Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 22. maí 1992 fiták & (jxðáítmpitt - rœtt við Jónas Þór Jónsson Þegar húsmóðirin fer út í búð og kaupir nautakjöt til að gleðja fjöl- skylduna, kaupir hún gjaman blóð- rautt kjöt og þar má engin fitututtla sjást. Þetta er hugmynd dæmigerðs neytanda. Þegar Jónas Þór Jónsson bregður steik á pönnu eða í ofn, vill hann þvert á móti að kjötið sé eðlilega feitt. Það er líka gott að borða hjá Jón- asi Þór. Besta kjötið á borðum bænda „Það er oft að bændumir eru með besta kjötið heima hjá sér. Ekki vegna þess að þeir vilji það endilega. Heldur vegna þess að þeir eru bókstaflega gerðir afturreka með bestu bitana úr sláturhúsunum. Besta nautakjötið flokkast nefnilega í 2. flokk, í flokk- unum fyrir ofan er mun lakara kjöt“, segir Jónas, (segar við hefjum spjallið við hann. Jónas Þór er í miklu áliti meðal fag- manna í kjötiðnaði. Nautakjötið er hans sérgrein, um það verður ekki villst. Hann hefur sökkt sér á kaf í nautakjötsfræðin, - og hann hefur skoðanir á hlutunum, sem sumar hafa ekki vakið mikla kátínu við sum skrif- borð í landbúnaðar.,geiranum“ svo- kallaða. Engu að sfður hefur oft kom- ið í ljós að Jónas Þór hafði haft á réttu að standa. „Ég er satt að segja ekkert ánægður með þróunina í málum kjötframleiðsl- unnar hér á landi. Aðild okkar að Evr- ópska efnahagssvæðinu og GATT er það eina sem ég get ímyndað mér að muni að lokum hrista upp í kerfinu. Ég hef sagt mínum góðu vinum, bændum, að þeir verði að þeir verði að taka til hjá sér fyrir Evrópu. Eflaust eru bændur ekkert hrifnir að heyra þetta, en þetta er ekki vitlausari skoð- un en hver nnur. Staðreyndin er sú að íslenskt kjöt, hverju nafni sem það nefnist, er framúrskarandi vara, mun betri en erlend. Samt er svo margt í ólagi í framleiðslunni hjá okkur. Ég vona bara að mönnum takist að koma hlutum í lag áður en hér verður leyft að selja vöru erlendra keppinauta. Hér þarf að lagfæra og auka framleiðni og framleiðslu, bæta vinnslu kjötsins og markaðssetningu. Verði unnið að þessum málum veit ég að íslenskir neytendur velja íslenska vöru, enda eru þeir á varðbergi gagnvart hollustu og heilbrigði. Verði ekki afgerandi verðmunur á markaðnum á íslensku og erlendu kjöti, sem ég tel reyndar útilokað að verði, þá mun íslenska kjötið verða ofan á“. Stórfellt smygl á kjöti í þessu sambandi segir Jónas Þór að það viti flestir sem fylgjast með mark- aðnum að hér á landi eigi sér stað stór- fellt smygl á kjöti. ekki síst nautakjöti. Hann segist slá á að þessi ólöglegi innflutningur sé á annan tug tonna í viku hverri. Þetta kjöt er ódýrara en ís- lenskt, - en fullt af lyfjum og hormón- um, sem íslenska kjötið er blessunar- lega laust við. Jónas segir að búin þurfi að vera stærri, og að skref séu nú þegar stigin í þá átt, hokurbúin skili engum ár- angri, hvorki eigendum þeirra né neytendum. Til hvers er þá barist. Jón- as Þór benti á það 1988 að fyrr eða síðar yrði íslenskur landbúnaður að horfast í augu við umheiminn - er- lenda samkeppni - sú samkeppni virð- ist framundan. En er það ekki þessi venjulegi þjóö- emisrembingur að segja íslenski kjöi besl í veröldinni? „Nei, það er ekki svo, íslenska kjöt- ið er frábært hráefni. enda er varan rómuð f hástert meðal annarra þjóða. Það að sala á íslensku kjöti er ekki meiri en hún er í útlöndum stafar fyrst og fremst að einkennilegu kerfi sem starfað hefur að þessum málum. Menn hefðu átt að læra af því hvemig við höfum markaðssett ís- lenskan fisk í öðrum löndum. Þar hef- ur verið vel að verki staðið. íslenskt kjöt er dýr vara, og ég tel að hana eigi ekki að selja nema í sérstökum „gour- met“-búðum, verslunum þar sem mat- þekkjarar kaupa kræsingamar, og em ósparir á dollarana og pundin. En áður en farið verður að selja nautakjöt héð- an á svo fomemum markaði þarf miklar brcytingar", segir Jónas Þór. Hann segist lengi hafa viljað læra sem mest um kjöt, - til dæmis ætlaði hann að setjast á námskeið á Bænda- skólanum á Hvanneyri til að fræðast meira um nautgriparækt. Þá var hon- um tjáð að þar væri aðeins fjallað um mjólkurframleiðslu, ekki kjötfram- leiðslu. A námsskránni vom þó atls konar greiðar, góðra gjalda