Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 19
Föstudagur 22. maí 1992 19 Ferðaþjónus ta getur eþfij án dreifbýlisins verið Ferðaþjónusta og „vaxtarbrodd" ber iðulega á góma samtímis. Þegar talið berst að ferðaþjónustu í dreifbýli verða viðbrögðin hins vegar blendnari. Algeng eni ummæli á þá leið að hún standi ekki undir neinni teljandi fjárfestingu eða að þama komi til kasta heimamanna og frumkvæði þeirra. Alltof algengt er að ferðaþjón- ustu hér á landi sé skipt í tven- nt: Ferðaþjónustu annars vegar og ferðaþjónustu í dreifbýli annars vegar. Sannleikurinn er hins vegar sá að hvorug getur án hinnar verið. Það em ekki víðfræg söfn eða róm- aðar leiksýningar sem laða erlenda ferðamenn til landsins. Borgarbúar á flótta Ferðaþjónusta er víðast hvar sú at- vinnugrein í dreifbýli sem er í hvað mestum vexti. Margt veldur. Má þar nefna örar breytingar innan upplýs- ingatækninnar og samdrátt t hefð- bundnum landbúnaði. Mikilvægasta orsökin er þó eflaust sú að sveitin er í auknum mæli að verða athvarf borgar- búans. Borgin með sínum ys og þys er ekki lengur eftirsóknarverð í augum hins almenna ferðamanns, nema þá um skamman tíma til að versla, fara í leik- hús og þess háttar. Dreifbýlið er orðið ómissandi hluti af ferðamannaþjónust- unni. Hvað íslensku sveitina snertir þá hefur hún upp á margt að bjóða. Fá- mennið er kannski ein helsta „söluvar- an“ okkar þegar erlendir ferðamenn eiga í hlut ásamt óspilltri náttúrufegurð og útsýni til allra átta. Þá er það algengur misskilningur að sveitin hafi ekkert að bjóða innlendum ferðamönnum. Hestaferðir, sjóstanga- veiði, golf eða vatnaveiði eru aðeins nokkur dæmi um skemmtilega og hressandi útvistarmöguleika fyrir alla fjölskylduna. Ferðaþjónusta bænda hefur á síðast- liðnum árum lagt rika áherslu á að fjöl- ga þessum möguleikum og stöðug aukning innlendra ferðamanna hjá F.B. sýnir að það kunna þeir að meta ekki síður en erlendir ferðamenn. Baráttan um ferðamennina Ferðamönnum hefur fjölgað ört í heiminum á síðastliðnum áratugum. Batnandi efnahagur og bættar sam- göngur hjálpast þar að. OECD, Efna- hags- og framfarastofnun Evrópu. ger- ir ráð fyrir áframhaldandi fjölgun mið- að við óbreyttar efnahagsforsendur og spáir hún 3-7% fram að aldamótum. Að sama skapi hefur baráttan um ferðamennina harðnað. Sífellt fleiri lönd gera út á þennan vaxandi markað. Við höfum enn sem komið er notið góðs af þessari þróun. En í harðnandi samkeppni má ekki slá slöku við. Þótt ísland sé að margra mati eftirsótt í aug- um erlendra ferðamanna sem nokkurs konar vin í menguðum heimi. þá selur varan sig vitaskuld ekki sjálf og mikið liggur við að ferðaþjónustunni verði sköpuð viðunandi skilyrði hér á landi. Öll urnræða um ferðaþjónustu verður þó að teljast einhæf með tilliti til þess að hér er annars vegar um að ræða at- vinnugrein sem sýnir hvað mestan vöxt í heiminum og hins vegar að það vant- ar sárlega breidd í íslenskt atvinnulíf. Stjómvöld hafa sem dæmi enn ekki mótað heildarstefnu í ferðamálum. Það bendir margt til þess að ferðaþjónusta fyrir samdrætti í ferðamannaþjónust- unni hjá sér. Hjá Ferðaþjónustu bænda hefúr þetta starf sóst vel og F.B. hefúr fjöl- breytta útivistar- og afþreyingarþjón- ustu á boðstólum. En mikið starf er óunnið. Sem dæmi má nefna að það vantar aðgengilegar upplýsingar fyrir ferðamenn um