Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Page 32

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Page 32
Við opnun sýningar í Listamannaskálanum gamla við Austurvöll. Sýningargestir þyrpast ínn úr dyrunum. Hér heilsar Kjarval Sigurbirni Einarssyni, þá prófessor við guðfræðideild Háskólans. Fýrir aftan Sigur- björn er Alfreð Guðmundsson, vinur Kjarvals og síðar forstöðumaður Kjarvalsstaða. Hægra megin við hann er Helgi Elíasson, fræðslumálasljóri og á milli þeirra Alfreðs og Helga sést í Gils Guðmundsson rithöfund. En að baki Kjarval er borgarskáldið, Tómas Guðmundsson. I einrúmi, eða með einum manni var Kjarval allur annar maður en í fjölmenni. Hér er hann í einlægum og alvarlegum samræðum við Gunnar Gunnarsson skáld. Svefnstaður listamannsins í vinnustof- unni í Sigtúni. Það var aukaatriði hvort búið var um. Þarna hafði hann uppi myndir, sem lengi höfðu fylgt honum; kvöldmáltíðarmynd da Vincis og teikn- inguna af vini sínum, Agli Thorarensen á Selfossi, sem stendur á gólfinu aftan við dívaninn og nú hangir uppi á Hótel Holti. Hér hefur Ólafur K. Magnússon verið einn á ferðinni, hitt á Kjarval í rólegu skapi og myndað hinn íhugula, hugsandi mann. Samband Kjarvals og Sigurðar Benediktssonar var mjög náið síðustu Af svipnum á Kjarval á þessari mynd má ráða, að her hafi hann farið að gantast við guðsmann- árin; hér ræðast þeir við í vinnustofunni í Sigtúni. inn, Asmund Guðmundsson biskup. Á milli þeirra sést í Svein Björnsson málara, en konurnar til hægri hefur ekki tekist að bera kennsl á. 32

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.