Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 22. maí 1992 Flatur nidur- skurður gæti larið upp í 18% - segir Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bœnda m.a. um sauðfjárrœktina í samtali við Alþýðublaðið Brcytingar í landbúnaði má rckja til þjóðarsáttarinnar en hcr er Haukur Halidórsson, formaður Stéttarsambands bænda ásamt Kinarí Oddi Kristjánssvni formanni VSI cftir undirrítun samninganna. Allnokkrar breytingar hafa verið að eiga sér stað í landbúnaði hér á landi á þessu ári, eru að eiga sér stað eða eru fyrirsjáanlegar. Það snýr bæði að land- búnaðarkerftnu hér innanlands og ekki síður á sviði milliríkjaviðskipta. Til að ræða þessi mál við Alþýðublaðið snér- um við okkur lil Hauks Halldórssonar, formanns Stéttarsambands bænda. Við byijuðum á því að spyija hann um þær breytingar sem Sjömannanefndin svo- kölluð hefur verið að leggja til. „Sjömannanefndin var sett á í kjölfar þjóðarsáttarsamninganna. Nefndinni var falið að gera tillögur um hvemig mætti standa að því að vöruverð lækk- aði á öllum stigum framleiðslunnar. Þær skyldu bæði taka til mjólkurfram- leiðslu og sauðfjárræktar. Það var lögð áhersla á að skila fyrst tillögum um sauðfjárræktina þar sem mál voru kominn í eindaga vegna þess að til að breyta hennar málum þarf lengri að- draganda. I búvörusamningum frá 11. mars í fyrra var samkvæmt 7. gr., sem fjallaði um mjólkurframleiðsluna, settur niður rammi um hana sem náði til sex næstu ára. Þar var gengið út frá sömu grund- vallarforsendunum og við sauðfjár- ræktina, .e.a.s. að miða framleiðsluna við innanlandsmarkað. Það yrðu lagðar af útflutningsbætur og vcrðábyrgð yrði hætt. Umframframleiðsla yrði á ábyrgð bændaog afurðastöðva. Niðurgreiðslur yrðu settar sem fast hlutfall og yrðu færðar í form beinna greiðslna til bænda. Þá voru gerðar auknar fram- leiðnikröfur sem skyldu birtast í lægra vöruverði. Það sem hins vegar gerði það að verkuni að ekki var gengið frá mjólkur- samningum í fyrra var að það komu upp mjög ákveðnar raddir um að það yrði að taka vinnslustigið fyrir á sama hátt. í mjólkurframleiðslunni höfðu nið- urgreiðslumar komið á hinar einstöku afurðir og haft áhrif á verðmyndun þeirra en varðandi sauðfjárræktina þá skipi ekki máli hvort niðurgreiðslumar koma til bóndans eða sláturhúsanna því í báðum tiifellum koma þær á hrá- efnið. Það varð því úr að klára ekki þann hluta sem snéri að mjólkurfram- leiðslunni en vinna þess í stað að út- færslu á samningi þar sem farið yrði í gegnum vinnslustöðvamar líka og þeirra mál skoðuð. Snéru störf sjömannanefndar bara að sauðfjárrœktinni og mjólkurfram- leiðslunni? Sjömannanefndinni var falið að taka á öllum greinum landbúnaðarins og nú er verið að vinna í ýmsum undirhópum að afmörkum þáttum hans. Störfum nefndarinnar er því ekki lokið. Álit sjömannanefndar tillögur til ráðherra Alit sjömannanefndar em st'ðan til- lögur til landbúnaðarráðherra. í fyrra lagði stjóm Stéttarsambands bænda til að gerður yrði nýr búvömsamningur á gmndvelli tillagna sjömannanefndar milli bænda og ríkisvaldsins. / tillögum nefndarinnar nú er gert ráð fyrir talsverðum breytingum hjá mjólkurbúunum meðal annars hvað varðar verðmiðlunargjaldið. Verður það ekki erfitt fyrir litlu búin? Það hefur verið heimilt að taka svo- kallað verðmiðlunargjald. Það mátti vera allt að 5,59f en hefur ekki verið nýtt að fullu