Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 18
konungum Langbarða, en þó sérstaklega drottningum þeirra svo sem Rósamundu, Þelólindu og Ermengördu en af þeim eru miklar sagnir og gæti lífsferill þeirra verið tekinn úr leikritum Shakespeares eða óper- um Wagners og Verdis. Langbarðar voru yfirleitt miklir menn vexti, miklir hermenn og grimmir í orr- ustum. Samfélagsskipan þeirra var svo sem með öðrum norrænum mönnum. Alftjálsir menn voru þeir sem stóðu fyrir og tóku þátt í bardögum og herþjónustu — síðan voru hálfftjálsir menn — handverksmenn og bændur og síðan þrælar. Staða konunnar í samfélagi þeira var vernduð og mikils met- in svo sem var með öðrum germönskum og norrænum þjóðum. í tímans rás samlagað- ist samfélag þeirra hinni rótgrónu róm- versku menningu heimamanna. Langbarðar tóku snemma kristna trú eftir komu sína til Ítalíu og aðhylltust Aríanisma vegna áhrifa frá Býsanz en gerðust síðar róm- versk-kaþólskir. Páfastóllinn í Róm, sem nú hafði slitið öll tengsl við Konstantínópel og naut ekki lengur verndar Býsanzkeisara, var uggandi um sinn hag og óttaðist að Langbarðar legar hugleiðingar. Á seinni hluta miðalda og Endurreisnartímanum urðu fjármála- og bankamenn frá Lombardiu og Toscana ráð- andi og skapandi í þeirra tíma viðskipta- heimi. Þeir settust að í London, París og Amsterdam. Margir íslendingar þekkja Lombardstreet í viðskiptahverfi Lundúna (City). Nafnið stafar frá fjármála- og banka- mönnum Langbarða er þar settust að á 15. og 16. öld. Auðvitað urðu Langbarðar og afkomend- ur þeirra hluti af hinni ítölsku þjóð og þátt- takendur í hinni einstöku menningarsköpun þeirrar þjóðar í gegnum liðnar aldir til þessa dags sem er einn af hornsteinum hins sam- evrópska menningararfs. Langbarðar Og Uppruni ÍSLENDINGA Þá er komið að spurningunni sem sett er fram í fyrirsögn þessarar greinar — um örlagarík áhrif Langbarða um uppruna Is- lendinga eða hluta þeirra í tengslum við kenningu Dr. Barða heitins Guðmundssonar' sagnfræðings. Á blaðsíðum 227-228 í riti Dr. Barða Uppruni íslendinga útg. Bókaút- Altarisskreyting eftir Langbarða frá 8. öld. mundu leggja til atlögu við Róm. Páfinn gerði því bandalag við Franka undir forustu Karlunga sem þá voru í miklum uppgangi. Pippin kallaður hinn stutti, hallarráðsmaður hjá konungi Franka hafði raunverulega rænt konungsvaldinu í sínar hendur og gerði nú bandalag við páfa gegn Langbörðum gegn því að páfi viðurkenndi hann sem konung Franka og veitti honum smurningu til konungs. Pippin þessi var hinn mesti bragðarefur og hafði löngu áður en Machia- velli skrifaði bók sína um klæki stjórnmál- anna notfært sér kenninguna um að tilgang- urinn helgaði meðalið. Páftnn gekk að öllum kröfum Pippins og Frankar héldu inn á It- alíu. Þeir sigruðu Langbarða í mörgum orr- ustum og hörðum undir forustu Karlamagn- úsar, síðar keisara, sonar Pippins. Konungur Langbarða reyndi friðarsamninga við Karla- magnús með því að gefa honum dóttur sína Ermengördu en hjónabandið varð skamm- vinnt og friðurinn enginn. Þannig leið hið volduga ríki Langbarða undir lok. Hvað var svo um Langbarða? Þeim var að sjálfsögðu ekki útrýmt þó að margir þeirra féllu í styijöldum þeirra við Franka og margir valdamenn þeirra væru sviptir lífi og eignum er Karlamagnús tók sér kon- ungstign yfir Langbörðum. Enn í dag heitir fjölmennasta og ríkasta fylki Ítalíu Lomb- ardia með Mílanó sem annarri stærstu borg Ítalíu sem höfuðstað. í raun er Mílanó önnur höfuðborg Ítalíu ásamt Róm. í Róm er talað og rætt fram- og aftur um hlutina en í Mílanó er fram- kvæmt og framleitt. Róm og Flórens hefur stundum verið líkt