Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 10
hafi verið fluttir svo langt frá bænum. Mér finnst líklegra, að höggstokkurinn hafi ver- ið settur upp í lautinni sem verður niður af Fornastöðli. En um þetta er ekkert víst.“ Kirkjan hefur alla tíð gnæft yfir önnur hús í Skálholti; þó var sá munur orðinn æði lítill og varla umtalsverður þegar Sigurbjörn kom fyrst að Skálholti. En var kirkjan allt- af þar sem hún stendur nú? „Hún hefur verið þar frá fyrstu tíð“, seg- ir Sigurbjörn. „En kirkjur í Skálholti hafa verið mjög mismunandi stórar. Við vitum ekki um stærð hinnar fyrstu, kirkju Gis- surar hvíta. En sú sem sonarsonur hans, Gissur biskup, reisti, var „þrítug að lengd ( 30 álnir, Hungurvaka). Hún var helguð Pétri postula og varð dómkirkja íslendinga. En með þeirri kirkju, sem Klængur biskup Þorsteinsson reisti fyrir aldamótin 1200 mun miðaldakirkjan hafa náð þeirri stærð, sem hún hafði síðan; hún var krosskirkja, 50 metra löng, og um það bil helmingi lengri en núverandi Skálholtskirkja. Klængur lét höggva stórviði í hana úti í Noregi og komu þeir út hingað á tveimur skipum. Viðurinn var dreginn neðan af Eyrarbakka á ísum, síðast uppeftir Hvítá og inná víkina, sem blasir við hér fyrir framan og heitir Unda- pollur. Þaðan var viðurinn dreginn uppundir Jólavallagarð, sem þar er fyrir ofan. Þetta hefur verið gífurlegt átak; Klængur biskup hefur verið stórhuga maður.“ Þessari kirkju þjónaði Þoriákur helgi og hún brá stórum svip á staðinn í rúma öld. Þá gerðist það sem er harla óvenjulegt á íslandi, að eldingu laust niður í hana árið 1309 og brann hún þá. Það hefur verið ógurlegt áfall; hvað tók þá við? Sigurbjörn: „Kirkjan var endurreist og eftir því sem bezt er vitað í sömu stærð að minnsta kosti. Það gerði Árni Helgason, sem þá var biskup. Það sem gerði slíka endur- reisn mögulega var að Skálholtskirkja átti skógarhögg í Noregi og mikla reka á íslandi. Enn varð kirkjubruni í Skálholti. Það gerðist árið 1527 í biskupstíð Ögmundar Pálssonar. Og aftur var kirkjan endurreist í sömu stærð og áður. En timburkirkjur voru mjög farnar að fúna og ganga úr sér eftir 100 ár og það kom í hlut Brynjólfs biskups Sveinssonar að endurbyggja Skál- holtskirkju næst. Hann minnkaði hana til muna; samt hefur hún verið lítillega lengri en núverandi kirkja. Brynjólfskirkjuna þekkja landsmenn af teikningu Englend- ingsins Cleveley, sem var í leiðangri Sir Josephs Banks til íslands árið 1772. Þetta hefur verið sams konar hús í sniðum og fyrri kirkjur, krosskirkja með útbrotum. Turninn er lítill, en á teikningunni gnæfir hún samt yfír önnur hús á staðnum. Brynjólfskirkjan stóð af sér jarðskjálftana 1784, þegar önnur hús hrundu þar og að stofni til stóð hún fram til 1850, þá orðin rúmlega 200 ára gömul. Þá hafði sú breyt- ing orðið frá og með árinu 1785, að biskups- stóll og dómkirkja í Skálholti voru lögð nið- ur með konungs tilskipun. Eftir það varð Skálholtskirkja útkirkja frá Torfastöðum og síðar frá Ólafsvöllum á Skeiðum. Hannes Finnsson, síðasti biskup í Skál- holti, keypti jörðina með öllum gögnum og gæðum, þar á meðal kirkjunni, þegar stóls- eignirnar voru seldar hæstbjóðendum. Eftir lát Hannesar bjó Valgerður ekkja hans áfram í Skálholti um sinn