Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 22. maf 1992 NU MECfl BÆNDUR LÆSA DÆTURNARINNI - (étt spjall við Jóhannes Guðnason. Dassbrúnarmann os fóöurvöru- flufninfíamann, fíóðkunninfíja 300 bænda. ævintýramann o& húmorisfa Þegar kratinn rennir í hlaðið á tuttugu og þriggja tonna fóður- flutningatrukknum verður handagangur í öskjunni hjá bændum og búaliði. Ofan úr ferlíkinu snarast liðlega vaxinn, 35 ára gamall Reykvíking- ur, rauðbirkinn náungi með brún augu og heljarmikið yfirvaraskegg. Svipurinn er kímileitur og það er stutt í brosið og heljarmikinn og smitandi hláturinn. Þarna er mætt- ur tii leiks Jóhannes Guðnason, starfsmaður Jötuns, fyrrum Sam- bandsfyrirtækis, Dagsbrúnarmað- urinn sem reyndi að velta Jakan- um um árið í stjórnarkosningum. Og svo er hann krati í þokkabót! Ætla að gera Jóhannes framsóknarmann „Bændumir fagna mór ævinlcga, þeir þurfa að skamma mann fyrir eitt og annað, þeir iða í skinninu eftir að ná í rassinn á mér. Ég er svona stuð- púði fyrir Alþýðuflokkinn úti á lands- byggðinni. Bændumir hafa margir strengt þess heit að snúa mér í góðan og gegnan framsóknarmann - ætli það verði ekki öfugt. að ég geri þá að eðalkröium. Mér sýnist að ég eigi ekki langt í að snúa þeim sumum. enda em þeir kratar inn við beinið og þurfa að fara að koma út úr skápun- um“, segir Jóharines og hlær sínum gjallandi hlátri. Jóhannes og trukkurinn h;uis cm eins og eitt. í þessum stóra flutninga- pramma sem öslar þjóðvegakerfið flesta daga ársins með fæðuna handa svfnum, kúm og kindum, er hans annað heimili. Þar fær hann þjóðmálaumræðuna beint í æð úr útvarpinu, hringir vítt og breitt. og sefur í bíínum þegar svo býður við að horfa. Hann starfar fyrir fyrrum Sam- bandsfyrirtæki, Jötunn hf., sem ann- ast um fjölbreytta þjónustu fyrir bændur landsins, meðal annars fóður- söluna. Jóhannes annast um stórt svæði. blómleg landbúnaðarhéruð, Borgarfjörð, Snæfellsnes, Dali og Strandir, og vesturhluta Norðurlands að Hofsósi. Einnig Suðurlandsundir- lendið að Skógum. Hann fer líka með Heijólfi með tmkkinn því hann á við- skiptavini í Vestmannaeyjum sem bíða fóðursins. Hann þjónar um 300 bændabýlum og þekkir hvem einasta bónda og allt þeirra heimafólk. Jónarnir til umræðu á bæjarhlaðinu „Þetta em allt góðir vinir mínir og ég mundi sakna þeirra mjög ef ég hætti þessum akstri. Við emm margir í góðu sambandi, hringjum okkur saman af og til og ræðum málin. Annars segjast þeir ekki þurfa að hringja í mig svo mikið, þeir heyri alltaf í mér á Rás 2, ég hef látið í mér heyra á rásinni af og til“. Vinnutfminn hjá Jóhannesi er oft á tíðum langur og strangur, og óreglu- legri en venjan er hjá Dagsbrúnar- mönnum. Hann er að við dreifinguna allan sólarhringinn ef út í það er farið, kastar sér í kojuna í bílnum, og held- ur svo aftur af stað þótt hánólt sé. Á bæjunum em iðulega skilaboð til Jó- hannesar að ræsa bónda, þegar hann komi, jafnvel þótt mið nótt sé. Síðan er dælt í tankana, og bændur bjóða til næturmáltíðar og skrafs. „Það em nú langmest Jónamir tveir, Hannibalsson og Sigurðsson, sem em í umræðunni hjá okkur - og Sighvatur var líka skammaður þcgar lyfjamálið kom upp. Það er byrjað strax á bæjarhlaðinu að ræða þessa ágætu ráðherra. mönnum liggur margt þungt á hjarta. Hann Sighvatur hefur þó dottið út úr umræðunni upp á síðkastið. ég hcld að menn skilji að honum hafi tekist að koma á alvöru spamaði með aðgerðunum í fyrra- sumar. Ég man eftir litlum strák á einum bænum sem hlustaði með op- inn munn á þessar umræður urn nið- urskurð Sighvatar við kvöldmatar- borðið. Allt í einu sagði pcyinn upp úr eins