að undanfömu. Þessu verðmiðlunargjaldi hefur síðan verið deilt út til mjólkursamlaganna eftir af- komu. Tilgangurinn var sá að gera öll- um afurðasölum kleift að greiða sama verð, þ.e. fullt verð til bænda. Á undanfömum ámm hafa þau sam- lög fengið mest úr þessum sjóði sem stóðu f fjárfestingum þvf það mátti taka tillit til nýfjárfestinga. Þær em nú hins vegar að mestu niður greiddar og þvt' lítið um slíkar greiðslur á si'ðasta ári. Annað sem ræður afkomu sanilag- anna er sú vömsamsetning framleiðslu þeirra því arðsemi cinstakra vöm- flokka er mjög mismunandi. Það er hins vegar rétt að lítil bú sem þurfa að vera með öll tæki til fjölbreyttar fram- leiðslu kunna að eiga erfitt með að ná sömu hagkvæmni í rekstri og stærri bú- in. Flutningsverðmiðlun Nú er fyrst og fremst gengið út frá því að um flutningsverðmiðlun verði að ræða. Hún á að byggja á þeirri grundvallarviðmiðun að styrkir til ein- staka samlaga verði ekki meiri en sem nemur kostnaðinum við að flytja fers- kvöm. þ.e. mjólk og undanrennu, frá öðmm búum inn á viðkomandi svæði. Við getum tekið ísafjörð sem dæmi. Það kostar ákveðið að flytja þangað mjólk hvort heldur sem væri af Norð- urlandi eða Vesturlandi. Verðmiðlunin gæti þá orðið mest sem nemur þeim kostnaði sem hlýst af því að flytja mjólkina frá þeim stöðum. En sé það talið nauðsynlegt að reka mjólkursam- lag af öðmm ástæðum þá þykir rétt að það sé gert með sérstöku fjárlramlagi, sem yrði þá hreint byggðaframlag. f stað þess að hækka verð mjólkurafurða á landinu öllu. En telur þú að þessu muni fylgja einhver hagrœðing og lœgra vöruverð til neytenda? Það sem ég álft að kunni að koma út úr þessu. og er í þessu nefndaráliti og snýr að afurðastöðvunum, er að þeir fjármunir sem hafa verið teknir inn í verðmiðlunarsjóðinn og notaðir til að greiða halla afurðastöðvanna eftir á, verði nýttir í annað. Fjármunir sem hafa safnast upp í verðmiölunarsjóðinn verði notaðir til þess að takast á við hagræðingu í grein- inni. í fyrsta lagi verði þeir fjármunir nýtt- ir til úreldingar mjólkurbúa. A st'num tíma þegar samlögin vom sett upp með þeim þéttleika sem við nú þekkjum, tók það ekki síst mið af þeim samgöng- um sem þá vom. Nú em þessar sörriu forsendur ekki fyrir hendi lengur og því ekki nauðsynlegt að hafa bú með 50 km millibili, svo ég taki dæmi. í stað þess. að fara ofan í hlutina og skoða hvaða bú kunni að vera rétt að leggja af. er verið að setja ákveðinn hvata til að úrelda bú með fjárframlög- um og gera ákveðna kröfu til mjólkur- iðnaðarins um aukna framleiðni. Það er að vinnslukostnaðurinn lækki að raun- gildi. Möguleikar lítilla mjólkurbúa liggja í sérhæfingu Einnig má nota þá fjármuni sem em í verðmiðlunarsjóði til að greiða fyrir verkaskiptingu og hagræðingu milli búa. Þá komum við að litlu mjólkurbú- unum. Ef til vill liggja allt eins miklir möguleikar í þeim með því að reka þau sem mjög sérhæfð bú. Við þekkjum það víða erlendis, að mjólkurbú em þar ekki endilega af öðmm stærðum en við þekkjum héma. Þau fara sum út í það að framleiða bara eina afurð. framleiða bara ákveð- inn ost eða framleiöir bara jógúrt eða aðra sértæka afurð. Með þessu fá búin miklu betri nýtingu út úr þeim tækja- kosti sem þau em með. Síðan yrðu stærri samlög með meira millibil og fjölbreyttari framleiðslu. Litlu búin gætu þannig alltaf tekið við ákveðnu magni af mjólk árið