og næst var það hún, sem gerði kirkjuna upp skömmu eftir aldamótin 1800. Þá var tekin af henni turn- inn og útbrotin, en að öðru leyti hélt kirkjan reisn sinni. En hér var aðeins verið að ýta á frest hinu óumflýjanlega og í vízitasíu biskups frá 1848 er kirkjan talin svo „stór- gölluð að valla er messufær í misjöfnu veðri“. Næst var ráðist í að minnka hana enn frekar og eitthvert millistig mun hafa orðið, þar til kirkjan sem við munum báðir eftir var reist um 1850. Hún var búin að standa í 100 ár, þegar endurreisn Skálholtsstaðar hófst, en hafði fyrr á öldinni verið klædd með bárujárni." V Skálholtskirkju hinni nýju þarf ekki að lýsa svo kunn sem hún er. Hitt má aftur á móti minna á, að til hennar runnu margar góðar gjafir þegar bygging hennar stóð yfir. Mest munaði um þær gjafir, sem bár- ust frá Noregi og Danmörku. Norðmenn gáfu mikið af byggingarefni, þijá viðhafnar- stóla og fleiri góða muni. Danir gáfu mynd- glugga, orgel, kirkjubekki og kostuðu að mestu hina fögru altarismynd, sem Nína Tryggvadóttir er höfundur að. Það er varla á neinn hallað þótt sagt sé, að Kristsmynd Nínu setji meiri svip á kirkjuna en nokkuð annað og betra dæmi er naumast hægt að benda á fyrir framúrskarandi nútíma kirkju- list á íslandi. Auk þessa gáfu Færeyingar skírnarfont, Svíar altarisstjaka og tvær kirkjuklukkur, en hin Norðurlöndin gáfu sína klukku hvert. A brekkubrúninni vestur af kirkjunni. Þar sem njólinn blómstrar nú, stóðu áður allskonar íveru- og gripahús eins og sést á teikningunni frá 1772. Jarðgöngin inn í kjallara kirkjunnar voru fallin, en hafa verið endurgerð. Það er gegnir furðu hvað Skálholtskirkja er fátæk af gömlum kirkjugripum í ljósi þeirrar miklu sögu, sem hún á að baki. Það er með ólíkindum, að þessi kirkja skuli ekki eiga mikilfenglegt altari aftan úr öldum, eða altarisbrík, sem tíðkaðist að hafa í höf- uðkirkjum. í hliðarálmu stendur að vísu gamait altari úr Brynjólfskirkjunni, sem vitnar einna helzt um það, að ekki hafi mátt eyða í það of miklu timbri. Og skreytt- ur predikunarstóll meistara Jóns Vídalíns er þarna, svo og ljósakróna og tveir vegleg- ir koparstjakar frá 1650 standa á altarinu, gjöf Hörmangarafélagsins á sínum tíma. Einhveijir mestu dýrgripir kirkjunnar eru þó ekki í henni, heldur á Þjóðminjasafninu: Ríkulega skreyttur kaleikur frá því um 1300 og með honum silfurpatína. Þar er og vel varðveitt fagurt korpóralshús með mynd af boðun Maríu, talið vera frá því um 1500 og loks skírnarsár úr kirkju Brynjólfs, frá 1651. Óskiljanlegt er að þessir gripir, eink- um þó kaleikurinn, skuli ekki hafðir á sínum stað í Skálholti. Ég spurði Sigurbjörn um altarisbríkina, sem fyrir löngu hafði prýtt kirkjuna; hvað varð um hana? „Það er sorgarsaga", sagði Sigurbjörn. „Þessi altarisbrík með miklu gylltu mynd- verki útskornu var frá biskupstíð Ögmundar á 16. öldinni og jafnan kölluð Ögmund- Á teikningu Cleveleys frá 1772 má sjá, hvernig Skálholtsstaður hefur litið út frá vestri. Nútímalist í Skálholtskirkju: Altaris- mynd Nínu Tryggvadóttur og einn af gluggum Gerðar Helgadóttur. í túninu suður af kirkjunni sést enn móta fyrir tröðinni, sem var ein af þrennum tröðum heim að Skálholti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.