verðar, t.d. bókband, tóvinna og útskurður, - bara ekki kjötframleiðsla. Þetta sagði hann að þyrfti að lagast í uppfræðslu bændaefna landsins. Úr kjötskurði í sjónvarps- mennsku Jónas Þór er þessa dagana lítið við kjötskurð, en þeim mun meira í upp- tökusal Stöðvar 2. Hann er að verða sjónvarpsstjama ásamt Óskari mat- reiðslumeistara í Argentínu, steikhús- inu vinsæla. Nautakjötsframleiðendum var í fyrstunni boðið að fá inni í þættinum og kynna vöm sína og hvemig elda á nautakjöt. Bændur höfnuðu góðu boði, enda kostaði þátttakan einhverja skildinga. Svínabændur stukku á kostaboðið og koma.með tíu grillþætti á Stöðinni. Feitt kjöt ber að virða Við minntumst á það hér að framan að Jónas Þór dáir mjög feitt kjöt. varla vill hann þó leggja sér til munns heilu fituklumpana? ..Nei. það vil ég auðvitað ekki. En visst fitumagn er nauðsynlegt til að steikin heppnist vel og bragðist eins og til er ætlast. Fitan, óholl eða holl, verður aldrei slitin úr samhengi við gæðin. Hæfileg fita á skrokk segir mér oftast þá sögu að gripnum hafi liðið vel í lifanda lffi, að hann hafi verið vandlega fóðraður og alinn af natni. Nei, það sem við þurfum er að auka virðingu manna fyrir kjötfitu, og auð- vitað á að neyta hennar í hófi, hún er hreint ekkert oj-bjakk, hún er gæða- stimpiir. En mí eru bœndur ekki verðlaunað- irfyrir að framleiða feitl nautakjöt, er það ekki alveg öfiigt? ,Jú, framleiðendum er beinlínis refsað fyrir að koma með gott kjöt. Ef það er feitt, eins og ég vil hafa það, og eins og vandlátir matargestir á bestu veitingahúsunum vilja hafa það, þá fá þeir kjötið metið í 2. flokk eða 2. fiokk F. Þetta er einmitt ljúffengasta kjötið, ef það er rétt verkað. Þetta vita líka bændumir sem sjá sér þann kost vænstan að taka þetta kjöt heim til sín. Þeir sitja að miklum krásum, meðan þeir selja mun lakari gæði og fá það metið sem l. flokks vöm og fá fyrir gott verð“. En þú talaðir um að landinn væri meðvitaður um hollustu. Nú hefur mönnum verið tjáð að kjötfita eigi ekkert sameiginlegt með hollustu. „Þetta holluslutal og fullyrðingar um skaðsemi kjötfitu hefur rénað mjög. Slík fita í hófi skaðar varla nokkum mann. En það er athyglisvert að í Bandaríkjunum vom framleið- endur skikkaðir til að skera meiri fitu af kjötinu. þegar óhollustutalið var hvað hæst um árið. Þeir héldu í raun sfnu striki í framleiðslunni. Hér á landi fóm menn hinsvegar öðm vísi að og fóm að framleiða fremur horaða gripi, verð ég að segja. Þetta er ósköp eðlilegt. þar sem mun hærra verð fæst fyrir þetta kjöt“. Annars flokks er betra En þú vilt feitara nautakjöt. Enirn við þá að borða annars flokks vöni frá þér í rándýmm og fínum veitingahús- um ? „Þú ert að borða fyrsta flokks kjöt, enda þótt kerfið kalli það annan flokk. Okkur hefúr tekist að fá þetta kjöt frá bændum vegna þess að við höfum greitt þeim bónus, sem kemur nokk- um veginn í stað verðskerðingarinnar vegna fitunnar. Þetta er UN2 og UN2 F, sem við viljum. Kjötið verkum við eftir okkar aðferðum, og þótt ég segi sjálfur frá, þá líkar það mjög vel“. Flokkunarreglumar virðast þá nokkuð undarlegar, þegar besta kjöt- ið er ekki metið sem mannamalur? „Mér skilst nú að framundan séu vemlegar breytingar á þessu mati í haust. Félag kúabænda rak á eftir að það yrði gert. og var ástæða til. Hér þarf auðvitað umtalsverðar breytingar og ekkert hálfkák“. Nýtt ævintýri í uppsiglingu Jónas Þór er inntur eftir hinu víðfræga Galloway-kjöti. Hann hefur hér í blaðinu sagt álit sitt á þeirri tilraun. Hann segist ekki vita um nokkum mann sem sé stoltur af þeirri tilraun, hún hafi mislukkast. Þegar ákveðið var að reynda eldi jtessa nautgripa- stofns hafi menn gleymt okkar foma og góða kúastofni, sem hefúr verið blessunarlega laus við allt fikt og til- raunastarfsemi. „Þetta kjöt úr Hrísey er reglugerð- um samkvæmt fyrirfram dæmt til að vera í sérstökum heiðursflokki, stjömuflokki. enda þótt það sé mun síðra en kjötið af okkar eigin kyni. sé það rétt ræktað og rétt meðhöndlað í kjötvinnslunni. Nú er talað um að gera aðra tilraun. nú verður það Aberdeen Angus. - ég tel að sú tilraun sé með öllu óþörf'.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.