Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 22. maí 1992 Jarfoaminn og rafljsing eru frumforsendur yarðyrkju hér Með aukinni raflýsinjýfu, á hvetjandi orkuverði, má stórauka nýtinjju jjróður- húsa hér ojj lœkka framleiðshikostnað. Gróðurhús eru hluti af ímynd ís- lands. Heitt vatn og gróðurhús eru gjarnan sýnd í auglýsingabækling- um héðan. Þar getur jafnvei jafnvel að líta íslenska banana og suðræna pálma. Garðyrkja er engu að síður til að gera ung búgrein á ísland en hún byggir að stærstum hluta á yl- rækt. Alþýðublaðið ræddi við Helgu Guðrúnu Jónasdóttur, hjá Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins, um stöðu garðyrkjunnar á íslandi nú og framtíðarhorfur. Við byrjuðum á að spyrja hana hvort raunhæft væri að ætla að garðyrkja gengi upp hér svo norðarlega á hjara veraldar? „Dæmið hefur gengið upp fyrst og fremst vegna þess að garðyrkjubændur búa við takmarkaða innflutningssam- keppni. Meðan innlenda framleiðslan hefur dugað okkur hefur hún notið inn- flutningsvemdar en um leið og vöruna fer að vanta þá hefur hún verið flutt inn. Hins vegar má segja að græni geir- inn, þ.e. grænmetis- og blómaframleið- endur, búi við mjög erfitt rekstrarum- hverfi. Sem eitt lítið dæmi má nefna. að á sfnum tíma var græni geirinn ekki undanþeginn söluskatti líkt og var um aðra landbúnaðarframleiðslu. Þannig að allar fjárfestingar til skamms tíma báru söluskatt. Sama var að segja um aðföng og annað. Hér var í raun um tví- sköttun að ræða sem hefur að vísu breyst með virðisaukaskattinum þar sem innskattur er reiknaður á móti út- skatti. Þetta hefur því verið dýrt rekstr- arumhverfi og gert það af verkum að verð blóma og grænmetis hefur verið hærra en ella. Þegar menn horfa fram á aukna sam- keppni við niðurgreiddar vörur erlend- is frá er eðlilegt að menn fari að hugsa sinn gang hvað varðar rekstrarum- hverfið og þá ekki síst með tilliti til raf- orkukostnaðar." - Hvaða tegundir falla undir yl- rœkt? „Blóm og grænmcti. Af grænmeti eru það helst agúrkur, paprika, tómatar og káltegundir ýmis konar. - Er staða garðyrkjubœnda veik? .Já. Þeim hefur fjölgað á síðustu ár- um sem er ekki síst til komið vegna þeirrar framleiðslustýringar sem verið hefur í hefðbundnu búgreinunum. Því hafa menn leitað fyrir sér í öðrum greinum, m.a. garðyrkju. Það hefur leitt af sér mikla framleiðsluaukningu samfara aukinni samkeppni á upp- skerutíma sem hefur verið að skila sí- fellt lægra verði. Verðið er komið það langt niður að í sumum tilvikum skipt- ir bann við innflutningi ekki megin máli lengur. Samkeppnin í þessum geira er gífurlega hörð á milli framleið- enda.“ - Er heita vatnið forsenda þess að hœgt sé að stunda hér garðyrkju að marki hér á landi? „Það er tvímælalaust frumforsend- an. En á hinn bóginn er birta hér á landi af skomum skammti. Því má með auk- inni lýsingu stórauka nýtingu gróður- húsa hér og lækka framleiðslukostnað. Ef menn hugsa til framtíðar þá held ég að jarðvarminn sé ásamt raflýsingu tvær frumforsendur þess að hér megi stunda öfluga garðyrkju." - Nú hafa menn verið að leita eftir því að fá keypta ódýra umframorku til nýtingar við ylrœkt. Hvað líður því máli? „Ósköp lftið sem stendur. Lands- virkjun er að athuga möguleikana á því að selja gróðurhúsabændum ódýra raf- orku, svokallaða ótrygga orku. Það þýðir að garðyrkjubændur fengju af- gangsorku sem ekki nýtist undir venju- legum kringumstæðum en fyrir hana yrði lokað þegar álagstoppar myndast. Blómaræktin er hins vegar mjög við- kvæm fyrir lýsingu og þolir illa að lýs- ingin detti út þótt ekki sé nema í