Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 17
17 Föstudagur 22. maí 1992 VÖRIIVERD GÆT1 LÆKK- AÐ UM FJÓRDUNG - ef hagsmunir neytenda og bœnda yrðu hafðir að leiðarljósi Á næstu árum er fyrirsjáanlegt að stuðningur ríkisins við landbúnað mun dragast saman og stefnt er að því að lækka verð á landbúnaðarafurðum. Jafnframt er ljóst að samkeppni við er- lendar afurðir mun gjörbreyta aðstæð- um í landbúnaði á íslandi. Bændur hafa skynjað þessa miklu umbyltingu sem er í vændum, en enn eigum við langt í land með að ná því frelsi sem nauðsyn- leg er til að ná því tvíþætta markmiði sem neytendur fella sig við: Lækka vöruverð og bæta hag búenda eins og annarra neytenda. Jákvæðri þróun stendur ógn af íhaldssemi yFtrmanna landbúnaðarmála. Alþjóðasamtök neytenda hafa kraf- ist mun róttækari aðgerða en GATT viðræður munu hugsanlega enda í. Væntanlegt GATT samkomulag hefúr valdið töluverðum deilum, en þar er gert ráð fyrir að stuðningur við land- búnað minnki á næstu árum og leyft verði að flytja inn takmarkað magn bú- vara. Áhöld eru um hvort leyft verði að leggja sérstakt jöfnunargjald á þann þátt innfluttra vara sem innihalda mjólk. Alþjóðasamtökin vilja draga úr innlendum stuðningi í rikjum vestur- landa um 50% á næstu 5 árum og legg- ja sérstaka áherslu á þær vörur sem eru í mestri samkeppni við útflutningsvör- ur þróunarríkja. Sjömannanefndin svokallaða lagði fram skýrslu um stefnu í landbúnaði, en núverandi búvörasamningur rennur út 31. ágúst nk. Tekið er mið af þeim breytingum sem verða óhjákvæmilega vegna GATT samninga og EES og miðað við að innanlandsmarkaði verði fúllnægt. Því miður er hætta á að land- búnaðarráðherrar muni túlka sjónar- mið sérhagsmunahópa fremur en al- mennings f landinu. Reynslan segir okkur það einfald- Því miður er ekki von að viðunandi ár- angur náist, ef sjónarmið íhaldssamra ráðherra ráða ferðinni, segjr Þorlákur H. Helgason, varaformaður Neytendafélags höfuðborgarsvæðisins. lega. Niðurstöður á samanburði tveggja niðurstaðna um áhrif GATT tillagnanna á hag neytenda bendir ótví- rætt til þess að vænta megi slíks hátta- lags af ráðherra. í niðurstöðu nefndar sem landbún- aðarráðherra skipaði skín í gegn að það sé vilji ráðherra að beita sértil þess um- fram allt að tryggja hag framleiðenda. Niðurstaðan verður sú að verð á bú- vöra muni einungis lækka um 1 % á ári. Ráðherra lýsti þvf óbeint yfir á Búnað- arþingi í mars sl. að ekki væri reiknað með innflutningi á mjólk eða ijóma. í athugun Hagfræðistofnunar sem var gerð fyrir Neytendasamtökin kveður við annan tón. Séu hagsmunir neytenda hafðir að leiðarljósi og gert ráð fyrir fijálslyndari yfirmanni landbúnaðar- Kristaltært að við getum lagt jöfnunargiald á jógúrt - segir Gunnar Snorri Gunnarsson hjá utan ríkisráðuneytinu. ..Við munum ekki lenda í neinum vandræðum með þær vörar sem á hefur verið innflutningsbann gagnvart því að setja á þær jöfnunargjöld nú með EES- samningum. Það er t.d. alveg kristal- tært að við getum sett þau á jógúrt.“ sagði Gunnar Snorri Gunnarsson að- spurður við Alþýðublaðið um hvort engin ný jöfnunargjöld mætti leggja á þær vöra sem ekki bára þau áður. f samningum er að finna lista yfir ákveðnar vörar sem heimilt er að setja jöfnunargjald á en ekki tolla eða inn- flutningsbann. Gunnar Snorri segir að varðandi þetta auiði sé sérstök klásúla í 9. grein sem segir að ef að jöfnun- argjöld era sett á í stað tolla þá megi jöfnunargjöldin ekki vera hærri en sem nam tollunum. ..Það nær að sjálfsögðu þá ekki yfir vöru sem enginn tollur hefur verið á. En síðan eram við með undanþágu frá þessari grein og sú undanþága dekkar eina 8 tollflokka. Þar er að finna jógúrt. pissur og pasta og súpur og sósur og þess háttar. í lok þeirra greina segir að ekki skuli vera lögð á hærri gjöld en samtals vora á jjessum vöram í heild í árslok 1991. En í þeim tilfellum sem var ekki um neinn innflutning að ræða, vegna þess að það var innflutningsbann í gildi, þá gildir þessi setning ekki um það. Það er alveg á hreinu,“ sagði Gunnar Snorri. ..