Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 19
F yrsti augnlæknir á íslandi Aöndverðu þessu ári voru hundrað ár liðin síðan Björn Ólafsson, læknir frá Ási í Skagafirði, kom til starfa á íslandi eftir sérfræðinám í augnlækningum í Kaupmannahöfn. Er hann fyrsti íslenski læknirinn, sem leggur stund á Talið er að BJÖRN ÓLAFSSON hafi fyrstur lækna á Norðurlöndum framkvæmt húðflutning af einum líkamsparti á annan. Hann græddi húð, bæði á augnalok og víðar á andlit, og getur því einnig talist frumherji í lýtalækningum. Eftir GUÐMUND BJÖRNSSON sérgrcin. Aður en Björn tók til starfa var vart um aðra augnlæknisþjónustu að ræða hér á landi en þá, sem hinir fáu héraðslæknar gátu veitt, en sú þjónusta var mjög takmörkuð, enda var þá engin kennsla í augnsjúkdómum í Læknaskólanum. í skýrslum sínum til landlæknis á síðustu öld greina þeir frá bólgu í slímhimnu augans og hvarmabólgu. Þessir kvillar voru þá mjög algengir hér á landi. Héraðslæknarnir minn- ast ekki á alvarlega sjúkdóma í augum, sem orsaka skerðingu á sjón, svo sem gláku eða ský á augasteini. Dr. Jón Hjaltalín, landlæknir, gerði fyrst- ur íslenskra lækna meiriháttar skurðaðgerð- ir á augum. Vitað er um þijár augnaðgerðir sem hann gerði á árunum 1859-1896. Minnst er á nokkra augnsjúklinga í Sjúkrahúsi ■Reykjavíkur (1866-1903) en engar augnað- gerðir voru gerðar þar. Björn Ólafsson var Skagfírðingur í báðar ættir, fæddur að Ási á Hegranesi 11. apríl 1862. Faðir hans, Ólafur Sigurðsson, tók mikinn þátt í framfaramálum sveitar sinnar og var alþingismaður um tíma. Móðir Björns var Sigurlaug Gunnarsdóttir frá Skíðastöð- um í Laxárdal. Björn stundaði nám í Lærða- skólanum og tók stúdentspróf vorið 1884. Næsta haust hóf hann nám í Læknaskólan- um í Reykjavík, en þetta sama haust fluttist skólinn í hið nýbyggða Sjúkrahús Reykjavík- ur í Þingholtum (Þingholtsstr. 25). Björn lauk prófi í forspjallsvísindum við Prestaskól- ann vorið 1885. Mátti enginn ljúka fullnaðar- prófi frá Læknaskólanum, nema hann hefði lokið slíku prófi áður. Á þeim tíma sem Björn var í Læknaskólanum veitti Schierbeck land- læknir skólanum forstöðu en samkennarar hans voru dr. Jónas Jónassen héraðslæknir og Tómas Hallgrímsson, sem var fastakenn- ari við skólann. Ytri aðbúnaður Læknaskól- ans í Þingholtum og sjúkrahússins var í mesta máta frumstæður og var skurðstofa sjúkrahússins í annarri kennslustofu skólans og var þar hvorki vatns- né skólpveita. Björn lauk kandidatsprófi 1888 með hárri fyrstu Jóhanna Matthías- dóttir, Kjörseyri. Myndin er tekin 1907. Jóhanna liafði aidrei séð börnin sín þar til Björn gerði á lienni augnað- gerð, svo hún fékk sjónina á báðum aug- um og hélt henni til dauðadags. Björn Ólafsson, fyrsti augnlæknir landsins og jafnframt fyrsti lýtalæknirinn. einkunn. Að embættisprófi loknu sigldi Björn til Hafnar og starfaði tilskilinn tíma á fæðingar- stofnun og var síðan við nám í augnlækning- um til ársloka 1889. Vann hann á klínikinni hjá dr. Edm. Hansen-Grut, sem var prófess- or í augnsjúkdómafræði við Hafnarháskóla. Hafði Hansen-Grut numið hjá augnlæknum í Þýskalandi og Frakklandi, sem lögðu grunninn að vísindalegum augnlækningum. Heimildir eru fyrir því