Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 22
KRYNDU MIG MEÐ ROSUM ytra borði var líf portúgalska skáldsins Fern- andos Pessoa ekki viðburðaríkt eða hlaðið æsingi og spennu. Hann fæddist í Lissabon þann 13. júní 1888. Árið 1893 var honum þungur harmur kveðinn er hann missti föður Um portúgalska skáldið FERNANDO PESSOA, sem lézt 19 3 5, og hefur í seinni tíð verið talið eitt af höfuðskáldum álfunnar, marghamur og frumlegur. Eftir ÞORVARÐ HJÁLMARSSON Pessoa á götu í Lissabon. sinn, velmetinn leikhús- og tónlistargagnrýn- anda. Móðir Fernando gifti sig fljótlega aft- ur, mannsefni hennar var sendifulltrúi Portúgals í Durban í Suður-Afríku og fluttist ijölskyldan þangað. í Durban stundaði Fernando nám við enska einkaskóla og náði slíkri leikni í meðferð enskrar tungu að hann vann til verðlauna fyrir ritgerðir sínar, síðar átti hann eftir að hefja höfundarferil sinn á þessari tungu skáld- jöfursins Williams Shakespeares. Fernando fann sárt til einsemdar sinnar í Durban og var óhamingjusamt barn. Ef draga má ályktanir af því sem hann lét seinna frá sér fara varðandi barnæsku sína, þá hefur næmt innsæi hans þegar veríð tekið að mót- ast á barnsaldri, auk framandleikakenndar, löngunar til að fjarlægjast heiminn og gefa sig á vald ímyndaðri veröld þar sem heiðríkj- an ríkir ein. Barnið bjó sér ekki einungis til þessa ímynduðu veröld, heldur íbúa hennar einnig, einstaklinga sem það átti langar samræður við og aðgreindi með nöfnum. Þessi klofna sjálfsmynd átti eftir að fylgja honum og bera ríkulegan ávöxt. í einu lausamálsbókinni er eftir hann liggur, O Livro do Desassossego (Bók hugarstríðsins) skrifar hann meðal ann- ars: „Ég hef skapað margar ólíkar persónur innra með mér .. . í því skyni að skapa hef ég útmáð sjálfsvitund mína, leitað fanga í innra lífi mínu, að utanverðu er líf mitt ein- ungis andhverfa þeirrar leitar. Mér hefur ætíð fundist ég vera lifandi leiksvið, þar sem ótal persónur troða upp og leika hin ýmsu hlutverk." Fernando las mikið og varð snemma gagn- kunnugur enskum bókmenntum, einkum urðu þeir honum hugstæðir, William Shakespeare og John Milton en af þeim tveimur taldi hann að hægt væri að læra allt það sem skáld þyrftu að læra, sjálf lögmál og fru- meindir skáldskaparins. Bókmenntir fornald- ar, gríska og rómverska klassíkin, voru honum að sama skapi kunnar og bregður þeirri kunn- áttu víða fyrir í ljóðum hans. Fernando Pessoa sneri aftur til Lissabonar árið 1905, þá sautján ára gamall og hreyfði sig varla þaðan síðan, bjó í leiguherbergjum og stöku sinnum hjá ætt- ingjum sínum. Hann hélt sig að mestu leyti í miðborg- inni, í hverfi því sem kallað er Baixa og er enn þann dag í dag eitthvert vinsælasta hverfi Lissa- bon-borgar. í Baixa blómstruðu viðskipti og verslun, götulífið ' var flölskrúðugt, mikið var af skuggsælum kaffi- húsum og vínstofum er hýstu alla þá gleði og þann sársaukafulla trega sem borgarlífið í byijun aldarinnar bauð uppá. Þarna undi hann sér löngum, orti á kaffi- húsunum og kom ljóðum sínum fyrir í trékistu sem hann flutti með sér á milli Ieigukompanna. Líkt og samtímamað- ur hans Thomas Stearns Eliot, áleit Fernando Pessoa að listamaðurinn yrði að leggja rækt við sitt samfélagslega hlutskipti og hafa höndum fast borgaralegt starf. Til þess að verða þjóð sinni að liði ekki einungis á sviði andlegra mennta