Þannig er þetta ekki spumingin um þær vörar sem ekki vora fiuttar inn árið 1991 eins og jógúrt og annað slíkt. Á þessar vörar getum við sett jöf- nunargjöld eftir ef okkur sýnist svo. Síðan höfúm við líka haldið því fram að við höfum alveg ótakmarkaðar heimildir til að setja gjaldið á pissur og pasta. En þar höfum við mætt andstöðu hjá EB sem segir slíkt bijóta í bága við anda samningsins. Þ.e. að ef við höfum leyft fijálsan innfiutning á pissu og pasta og ekki sýnt sig í að vera neitt vandamál. Þeir spyija hvort við ætlum að nota þennan samning sem á að leiða til aukins fijálsræðis til þess að setja á gjöld sem við höfum getað lifað án hingað til. í þessu tilviki gætum við lent í einhveijum vandræðum," sagði Gunnar Snorri að lokum. mála, megi gera ráð fyrir að vöraverð geti lækkað veralega eða 20-25% fram að aldamótum. Er þá reiknað með því að innlendir framleiðendur muni leggja sig alla fram um að framleiða ódýrar vörar vitandi það að innflutningur muni aukast, verði allt of mikill munur á innlendri og innfluttri vöra. Og að tekið verði á afurðasölumálum. Verði þröng túlkun landbúnaðar- ráðuneytis á áhrifum GATT samkomu- lags ofan á verður hagnaður neytenda að öllum líkindum aðeins um þriðjung- ur á við það sem hann gæti orðið, ef fijálsari túlkun yrði ofan á. -Láti þeir okkur í friði, segir Jóhannes bóndi um kerfiskarlana í viðtali sem birt er í blað- inu f dag. Guðmundur formaður Félags kúa- bænda er á því að 1000 bændur sem fá að stunda kúabúskap í friði geti lifað góðu lífi. íhöldin era víða. Bændur hafa vaknað tíl lífsins og ætla að þjóna neytendum í framtíðinni. Það er von- andi að yfirmenn landbúnaðar í land- inu skynji lika hvað klukkan slær. HVERJIR EIGA ÍSLAND? Aukaþing Sambands ungra jafnaðarmanna verður haldið 29.-30. maí næstkomandí í skemmtistaðnum FIRÐINUM, Strandgötu 30, Hafnarfirði. Þingið verður sett föstudaginn 29. maí kl. 18,30. Dagskrá: Þingsetning: Formaður SUJ, Sigurður Pétursson Ávörp: Valgerður Guðmundsdóttir, formaður Sambands Alþýðuflokkskvenna GuðmundurÁmi Stefánsson, bæjarstjóri f Hafnarflrði HÁTÍÐADAGSKRÁ laugardagskvðld kl. 20 - 03. Hátíðadagskrá hefst með borðhaldi kl. 20, þar sem boðið verður upp á þríréttaða veis- lumáltíö. Að loknum skemmtiatriðum kl. 23 verður dansieíkur SUJ. VERÐ kr. 2600. - Nánari upplýsíngar og skráning f síma 29244, Dóra. Alllr jafnaðarmenn eru hvattfr til að mæta ó setníngu þingsins og hátfðadagskrá. „Ég var smeykur fyrir sýninguna..." -segir Þórarinn hestabóndi í Laxnesi um Ameríkureisuna „Það er engin spuming að íslenski hesairinn á framtíð fyrir sér í Bandaríkjunum. það vitum við þessir átta sem fóram vestur og kynntum hestinn þar. Ég verð að viðurkenna að ég var ansi smeykur fyrir sýninguna, - en eftir hana var ég það ekki“, segir Þórarinn Jónasson í Laxnesi. Þórarinn byijaði fyrir aldarfjórðungi sem hes- tabóndi í Laxnesi og bauð ferðamön- num á hestbak fyrir lítilsháttar borgun. Hann stundar enn þessa grein af kappi, en sinnir líka útflutningi á hrossum. Bandaríkjamarkaðurinn er honum hugleikinn. „Ameríkanar tóku okkur sérlega vel. Reyndar líður ekki sá mánuður að ég fái ekki fyrirspumir þaðan um íslcnska hestinn, og nú era tveir kau- pendur væntanlegir hingað. Þá höfum við verið beðnir að koma á fieiri sýningar vestra. Það er auðvitað spen- nandi, en kostar því miður of mikið fé, sem ég hef ekki undir höndum", sagði Þórarinn. „Ef rétt verður á spilunum haldið í framtíðinni, þá er ég viss um að ves- tanhafs getur opnast vænlegur markaður fyrir okkur. Fólk var mjög hrifið af hestunum okkar, sem vora þama í samkeppni við heimsins bestu hesta. Við þurftum sannarlega ekki að skammast okkar. Þórarinn sagði að vissulega væri hörgull á góðum hestum til útflut- nings. Það þyrfti að grisja veralega hestastofn okkar. Hann kaupir hesta víðs vegar að af landinu. ÍSLENSKI HESTURINN vekur athvgli víða um lönd þar sem hann er sýndur. Góðir hestar frá íslandi eru góð söluvara í Evrópu - og e.tv. bráðlega í Bandaríkjunum einnig. Myndin cr frá móti fyrir ísienska hesta í Þýskalandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.