Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 22. maí 1992 7 verður að ræða mörg hundruð prósent toll á innflutningi. Samkeppni er öllum holl, einnig landbúnaði. Hún er ekki bara holl heldur nauðsynleg til að skapa aga og aðhald sem skort hefur og vemdarstefna hins opinbera hefur vissulega dregið úr nauðsynlegri hag- ræðingu. GATT-drögin eru því ekki aðför að íslenskri bændastétt eins og bóndi nokkur komst að orði, heldur tækifæri fyrir bændur. Með jákvæðu samstarfi neytenda, bænda og ríkisvalds, á að vera hægt í fyrsta sinn að nýta tækifærið öllum til hagsbóta. Samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið (EES) EES-samningurinn nærhvorki til landbúnaðarvara né sam- eiginlegrar landbúnaðarstefnu Evrópu- bandalagsins (EB). Hugsanleg áhrif þess samnings á íslenskan landbúnað eru því hverfandi. Mörg aðildarríkja EB eiga þó mikilla hagsmuna að gæta í landbúnaði og lögðu á það mikla áher- slu að greitt yrði fyrir viðskipti með landbúnaðarvörur. EB lagði einkum áherslu á byggða- sjónarmið í þessu sambandi og fátækt suðlægra ríkja bandalagsins og vildi fá aðgang að mörkuðum EFTA-landanna fyrir megin framleiðsluvörur þessara landa. Þetta eru í reynd sömu rökin og við beittum fyrir fijálsum aðgangi ís- lenskra sjávarafurða að mörkuðum EB. Niðurstaðan varð sú, að komið er in- ná landbúnað í fjórum atriðum í EES- samningnum. 1. Undirritaður hefur verið ivíhliða samningur milli íslands og EB um jöfnun lífskjara milli landsvæða. Sá samningur snýst um viðskipti með ávexti. grænmeti og blóm. Samið var um tvennskonar innflutn- ingsfyrirkomulag. Annarsvegar fyrir afúrðir sem takmarkaðar eru við tiltek- in tímabil, s.s. nokkrar tegundir afskor- inna blóma, tómata, salathöfuð, gúrk- ur, reitagúrkur og papriku. Innflutningur á þessum afurðum er háður leyfum á þeim U'ma sem innlend framleiðsla fullnægir eftirspum. Hinsvegar er heimilaður óheftur inn- flutningur á afurðum sem óverulega eða alls ekki eru framleiddar hérlendis. Undir þennan flokk falla 79 afurðateg- undir, sem of langt mál yrði að telja hér upp 2.1 bókun 3 við EES-samninginn er fjallað um viðskipti með iðnaðarvörur sem unnar eru úr landbúnaðarhráefni. Um þessar vörur gilda ákvæði samn- ingsins með þeim fyrirvörum sem nú skal tilgreina. Hér er einkum um að ræða unnar mjólkurvörur, s.s. jógúrt, ijómaís og viðbit (Smjörvi og Létt og laggott). Heimilt er að leggja mismunandi verðjöfnunargjöld á þessar vörur til að taka tillit til mismunandi kostnaðar við þau hráefni úr landbúnaði sem notuð eru til framleiðslu varanna. í fyrmefndri bókun er fjallað um há- mark verðjöfnúnarfjárhæða og því slegið föstu að ekki megi “leggja á framleiðsluvöru frá örðum samnings- aðila breytilegt verðjöfnunargjald sem er hærra en sá tollur eða fastagjald sem hann lagði á viðkomandi vöru samn- ingsaðilans 1. janúar 1992“. í Viðbæti við Bókun 3 er skráð und- anþága fyrir ísland hvað varðar inn- flutning á tilteknum framleiðsluvörum (s.s. Smjörva og Létt og laggott) svo og sem varðar hámark verðjöfnunarfjár- hæða sem lagðar eru á við innflutning annara framleiðsluvara. Undir þessar undanþágur falla allar helstu unnar framleiðsluvömr okkar, þannig að allur ótti framleiðenda um að ótolluð unnin vara flæði inní landið er tilhætulaus. 3. Þá er í samningnum vísað til greinargerðar um heilbrigðisreglur dýra tekið fram. að þær eigi ekki við um ísland. Og að lokum em svo ákvæði um fyrirkomulag áframhald- andi viðræðna um þessi mál. Samkvæmt þessar samantekt er ekk- ert það í þessum samningi sem skaðar markaðsstöðu íslenskra landbúnaðar- vara. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að rýra tiltrú bænda á samninginn og ala á tortryggni og hræðslu. Landsfræg var óperetta Ólafs Ragnars um Létt og laggott í fyrra sumar. Sú sýning endaði skelfilega fyrir höfúnd hennar, eins og öll þau sjónarspil sem stofnað er til af óheilidnum í blekkingarskyni. Erlent sjónarhom Ný lcmdbúnaðarstefna Evrópu- bandalagsins að fæðast - ejtir Bjama Sigtryggsson I gær var þess að vænta að landbún- aðarráðherrar Evrópubandalagsríkj- anna næðu endanlegu samkomulagi um leiðir til að koma í veg fyrir of- framleiðslu landbúnaðarafurða í bandalagsríkjunum. Fundur ráðherr- anna hófst í Brussel í fyrradag og þeg- ar þetta var ritað um miðjan dag í gær höfðu ekki borist fréttir af niðurstöðu fundarins, en menn voru bjartsýnir um að ný tillaga sem lögð hafði verið fyr- ir fundinn gæti brúað bilið milli and- stæðra fylkinga. Landbúnaðarstefna Evrópubanda- lagsins (CAP) er dýr í framkvæmd. Hún sogar til sín verulegan hluta af fjárlögum EB og stefnan er