Hefur Island notið verulegs hag- ræðis af niðurstöðum þessara við- skiptaviðræðna og markaðsaðgangur fyrir útfiutningsvörur okkar orðið mun greiðari en ella hefði verið. Má þar nefna afnám eða lækkun tolla f Banda- ríkjunum á fiskafurðum, ullarvörum og osti. Það er hveijum augljóst að meðan heimurinn býr við óeðlilega verðlagn- ingu, styrki, niðurgreiðslur og útfiutn- ingsbætur, getur ekki verið um að ræða eðlileg viðskipti með landbúnaðarvör- ur. Með GATT-drögunum er reynt að draga úr fióknum hindrunum og tak- mörkunum í vöruviðskiptum. Þær til- lögur sem nú liggja fyrir geta tæpast kallast róttækar. Þær veita bæði tfma og svigrúm sem einstaka þjóðir geta nýtt sér til aðlögunar, ef þær nýta sér þann tíma. Úrúgvæ-viðræðumar í GATT eru umfangsmestu viðskiptaviðræður sem haldnar hafa verið. Spanna þær öll svið vöruviðskipta auk þess sem nú er í fyrsta skipti rætt um þjónustuviðskipti og fyrirkomulag þeirra í alþjóðavið- skiptum. En þó þessar viðræður snerti öll svið alþjóðaviðskipta. þá em það viðskiptin með landbúnaðarvömr sem hvað mestum erfiðleikum valda á því að samkomulag takist. í desember 1991 lagði Arthur Dunkel, fram- kvæmdastjóri GATT. fram fræga til- lögu í viðræðunum um viðskipti með landbúnaðar-vömr. Aðalatriði tillög- unnar em að innanlandsstuðningur lækki um 20% að magni. innflutning- stakmörkunum verði breytt í tolla og tollur reiknaður sem mismunur á inn- anlandsverði og heimsmarkaðsverði. Þessir tollar yrðu síðan lækkaðir um 36% að meðaltali. en a.m.k. um 15% fyrir hveija vömtegund. Þá er í tillög- um Dunkels gert ráð fyrir lágmarksinn- flutningi á lágum tollum á sem nemur 3% af innanlandsneyslu, _sem hækki í 5% á aðlögunartímanum. í öllum ofan- greindum liðum er gert ráð fyrir 6 ára aðlögunartíma, frá 1993-1999. Ríkisstjómin fjallaði ítarlega um til- lögur Dunkels í byrjun þessa árs. í þeirri umfjöllun var lögð áhersla á að í endanlegum GATT-tillögum yrðu við- urkenndar strangari kröfur á sviði heil- brigðiseftirlits vegna næmi íslenskra búfjárstofna fyrir smitsjúkdómum í kjölfar langrar einangmnar. í tillögum ríkisstjómarinnar er einn- ig gert ráð fyrir að leyfilegt verði að framreikna stuðningsaðgerðir miðað við verðbóigu og að verðtryggja skuld- bindingar, einkanlega í tollaígildum og innanlandsstuðningi. Það er út í hött að sveiflur í verðlagi eða gengi, eða skatt- kerfisbreytingar. leiði til þess að sumar þjóðir taki á sig meiri skuldbindingar en aðrar. Þá kom fram að íslendingum þykir miður að tillögur Dunkels varðandi niðurskurð útflutningsbóta skuli ná svo skammt sem raun ver vitni. Útflutn- ingsbætumar em þó sá þátturinn sem hefur verst áhrif á heimsviðskiptin. fs- lensk stjómvöld hafa ákveðið að af- nema útflutningsbætur frá og með haustinu 1992. Við munum telja það afturför ef hverfa þarf frá þeirri ákvörð- un vegna þrýstings, sem skapast af öðr- um ákvæðum í samningsdrögunum. Sú aðgerð að hverfa frá útflutningsbótum er sársaukafull og hefur m.a. í för með sér verulegan samdrátt í landbúnaðar- framleiðslu. Ríkisstjómin telur að taka verði tillit til slíkra aðgerða í sam- komulaginu og telja það viðkomandi landi til góða. Af þessum sökum leggur íslenska ríkisstjómin til að inn í samningsdrögin eigi að koma ákvæði sem hvetja til enn meiri samdráttar í útfiutningsbótum en tillögur Dunkels