stuttan tfma. Blómaframleiðendur yrðu því væntanlega að koma sér upp varaafls- stöðum. Annars gæti 10-15 mínútna rof á rafmagni hreinlega eyðilagt upp- skeruna. Því hefur Landsvirkjun eðlilega spurt hvort garðyrkja geti búið við ótrygga orku, hvort hún geti nýtt sér hana? Þetta er bæði stórt og flókið dæmi. En hjá blóma- og grænmetis- ræktendum eru bundnar miklar vonir við orku á hagstæðari kjötum en nú er. Þetta snýr þó ekki einvörðungu að Landsvirkjun heldur ekki síður að dreifingaraðilunum. þ.e. dreifiveitun- um. Það þarf því að gera úttekt á þeim möguleikum sem bjóðast með ódýrri raforku. hversu mikið aukin lýsing gef- ur af sér í framleiðslu og hvaða verði slík aukning stæði undir." - En skiptir garðyrkjan okkur miklu máli sem þjóð? ..Þessi búgrein er bundin við ákveð- in svæði þar sem heitt vatn er til staðar eins, og á Suðurlandi og Vesturlandi. og skiptir ákaflega miklu fyrir sveitar- félögin á þeim svæðum. Það á jafnt við um atvinnulífið og tekjur sveitarfélag- anna. Ársverk í garðyrkju árið 1990 voru um 450 og heildarframteiðslu- verðmæti greinarinnar þá námu um einum milljarði króna. Hlutur garð- yrkju hér á landi er um 0.18% af vinnu- aflinu eða nokkru hærri en Noregi. 0,15%, en aðeins lægri en í Danmörku. 0.22%.“ - Er þá raunhœft að œtla að garð- yrkjubœndur geti aukið hlutdeild sína á markaðinum miðað við það sem nú er? „Það sem garðyrkjumenn leggja höfuðáherslu á er að kanna með hvaða hætti megi auka nýtinguna á gróður- húsum sínum. lengja ræktunartímann og nýta þannig fjárfestingar sínar betur. Forsendumar liggja hins vegar ekki enn fyrir en þær felast að stónim hluta í því að hægt sé að ná hagstæðum samn- ingum um orkukaup frá Landsvirkjun. Samband garðyrkjubænda í sam- vinnu við garðyrkjuráðunauta Búnað- arsambands Islands hefur hins vegar eftir bestu getu verið að kanna þær for- sendur sem aukin raflýsing hefði í för með sér fyrir greinina. Talið er að raun- hæft sé að áætla að með ódýrri raforku. hvetjandi orkuverði, megi búast við uð notkun gróðurhúsabænda á raforku geti aukist úr um 8 gígavattstundum á ári eins og nú er í 42 til 47 gígavatt- stundir á ári. Miðað við óbreytt verð er áætlað að raforkunotkunin muni aukast upp í um 10 gígavattstundir á ári.“ - Hversu þungt vegur raforku- kostnaðurinn ígróðurhúsarœkt? „Við rósarækt getur raflýsing farið upp í allt að 30% af framleiðslukostn- aði. Hins vegar bcr að líta til þess að garöyrkjubændur hér á landi fá rafork- una yfirleitt á lægra verði en gerist í samkeppnislöndunum. Við þurfum að santa skapi að nota meira af henni vegna lakari birtuskilyrða." En það er að fleiru að hyggja en kostnaðinum. Raforka er framleidd með mismunandi orkugjöfum. Umtals- verð mengun fylgirt.d. framleiðslu raf- magns með kjamorku eða kolum og ol- íu sem endumýja sig ekki. Allt aðra sögu er að segja um þá raforku sem er framleidd með vatnsafii eins og hér á landi. Hún er umhverfisvæn auk þess að um er að ræða endumýjanlega orku. Þetta em þættir sem ekki er hægt að horfa lengur framhjá í heimi þar sem mengunin er að vcrða eitt stærsta vandamál mannkynsins. - Hvernig horfir með að lengja rœktunartímann ? „Tilraunir hafa leitt í tjós að vetrar- ræktun er mjög álitlegur kostur. Menn hafa verið að gera rannsóknir á því hversu mikla raforku þarf til að fram- leiða agúrkur á vetuma. Það hefur sýnt sig að framleiðsla á gúrkum yfir vetrartímann lofar góðu þrátt fyrir meiri framleiðslukostnað en á suntrin. Þá em menn famir að tala um tvær eða þijár uppskemr á ári og þar með miklu betri nýtingu á allri fjárfest- ingu. Eins ber að hafa það í huga að yf- ir vetrarmánuðina er verð fyrir ferskt grænmeti mun hærra en á sumarmán- uðunum. Þá þarf líka að flytja það lengst að og oft hörgull á góðu græn- meti. Með þessu móti fengju neytendur hins vegar greiðan aðgang að fersku grænmeti allt árið.