við Aþenu en Mílanó við Spörtu í Grikklandi hinu forna þar sem hinn harði veruleiki er ráðandi en ekíci heimspeki- gáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1959, segir svo í kaflanum Uppruni íslenskrar skáld- menntar: „Á rústum hins mikla ríkis Atla Húnakonungs reis upp á síðari hluta 5. ald- ar öflugt Herúlaríki í Austur-Ungveija- landi. í herferð Ódóvakars til Ítalíu 476, er vest-rómverska ríkið leið undir lok, tóku Herúlar mikinn þátt og hlutu þar lönd að launum. Tæpum mannsaldri síðar yfir- buguðu Langbarðar ríki þeirra í Ungvetja- landi og felldu Hrólf konung þeirra. Þá var það, að sumir Herúlanna tóku sig úpp og fluttust til Norðurlanda undir leiðsögn kon- ungborinna höfðingja ... Þeirri kenningu, sem haldið er fram af Eliasi Wessén, að Skjöldungarnir hafi verið Herúlar, verður trauðlega hnekkt. Hefur og N.C. Lukman nýlega fært hin gildustu rök að því, að Hrólfur kraki sé sami maður og Herúla-kon- ungurinn, sem Langbarðarnir felldu. Meðal niðja Herúlanna, er fluttu til Norðurlanda um aldamótin 500, hefur minningin um Hrólf konung geymst í ljóðum og sögnum. í þeirra augum verður hann „ágætastur allra fornkonunga", eins og Snorri Sturluson kemst að orði. .. Áð sjálfsögðu hafa Herúl- arnir, sem komu frá Suðurlöndum, staðið iangum framar í menningaríegu tilliti en þeir þjóðstofnar, sem heima sátu. Það munu þvi vera hinar herúisku höfðingjaættir, sem báru uppi skáldmenntina á Norðurlöndum, áður en ísland byggðist, og þar halda þær svo áfram þeirri forystu, er birtist svo skýrt í hinu blómstrandi bókmenntastarfi Islend- inga, sem á sér engan líka meðal germ- anskra þjóða á miðöldum. En gamla íslenska höfðingjastéttin, sem hafði menningarfor- ystuna á hendi, var ekki bara runnin frá Herúlum. Þjóðstofn þessi hefur blandast Dönum. Þar af stafar nafnið Hálfdanir og hugmyndin um ættstofnsföðurinn Hálfdan hæstan Skjöldunga. Svo og heitið „dönsk tunga“ í merkingunni „vor tunga“. Þannig nefndu forfeður vorir móðurmál sitt.“ Hin sögulega staðreynd er sú: — Lang- barðar gjörsigra Herúlaríkið í Ungveijalandi sem verður til þess að stór hluti Herúla flyt- ur til Norðurlanda og það voru afkomendur þessa aðkomufólks sem Haraldur hárfagri gerir brottræka úr Noregi eftir orrustuna í Hafursfirði. Eins og Dr. Barði hefur rétti- lega bent á var hann ekki að hrekja burtu norskættaða bændur frá óðulum sínum sem hefði verið bæði óskiljanlegt og óviturleg ráðstöfun enda hefði Haraidur ekki haldið konungstign sinni lengi hefði hann snúist þannig gegn eigin fólki. Þagnarmúrinn Mikli Nú eru liðin fimmtíu ár síðan Dr. Barði Guðmundsson setti fram kenningar sínar á sagnfræðiþingi í Kaupmannahöfn 1939. Erindi hans vakti þá verulega athygli en síðastliðin þijátíu ár, er sem sleginn hafi verið þagnarmúr í kringum söguskoðun hans og virðist sem Norrænudeild Háskóla ísiands hafi verið aðalbyggingameistari að þeim múr. Prófessor Jón heitinn Jóhannespn hafnar að vísu kenningum Dr. Barða í ís- lendingasögu sinni en rök hans er haldlítii, — en rök Barða sögulega vísindaleg og frumleg. Öðrum fræðimönnum íslenskum hefur ekki tekist að koma .með neina sann- færandi skýringu á hinu einstaka bók- menntastarfi íslendinga og hafa nánast af- greitt málið með þessum hætti: „Þetta bara var svona“! „Litlu verður Vöggur feginn,“ er haft eftir Hrólfi kraka, en setning þessi er enn Islendingum töm á tungu og gæti hún vel átt við Norrænudeild Háskóla ís- lands allt frá því að Sigurður Nordal yfir- gaf deildina. Það væri verðugt verkefni fyrir hina nýju Stofnun Sigurðar Nordal að kveðja saman evrópska sagnfræðiráðstefnu, sem eingöngu fjallaði um