um kring til að framleiða sína ákveðnu af- urð. Ég sé fyrir mér að einhver af þeim búum sem nú em að framleiða margar vömtegundir. kannski 20-30, fari niður t' 2-3 tegundir. Ég tel þvf að litlu búin geti átt töluverða möguleika í framtíð- inni. - Nú þarf að draga mjólkurfram- leiðsluna saman um 5000 lítra til að laga hana að innanlandsrnarkaði. Eru menn sammála um hvernig eigi að ná þeirri framleiðslu niður? í tillögum sjömannanefndar er gert ráð fyrir flötum niðurskurði til að að- laga framleiðsluna að innanlandsmark- aði og greiða fyrir hann. Það er gert ráð fyrir að það þurfi að færa framleiðsluna niður um 4-5fT. Hugsunin á bak við það greiða fyrir skerðinguna er sú, að þeir ijármunir sem bændur fá með því móti, geti þeir notað til þess að kaupa sér rétt frá þeim bændum sem em að hætta. Með því móti gætu margir keypt til baka þá skerðingu sem þeir verða fyrir. Flatur niðurskurður í mjólkurframleiðslu Það má segja að það vinni gegn hag- ræðingu að skera fíatt niður. Hitt sem menn stóðu frammi fyrir var að kaupa upp ákveðinn hluta framleiðsluréttar- irts. Það var ekki gert nú þar sem búið var að opna fyrir viðskipti milli ein- staklinga. Það var ekki talið rétt að hið opinberaeða einhver sjóður kæmi inn á markaðinn og keypti upp tiltekið magn. Með því væri verið að fara í samkeppni við þá menn sem væm að kaupa á milli sín rétt og pressa upp verðið. Þar með hefði hið opinbera ver- ið að vinna gegn hagræðingu sem fæ- list í sölu á framleiðsluréttinum á milli bænda. Ef við lítum til sauðfjárræktarinnar og þess niðurskurðar sem varð í fyrra, þá var byrjað á því að kaupa allan rétt sem þá var laus en síðan var opnað fyr- ir viðskipti á milli sauðfjárbænda. Eftir að opnað var fyrir þau viðskipti, þá var enginn sem vildi taka tilboði ríkisins. Þess vegna lenda menn í flatri niður- færslu. Vegna þess að niðurskurðurinn er ekki nema 4-5% í mjólkinni þá vonum við að þeir bændur sem ætla sér að halda áfram. noti það fé sem þeir fá fyr- ir niðurfærsluréttinn til að kaupa rétt af þeim sem vilja hætta og geti þannig mætt þeim auknu framleiðnikröfum sem verið er að gera eða um 6% eins sjömannanefndin leggur til. Það er ljóst að sumir muni ekki geta staðið undir þeim framleiðnikröfum sem gerðar verða og við vitum að það er ntjög verið að herða heilbrigðisregl- ur. Við vitum því að það em bændur sem ætla sér að hætta. Bæði vegna ald- urs og auk þess er ekki fýsilegt að fara út í nýfjárfestingar í dag. Það er því lík- legt að þeir sem búa við slæma fram- leiðsluaðstöðu muni hætta. Mjólkurmarkaðurinn hefur dregist saman Sér landbúnaðurinn ekki einnig fram á aukna samkeppni erlendis frá? Það sem gerir það m.a. að verkum að ég er tilbúinn að standa að því að hér verði gerðar auknar framleiðnikröfur, þó ekki sé kominn nein vemleg sam- keppni erlendis frá varðandi mjólkur- vömmarkaðinn. er að gífurlega hörð samkeppni er á markaðnum við aðrar vömr. Þannig hefur sala ferskra mjólk- urafurða á markaðnum dregist saman um 25% á 10 ámm miðað við íbúa. Neysla nýmjólkur hefur sennilega dregist saman um 50% á íbúa. Það sem menn standa frammi fyrir er kalt mat á því hvort betra sé að lækka vömna örlítið í von að halda stærri markaði eða hvort menn vilji reyna að halda uppi verðinu þrátt fyrir að slíkt leiði til mini.kandi sölu. Hafi menn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.