Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 11
Föstudagur 22. maí 1992 11 Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður, skrifar Lausaganga Iríifiár Verjum viðkvœman gróður á Reykjanesi Á nýafstöðnu þingi flutti undirrituð ásamt átta þingmönnum úr öllum flokkum tiUögu tíl þingsá- lyktunar um friðun Landnáms Ing- ólfs fyrir lausagöngu búfjár. Sam- kvænmt tillögunni yrði umhverfis- ráðherra og landbúnaðarráðherra falið að vinna áætlun í samvinnu við viðkomandi sveitarfélög sem miði að því að koma í veg fyrir Iausagöngu búijár og skyldi áæúunin lögð fyrir Alþingi í upphafi næsta þings. TiUagan fékkst rædd og fór tíl nefn- dar en náði því miður ekki fram að ganga á þessu þingi. Sérstaða svæðisins Það svæði sem nefnt er Landnám Ingólfs er Gullbringu- og kjósarsýsla, Þingvallahreppur vestan þjóðgarðs, Grafningshreppur, Ölfushreppur, Hveragerðishreppur og Selvogshrepp- ur og brot af Selfosshreppi. Lands- svæðið talmarkast af línu sem dregin er úr Hvalfjarðarbotni í þjóðgarðinn á Þingvöllum og þaðan suður Þing- vallavatn, Ulfljótsvatn, Sog og Ölfusá til sjávar. Sérstaða þessa svæðis er mjög mikil hvað varðar búsetuþróun því mikill meirihluti landsmanna eða yfir 2/3 hlutar býr á þessu svæði. í landnámi Ingólfs eru 20 sveitarfélög og yfirgnæ- fandi meirihluti íbúa býr í þéttbýli. í landnámi Ingólfs eru 17 friðlýst svæði sem skiptast þannig eftir gerð friðlýsingar: 1 þjóðgarður, 4 friðlönd, 8 náttúruvætti og 4 fólkvangar. Þingval- laþjóðgarður er ekki friðlýstur sam- kvæmt náttúruvemdarlögum og er því ekki undir stjóm Náttúmvemdarráðs. Með framkvæmd friðlýsingar í þjóð- garðslandinu fer sérstök þingskipuð nefnd. Hversvegna að hefta lausagöngu? Mikill áhugi hefur verið á því á undanfömum ámm meðal áhugafólks um vemdun og eflingu gróðurs í land- inu að þetta svæði verði friðað fyrir lausagöngu búfjár. Félögin Líf og land, Landvemd og Ámesingafélagið í Reykjavík hafa ítrekað bent almennin- gi og stjómmálamönnum á hve brýna nauðsyn beri til að hefta hina geigvæn- legu gróðureyðingu sem orðið hefur, og allt of víða viðgengst enn á suðvest- urhomi landsins. Náttúmvemdarþing hefur sent frá sér áskomn til Álþingis og áskomn sem þingmönnum var send í september 1990 var undirrituð af ijórtán félögum og félagasamtökum skipuðum áhuga- fólki um vemdun og eflingu gróðurs í landinu sem bundist höfðu samtökum til að vinna að framgangi þess að Land- nám Ingólfs verði friðað fyrir lausa- göngu búfjár. Lögð hefur verið áhersla á að semja þurfi um málið við sauðfjárbændur á svæðinu og gera áætlun um fyrirkomu- lag framkvæmdá í einstökum atriðum og áætla kostnað. Erfitt mál. Þessi mál hafa áður verið til umræðu á Alþingi í mismunandi umgjörð. Þannig hefur verið flutt stjómarfum- varp um vörsluskyldu búfjár á Reykjanesskaga stutt með áskorun frá sýslunefnd Gullbringusýslu og í fyrra var flutt tillaga um takmörkun lausagöngu búfjár við þjóðvegi og þar sem gróður er viðkvæmur fyrir beit. í greinargerð með þeirri tillögu var ein- nig lagt til að halda áfram samningum við bændur um afmörkun og staðsetn- ingu beitarhólfa fyrir takmarkaðan fjölda búfjár. Hversvegna er málið erfitt? Það ætti að vera hagsmunamál allra aðila, ekki síst búíjáreigenda að þessum málum sé