heldur einnig á sviði verald- legrar velsæidar, hóf Fernando að rita versl- unarbréf fyrir banka og ýmis önnur fyrirtæki í Lissabon, aðallega á ensku og frönsku máli. Gegndi hann þessum starfa meðfram yrking- um sínum fram á sitt endadægur. Markmiðið var að vera þess umkominn að geta helgað skáldskapnum og bókmenntastörfunum sem mestan tíma, vera ekki bundinn af daglauna- vinnu þegar andinn kallaði- en skila þó sínu þess utan. Portúgal var þá sem nú, einn af útjöðrum Evrópu, lítið fátækt land er átti sér glæsta sögu að baki sem sjóveldi, heimsveldi á höfun- um. Fernando Pessoa átti lengi við það sál- arstríð að etja hvort honum bæri að líta á sig sem enskumælandi skáld eða helga sig sinni portúgölsku móðurtungu. Reyndai' er meirihluti þeirra hefta sem Fernando gaf út á æviskeiði sínu, (þunnra hefta) kveðin á enskri tungu. Antinous (1918) 35 sonnettur og Ensk ljóð (þtjú hefti 1922) eru öll ort á þeirri tungu. Einungis Mensagem (Boðskap- ur) sem kom út fáum mánuðum fyrir dauða hans 1935 og er safn ættjarðarljóða, nokkurs- konar hylling á portúgalskri sögu, þar sem hafið myndar einhverskonar umgjörð utanum efniviðinn, er öll ort á portúgölsku. 1910 er Fernando orðinn hagvanur í Lissa- bon og breyting verður á viðhorfi hans þegar hann kynnist og samlagast skáldahópi sem seinna varð þekktur undir nafninu „Nítján- hundruð og fimmtán hópurinn, eða Endur- reisnarmennirnir“. Fernando var þegar leidd- ur til öndvegis í hópi þessum en af öðrum félögum hópsins, má nefna skáldin Mário de Sá-Carneiro og Almada Negreiros. Saman setti skáldafylking þessi mikinn svip á menn- ingarlífið. Fernando birti ljóð sín frumkveðin á portú- gölsku í ýmsum tímaritum og dagblöðum og komst brátt að þeirri niðurstöðu að heimaland sitt væri portúgölsk tunga. 1915 hóf hópurinn útgáfu á tímariti er hlaut nafnið Orpheus, markmiðið með útgáf- unni var að kynna portúgölskum lesendum það markverðasta úr heimsmenningunni, auk þess að vera vettvangur nýrrar ljóðagerðar og menningarumræðu. Orpheus vakti mikinn úlfaþyt í Portúgal og er jafnan getið sem einhvers ágætasta framlags til kynningar á nútímaljóðagerð þar í landi, áhrifavaldur sem mótaði komandi kynslóðir skálda og bók- menntamanna. Um sama leyti birti Fernando leikverk sitt, 0 Marinheiro (Sjómaðurinn) annað tveggja leikverka sem hann skrifaði. Ilitt leikverkið lauk hann aldrei við en vann að samningu þess árum saman og byggði það á minninu um Fást, þar sem hann leggur m.a. út frá því að heimurinn sé allur táknum sleginn og líf mannanna byggist á skilgreiningum á þeim táknum, skilgreiningum er ali af sér sífelldar blekkingar, tálsýn ali tálsýnir. AÐYERA margir Menn í Fernando Pessoa tókust þeir á, skáld hinnar ljóðrænu klassísku heiðríkju og harm- leikjaskáldið, leikritahöfundurinn. Þessir menn geta átt vel saman eins og raunin varð á með W. Shakespeare og J.W. Goethe. En klofningur Fernando var stærri en svo að tveir menn tækjust á um sálarheill hans, í hinni flóknu skynjun sem fylgt hafði honum frá barnæsku, blunduðu fleiri menn með ólík- ar skoðanir, viðhorf og lífstilgang. Eftilvill mættust allir straumar samtíðarinnar í þess- um eina manni en listastefnum samtíðarinnar hafnaði hann, einni af annarri, dadaisma, súrrealisma sem hefur það að markmiði að þurrka út hugsun listamannsins, gera hann að einhverskonar milliliði hugarflugs