Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 2
2 Fðstudagur 22. maí 1992 fmiiiiiimini HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Amundason Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn: 625566 - Auglýsingar og dreifing: 29244 Fax: 629244 — Tæknideild: 620055 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuöi. Verð í lausasölu kr. 90 Undirstaða blómlegra byggða Hagvöxtur hefur dregist saman á íslandi og nú er svo komið að hag- vöxtur er mun lægri hérlendis en í OECD - ríkjunum. Þessu var áður öðruvísi farið. Fyrir rúmum fimm árum var hagvöxturinn meiri hér- lendis en í OECD - ríkjunum. Aðalástæðumar eru tvær: Þjóðartekjur Islendinga hafa dregist saman og útgjöld ríkisins hafa aukist. Við höf- um hægt og bítandi stefnt í efnahagslegan glundroða. Núverandi ríkis- stjóm hefur staðið frammi fyrir meiri vanda þjóðarbúsins en áður. Nærtækt hefði verið að velta vandanum á undan sér líkt og margar rík- isstjómir hafa áður gert; taka erlend lán og halda uppi falskri velferð og styrkja atvinnuvegina með peningum skattgreiðenda. Núverandi ríkisstjóm hefur hins vegar kosið að horfast í augu við vandann og minnka ríkisútgjöld samfara því að renna nýjum stoðum undir at- vinnulífíð svo það megi verða sterkara í framtíðinni. Hinar nýju stoðir atvinnulífsins eru einkum þrjár. Sú fyrsta er ný- sköpun, ekki síst á sviði undirbúnings stóriðju og framþróunar at- vinnugreina. Önnur stoðin er aukið svigrúm fyrirtækja og atvinnu- reksturs í landinu. Boðum, bönnum og einokun hefur verið aflétt svo aðstæður megi skapast fyrir heilbrigt atvinnulíf sem byggir á frjálsum markaði og réttlátri samkeppni. Þriðja stoðin er afnám ríkisafskipta í atvinnurekstri sem ekki aðeins skapar réttlátar reglur á framleiðslu - og sölumarkaði, heldureinnigendumýjarkjark og framtakssemi atvinnu- rekenda. Þetta síðastnefnda atriði á ekki síst við landbúnaðinn sem áratugum saman hefur verið fastur í skrúfstykki ríkisforsjárinnar. Framtakssam- ir og dugmiklir bændur hafa verið neyddir til ríkisstyrkja og afurða- sölu í lokuðu einokunarkerfi. Afleiðingamar hafa verið hörmulegar. Markaðs - og sölumál bænda hafa lokast í landinu, einskorðast við innanlandsmarkað, og lágt verð afurða hefur verið bætt upp í gegnum ríkisstyrki og einokun vara á neytendamarkaði. Þetta hefur verið kerfí sem allir hafa tapað á, bændur, neytendur og skattgreiðendur. Stjam- fræðilegur fjáraustur úr ríkissjóði til landbúnaðar hefur einnig heft nauðsynleg og eðlileg útgjöld ríkisins til velferðarmála. Á undanföm- um árum hafa útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála til að mynda num- ið öllum tekjuskatti einstaklinga samanlögðum. Bændur um land allt sitja nú með sárt ennið eftir afskipti pólitíkusa af atvinnurekstri á landsbyggðinni. Fyrirheitin vom vissulega fögur. Svo- nefndar aukabúgreinar áttu að koma í veg fyrir byggðarask og at- vinnuleysi til sveita. Loðdýrarækt, fískeldi og aðrar töfralausnir sem fjármagnaðar vom úr ótal sjóðum ríkisins, áttu að bjarga málunum. Bændur og 'landsbyggðarfólk var vélað gmnlaust í skuldasnörur um land allt. Við emm enn ekki farin að sjá endalok hinna hörmulegu al- eiðinga af ævintýmm aukabúgreinanna. Bændur í dag hafa lært af reynslunni. Þeir mæta erfiðleikunum með raunsæi og