Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 22. maí 1992 Andrés Amalds, gróðurvemdarjulltrúi: „Við tökum vel á móti öllum sem til okkar leita, enda teljum við starf áhugahópa mjög mikilsvert Starf þeirra skapar aukinn skilning á þessum umhverfisvanda og veitir stjórnmálamönnunum aukinn þrýsting,“ segir Andrés Arnalds gróðurvemdarfulltrúi hjá Land- græðslunni. Á síðustu ámm hefur orðið mikil vakning varðandi land- græðslu- og gróðurverndarmálin, enda blasa vandamálin víða við aug- um manna. Þrátt fyrir þröngan fjár- hag hefur Landgræðslunni tekist að þoka málum áfram og nú sjá menn fram á skipulagðari vinnubrögð en oft áður og aukið samstarf við bænd- ur og aðra áhugamenn. „I ár var byijað óvenju snemma á sáningu melgresis til að stöðva sand- fok,“ segir Andrés. „Fyrst vestur við Skaftá í Vestur-Skaftafellssýslu. En á síðustu árum hefur Skaftá verið að mynda heilmiklar sanddyngjur, hlaup- in hafa verið smærri og tíðari. Á Mýr- dalssandi og Skógasandi hefur tilgang- urinn aðallega verið að hindra sandfok yíir veginn og einnig við Óseyrarbrú við Ölfusá. Þá er einnig nokkuð síðan sáning lúpinunnar byijaði, en henni er sáð á nokkrum völdum stöðum á land- inu í uppgræðsluskyni. Síðan byijar áburðarflugið um mán- aðamótin með hefðbundnu sniði. Af nýjum liðum í starfseminni sem verða efidir sérstaklega, má nefna sam- starf við bændur, við uppgræðslu í heimalöndum. Markmiðið er að auka gróður á heimajörðunum þar sem við á, einkum á gróðurfarslega viðkvæmum svæðum, sem hægt er að nýta til beitar vor og haust, og létta þar með á öðrum gróðri á viðkvæmustu tímabilunum." Gervitunglamyndir varpa nýju ljosi á vandann Sum af þessum verkefnum sem Andrés nefnir eru stór í sniðum, svo sem uppgræðslan við Skaftá og á Mýr- dalssandi. .JEinnig er mikið verk á Hólsfjöllunum. en þar tókust samning- ar í fyrra við bændur um að leggja af sauðfjárbúskap og nú er fjárlaust á Fjöllum. Lokið verður við girðingar í sumar milli Öxarfjarðar og Hólsfjalla, en auk þess verður farið út í víðfeðmt vamarstarf, sem einkum verður fólgið f því að sá melgresi þvert á þurrustu vindáttimar, í trausti þcss að melurinn safni sandinum í sig og nái að mynda sandvamargarða. íslenska melgresið er í rauninni eina plantan sem hægt er nýta til að stöðva sandfok, hún er harð- gerð jurt sem hægt er að nota við mjög erfið skilyrði. þolir bæði mikla þurrka og sandsvörfun. Einnig verður unnið heilmikið starf að stöðvun jarðvegseyðingar í Mý- vatnssveit, en Mývatnssveitin og Hóls- Qöll ásamt afréttum Bárðdælinga em alvarlegustu uppblásturssvæðin á land- inu.“ - Það hefur veríð lomið eftir ákveð- inni áeetlim íMývatnssveit? „í gegnum tfðina hafa þar verið reist- ar margar landgræðslugirðingar, yfir 30 talsins. Þessum girðingum hefur að- allega verið ætlað að stöðva eyðingu í endunum á sandfokstungum. Nýjar gervitunglamyndir sýna okkur hins vegar betur samhengi hlutanna og und- irstrika að við verðum að vinna mun skipulegar að stöðvun sandfoksins. Sandurinn berst sunnan af Öræfunum, Sjálfáefið að verstfömu afréttir verði friðaðar Dimmuborgum ógnað. ,,Sandurinn má ekki þokast eitt hænufet til viðbótar," segir Andrés. allt til jökuls, og stöðva verður hann áður en hann berst of nálægt megin- gróðurlendunum. Nú er unnið að land- græðslu- og landnýtingaráætlun fyrir Mývatnssveit sem tekur mið af þessu.“ Aukið samstarf við bændur Á vegum Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins hefur verið unnið all- mikið starf að rannsóknum á jarðvegs- eyðingu. I fyrra var til að mynda stigið stórt skref við kortlagningu á út- breiðslu eyðingarinnar f Skútustaða- hreppi. Andrés segir þetta starf auð- velda mjög alla skipulagsvinnu. Og fieira kemur til, sem gefur tilefni til bjartsýni í þeim efnum: ,.í vetur var sett á laggimar samstarfsnefnd Mývetn- inga sem á að móta línumar með Land- græðslunni. í nefndinni eiga sæti full- trúar frá Búnaðarfélagi Mývetninga. sveitarstjóm, skógræktarfélaginu og nýstofnuðum áhugamannasamtökum um gróðurvemd og landgræðslu í Mý- vatnssveit. Við höfum fundað nokkr- um sinnum með þessari nefnd og áherslur byijaðar að skýrast. Eitt það fyrsta sem verður gert er að efia samstarf við Mývetninga um upp- græðslu heimalandanna, í því skyni að létta á viðkvæmum gróðurlendum. Jafnframt munu bændur koma í aukn- um mæli í landgræðslustörf með Land- græðslunni. Bændur leggja mikið af mörkum sjálfir í þessu samstarfi. bæði í fjármagni og vinnu, en einnig munu þeir að einhverja leyti sinna launuðum störfum við stöðvun landeyðingarinn- ar, líkt og fieiri bændur á landinu munu gera í ár.