Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur22. maí 1992 5 Deilt hefur verið um jöfnunargjaldið í sambandi við EES- samninganna en þessi mynd var tekin í gær þegar Frank Andriesen EB-leiðtogi hitti EFTA-ráðherrana undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráð- herra íslands á Hótel Sögu, bændahóteiinu á Melunum. vannýtta framleiðsluaðstöðu svo þeir geta ekki fullnýtt sin vinnuafl, bygg- ingar og ræktarland, þá tel ég að þetta sé betri leið heldur en að halda verðinu upþi og lenda í vítahring samdráttar. Ý msir hafa gengið með þá hugmynd að lítil verðtengsl væru á mjólkurmark- aðnum. Reynslan hefur sýnt að það er ekki svo. Menn hafa hins vegar vitað að verðlagning á smjöri hefur mikil áhrif á hvort það selst vel eða ekki vegna þeirrar samkeppni sem það fær frá jurtafeiti ýmis konar. Menn héldu að það sama gilti ekki um mjólkina. Hins vegar virðist mér að verðstríðið í sykurdrykkjum og gosi að undanfömu hafi ýtt mjólkinni meira og meira út af borðinu. Mjólkurmarkaðurinn í heild hefur hins vegar ekki dregist saman nema u..b. 10% á íbúa sl. 10 ár því nokkur aukning hefur verið í sölu á ostum alls konar. Fjölbreytni ostanna hefur vaxið mjög mikið síðustu áratugi. Nú stefnir i umtalsverðan flatan niðurskurð hjá sauðfjárbœndum þrátt fyrir uppkaupin í fyrra. Hvað hefur brugðist? Það sem var ákveðið í fyrra var að laga svokallaðan heildarfullvirðisrétt að innanlandsmarkaði. Það var ákveð- ið að í ár skyldi hann vera 8.600 tonn og er þar innifalin heimtaka bænda. Þetta er um 30% niðurskurður á full- virðisréttinum. Bændur voru handhafar fullvirðisréttar fyrir um 12.000 tonn. Hins vegar höfðu margir bændur gert svokallaða kaupleigusamninga, sem námu um það bil 1.200 tonnum, sem voru ýrnist að renna út sfðasta haust eða renna út nú í haust. Þá hafði m.a. verið skorið mikið niður vegna riðu. Framleiðslan hafði því ekki verið nema um 9.100 tonn en bændur höfðu sínar tekjur í gegnum þessi 12.000 tonn. Það var vitað að með því að færa framleiðsluna að innanlandsmarkaði myndi fullvirðisrétturinn fara niður um tæp 30%. Hins vegar mátti bústofninn sem var í fyrra ekki dragast saman nema um 10% til þess að aðlaga fram- leiðsluna. Það þýddi að fækka þurfti ám úr um 550.000 í 500.000 ær. Bændur hafa ekki að öðru að snúa Því var ákveðið að ganga til upp- kaupa á fullvirðisrétti til að koma í veg fyrir flatan niðurskurð. Það tókst að kaupa upp þann fullvirðisrétt nokkum veginn í fyrra. Það sem veldur hvað mestum erfiðleikunum núna má kanns- ki rekja til atvinnuástandsins, menn hafa ekki að öðru að hverfa. Helnting- ur þeirra sem höfðu leigt framleiðni- sjóði réttinn sinn ákváðu að selja ekki rétt sinn þegar upp var staðið. Eins ákváðu flestir þeir sem skáru niður fyrir riðu að byija aftur. Ekki var reiknað með að þeir kæmu aftur í eins miklum mæli inn í framleiðsluna vegna þess að ýmsir voru búnir að vera fjárlausir lengur heldur en þurfti. Þar skeði það sama, vegna dapurs atvinnu- ástands ákváðu þeir að koma í sauð- fjárræktina aftur. Þannig ætla um 85% þeirra sem skáru niður fyrir riðu að koma inn aftur. Það þarf því að skapa rými fyrir þá í haust og því þarf að skera niður framleiðsluréttinn að sama skapi hjá öðrum. Það getur því farið svo að í haust þurfi að