Herúla og kenningar Dr. Barða Guðmundssonar og birta síðan niðurstöður hennar sem stofn að sögu Herúla, sem liggja óbættir hjá garði íslendinga. Saga Gota, Engilsaxa, Franka og Lang- barða voru skrifaðar fyrir mörg hundruð árum. Ekki er mér kunnugt um að til sé rituð saga Herúla. Tæplega gæti Norrænu- deild H.I. átt þár frumkvæði, því hún virð- ist fyrirfram hafna öllum nýjum hugmynd- um sem óvísindalegum vinnubrögðum og hugarórum. Þannig hafa þeir meðhöndlað hinar nýstárlegu og merku athuganir og kenningar Einars Pálssonar og'þannig hafa þeir einnig í raun útilokað kenningar Dr. Barða. Óvísindaleg óskhyggja sögðu forn- leifafræðingar og sagnfræðiprófessorar þegar Heinrich Schlieman gerði uppgötvan- ir sínar í Grikklandi með kviður Hómers að leiðarvísi. Óvísindalegir hugarórar sögðu læknaprófessorar við Sorbonne þegar Paste- ur sagði þeim að sjóða áhöld sín og þvo sér um hendurnar áður en þeir aðstoðuðu konur í barnsnauð eða gerðu skurðaðgerð. Saxi hinn danski (Saxó grammaticus) sem á sinni tíð ritaði sögu Danmerkur seg- ir svo: „Eigi má iðja íslendinga gleymast í þögn. Vegna ófijósemi lands síns eru þeir Iausir við óhóf í mat og uppfylla stöðugt skyldur hófseminnar — eru og vanir að nota vel hveija stund til að efla þekkiiigu um dáðir annarra — vega skort sinn upp með andlegri dáð. Allra þjóða sögur telja þeir sér því nautn í að þekkja og setja í frásagnir — þeim þykir ekki minna um vert að lýsa afrekum annarra en að sýna sín eigin. Fræðasjóði þeirra fulla af sögulegum sönnunargögnum hefi ég kynnt mér kapp- samlega og samið eigi lítinn hluta verks míns upp úr frásögnum þeirra. Hef ég eigi forsmáð að hafa þá mér til ráðgjöfunar, sem ég vissi svo þrautkunnuga fornöldinni.“ Vonandi er hægt að heimfæra eitthvað af þessum ummælum upp á okkur íslend- inga enn í dag. Hér á meginlandi Evrópu eru múrarnir að hrynja og landamærin að hverfa. Vonandi eru að koma skörð í hinn díalektíska „Berlínarmúr“ sagnfræðinnar á íslandi og hin dogmatísku landamæri að hverfa. Um það leyti sem ríki Langbarða leið undir lok tóku aðrir afkomendur norrænna manna»land á suður Ítalíu. Þeir komu á langskipum gegnum Njörvasund og stofn- settu mikið og blómlegt ríki á suður Ítalíu, Sikiley og Möltu. Eins og ríki Langbarða stóð það einnig 1 tvöhundruð ár. Þetta voru Normanar komnir frá Normandý. Ríki þetta náði hápunkti í persónu þess manns sem þegar í lifanda lífí fékk viðurnefnið Stupor Mundi — undur heimsins. Um þetta ríki og þessa persónu mun hæsta grein mín fjalla. Höfundur býr í Trieste á Italíu.' AÐALHEIÐUR SIGURBJÖRNSDÓTTIR Leiftur um nótt Geng um í minni draugaborg já-draumaborg finn að mér steðja ótta og geig þá opnast tvennar dyr úr tveimur áttum og út um þær koma karl og kona bæði hvítklædd með vínflöskur í hendi og við í minni draugaborg já-draumaborg erum vinir skínandi leiftur um nótt og eigum eftir að skála og gleðjast. Höfundur er ung Reykjavíkurstúlka. Ljóðið er úr fyrstu Ijóðabók hennar, sem heitir „Silfurstrá" og kemur út um þessar mundir. GUÐBJÖRG TÓMASDÓTTIR Lífslínan Lífið ungan leiðir, lánið götu greiðir — gefur gull í mund. Töfratónar seiða, taka burt og eyða óttans raunastund. Söngur, gleði, gaman við getum verið saman enn um nokkra stund. Ef það ungur nemur oftast gamall temur og Ijúfa lifir stund. Muna mannsins seiðir, mynd í hugann leiðir — liðinn gleðifund. Söngur, gleði, o.s.frv. Lífið ungan leiðir, löngum hugann seiðir á háan Hengilstind. Hrasa, klífa, detta. Er ei einmitt þetta okkar rétta mynd? Söngur, gleði, o.s.frv. Höfundur er húsmóðir í Hafnarfirði. 18

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.