hugrekki. Um land allt hafa bændur sjálfír hafíst handa við að stokka upp búrekstur sinn og haga seglum eftir vindi. í riýlegum þætti í Ríkíssjónvarpinu mátti sjá lítið dæmi um hagleik og dugnað bænda og fólks á lands- byggðinni að bjarga sér á tímum mikilla umskipta. Það em ekki aðeins viðamiklar breytingar á ríkisrekstri og ríkisaf- skiptum sem kalla á endurmat atvinnulífs á landsbyggðinni. Utanað- komandi breytingar í nýrri Evrópu og nýrri hugsun á alþjóðamarkaði munu einnig hafa afgerandi breytingar á íslenskt atvinnulíf. EES - samningurinn og drög GATT - samkomulagsins kalla á ný viðhorf og aðlögun íslendinga að nýjum mörkuðum og nýjum markaðsreglum. Þegar kemur að landbúnaðarmálum er það afar æskilegt að ríkisstjóm og bændur taki höndum saman vegna aukinnar samkeppni og stuðli að hagræðingu í landbúnaði bændum og neytendum til hagsbóta. Þannig þarf til að mynda að auka frelsi og framtak í sölu, lækka dreifíngar- kostnað og örva hagkvæmni við framleiðslu, m.a. í slátmn. Hinir nýju tímar eru síður en svo endalok bændastéttarinnar. Þvert á móti: Frá- hvarf frá ríkisrekstri, einokun og höftum'í landbúnaði til frelsis og markaðsstefnu er undirstaða blómíegra og sterkra byggða í landinu. IM FÖSTUDAGSGREIN GUÐMUNDAR EINARSSONAR HISSA I HAUST Asama tíma og stjómarand- staðan hefur deilt á ríkis- stjómina fyrir að vera með bölmóð hefur hún sjálf lýst því að lífi og limum fólks sé nú beinlínis hætta búin. Það hefur mátt skilja að nú væri heilsu fólks ógnað vegna breyting- anna á spítölunum í Reykjavík. Og það hefur einnig næstum því mátt lesa að nú verði gamla fólkið á ís- landi borið út í haust. Og við umræð- una um Lánasjóð íslenskra náms- manna hefur því verið spáð að fram- haldsskólar f landinu muni standa auðir f haust. Það verður merkileg lífsreynsia fyrir þingmenn stjómarandstöðunnar að mæta til þings í haust. Það em nefnilega mestar líkur á að ennþá verði byggð í þessu landi, þvert á þessar spár þeirra. A spítölunum í Reykjavík munu læknar og hjúkrunarfólk líkna sjúk- um eins og áður. Það verður líka enn- þá til gamalt fólk, hvorki verr né bet- ur haldið en venjulega. Og unga fólk- ið mun fylla skólana. ekki bara böm ríka fólksins heldur böm okkar allra. _ Allt verður þetta á sínum stað. Aróðursmenn eymdarinnar í stjómar- andstöðunni hafa auðvitað ekki trúað orðum sínum að undanfömu. Mál- flutningurinn er í nafni hins pólitíska leiks. Tilgangurinn helgar meðalið í þeirra augum. Það þarf auðvitað oft að mála með sterkum litum í pólitík ef menn vilja ná athygli. En þá þarf engu að síður að vera í einhverri snertingu við raunvemleikann. Ann- ars missa stjómmálamenn uúnað fólksins. Stjómarandstaðan brást hart við réttmætum aðfinnslum Davíðs Odds- sonar, forsætisráðherra. þegar hann lýsti því í haust að vinnuaðferðir og hegðun margra þingmanna minnti helst á óþroskaða krakka. Þetta töldu þingmenn andstöðunnar árás á virð- ingu þingsins. Hvflík vitleysa. Reyndin er nú sú að virðing er eng- um gefin ókeypis, hvorki stofnun né fólki. Virðingar getur enginn krafist, hvorki í nafni hefðar né embættis. Virðingu og traust þarf að vinna sér. Þeir vinna sér ekki virðingu og traust sem hafa uppi þær dylgjur að stjómvöld ætli að stofna lífi og heilsu ungra og gamalla í hættu. Þeir vinna sér ekki