færa niður framleiðslurétt hjá bændum um 14-18%, gangi illa að kaupa hann upp. Þetta er þó mjög mis- munandi milli svæða vegna þess að við greiðslumarksúthlutun næsta haust verður tekið tillit til hvað hefur selst á hveiju og einu svæði alls árin 1991 og 1992. Ef við tökum t.d. Reykjanesið þá er búið að fækka fé það mikið að þeir bændur sem búa t.d. upp í Kjós lenda í engri niðurfærslu. Uppkaupamarkmiðum þar er náð. Hins vegar getur niðurskurðurinn farið um og yfir 18% á einstökum svæðum verði ekkert af réttinum þar seldur. Er ekki réttast að koma á alveg frjálsu markaðskerfi í landbúnaðin- um þar sem hver bóndi selur sína af- urð til þess sem tilbúinn er að greiða best Jyrir hana? Ég von að þetta verði aldrei ná- kvæmlega þannig. Ég held að það sé ekki raunhæft að fara út í það sem hef- ur stundum verið kallaður „fijáls mark- aður“. Ef það eru 3.000 bændur sem eru að selja og t.d. 10 sem eru að kaupa þá á þetta ekkert skylt við fijálsan markað. Fijáls markaður er það þegar álíka margir vilja kaupa og selja. Slíkt kerfi er alla vega ekki til í EB eða á Norðurlöndunum eða Bandaríkjunum. Umboðs- eða umsýslusala Hins vegar er til annað kerfi sem við kunnum að stefna í, sem er umboðssala eða umsýslusala. Það er rétt að það hef- ur verið full verðábyrgð á framleiðslu bænda. Nú verður það hins vegar ekki lengur til staðar en frá og með í haust verður ekki um að ræða neina ríkis- ábyrgð. Hún er því ekki fyrir hendi lengur. I dag fer verðlagning alfarið fram í sexmannanefndinni sem er opinber nefnd. Það er lögvemdað verð líkt og samningar um kaup og kjör. Menn geta spurt sig hvort það væri rétt að það væm engir kauptaxtar í gildi og hver og einn vinnuveitandi hefði heimild til að ráða menn i vinnu á þvf verði sem hann kýs, sérstaklega þegar það er atvinnu- leysi. Ég sé miklu heldur fyrir mér að hlut- imir þróist út f það að bændur bindist samtökum um afurðasölu. Það er það kerfi sem við þekkjum allsstaðar í kringum okkur, að bændur leggja inn í umsýslusölu. Þeir eiga þá eða standa á bak við sláturhúsin og afurðasölumar en með því er ég ekki að segja að það geti ekki verið til einkarekin sláturhús, sem bjóði síðan bóndanum að kaupa vömna af honum á ákveðnu verði. Sú hugmynd að hver og einn bóndi standi í því að selja sjálfur sitt kjöt er að mínu mati ekki skynsamlegt því það sýnir sig að þar sem að bændur eru að selja milliliðalaust em afkoma bænda lélegri en ella. Það fer einfaldlega svo mikil vinna í það ef hver og einn bóndi á að fara að standa í sölu og markaðs- setningu á sinni eigin vöm. Þó menn tali um jjessa bölvaða milliliði, sem taki allt til sín. þá er það bara einn lið- urinn í verkaskiptingunni og hagræð- ingunni. Nú standa fyrir dyrum samningar um EES og GATT. Munu þeir brey- ta miklu í landbúnaði? Varðandi EES-samninginn þá hefur verið, alveg frá því að við gengum í EFTA. til ákveðinn listi sem kallaður var „bókun 2“ þar sem tilteknar vom þær vömrsem kallaðarem iðnaðarvör- ur úr landbúnaðarhráefni. Að öðm leyti náði EFTA-samningurinn ekki til land- búnaðarvara. Varðandi þessar vömr höfðu þjóðimar heimild til að beita ákveðnum breytilegum jöfnunargjöld- um. Það var heimildarákvæði sem flestar þjóðir hafa nýtt sér. Samkeppni á grundvelli gæða og framlegðar