að Hansen-Grut hafi talið Björn meðal sinna bestu lærisveina. Er Björn kom heim frá framhaldsnámi 1890, þjónaði hann Rangárvallahéraði í nokkra mánuði, en var settur frá 1. sept. aukalækn- ir í þriðja aukalæknishéraði, er náði yfír Skipaskaga og fjóra syðstu hreppa Borgar- fjarðarsýslu. Sat hann á Akranesi. Samtíma heimildir segja, að á Akranesi hafi brátt orðið mikil aðsókn a,ð hinum nýja héraðs- lækni og einkum farið mikið orð af augn- lækningum hans og leitaði fólk til hans hvað- anæva af landinu. Eitt af fyrstu lækninga- afrekum Björns átti mikinn þátt í því að hann varð fljótt landsþekktur. Sumarið 1891 leitað Jóhanna Matthíasdóttir, kona Finns á Kjörseyri, til Björns. Var hún þá 46 ára að aldri. Innan við þrítugt var hún orðin það sjóndöpur, að hún þekkti ekki fólk og hafði hún ekki séð börn sín, er hér var kornið sögu. Hafði hún farið til Kaupmannahafnar nokkrum árum áður (1877), en læknar þar töldu ekki tímabært að gera á henni aðgerð. Gerði Björn á henni dreraðgerð (tók auga- stein, sem var orðinn ógagnsær) á báðum augum og fékk hún góða sjón með viðeig- andi gleraugum, sem Björn útvegaði henni og sá hún til að Iesa og sauma. Hélt hún sjóninni til dauðadags, en hún dó í hárri elli. Þessa fyrstu dreraðgerð sem vitað er um að Björn framkvæmdi gerir hann í svo- nefndu Krosshúsi á Akraúesi, en hann var þar til heimilis hjá Guðmundi kaupmanni Ottesen. Aðeins ein ársskýrsla úr Akranessauka- læknisumdæmi hefur varðveist frá Birni Ólafssyni. Markar þessi skýrsla tímamót í sögu læknisfræðinnar hér á landi. Það er í fyrsta skipti að héraðslæknir sendir frá sér jafn greinargóða skýrslu, er ber vitni um meiri kunnáttu í læknisfræði en almennt gerist meðal lækna hérlendis á þessu tíma- bili, auk þess sem nýr sjúkdómaflokkur sér dagsins ljós. Svo heppilega vill til að einka- sjúkraskrár Björns Ólafssonar hafa varðveist að undanskildum tveimur fyrstu starfsárum hans. Ná þær yfir tímabilið frá 24. júlí 1892 til 12. október 1909. Hefðu sjúkraskrár þess- ar ekki varðveist og komið í leitirnar væri lítið vitað um læknisstörf Björns nema þau, sem í munnmælum eru geymd. í nóvember árið 1970 fékk höfundur þess- arar greinar sjúkradagbækur Björns óvænt í hendur. Höfðu bækurnar þá nýlega fundist í skjalasafni Reykjavíkurborgar að Korpúlfs- stöðum, er verið var að kanna verðmæti„er björguðust úr bruna, er varð í safninu nokkr- um árum áður. Dagbækur eða sjúklinga- skrárnar geyma mikinn fróðleik um augn- sjúkdóma hér á landi á fyrrnefndu tímabili. Eru þær frábærlega vel unnar og bera höf- undi þeirra glöggt vitni um vandvirkni og kunnáttu. Hvað augnlækningar snertir kem- ur Björn í ónumið land. Hann verður fyrstur til að greina þá augnsjúkdóma, sem hér voru tíðastir, leggur grundvöllinn að blindu- vörnum hér á landi með glákulækningum sínum og er fyrstur lækna að framkvæma augnskurði í stórum stíl og mæla gleraugu eftir kúnstarinnar reglum. Verður nú helstu augnsjúkdómum um síðustu aldamót gerð nokkur skil og er ein- göngu stuðst við sjúkradagbækur Björns, enda ekki um aðrar heimildir að ræða. Lang LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1990 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.