virðingu og traust sem hafa uppi þær dylgjur að stjómvöld ætli sér að auka misrétti í þjóðfélaginu. Þeir vinna sér ekki virðingu og traust sem lama þingstörf með málæði og þrefi mánuðum saman. Þeir verða hissa í haust. td úUjbfa K 'é r skilst að Alþýðublaðinu sé dreift sérstaklega til allra bænda í dag. Það er rétt eins og að úthluta Biblíunni í hclvíti. Eða selja Pressuna í himnaríki. Ef cinhveijir halda að Alþýðublaðið hafi ekki náð fótfestu í sveitum vegna þess að Jón Baldvin og kó hafa lýst heilögu stríði gegn landbúnðarmafíunni, þá er það ntis- skilningur. Bændur vita ncfnilega mæta ve! að þeir em ekki hluti af landbúnðarmaftunni, heldur fómarlömb hennar. En þetta er nú útidúr. Það er Jónasi frá Hriflu fyrir að þakka að Alþýðublaðið hefur aldrei verið lesið til sveita. Vónas fékk nefnilega góða hugmynd fyrir tveimur mtuinsöl- drum eða svo. Hann skipti alþýðunni í tvennt: Alþýðu lil sveitaog alþýðu til bæja og sjávar. Svo stofnaði hann sérstakan sveitaalþýðufiokk og kallaði Framsóknarflokkinn cn annan til bæja og sjávar ög kallaði Alþýðuflokkinn. Málgögn flokkanna vom skírð Tíminn og Alþýðublaðið. Bændur og búalið lásu Tíntann og greinamar hans Jónasar cn sjómcnn og verka- menn í Reykjavík og Hafnarlirði lásu Alþýðublaðið og greinar Ólafs Friðrikssonar. Síðan er mikið vatn mnnið til sjá- var. En gmnnhugmynd Jónasar varir enn. Alþýðublaðið sést hvergi í svei- tum og enginn sjómaður tekur sér Tímann í hönd. En nú ætlar Alþýðublaðið að bæta úr þessu. Alþýðublaðið mun verða borið inn á hvert sveitaheimili í land- Leii eiðarahöfundar Alþýðublaðsins hafa stundum sagt, að SÍS og Framsóknarflokkurinn sé búin að ganga að bændum dauðum með því að vefja þá inn í ríkisforsjárhyggju og svipta þá sjálfstæði og eigin fram- taki. Bændur em sjálfir búnir að uppgötva þetta týrir löngu og famir að snúa sér að arðbærari rekstri en frystigjöldum að hætti Framsóknar. Nýsköpunin er aldrei meiri til sveita. Bændur stunda listiðn á heimilum og selja vömr sínar grimmt. þeir vinna við silkungarækt. hugvits- framkvæmdir og ferðaþjónustu. Þeir hafa með öðmm orðum loksins tekið niálin í eigin hendur og árangurinn er tljótur að korna f Ijós. SÍS hefur einnig tekið málin í eigin hcndur og breytt sér í röð hlutatélaga scm surn em orðin að almenningseign. Staðan er að brey- tast úr gjaldþroti í markaðssigur. Þannig hafa samvinnufélögin og bændur huesað sitt og bmgðist rétt - við. Það er aðeins Framsóknarflokkurinn sem engu hefur gleymt og ekkert lært. Pramsóknarflokkurinn boðar enn búvömsamninga og ríkisaðstoð við atvinnuvegina. Framsóknarflokkurinn erenn þeir- rar skoðunar bændur eigi að vera ríkisstarfsmenn. Framsóknarflokkurinn er á móti GATT. EES, EB, og öllum öðmm skammstöfunum, SS, DV, SÍF, LÍÚ og HLH - fiokknum. Framsóknarfiokkurinn væri einnig á móti SH ef að svo illa vildi ekki til að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er með sömu skammstöfun og Steingrímur Hermannsson. Þess vegna er ég með góða tillögu til framsóknarmanna sem gerði það að verkum að þeir sýndu á sér frískari hliðar: Farið að ráðum Alþýðublaðsins og dreifið Tímanum til sjómanna. Þá er með sönnu hægt að segja að þessi tvö málgögn séu farin að boða trúboðið á réttum stöðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.