Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 42

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 42
Þriggja súlna rakarastofur! Og ég lauma mér út í iðandi borgina, framhjá kínversku vinum mínum sem vilja helst aka með mig í hálftíma 5 mínútna göngu- leið kannski ekki að undra því umferðin er varasöm - og ýmis- legt annað fyrir „viðkvæma" vest- ræna konu. Eg er eins og frá annarri plánetu innan um alla dökkhærðu Kínveijana, en þeir eru vanir vestrænum ferðamönn- um og ég hverf í fjöldann. Skraut- leg kínversk tákn yfir keimlíkum háhýsum og erfitt að rekja sig eftir kínverskum götunöfnum. Eins gott að villast ekki hérna, en margir tala ensku! - Rétt hjá hóteli flæða kynlífstímarit út af söluborði götusala - sérútgáfur fyrir karlmenn í viðskiptaerind- um, sem standa í biðröðum að ná sér í lesefni fyrir kvöldið. Hér er hugsað fyrir öllum þörfum (karla) í viðskiptaerindum. - Gjarnan barið á hóteldyr hjá einmana sál- um. - Og margskonar rakarastof- ur í gangi: 1 súla þýðir venjulegan rakstur; 2 súlur: má snerta,' en ekki meir; 3 súlur: allt leyfilegt! Að drekka blóð úr eitursnákum Og ef „kynorkuna" vantar má bregða sér niður í „snákahverfið" - ómissandi hluta af gamla Kína, sem Taiwan-búar fluttu með sér. í „snákahverfinu" eru eitraðir snákar í úrvali. - Bara að benda á þann fjörugasta í búrinu sem sölumaður fiskar upp og veifar í kringum sig eins og kúreki með slönguvað - ristir kviðinn eld-' snöggt niður úr með rakvélarblaði - lætur blóðið dijúpa í skál - smáskvettu úr gallblöðru hrært saman við - og „má ekki bjóða þér“? Kínveijar dýrka eitraða snáka. Blóð úr þeim ku gera karl- mann að manni. - En með vest- rænni „spillingu" er næturlíf í snákahverfinu orðið varasamt og ferðamenn varaðir við að fara þangað. Nýríkþjóð - vinnusöm eins og maurar Taipei hefur byggst svo hratt upp að tæpast hefur unnist tími til að leggja alúð við húsaskreyt- ingar eða skipulag. Háhýsi gnæfa yfir gömlum húsum í öngstrætum. Ekkert hús er yfir 20 hæðir enda stendur borgin á virku sprungu- svæði og Kyrrahafsfellibyljir geta heijað á sumrin. En byggingar eru vandaðar og sérstyrktar fyrir jarðskjálfta. Taipei geymir líka ævintýralega nýtískuleg hús eins og t.d. sýningarhöllina og hótelið „World Trade Center“. Minning- arhöll Chiang Kai-shek, sem var opnuð 1987 til að minnast aldar- afmælis forsetans, gæti verið aft- an úr öldum. Forn kínversk bygg- ingarlist og skreytilist í umhverfi er látin njóta sín í þessu stór- brotna mannvirki - sem og í Þjóð- aróperu og Þjóðartónlistarhöll innan sama svæðis. Þessar fögru menningarmiðstöðvar taka 4.296 manns í sæti og kostuðu litlar 200 milljónir Bandaríkjadala. Undraheimur glæsiverslana Og undraheimur verslana í Taipei er engu öðru líkur! Mat- vöruverslanir geyma bestu gæði og úrval allsstaðar að í heiminum bókstaflega flæðír úr hillum og kælihólfum. Kínveijar eru geysi- vandlátir hvað þeir setja ofan i sig - vilja það besta og hafa efni á að kaupa það! Veitingahús í Taipei eru með þeim bestu sem völ er á. - Kínverskar húsgagna- búðir minna á glæsileg söfn. Handiðnaður, minjagripir, tísku- fatnaður. Rafmagnstæki annars staðar í heiminum hverfa í skugg- ann fyrir glæsileikanum í Taipei - Heimsækið endilega „Handicrafl Center" eða „The Iittle humblc shop“ (Kínveijar eru meistarar í að vanmeta sjálfa sig í orðum!). Eg var alveg heilluð af framúr- stefnu í leikfangagerð og sætu brúðunum með skásettu augun. Varð bam í annað sinn! Taiwan- búar eru heimsmeistarar í eftirlík- Hið ævintýralega Þjóðminja-hallarsafn í Taipei er eins og sprengjuvarið mannvirki. ingum. Með góðum samböndum er hægt að kaupa hér eftirlíkingar af dýrustu tegundum demants- gullúra (kosta kannski 750.000 kr.) fyrir um 14.000 kr. Vöruval í verslunum