og ástríðna. Súrrealisminn (sem síðar fékk sína fræðilegu upphafningu í tilverustefnunni) átti miklu fylgi að fagna í Evrópu á árunum á milli 1920 og 1930, þegar, svo að notuð séu orð annars höfundar: „Menn vöknuðu upp við að allt það er Evrópumenn höfðu talið sig hafa hvað mest í heiðri, trú, hugsjónir, frelsi og göfugmennska, var fótumtroðið á vígvöll- um álfunnar." Fernando gekk ekki þessum sterku straum- um samtíðar sinnar á hönd: „ósjálfráð list þar sem hugsuninni er úthýst og viðleitni mannsins til þess að finna í tilverunni sam- hljóm og samræmi er léttvæg fundin, gerir manninn að viðundri. Keppikefli listamanns- ins er að þekkja sjálfan sig, uppruna sinn, langanir sínar og þrár, harm sinn og heft- ingu, sem frekast hann má. Leit skáldsins er leit að eigin andliti." Súrrealisminn átti þó sína hápunkta og náði hvað mestum þokka og þroska í grann- landi Portúgals, Spáni, einsog flestum mun kunnugt, í ljóðlist Federicos García Lorca og kvikmyndállst Luis Bunuels, sem báðir blönd- uðu hann þó með spænskri alþýðulist, þjóð- sögum, sígunaljóðum og helgisögum og er það eitt útaffyrir sig ærið umhugsunarefni. Fernando heillaðist þó af symbólisma og fútúrisma, merkilegum undanförum áður- nefndra stefna er náðu hvað mestum þroska í Rússlandi og ólu af sér ekki ómerkari höf- unda en Andrej Belí, Boris Pasternak, Marínu Tsvetaévu, Önnu Akhmatovu, Osip Mandel- stam og Valdimír Majakovskí. Áhrifa fútúrisma á Fernando Pessoa þykir gæta, ásamt fleiru, í skáldskap Alvaro. de Campos, einu af þremur höfundarnöfnum hans sem hann átti eftir að skapa, gefa and- lit og sál, óbilandi trú á framtíð og framfarir, í blánd við agnarlítinn skammt af taugaveikl- un. Verður vikið að því síðar. Fernando Pessoa setti sér það markmið að yrkja á þann hátt að ljóðlist hans hefði í för með sér nýjungar. Til þess að vera þess umkominn að gera draum sinn að veruleika, setti hann saman kenningar um skáldskap er biðu einungis iðkenda sinna. Árið 1912 fann hann fyrir því að einhver gerði vart við sig í undirmeðvitund hans, einhver sem hon- um mistókst enn um sinn að fá til að stíga fram úr skugganum. Heiðinginn og sjálfshyggjumaðurinn Ric- ardo Reis var kominn til skjalanna. Tveimur árum seinna þann 8. marz 1914 var Fern- ando enn að bauka við þá iðju sína að reyna að töfra fram skáldaefni þau er hann vissi að bjuggu í skynjun sinnk „Þessi dagur var hápunkturinn í lífi mínu. Ég verð aldrei þess að njótandi að lifa annan líkan honum. Ég byrjaði á titli: 0 guardor de rebanhos (Fjár- hirðirinn) og það sem á eftir fylgdi var upp- götvun á einhveijum innra með mér, sem ég samstundis gaf nafnið Alberto Caeiro. Fyrir- gefið mér fáranleika fullyrðingar minnar: Meistari minn hafði birst mér!“ Síðar skrifaði Fernando um Alberto Caeiro: „Jafnvel á okkar öld, andar Caeiro skýlausri göfugmennsku. Veröld sem þjökuð er af alls- kyns hlutgervingum, færir hann hina hreinu náttúruupplifun aftur.“ Og þann 8. marz 1914 orti Fernando Pessoa einn þijátíu Ijóð í nafni meistara síns. Fijálsleg að formi til og í byggingu, greina ljóðin frá hugsunum manns sem hefur engan metnað eða væntingar til veraldarinnar. Birta sólarinnar er honum mun meira virði en allar hugsanir skálda og heimspekinga, birtan sem veit ekki um hlutverk sitt og skín jafnt á ríka 22

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.