Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 15
Föstudagur 22. maí 1992 Bœndaskólinn á Hólum í Hjaltadal 15 H rossa rsekti n nýtur vinsældca Bændaskólinn á Hólum var stofnaður hinn 14. maí 1882 og er því 110 ára gamall. Skólinn ber þó aldurinn vel og er stöðugt að leita nýrra leiða til styjktar dreifbýlinu og at- vinnumöguleikum þar. Á Hólum er starfsemin víða komin í nýtt húsnæði og eru flest gripahús- in um og innan við 10 ára gömul. Má þar nefna fiskeldisstöðina Hólalax hf., hesthús fyrir um 50 hross með áfastri reiðskemmu, loðdýrabú og fjárhús. Umhverfis Hóla er 140 ha skógræktar- girðing sem er nær fullplöntuð og eru hæstu trén orðin 7-8 metrar á hæð. Kýr eru ekki á Hólum en öll verkleg kennsla í nautgriparækt fer fram í fjósinu í Efra-Ási þar sem öll aðstaða og tilsögn er til fyrirmyndar. Á Hólum eru einnig nýleg or- lofshús og nemendagarðar sem nýtast fyrir nem- endur á vetrum, en alls getur skólinn hýst um 45 nema. Þá er á staðnum þokkalegt íþróttahús og sundlaug. Nýtt tölvukerfi er í skólanum og hafa nemendur ftjálsan aðgang að 8 tölvum. Námið tekur 2 ár og skiptist í fjórar annir. Þq'ár annir eru kenndar á Hólum en nnur nnin felst í verknámi hjá völdum bændum, tamninga- mönnum eða fiskeldisstöðvum. Möguleikar eru að opnast á að taka þessa nn erlendis í tengslum við erlenda búnaðarskóla. Við skólann em tvær námsbrautir, fiskeldisbraut og búfræðibraut. Fiskeldisbrautin er rekin í náinni samvinnu við fiskeldisstöðina Hólalax hf„ sem einnig er tilraunastöð í bleikjueldi. Megináhersla var fyrst lögð á laxeldi en á síðustu ámm hefur áhugi á öðmm fisktegundum farið vaxandi. í samræmi við þróun mála í Hólalaxi hf. hefur áhersla í kennslunni breyst á þann veg að bleikjunni hefur verið sýndur vaxandi áhugi. Áhugi á nýtingu villts fískjar hefur aukist á undanfömum ámm. Skólinn hefur því ákveðið að sinna þeirri hlið og auka kennslu í vatnavist- fræði og öðmm greinum tengdum nýtingu vatna- fiskjar, bæði í stöðuvötnum og stfaumvötnum. Miklir möguleikar em víða um land til að auka nýtingu og eldi laxfiska. Markaðir fyrir þessar afurðir em að opnast út um heim. Sérstaklega má benda ýi að vfða er litið á bleikjuna sem lúxus- vöm. Á þessu sviði er því stór og mikill óplægð- ur akur sem er vissulega þess virði að rækta. Búfræðibrautin skiptist í tvær meginlínur. Annars vegar almenna búfræði og hinsvegar hrossarækt. Á báðum þessum línum er lögð áhersla á almennar greinar landbúnaðar eins og jarðrækt, sauðfjárrækt, nautgriparækt, bútækni og bústjóm. Þannig læra allir nemar á búfræði- braut að mjólka kýr, ákvarða áburðarþörf túna og gera landbúnaðarframtal svo dæmi séu tekin. Munurinn á þessum lfnum liggur í framkvæmd verknámsannar og valgreinum. Áhersla er lögð á vinnu nemenda við skepnu- hirðingu á skólabúinu. Almenna búfræðilínan leggur megin áherslu á hinar hefðbundnu kvikfjárræktargreinar, sauð- fjárrækt og nautgriparækt. Nemar á þessari línu fara í verknám á býli sem leggja megináherslu á þessar búgreinar jóó svo aðrar