er einstaklega vandað - hægt að fmna ýmislegt ódýrt en verð oft í dýrari kantinum. Vel klædd börn og kurteisir unglingar Litlu taiwönsku börnin eru eins og litlar postulínsbrúður - patt- araleg, vel hirt og áberandi betur klædd en börn víða t.d. í vestræn- um borgum. Lítil stúlkubörn eins og klippt út úr ævintýri í bylgj- andi blúndukjólum! Unga fólkið er kurteist og vel klætt. Ungu Kínveijarnir eru hávaxnari, grennri og bera sig betur en strit- andi forfeður þeirra frá Stóra- Kína. Hér er að vaxa upp ný og falleg Asíukynslóð, alin upp sam- kvæmt 2.500 ára heimspeki - harðdugleg ungmenni sem sækj- ast eftir að mennta sig sem best. (Taiwan-búar keppa við Japani í tæknibúnaði og menntun.) Vest- rænir unglingar mega sannarlega hafa sig alla við til að standast samanburð. Lifað samkvæmt 2.500 ára heimspeki „Ef þú vilt skilja okkur, komdu þá með mér í Konfúsíusarhofið,“ sagði leiðsögukonan mín, hún Cynthia, barnung, grönn og kven- leg - en hámenntuð í utanríkis- málum og stefnir á sendiherra- stöðu fyrir Taiwan. Saman stönd- um við í innigarði hofsins. Mjög áhrifamikið að horfa á endalausan straum ungmenna kijúpa við alt- ari Konfúsíusar. Japanskur skóla- hópur slæðist líka innan um - fyrir þá er ferðalag til' Taiwan eins og að skreppa til Kaup- mannahafnar fyrir okkur! „Þau eru öll að biðja um betri einkunn- ir og betri skilning á lífinu," seg- ir Cynthia. „Konfúsíus fæddist fyrir 2.500 árum, þegar menntun var sérréttindi aðalsins. En hann vildi mennta alla einstaklinga - vildi láta þá vitrustu stjórna - hvaðan úr stétt sem þeir komu! (Hvílík gífurleg hugmyndabylting fyrir 2.500 árum!) - Við Kínveijar trúum því að hver einstaklingur geti orðið mikilmenni ef hann lærir nógu mikið! - Elsti og reynd- asti fjölskyldumeðlimur er ávallt í miklum metum hjá okkur.“ Helgustu dómar Kín- verja í Taipei Er menntunardýrkun leyndar- dómurinn á bak við velgengni Taiwanbúa - á bak við eitt sterk- asta efnahagskerfi í heimi? Hér er æðstá lífshamingjan fólgin í því að geta menntað sig! Taiwan býr yfir tveimur helgustu dómum Kínveija: 1) afkomanda Konfús- íusar í 77. lið (hinn 71 árs K’ung Teh-Cheng er einn virtasti núiif- andi Kínveiji) 2) listmuna’safni kínversku keisaranna, sem er stórmerkasta fornminjasafn kínverskra listmuna. „Þess vegna er Taipei' hin sanna höfuðborg allra Kínveija," segja Taiwan- búar! Gula hættan - eða gula fyrirmyndin? Já, Vesturlandabúar mega kannski hrósa happi yfir, að að- eins þessum 20 milljónum Kínverja tekst að lifa svo náið eftir heimspekikenningum Konf- úsíusar. - Hugsum okkur ef Taiwan-búum tækist að umbreyta efnahagskerfi Stóra-Kína á þrem- ur áratugum - frá sárustu fátækt í mesta veraldarauð. - Sá Asíur- isi - með yfir milljarð ibúa - yrði gífurlega sterkur! - Elstu kynslóð Taiwan-búa, sem flúði yfir sundið, dreymir um móðurlandið og um 600 þúsund Taiwan-búar heim- sóttu Stóra-Kína á árinu, en að- eins 60-70 manns komu hingað. Kannski dreymir þá um samein- ingu með ákveðnum grundvallar- skilyrðum. í heim- sókn hjá taiw- önskum útskurð- armeist- ara. Dæmigert landslag I Taiwan, gróðursæl árgljúfur og fallegar göngubrýr og stígar upp í búddahofin í hæðunum. Við Kína- gluggann, safn með smækkuð- um eft- irlíkingum af frægum kínversk- um bygg- ingum ná- lægt Tai- pei. Hlustum á afkomanda Konfúsíusar „Okkur dreymir um öflugt kínverskt ríki - byggt á fornri kínverskri menningu; - kenning- úm Konfúsíusar; - á mannkær- leika þar sem einstaklingurinn er sögu þjóðar sem á 5.000 ára sögu að baki? Kenningar Konfúsíusar hafa verið reyndar í 2.500 ár og standa sterkari en nokkru sinni áður, en kommúnisminn er fallinn eftir 40 ár! í Stóra-Kína ríkir ekki mannúðarstefna - einstaklings-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.