land og sögu sem gætu nýst í langferðum eða á stuttum gönguleiðum. Merktar gönguleiðir em varla til og það vantar að mörgu leyti hvatningu fyrir ferða- menn til að koma aftur hingað að fyrsm ferð lokinni. Listin að lengja ferðamannatímann Hér era sumur stutt og vetur langir. Ferðamannatíminn er fyrir vikið stuttur og það verður að leggja áherslu á að auka arðsemi greinarinnar með því að laða ferðamenn hingað einnig um haust- og jafnvel vetrartímann. Iþessu sambandi er vert að athuga þá mögu- leika sem felast í uppbyggingu skíða- svæða, snjósleðaferðum og vatnaveiði í gegnum ís svo að dæmi séu nefnd. A öldinni sem leið gerði Einar Bene- diktsson skáld norðurljósin að sölu- vöra. Vert er að athuga hvort ekki sé hægt að leika það eftir. Þá gætu hress- ingar- og heilsuræktarhæli reynst vera sá grundvöllur sem okkur vantar fyrir ferðaþjónustu óháða árstíma. Jafnframt er brýnt að samræma gæðakröfur og gæðaeftirlit innan ferðaþjónustunnar hér á landi. Sem dæmi má nefna að fjölbreytni er í senn helsti styrkur og veikleiki Ferðaþjón- ustu bænda. Á undanfömum fimm ár- um hefur verið lögð megináherslan á að „gæði“ þjónustunnar mæti kröfum sem flestra viðskiptavina svo að fjöl- breytnin fái notið sín. Allir bæir innan F.B. verða að uppfylla ákveðnar kröfur um aðbúnað sem skipt er niður í þijá mismunandi fiokka. Og tveggja anna fjamám í ferðaþjónustu er orðin að skyldu fyrir verðandi ferðaþjónustu- bændur. Vönduð vinnubrögð Ljóst er að ferðaþjónusta í landinu ber, enn sem komið er, ekki nema tak- markaðar fjárfestingar aðallega vegna þess hve ferðamannatíminn er stuttur. Af þessum sökum er brýnt að haldist í hendur hægfara uppbygging, markviss vöruþróun og vöravöndun og bætt sölukerfi. Það er margt sem styður þá skoðun að ferðaþjónusta geti dafnað hér á landi í sátt við náttúruna að því gefnu að við tökum ferðamálin föstum tökum. Ferðamönnum fjölgaði hér á landi um 8% á ári á 9. áratugnum. Sé t.d. miðað við 6% fjölgun ferðamanna á ári fram að aldamótum, sem er langt frá því að vera óraunhæft, gætu gjaldeyristekjur okkar af ferðamönnum numið samtals 130 milljörðum króna á þessu tímabili. En til þess að ná slíku markmiði f sí- vaxandi samkeppni f Evrópu verða ferðaþjónustuaðilar á íslandi að gera sameiginlega markaðssetningaráætlun sem miðar að því að tryggja fjölbreytni og gæði þjónustunnar um allt land og auka arðsemi með öllum ráðum. Það verður ekki gert mcð skammtíma aug- lýsingaherferð heldur með vandaðri markaðssetningu sem leggur meiri áherslu á langtímamarkmið en á skjót- fenginn gróða í árstíðabundinni útgerð. Frá Ferðaþjónustu bænda sé í augum margra eins konar árstíða- bundin útgerð sem reki sig mikið til sjálf. Jafnframt hefur umhverfisþættinum ekki verið nægilega sinnt. Það er ekki nóg að fara fögram orð- um um .jákvæða þróun" undanfarinna ára og vara sfðan við offjölgun ferða- manna eða skort á hreinlætisaðstöðu á vinsælum áningarstöðum. Vöruþróun Aukin „vöraþróun" (eða þróun nýrr- ar þjónustu) er lykilorð fyrir ferðaþjón- ustu hér á landi ekki síst hvað snertir sveitimar. Segja má að framtíð greinar- innar hvíli á því að okkur takist að þessu sinni vel upp í dreifbýlinu. Sem dæmi um mikilvægi þessa þáttar má benda á að Spánveijar telja að léleg eða lítil „vöraþróun" sé ein helsta orsökin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.