manns hljóði: Fær hundurinn þá ekk- ert að borða? Drengnum fannst cin- hvemveginn að niðurskurðurinn væri orðinn slíkur að nú yrði ekkerl aflögu handa málleysingjunum. Tuttugu bollar á dag - og kvöldmatur í tvígang Jóhannes segist ekki hafa kynnst hinni rómuðu „íslensku gesuisni“ fyrr en hann fór að aka um landið með fóðurvömna og komst í kynni við íslenska bændur og bændakonur. Hann segir að slíka gestrisni sé óvíða að fínna nema í sveitunum, hann sé meðhöndlaður eins og tigin persóna. drekki tuttugu bolla af kaffi á dag, með lummum. tertum og smákökum. og borði jafnvel kvöldmat á tveim bæjum sama kvöldið - og fitni þó ekki um gramm þrátt fyrir þetta feiknarlega bílífi. Sumir segja að Jóhannes hafi tals- vert „smitasf ‘ af stöðugum málflutn- ingi 300 bænda og kvenna þeirra. Þannig gekk Jóhannes fram fyrir skjöldu á síðasta aðalfundi Dagsbrún- ar og bar fram tillögu þess efnis að lýst yrði stuðningi við baráttu bænda gegn innflutningi landbúnaðarvara. Tillagan var samþykkt með öilum at- kvæðum gegn einu. Ertu orðinn framsóknarmaður, Jóhannes? Stuðningur verkamanna við bændur , J4ei, nei, ég er og verð krati. En mér fannst undarlegt að ekkert hafði heyrst frá verkalýðsfélögunum í dreifbýlinu vegna GATT-umræðunn- ar. Fjöldi verkantanna hefur atvinnu sína af landbúnaðinunt, oft er talað um að Ijórir menn hafi vinnu sína af framleiðslu bænda, og þar af fjöldi verkamanna. Dagsbrúnarmenn skildu þetta vel og samþykktu tillöguna". En Jóhannes sannfærði Dagsbrún- armenn með sínum eigin rökum, óvenjulegum rökum. Hann skfrskot- aði til þáttar í sjónvarpinu þar sem kjötframleiðslu í Evrópubandalag- síöndum varekki beint lýst geðslega, hænsn, svín og kýr að éta sullumbull- ið undan sér. Fannst Jóhannesi það ótrúlegt að kjöt af þessum skepnum gæti keppt við fjallalambið í bragðgæðum og hollustu. Sjálfur vildi hann ekki sjá annað cn „hreint. blautt. mjúkt og ómengað íslenskt kjöt á sinn disk“. eins og hann orðaði það. .Já. ég sagði citthvað sem svo að svona kjöt mundi enginn leggja sér til munns. nema þá lyftingakappar, enda væri nóg af sterum. hormónum og lyljum í þessu kjöti. Ég spurði mína menn líka hvort þeir gætu hugsað sér að gera þarfir sínar á disk og setja í örbylgjuofninn og neita góðgerðturna síðan", sagði Jóhannes og hló dillandi hlátri. Bændumir hans Jóhannesar kunnu vel að meta þennan málllutn- ing hans og þótti vænt um stuðning- inn. Með alvöru Ailaballa í Borgarfjörðinn Jóhannes ætlaði sér fyrir nokkrum árum stóra hluti í Dagsbrún. kom þangað lítt þekktur og ætlaði að velta Jakanum úr stól sínum eins og frægt varð og áður hefur verið vilnað til í þessari grein. í dag eru þeir Jóhanncs og Guðmundur J. hinir mestu mátar. ,J>að stendur til að Jakinn komi með mér í Borgarfjörðinn og heimsæki bændur þar. Þá færist nú líf í tuskum- ar, skal ég segja þér. jreir hafa aldrei komist í tæri við Allaballa, bændum- ir. Ég get sagt þér að það ríkir vem- legur spenningur fyrir þessari opin- bem heimsókn víða í Borgarljarðar- dölum. Þeir em tilbúnir með spum- ingamar, mínir menn“. Bíllinn fraus fastur við klakann í starfi sínu lendir Jóhannes í mörgum ævintýmm, auk þess að kafa ofan í pólitíkina með bændunum og borða á sig gat á nánast hveijum bæ. Lífið er ekki eintóm veisluhöld. Veð- urfar á vetmm getur orðið uggvæn- legt og ekkert gamanmál að vera á heiðum uppi í áburðardrekanum mikla frá Jötni, og kannski með aft- anívagn að auki. „Versta veðrið sem ég hef lent í var einn veturinn. þegar ég var á leið- inni til tveggja bæja í Breiðuvík. Vegurinn er mjór og veðrið var bölv- að. reyndar kolvitlaust. en