komið í gott horf, að gerðir séu samningar um fyrirkomulag búfjár- halds og áætlun um hvemig þeim markmiðum sem aðilar settu sér yrði náð. En það em einmitt hagsmu- nasamtök bænda sem leggjast gegn því að mál sem þetta nái fram að ganga og ótti og vöm einkenna umræðuna, þannig að ætla mætti að verið væri að leggja búfjárhald af á svæðinu. Ástand gróðurs I umsögn Ingva Þorsteinssonar um "friðun Landnáms Ingólfs” kemur fram að gróðurfarslega er mikill hluti þessa landsvæðis illa farinn og vart hægt að finna óspilltan náttúrulegan gróður nema þar sem land hefur verið friðað fyrir beit í langan tíma eins og í þjóðgarðinum á Þingvöllum og í elstu hlutum friðlandsins í Heiðmörk. Hins- vegar bendir hann á að ekki sé hægt að tala um umtalsverða gróður eða jarð- vegseyðingu á Kjalamesi eða í Kjós og gróðurfar á því svæði sé í eðli sfnu slit- sterkt og ekki sömu rök fyrir banni við lausagöngu búfjár. Skiptar skoðanir Skiptar skoðanir eru um að hefta lausagöngu búfjár og stundum dregin sú álykúin að átakapunkmrinn sé ábúendur og þeirra súiðningsmenn annars vegar, gegn þéttbýlisfólkinu, vegfarendum og jafnvel umhverfis- sinnum. Svo einfalt er málið ekki, en þó er ljóst að alltof algengt er að bæn- dum þyki umræðu um þessi mál stefnt gegn hagsmunum sínum, meðan aðrir telja að í lausn þessara mála felist hagsmunir allra aðila. Fyrir skömmu bar það við að sveitarfélag á Austfjörðum setti oddvi- ta sinn af þar sem hann þótti of mikill talsmaður jsess að hefta lausagöngu búfjár. í Ölfushreppi lýstu hinsvegar 70 íbúar, búandi á lögbýlum í hreppnum, vilja sínum með undirskriftarlista sem sendur var hreppsnefndinni þar sl vor. Þeir töldu brýnt að auknar skorður verði settar við lausagöngu sauðfjár í hreppnum. Það sjónarmið hefur verið sett fram varðandi bann við lausagöngu búfjár í Landnámi Ingólfs að þar hafi búska- parhættir breyst svo mjög að ekki sé þörf afskipta af þessum málum. Þar hafl orðið mikil fækkun sauðQár og jafnvel að framkvæmd búvörusamn- ings geri það að verkum að smám saman verði slík fækkun að ekki sé aðgerða þörf. Jafnvel er því sjónarmiði hreyft að vegna hins mikla niður- skurðar á svæðinu skapi slík tillaga glundroða og sé árás á Landnám Ing- ólfs og til þess fallin að skapa ótta hjá þeim fáu ábúendum sem eftir séu. Sú tillaga sem hér er til umræðu tekur að fullu tillit til þessara sjónar- miða þar sem lagt er til að unnin verði áætlun í samvinnu við sveitarfélögin og sú áætlun verði lögð fyrir Alþingi. Með því er fallist á það sjónarmið að ekki sé æskilegt að setja lagaboð um þetta efni, sem þó hefur verið kallað eftir á liðnum árum. Ný vinnubrögð Sveitarfélögin fengu með lögum um búfjárhald sem sett voru á sl vori heim- ild til að koma í veg fyrir ágang búfjár og að ákveða að eigendum búfjár sé skylt að hafa það í vörslu allt árið eða tiltekinn hluta ársins. Með samvinnu við sveitarfélögin er jafnframt tryggt að tekið sé tillit til sjónarmiða ábúenda á svæðinu, Það liggur líka í hlutarins eðli að inn í áætlun eins og hér er lögð til komi kostnaðaraðgerðir og hlutdeiid ríkisins í þeim. Það væru ný vinnubrögð og sam- ábyrgð Alþingis að slík áætlun væri lögð fyrir þingið. Þar með kemur fram vilji stjómvalda til að viðhalda búskap á svæðinu til