“ Átak til bjargar Dimmuborgum Andrés nefnir einn- ig miklar aðgerðir sem eru fyrirhugað- ar í Dimmuborgum. en síðastliðið sum- ar fengu sjónvarpsáhorfendur að sjá í fréttum hve gífurleg hætta er þar á ferð- um. „Þar eru alvarlegri hlutir að gerast, e n viðs höfðum gert okkur grein fyrir. Við rannsóknir á jarðvegseyðingunni hefur komið íljós. að mikill sandur stefnir að Dimmuborgum, hægt en sígandi. Ef okkur tekst ekki að hefta hann. þá er þessi mikla þjóðargersemi sem Dimntuborgir eru, í mikilli hættu. Sandurinn má ekki þokast eitt hænufet til viðbótar." - Finnið þið vcLxandi álniga hjá bœndum varðcmdi landgra'ðsln- og gróðunemdarinálin? .Já. svo sannarlega. Það er bæði al- mennur áhugi f sveitum landsins til að taka virkan þátt í þessum störfum og auk þess má segja að landgræðslu- og gróðurvemdarmálin séu nú orðinn hluti af kjarasamningi bænda við ríkis- valdið, með búvörusamningnum. Samkvæmt honum er gert ráð fyrir að allt að tveimur milljörðum króna verði varið til landgræðslu- og skóg- ræktarstarfa bænda á samningstíman- um. Að því er bændastéttina varðar er markmiðið að reyna að mæta á þann hátt þeirri tekjuskerðingu sem sam- dráttur í sauðfjárframleiðslu veldur, að auki er með þessu hlúð betur að land- inu, og þeim búskap sem eftir verður komið betur fyrir. Hann verði stundað- ur í sátt við landið og óskir þjóðarinnar um vel skipulagðan búskap." Ákvæði búvörusamningsins halda ekki Samkvæmt búvörusamningnum er gert ráð fyrir að þetta fjármagn komi til viðbótar við annað fjármagn til land- græðslumála. En hefur það orðið raun- in? „Því miður verður að segjast eins og er, að enginn liður á fjárlögum land- græðslunnar er undir þessu heiti. Engu að síður varð úr að verja 14 milljónum króna til landgræðslustarfa bænda í ár f tengslum við samninginn. Nú ríður á að sjá til þess að samningurinn verði ekki svikinn og framlög verði stórauk- in á næsta ári. Við trúum ekki öðru en svo verði. Annað væri fullkomið órétt- læti og brot á samningi sem gerður var í góðri trú. Við teljum að þessu fjármagni verði vel varið. Með því væri fundin ágætis leið til að styrkja byggðir og mæta tekjurýmun vegna samdráttar. Að auki er þetta ódýr leið til að efla landgæði til framtíðarinnar, því verðum að skila í landinu heilu til næstu kynslóða. Ef þörf verður fyrir aukinn gróður, þá þarf hann að vera til staðar. Og það vill stundum gleymast, að þær gróður- skemmdir sem nú blasa við, urðu ekki til í tíð núlifandi bænda. heldureru þær arfur fortíðarinnar sem er skylda sam- tíðarinnar að bæta.“ Vilji Alþingis um aukið fjár- magn gekk ekki eftir Alþingi samþykkti á sínum ti'ma þingsályktun um að stöðva alla hrað- fara jarðvegseyðingu fyrir aldamót. Sérstakri nefnd var falið að vinna að áætlun í samræmi við ályktunina og samkvæmt hennar niðurstöðu var gert ráð fyrir stórauknum fjárveitingum til að stöðva jarðeyðinguna. Þegar á reyndi í spamaðaraðgerðunum við af- greiðslu fjárlaga í haust varð niðurstað- an hins vegar sú, að hækkunin varð engin. Fjárveitingar til Landgræðsl- unnar em því svipaðar í ár og í fyrra. - Gelur verið að stjómvöld trexsti á cmkin frctmlög einkaaðila í þessum efn- itm ? „Nei, það held ég ekki. Þetta em það umfangsmikil verkefni, og dýrt að vinna upp þá jarðvegseyðingu sem orðin er. A hinn bóginn leggja einstak- lingar, félagasamtök og fyrirtæki gífur- lega mikið af mörkum til landgræðslu- starfsins. Nærtækasta dæmið em raðs- áðvélamar, sem Húsgull-samtökin á Húsavfk beittu sér fyrir að yrðu keypt- ar í' samstarfi við Ingvar Helgason hf., Hagkaup. fslandsbanka og hóp tann- lækna. Þessar vélar vom gefnar Land- græðslunni og munu auðvelda okkur baráttuna við sandinn. Vélamar margfalda nýtingu á fræi og áburði." - Verður árið 1992 lengi í minnum hafisem gróðun entdarár? „Öll ár em og eiga að vera gróður- vemdarár. Að þessum málum er unnið eins tullega og efni leyfa. Og gróður- vemdarmálin snúa ekki bara að baráttu við sandinn. Einnig er verið að skipu- leggja ýmis konar fræðslustarfsemi, Fjárlaust á Fjöllum. Stærsti áfanginn sem náðist í gróðurvemd í fyrra var friðun Hólsfjalla fyrir búfjárbeit. í ár verður starfmu haldið áfram og lokið við gjrðingar milli Öxarfjarðar og Hólsfjalla. Stóðhross rekin í sumarhaga í Hvítámesi. Fjölgun hrossa hcfur skapað ný vandamál við gróðurvemd- og iandgræðslu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.