gera. Þess vegna hafa íslensk stjómvöld gert tillögu um að ríki sem skuldbindur sig til þess að af- nema allar útfiutningsbætur hafi rétt til þess að grípa til magntakmarkana á innfiutningi á vörum sem útfiutnings- bætur em afnumdar af. Þá fjárhæð sem útfiutningsbætur em skomar niður umfram 36%, skal heim- ilt að reikna til góða sem sérstakt álag fyrir þær vömr sem í hlut eiga. Samkvæmt tillögunum er heimilt að styðja landbúnað eða þá sem starfa í landbúnaðarhéruðum með svokölluð- um grænum greiðslum sem ekki mega vera markaðstrufiandi. Ekki er gert ráð fyrir að þessi stuðn- ingur lækki eins og annar innanlands- stuðningur við landbúnaðinn. Grænar greiðslur mega ekki vera framleiðslutengdar og þær eiga að fyl- gja ábúanda þótt hann hætti fram- leiðslu. Tollaígildin sem koma eiga í stað innfiutningshafta mega f upphafi vera mismunur á heimsmarkaðsverði og verði innlendrar vöm. en lækka síð- an um 36% á aðlögunartímanum að meðaltali. í þessu sambandi er það tvennt sem hafa ber í huga við útreikningstilraunir. Annarsvegar mega tollaígildin vera mismunur á cif-verði innfluttu vömnn- ar og heildsöluverðs innanlands. í þessu getur falist umtalsverð vöm fyrir íslenskan landbúnað þar sem innfiytj- andi þarf að bæta heildsöluálagningu sinni við cif- verðið. Hinsvegar er sá möguleiki vissulega fyrir hendi að meðaltalslækkun verði lægri en 36% þar sem líklegt er að margar vömtegundir fái aðeins 15% tollalækkun. þar sem tollur af erlend- um landbúnaðarvömm sem ekki em framleiddar hérlendis hafa verið lækk- aðir á undanfömum ámm. Nauðsynlegt er að menn geri sér glögga grein fyrir því. að ákvæðin um tollaígildin em heimildarákvæði. Vilji stjómvöld hámarka vemd þá er ekki sjáanlegt að GATT-drögin geri meiri kröfur til framleiðsluaukningar í land- búnaði. en orðið hefði hvort sem er. Ég geng að vísu ekki útfrá því sem vísu. að stjómvöld muni endilega gera það, því neytendur munu augljóslega gera kröfur um tollalækkanir. ef um Alþýöuflokksfélag Borgarfjarðar Fundur í Hótel Borgarnesi mánudaginn 25. maí kl. 20,30 DAGSKRÁ: 1. Kosning fulltrúa á flokksþing 2. Bæjarmál Félagar fjölmenniö! Stjórnin Jafnaðarmenn á Suðurlandi Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Suðurlandskjör- dæmi boðartil fundar í Skútanum í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 28. maí kl. 15. DAGSKRÁ: 1. Stjórnmálaviðhorfið: Framsaga Jón Baldvin Hannibalsson 2. Almennar umræður 3. Undirbúningurflokksþings 4. Kosning fulltrúa í flokksstjórn 5. Önnur mál Stjórn kjördæmisráðs TRYGGINGASTOFNUN Kp RÍKISINS ÞATTTAKA TRYGGINGA- STOFNUNARí TANNLÆKNAKOSTNAÐI BARNA OG UNGLINGA Nýr samningur milli Tryggingastofnunar og Tann- læknafélags íslands hefur tekið gildi. Sjúkratrygg- ingarnar greiða nú fyrirbyggjandi meðferð barna 15 ára og yngri að fullu. Fyrir aðrar tannlækningar þessa aldurshóps (þó ekki Reykjavíkurbarna 6-15 ára) er 85% kostnaður endurgreiddur nema fyrir tannréttingar, gullfyllingar, krónu- og brúargerð. í Reykjavík greiða börn, 6-15 ára, 15% kostnaðar hjá skólatannlækni samkvæmt gjaldskrá hans, sem er 20% lægri en einkatannlækna. Fari þau til einka- tannlæknis endurgreiðir Tryggingastofnun 68% kostnaðar. Fyrir 16 ára unglinga endurgreiðist 50% kostnaður. Tryggingastofnun ríkisins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.