Breytileg jöfnunargjöld em að þvf leit ólík tollaígildi að þar er á ferðinni ákveðin regla sem gildir um notkun breytilegra jöfnunargjalda. Hún er sú að tekinn er mismunurinn á skráðu heimsmarkaðsverði og innanlands- verði. Síðan má leggja á jöfnunargjald sem nemur mismuninum á heimsmark- aðsverðinu og innanlandsverðinu, .e. rniðað við hráefnisverð. Síðan á sam- keppnin að vera. eins og þar segir, á gmndvelli gæða og framlegðar. Það þýðir að jöfnunargjald má aldrei vera meira en sem nemur jöfnun á hráefnis- kostnaði. Þetta er það kerfi sem hefur verið í gildi í verslun með þessar vömr á milli landa. Nú hafa menn deilt um á hvaða vörur megi setja umrcett jöfnunar- gjald? Þegar þessi EES-samningur var í undirbúningi var okkur sagt að það yrði beitt breytilegum jöfnunargjöldum og það yrði einnig gert varðandi þær vömr sem á listanum em en við ekki nýtt okkur. Við getum tekið sem dæmi jógúrt sem er inn á þessum frílista en við höfum hins vegar bannað að flytja hana inn þar sem við höfum haft nóg af henni og á hana hefði átt að setja jöfn- unargjald. Óljóst með jöfnunargjaldið Iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði einu sinni að hann dæmdi alltaf neyt- endum í hag ef um væri að ræða svo- kölluð jaðarmál. Það hafa hins vegar verið fluttar hingað alls konar vömr sem hafa lotið jöfnunargjöldum meðal annarra þjóða en ekki hjá okkur. Við teljum því að í þeim tilvikum eigi að nota jöfnunargjaldið. Við höfum hins vegar áhyggjur af að okkar menn hafi klúðrað þessu. Því þrátt fyrir að vör- umar séu inni á þessum frílista þá segir á öðmm stað að hömlur eða gjöld megi aldrei verða meiri en þau vom í árslok 1991. Utanríkisráðuneytið segir núna að það gildi ekki um vömr sem aldrei vom fluttar inn. Jógúrt var aldrei flutt inn og við spyijum því hvemig á að reikna jöfnunargjald á hana ef að ekki á að nota jöfnunargjaldakerfið. Þá segja þeir að það megi bara finna hvað niður- greiðslumar hafa verið innanlands og útflutningsbætumar og umreikna það til jöfnunargjalda. Það hefur verið hug- mynd um tollaígildi hjá GATT en það hefur aldrei verið meiningin í þessu jöfnunargjaldakerfi eins og við er mið- að í EES. Það kann að vera að það sé hægt að bjarga þessu fyrir hom. Mér sýnist þó alveg Ijóst að ekki sé unnt að setja jöfnunargjöld á allar þær vömr, sem em á listanum og menn hafa verið að flytja inn á undanfömum ámm án jöfnunargjalda,“ sagði Haukur Hall- dórsson, formaður Stéttarsambands bænda að lokum 1' viðtali við Alþýðu- blaðið. HYUNDAI-bílar á Islandi Kóreumenn eru í stórsókn á íslensk- um markaði Hvundai, eitthvert stærsta fyrir- tæki heims er komið með sölu á nánast annarri hverri einkatölvu sem hér er seld. - og nú um helgina kynna Bifreiðar og landbúnaðar- vélar hf. bfla frá þessu risavaxna fyrirtæki, sem framleiddi meira en milljón bfla á síðasta ári. Hyundai hóf bflaframleiðslu 1967 og hefur vöxtur framleiðslunnar verið ótrúlega hraður. Hyundai bfla sjá menn á götum flestra stórborga - og til sveita. Bifreiðar og landbúnaðarvélar bjóða mönnum á fmmsýningu á fjór- um gerðum bflanna frá Kóreu. stóra bfla og smáa. Sölumenn B&L sögðu í gær að hjá Hyundai færi saman „há- gæði. fallegt útlit - og hagstætt verð“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.