skepnur geti að sjálfsögðu verið til staðar. Valgreinar á þessari línu eru nokkrar. Ber þar hæst fjórar einingar í sauðljárrækt þar sem lögð er áhersla á verklega kennslu, t.d. fóðrun. rúning. fengitíð og sauðburð og verkefni þessu tengd. Af þessum sökum er nokkrum ám haldið snemma á haustin þannig að þær bera löngu áður en nemendur bytja í prófum. Fer þessi kennsla fram í nýjum. sérhönnuðum kennslufjárhúsum. Á þessari línu ereinnig boðið upp á vaigreinar í skógrækt. heimilisfræði, loð- dýrarækt auk hestamennsku. Hrossarækfarlínan er sú námsleið sem vin- sælust er við skólann nú. Hún byggir á grunni al- mennra búfræða en einnig á verknámi og val- greinum sem tengjast hrossum. Alls nemur nám- ið sem tengist hrossum beint allt að 28 einingum af þeim 75 sem búfræðinámið er. Á fyrstu nn eru kenndar jámingar. frumtamning og reið- mennska. Á annarri nn er verknám á býli sem leggur verulega eða algjöra áherslu á hrossarækt og tamningar. Á öðrum námsvetri eru 4 einingar helgaðar hrossarækt þar sem fjallað er um fóðr- un. hirðingu. kynbótafræði og hrossadóma. Aðr- ar 4 einingar eru kenndar í reiðmennsku og þjálf- un hrossa undir tilsögn kennara. Möguleiki er á að taka áfanga til tamningamannaprófs að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum þar að lútandi. Inntökuskilyrði við Hólaskóla eru eftirfarandi: 65 einingar úr framhaldsskóia, þar af 8 í stærðfræði, 9 í ísiensku, 12 í erlendum tungu- máium, auk áfanga í efnafræði og líffræði. Aldurslágmark: 18 ár (miðað við árgang). Starfsreynsia: 1 ár við landbúnað eða önn- ur skyld störf. Möguleiki er á að ljúka stúdentsprófi við Hólaskóla hafi umsækjandi lokið ákveðnum stúdentsprófskjama frá öðmm framhaldsskólum áður en nám við skólann hefst. Þessi kjami felur í sér 17 einingar í íslensku, 27 einingar í erlend- um tungumálum og 18 einingar í stærðfræði auk almennra raungreina. Hér hefur verið stiklað á stóm um nám Bændaskólans á Hólum. Ekki er hér gerð tæmandi grein fyrir starfsemi hans. Heim að Hólum er ferðafólk ávallt velkomið að kynna sér starfsemi staðarins í nútímanum sem og þá merkilegu sögu sem hann á að baki. Vaigeir Bjamason, yfirkennari VISTLEGT UMHVERFI BÆTIR ÍMYNDINA OG EYKUR ARÐSEMI Undanfarin ár hafa útsjónasamir atvinnurekendur gert sér ljóst að úrgangslosun á að vera meðal forgangsmála í sérhverju fyrirtæki, því það getur haft verulega ókosti að láta úrgang safnast fyrir á vinnustað, svo sem þrengsli, slysahættu, eldhættu, mengun og óþrif sem skaðað geta ímynd fyrirtækisins. Starfsemi Gámaþjónustunnar felst í almennri og sérhæfðri sorphirðu ásamt leigu, losun og umhirðu sorpíláta og gáma af öllum stærðum og gerðum. Við höfum tæknina og þekkinguna til að finna nákvæmlega þá lausn sem hentar þínu fyrirtæki, hversu stórt eða smátt sem það er. Hringdu í sölumann okkar og hann mun fúslega veita þér nauðsynlegar upplýsingar og ráðgjöf. <K> GAMAÞJONUSTAN HF. VATNAGÖRÐUM 12 124 REYKJAVÍK SÍMI 688555 FAX 812051

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.