þess m.a. að tengja þéttbýli og Það er mikilvægt fyrir íbúana en verður að vera í ákveðnum böndum. Ábyrgð búfjáreigenda hér á landi er minni en víðast hvar annars staðar á Vestur- löndum og hin síðari árhefurorðið vart vaxandi spennu milli almennings og bænda vegna lausagöngu búfjár, ekki sfst vegna umferðarmála. í takt við tímann Viðbrögð við þeirri tillögu sem ég hér hef fjallað um hafa verið tvenns- konar. Annars vegar að hún sé aðför að ábúendum, hún skapi ótta hjá fullorðnu fólki sem óttast um afkomu sína og hún sé boðskapur um að leggja eigi af búskap. Hins vegar eins og fram kom í umsögn Búnaðarþings að tillagan sé óþörf. Hún er óþörf vegna þess að nú sé starfandi nefnd sem eigi að móta tillögur um þessi mál, auk þess sem brýnt se að friða vegsvæði með griph- eldum girðingum. Ég spyr að því tilefni hvort sé eðlile- gra að skipuleggja beitarsvæði fyrir 14 til 15 þúsund fjár á svæðinu eða girða af vegi þess landsvæðis sem 2/3 hlutar landsmanna búa. Svari hver fyrir sig. Það er líka athyglisvert að Bún- aðarfélag íslands skuli leggjast gegn tillögu um áætlun sem lögð yrði fyrir Alþingi um leið og þeir benda á að nefnd sé hvort sem er að vinna verkið. í áætlun sem lögð yrði fyrir Alþingi kæmi að sjálfsögðu fram tímaáætlun aðgerða og hver þáttur ríkisvaldsins yrði í kostnaði við aðgerðir. Þar kæmi fram vilji stjómvalda ti! að viðhalda búskap á svæðinu. m.a. að tengja dreifbýli og þéttbýli. Samráð og samstaða Ég hef í umfjöllun minni varðandi Landnám Ingólfs lagt áherslu á samvinnu og samstöðu í þessu máli. Að það á að taka tillit til hagsmuna allra. Við höfum Reykjanesið með sinn viðkvæma gróður, en þar stendur nú til að girða þvert yfir nesið suður- svæðunum til vemdar. Við höfum Kjalames og Kjós þar sem gróðurski- lyrði eru yfirleitt góð og við höfum Þingvallasveitina þar sem aðstæður em enn aðrar. Við eigum að taka tillit til þessa en það er líka löngu tímabært að tengja betur saman ábyrgð og réttinn til landnotkunar. Við eigum að sameinast um tengja saman hagsmuni og sætta sjónarmið íbúanna á þessu þéttbýlasta svæði landsins og ég tek undir þau orð að flóra, fána og fólk eigi saman í nánu sambýli þar sem full tillitsemi ríkir. Jafnaðarmenn! Fundur meö Jóhönnu Siguröardóttur félagsmálaráðherra, miðvikudaginn 27. maí kl. 20.30 í Rósinni Hverfisgötu 8-10. KOSNING FULLTRÚA Á 46. ÞING ALÞÝÐUFLOKKSINS Dagana 30. og 31. maí n.k. fara fram kosningar fulltrúa Alþýðuflokksfélags Reykja- víkur á 46. þing Alþýðuflokksins, Jafnaðarmannaflokks íslands. Kosið verður kl. 13 til 18 báða dagana í Rósinni, Hverfisgotu 8-10. Listi uppstillinganefndar mun liggja frammi á skrifstofu Alþýðuflokksins 22.-28. maí. Hægt er að bæta nöfnum á listann til þess tíma. Samkvæmt lögum flokksins skal kjósa einn fulltrúa fyrir hverja 20 félagsmenn og jafnmarga til vara. Við hvetjum alla félaga til að taka þátt í kosningunum og hafa þannig áhrif á hverjir sitja flokksþingið. Ákvörðun þessi er í samræmi við lög Alþýðuflokksins, Jafnaðarmannaflokks ís- lands, og tilkynningu flokksstjórnar, sbr. auglýsingu í Alþýðublaðinu 28. apríl 1992. 28. apríl 1992. STJÓRN ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAGS REYKJAVÍKUR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.