Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 8
Skálholt -útsýni úr lofti til austurs. Talið frá vinstri: Býlið, skólinn, hús rektors, kirkjan og íbúðarhús sóknarprestsins. Á fyrri öldum hafa húsakynni biskupanua verið nálægt því þar sem flaggstöngin stendur og skólinn í framhaldi til hægri. Önnur hús voru framar á brekkubrúninni. Ljósmynd: Jón Karl Snorrason. Dagstund í Skálholti með Sigurbirni Einarssyni Eftir GÍSLA SIGURÐSSON Aleið okkar Sigurbjarnar biskups austur í Skál- holt á einum af þessum mildu dögum haustsins, varð okkur litið heim að Mosfelli, þar sem Ketilbjörn hinn gamli kaus að byggja bæ í víðlendu landnámi sínu. Nú blasa við af þjóðveginum niðurnídd hús; sjálf landnáms- jörðin er í eyði, en tímanna tákn að sumarbú- staðir þéttbýlisfólks spretta upp í landi jarð- arinnar. Frá Mosfelli er fagurt útsýni, ekki sízt til suðausturs, þar sem Skálholtskirkja gnæfir yfir umhverfíð. í upphafi byggðar hér var ungur maður á Mosfelli, sem renndi hýru auga austur yfir Brúará og byggði þar bæ: Skálaholt. Um þenna unga mann, Teit Ketilbjarnarson, skrifaði Sigurbjörn Einars- son, þá guðfræðiprófessor við Háskóla Is- lands, á 900 ára afmæli biskupsstóls í Skál- holti árið 1956: „ Hann hefur kosið sér þennan bólstað eitthvert sinni, er sól var komin í vestur og hann litaðist um úr hlíðinni fyrir ofan bæinn að Mosfelli. Þegar skyggnzt er um þaðan laðast augu ósjálfrátt til austurs og suðaust- urs. Það eru einhverjar þær línur í landslag- inu, sem benda til þeirrar áttar, tungan, árnar, Vörðúfell, börð og móaöldur í suðri - þar hefur vafalaust verið allstórvaxinn skógur í fornöld. Á heiðskíru sumarkvöldi hvíla furðulegir töfrar yfir þessu landi frá Mosfelli séð og þegar þú horfír með Teiti austur yfír, heyrir svani syngja á bökkum Brúarár, sérð reykina leggja upp af hverun- um í Skálholtstungu og Laugarási og roða slá á fjöllin handan ásanna, þá skilur þú hann, er hann 'kaus sér þennan blett öðrum frekar úr hinu víða landnámi föður síns.“ Um þetta segir svo í Hungurvöku: Teitur „var sá gæfumaður, að hann byggði þann bæ fyrstur, er í Skálaholti heitir, er nú er algöfugastur bær á öllu íslandi." Og enn- fremur: „Sú var önnur gæfa hans, að hann átti að syni Gissur hinn hvíta, er með kristni Sigurbjörn biskup við Staupa- stein, sem enn stendur á hlaðinu framan við kirkjuna. íl é # # « # #

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.