Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 10
Föstudagur 22. maí 1992 lÍIIÍB - sama hvar dánarvottorðið er gefið út, segir Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku í Mýrdalshreppi, hann segir að bœndur þurfi meira frelsi til athafna „Mér er sama hvar dánarvottorð lambanna minna er gefið út,“ segir Jóhannes Kristjánsson, bóndi á Höfðabrekku í Mýrdalshreppi, en hann má aðeins iáta slátra í einu slá- turhúsi. Bændur eru njörvaðir niður við reglugerðir og kvóta, segir bóndinn sem er farínn á fulit í búskapinn eftir að hafa verið talsmaður bænda um árabil. Sjálfur er hann af mölinni, en veit hvert svarið er tii þess að bæn- dur geti iifað og grætt: Meira frelsi. Er „gambler“ og vill græða Sauðfjárbúskapur, ferðaþjónusta, hross og fiskur í vatni. Þetta er uppistaðan á búinu hjá Jóhannesi og Sólveigu, konu hans. Þau eru bjartsýn á framtíðina. Jóhannes er að hvfla sig frá félagsmálavafstrinu, en hann var formaður f Félagi sauðfjárbænda um árabil þar til í fyrra. Nú ætla þau hjónin að helga sig búskapnum. „Og græða,“ bætir Jóhannes við, en vill ekki opin- bera uppskriftina að því hvemig hægt er að hagnast af búskap árið 1992. Þau fluttust af mölinni í sveitina fyrir hálfúm öðmm áratug, leigðu sauðfjárkvótann í þijú ár og hafa byggt upp myndarlega aðstöðu til að taka á móti 34 ferðamönnum. „Ég er „gam- bler“, ef ég má sletta svolítið. Vil taka smá áhættu,“ segir Jóhannes og líkar vel að takast á við ferðamennskuna. Sauðfjárbúskapinn lítur hann allt öðmm augum. Hann hefur tekið hön- dum saman með bændum í búrek- strinum. Þeir eiga vélar saman og létta undir hver með öðmm og spara milljónir í vélakaupum. - Við emm niðumjörvaðir í reglu- gerðum og kvótum. Sauðtjárbúskapur- inn veitir mér því ekki sömu ánægju og hann veitti. Ef aðstæður breytast, þá kann þetta að verða spennandi aftur. Jóhanncs er sannfærður um að santkeppnin komi við innfluttar land- búnaðarafurðir. Sama hvaðan dánarvottorðið kemur Hvað er til ráða í íslenskum landbú- naði? Jóhannes Kristjánsson á svör á reiðum höndum: - Það mottó tröllríður öllu að bænd- ur þurfi að eiga allan úrvinnslugeirann. Ég gæti vel hugsað mér að Mjólkurbú Flóamanna og Sláturfélag Suðurlands yrðu seld á almennum markaði. Þá yrðum við að semja við þá sem sæktust eftir vömm okkar. Við myndum fara í samninga um afurðaverðið og slátmn. Þetta vom mjög þörf fyrirtæki á sínum tíma en tímamir hafa breyst. Nú er mér gert að slátra á einum stað í stað þess að ég geti snúið mér til jress aðila sem ég óska. Mér er sama hvar dánar- vottorð minna lamba er gefið út. Svarið er meira frelsi Jóhannes segir einokunina hækka allt verð. Á íslandi virðist sem áburðar- verð sé um 8 þúsund krónum dýrara en hvert tonn í Skotlandi. í báðum lönd- unum sé um að ræða innfluttan áburð frá Noregi og því sé flutningskostnaður álíka. Sé þetta lagt út á alla áburðar- notkun fái Áburðarverksmiðja ríkisins 400 milljónir króna umfram það sem Skotar þurfí. - Svarið er meira frelsi. Þetta snýst um að hver og einn fái að keppa. S vona niðumjörvað kerfi eins og við höfum verið með í landbúnaðinum hefur hvergi gengið. Og annað í lífinu er á sama veg. Það getur verið þægilegt út frá hag- fræðilegu sjónarmiði ef við skömmtum hveijum og einum sama réttinn á mánudögum allan ársins hring, en svona er lífið einfaldlega ekki. Sumir vilja lifaeinföldu lífi oggeraekki mikl- ar kröfur. Aðrir vilja leggja meira á sig til að veita sér eitthvað meira af lífs- gæðum. Og þeir eiga að fá að leggja meira á sig. Hafi þeir sitt en láti aðra í friði - Ég talaði við sláturhússtjóra í Bretlandi fyrir nokkmm árum. Hann hafði haft þann starfa áður að ferðast um og kaupa lömb og naut af bændum. þegar þau vom tilbúin. Hér látum við það viðgangast að einstaka bændur eyðileggi markaðinn fyrir öðmm. Það em dæmi um að bændur hafi komist upp með að leiða grindhoraðar skepnur til slátmnar. Það á ekki að vera hægt að pína okkur til að selja einum fyrirfram ákveðnum sláturleyfíshafa og bændur verða sjálfir að þjóna markaðnum. Jóhannes sér að það þurfi ýmislegt að breytast í kringum okkur til þess að bændur og aðrir geti um frjáls höfuð strokið. - Það er alls konar reglugerðarkjaft- æði í gangi. Hvaða vit er því til dæmis að við skulum búa við afgamlar reglur um opnunartíma og veitingasölu. Þeir lokuðu með lögregluvaldi veitingasölu á páskadag. því að það má ekki taka á móti fólki þann dag. Svona skilja er- lendir ferðamenn ekki og ekki heldur að ekki sé hægt að fá vín milli klukkan tvö og sex á daginn. Og Jóhannes segir að þröngsýnin komi bændum ekki síst í koll. bændum sem em að reyna að hasla sér völl með því að þjóna innlendum sem erlendum ferðamönnum. Hann hefur takmarkaða samúð með þeim sem halda .jeglu- gerðarkjaftæðinu" við. - Hafi þeir sitt. en láti aðra í friði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.