átti eftir að versna. Það fór nú svo að ég varð pikkfastur, snjór upp í hásingu, svo lengra varð ekki komist. Ég hringdi í Gunnar í Knarrartungu og þaðan komu þeir fijótlega á öfiugum traktor. sem gat ekki hnikað bílnum til. Næst átti að reyna með stómm framhjóla- drifnum jeppa. og beið ég í bílnum á meðan hann var sóttur. Þá var veðrið orðið slíkt að ég hélt að rúðumar í bílnum kæmu inn. Seinna sá ég gegn- um hríðina að bfiljós blikkuðu fram- undan. Ég sá að þeir komust ekki lengra. fór út úr bfinum og ætlaði yfir til þeirra. Þegar ég kom fyrir homið á bfinum mínum fauk ég bókstaflega um koll. út af veginum og rúllaði nið- ur brekku. Síðan þurfti ég að skríða á fjómm fótum upp á veginn afturog komst íjeppann sem beið mín. Þetta vom engin smá læti. maður. Vega- gerðin var öll af vilja gerð að hjálpa daginn eltir. ég hafði nú fengið rang- ar upplýsingar hjá þeim um veginn. þcgar ég lagði af stað. En þá var bfil- inn gaddfreðinn við klakann svo moksturstækið hnikaði honum ekki. við slitum alla spotta. Það var svo ckki fyrr en væn keðja var fengin að bfilinn losnaði. og þá var hann illa farinn af grjótkasti ofan úr hlíðinni". Á brókinni einni saman í morgunfrostinu Jóhannes Guðnason fékk óvænt viðumefni í Borgamesi. - hann var og er oft kallaður Hurðarskellir. Það er ærin ástæða fyrir þessari nafngift. ..Þetta kom til af neyðarlegasta atviki sem ég hef lent í. Það var þannig að ég ákvað um miðja nótt að kasta mér útaf og fá hænublund þar sem ég var staddur undir Hafnarljalli. Þegar ég vaknaði um 6-leytið um morguninn, fór ég út farþegamegin í því skyni að létta of- urlítið á mér. Mér varð það á að læsa á eftir mér, eins og ég var vanur að gera, - en lyklamir inni f bfinum. Þá var ég þama staddur á léttum bol, - í buxunum sem betur fer, í hörkugaddi. Það var dálítil rifa á rúð- unni, en það var sama hvemig ég reyndi, mér tókst ekki að ná upp takkanum á hurðinni. Ég varð að bíða lengi þangað til bfil binist, vinnuflokkur frá Lands- virkjun, fullur bfll. Ég þorði ekki að segja þeim þessa vandræðasögu mína, en bað þá að koma skilaboðum til Sigga á Essó-stöðinni í Borgamesi að koma til mín. Fljótlega á eftir sá ég blikkandi ljós á löggubfi, sem kom að sunnan með flutningi á sumarbú- stað. Löggumar ætluðu alveg að springa úr hlátri, þegar ég sagði þeim söguna. Þeir sögðust koma fljótlega, en við gleymdum alveg þeim mögu- leika að ég færi með þeim í hlýjum bfinum. Ég varð því eftir á bolnum, hríðskjálfandi. Siggi vinur minn reyndi að hringja í mig til að heyra hvað ég vildi. ég heyrði í símanum inni í bfinum og gat ekkert að gert. Þetta var neyðarlegt ástand. Siggi kom síðan akandi að leita að mér en fann hvorki mig né bfiinn. Lögreglan kom svo á staðinn eftir stutta stund og tókst að opna í hvelli. Ég dreif mig svo í kaffi á Essó-stöðinni hjá' Gumma og Sigga og sagði söguna við gífurlegan fögnuð viðstaddra. Þetta var rétt fyrir jólin og sjoppan skreytt samkvæmt því með jólasvein- um. Undir einn þeirra var fljótlega skrifað Jói Hurðarskellir. þannig kom nú það nafrí'. Nú mega bændur passa sig - og dætur sínar Við spyrjum Jóhannes að lokum hvort honum hafi dottið í hug að ger- ast bóndi. verða einn örfárra krata- bænda í landinu? „Mér hefur svo sem meira en dott- ið það í hug. en ég bíð bara eftir rétta bónorðinu". sagði hann og hló hátt og lengi og var þar með horfinn á braut til sinna verkefna. Nú má búast við að bændur lands- ins læsi heimasætumar inni. þegar Jötunsbfilinn rennur í hlað. Enginn þeirra vill eignast krata fyr- ir tengdason. eða hvað?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.