auk þess síður en svo góðs viti um framhalds- þróun bandalagsins. Framkvæmd hennar er flókin og götótt og hún er kannski þekktust meðal almennra hlustenda og lesenda fjölmiðla fyrir fréttir af svindli og braski sem líðst í skjóli hennar. Árlega stela óprúttnir milliliðir tug- um milljarða króna í formi falsaðra niðurgreiðslna og útflutningsuppbóta, og sýnt hefur verið fram á með gildum rökum að ítalska maffan standi á bak við umfangsmikið svindl af þessu tagi. Róttækar tillögur En þrátt fyrir góðan vilja margra og ýmsar athyglisverðar tillögur um úr- bætur á CAP, þá hefur aldrei tekist að gera neina þeirra að umræðugrund- velli fyrir verulegar endurbætur á stefnunni. Nú hefur hinsvegar verið lögð fram tillaga, sem ætti að geta leitt til lausnar. og portúgalski landbúnað- arráðherrann hefur beitt sér fyrir því að hún verði samþykkt, en Portúgalir fara með forsæti í ráðherraráði EB þetta árið. Ray MacSharry, fram- kvæmdastjóri landbúnaðarmála í framkvæmdastjóm EB, sem hefur lagt fram róttækar tillögur um úrbætur, er auk þess sagður hlynntur þessari nýj- ustu tillögu. Offramleiðsla mjólkur Þessi nýja tillaga hefur reyndar í för með sér aukin útgjöld bandalagsins, sem nemur tugum milljarða króna á ári, að sögn heimildamanna dönsku fréttastofunnar Ritzau. Samkvæmt þeim heimildum hafa menn orðið við kröfum Dana um meiri sveigjanleika varðandi uppkaup á framleiðslurétti, þannig að réttinn til sölu á fram- leiðslurétti megi kaupa og selja, rétt eins og aflakvóta hér á landi og þann- ig megi ná aukinni hagræðingu. Mjólkurverð á að lækka um þijú til fjögur prósent á þremur árum, en í fyrri tillögu var rætt um 10 prósenta lækkun mjólkurverðs og verð á smjöri um 2,5% á ári næstu þijú árin. Vanda- mál sem varðar Dani og hefur ekki enn verið leyst á þessum fundi er krafa Spánveija, Grikkja og ítala um aukinn mjólkurframleiðslukvóta. Ástæðan fyrir þeirri kröfu er sú að bændur í þessum löndum hafa framleitt langt umfram kvóta og vilja nú fá það fram- leiðslumagn viðurkennt sem löglegan kvóta. Norður-evrópskir bændur eru því gersamlega ósammála. Þá er f tillögunni gert ráð fyrir heim- ild til þess að hefja greiðslu eftirlauna til bænda fyrr en nú er ráð fyrir gert, vilji þeir bregða búi og selja fram- leiðslurétt sinn. Þá var hafnað tillögu um að veita fé úr sjóðum EB til að styrkja bændur til ræktunar grenitrjáa fyrir jólatré. Danski landbúnaðarráð- herrann var því algerlega mótfallinn. enda óttast hann að slíkt myndi skaða þá skógarbændur sem rækta jólatré, en Danir eru stórtækir á því sviði, og selja meðal annars jólatré til skógarlanda eins og Noregs og Svíþjóðar. Danski ráðherrann sagði að yrði farið að veita opinberu fé til slíks yrði fljótt offram- boð á jólatrjám, þannig að menn neyddust til að fara að halda jólin tvisvar á ári, til að losna við offram- leiðslu jólatijáa. Skýr markmið Ray MacSharry sagði landbúnaðar- ráðherrum EB þegar hann kynnti hin- ar nýju tillögur á fundinum f fyrradag að samkvæmt þeim mætti ná þeim markmiðum, sem hann hefði sett fram i' fyrri tillögum; að draga úr fram- leiðslu, auka samkeppnisstöðu evr- ópsks landbúnaðar, leggja áherslu á vistvæna framleiðslu og koma bótum milliliðalaust til bænda. En hann sagði jafnframt að nú yrðu menn að takast á við aðalatriði og sætta sig við fómir til að ná megin markmiðum. Það yrði ekki lengur hægt að eyða mörgum ár- um í það að taka sífellt til skoðunar sérþarfir og óskir einstakra landa, því þegar á heildina væri litið, væri verið að vinna að stefnu sem þjónaði hags- munum bænda engu síður en banda- lagsins í heild. Meðal djarftækustu tillagna MacS- harrys er lækkun komverðs sem hefur mætt andstöðu flestra ríkja, einkum þó Þjóðverja. Hún ætti að leiða til þess að bandalagsríkin verði samkeppnishæf- ari við lönd utan bandalagsins. Nú- gildandi viðmiðunarverð em 155 ekr- ur (þýðing á evrópska heitinu ECU, sem er mynteining EB). Það myndi smám saman lækka niður í 100 ekmr og ná þannig frjálsu heimsmarkaðs- verði, en slíkt er einmitt mikilvægur liður í átt að samkomulagi stórveld- anna EB og USA um nýjan áfanga í fríverslun í heiminum innan vébanda GATT, tollasamkomulags liðlega eitt hundrað ríkja. Um miðjan dag í gær stóð fundur ráðherranna enn yfir og ekki ljóst hvort þeir myndu ná samkomulagi um nýja landbúnaðarstefnu á gmndvelli þeirra tillagna, sem lagðar vom fram í vikunni. En menn vom bjartsýnir, samkvæmt fréttastofufréttum í gær, og náist almenn samstaða um meginat- riði, þá eygja menn vonir um að geta náð fullnaðarsamkomulagi í næsta mánuði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.