“ - Er nokkur von um að við getum keppt við suðrcen lönd sem búa við betri náttúndeg skilyrði til grœnmetis- rœktar? „Það fer eftir ýmsu. Það fer t.d. eftir þeirri launaþróun sem verður í Suður- Evrópu á nánustu framtíð. Það er nú láglaunasvæði og okkar helsti sam- keppnisaðili á þessu sviði. Þá er ekki hægt að líta fram hjá gæða- og holl- ustuþættinum í þessu sambandi. Það verður ekki litið fram hjá því að mikl- um hita og mikilli sól fylgja ýmsar plágur. Þar er að finna ýmis konar sníkjudýr og sjúkdóma sem við þekkj- um ekki hér. Það hafa að vísu borist hingað ýmsir skaðvaldar með innfluttu grænmeti en það hefur verið til að gera auðvelt að ráða við þá í einangruðu umhverfi gróðurhúsanna. Þá er nauðsynlegt að huga að því hvaða efni eru notuð við framleiðsluna. Víða í þeint löndum sem framleiða mikið grænmeti er notað mikið af eit- urefnum sem eru béinnuö hér. Þá deila menn um hvort geislun matvæla er skaðleg eða ekki en slík meðferð eykur mjög á geymsluþol matvæla. Það er hins vegar spuming hvort íslendingar myndu sætta sig viö að hafa eingöngu á boðstólum grænmeti sem hlotið hefur geisla- og eiturefnameðferð.“ - Nú stefnir í aukna samkeppni er- lendis frá. Getur íslensk garðyrkja mœtt henni svo vit sé í? „Eg held að með aukinni samkeppni erlendis frá á sviði matvælaframleiðslu þurfi íslensk stjómvöld að endurskoða það rekstrarumhverfi sem matvæla- framleiðslan býr við og þar á ég ekki bara við græna geirann. Það rekstrar- umhverfi sem við búum við í dag er ekkert lögmál. Síðast en ekki síst erum við með gengisskráningu sem vinnur mjög gegn samkeppnisstöðu innlendr- ar framleiðslu. Fastgengis- stefna hefur leitt til þess að innfiuttur vamingur hefur orðið ódýrari í samanburði við innlenda framleiðslu.“ - Er rétt að setja strangari heilbrigðiskröfur um með- ferð grœnmetis? „Grænmeti hefur almennt mjög lítið geymsluþol. Það er því vissara að þvo allt græn- meti áður en menn leggja sér það til munns og þá sérstak- lega innflutt grænmeti. Það er stundum úðað með rotvamar- efnum til að auka geymslu- þolið. Ef við lítum t.d. á sveppi sem hafa mjög lftið geymslu- þol, nema þá að þeir séu nið- ursoðnir, þá verður að selja þá innan mjög stutts tíma frá því að þeir eru tfndir. Það þýðir að hafi menn flutt ferska sveppi til landsins hefur þurft að gera það með fiugi. Hins vegar stendur mönnum nú til boða að flytja sveppi til landsins með skipi sem tekur allt að 5 daga til viku. Ég spyr mig hveiju það valdi. Ég held að það sé Ijóst að menn eru famir að nota ýmis rotvamarefni í auknum mæli. Ég ætla mér ekki að fara að mæla gegn því að fólk borði slíka vöm en ég myndi sjálf hugsa mig um áður en ég legði mér slíkt til munns.“ - Nýjar búgreinar hafa gengið mis- vel hér á landi eins og loðdýrarœktin er átakanlegt dœmi um. A garðyrkjan bjartari framtíð fyrir sér? „Ég er ekki í nokkmm vafa um það. Ef stjómvöld hér nýta sér þær heimild- ir sem þau hafa til verðjöfnunar á græn- meti og færa rekstrammhverfi græna geirans nær því sem gerist erlendis. þá getur hann meira en plummað sig. Það munar svo miklu hvort menn em að kaupa nýtt grænmeti eða gamalt. Það er sjónarmunur. það er bragðmunur en fyrst verðum við að ná verðmuninum niður." sagði Helga Guðrún Jónasdótt- ir að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.