Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 23
 sem snauða og tréð er elur ávöxtinn á réttum tíma án þess að hugsa sér upp einhverja frum- eindaspeki er greini frá því hversvegna það gerir það. Innri tilgangur alheimsins er falsk- ur og merkir ekki neitt. Alberto Caeiro trúir ekki.á guð, vegna þeirra einföldu sanninda að hann hefur aldrei birst honum eða spjallað kumpánlega við hann. En sé guð í blómunum, hæþunum, geislum sólarinnar og tunglskin- inu, þá trúir hann á hann án þess að hug- leiða það frekar. Hann nefnir hann einungis tré eða blóm. Á sama hátt og tilverustefnan (með mik- illi einföldun) hafði að orðtaki: Ég er það sem ég geri!, gæti orðtak Alberto Caeiro verið: Ég er það sem ég sé! Markmið Femando Pessoa var að skapa með Alberto Caeiro hið sanna náttúruskáld sem horfði hlutlaust á heiminn. Að baki ásýnda hlutanna bjó ekkert, stein- ar, hæðir og staðir bjuggu ekki yfir neinum leyndardómum, engin helgisögn éða fom átrúnaður, hugmynd um tilgang, gat gefið veru hlutanna mynd sem var æðri ásýnd þeirra. Alberto Caeiro horfði á heiminn á hlut- lausan hátt og í því er fólgin mesti brestur hans sem skálds. Maðurinn sem orti ljó(5in var haldinn þeirri vitneskju um heiminn sem menn afla sér með lífi sínu og Alberto Caeiro verður aldrei neitt meira en kenning eða tilraun, að sönnu mjög merkileg tilraun Femando Pessoa. Maðurinn er það sem hann sér og heyrir og lærir, fest- ir sér í minni, auk þeirrar reynslu er kemur óumbeðin og verður óaðvitandi stór þáttur í lífi sérhvers manns. Borinn inn í heim tákna og tungumáls, lærir maðurinn smám saman í uppvexti sínum að greina í sundur og skilja. (Hvaða ályktanir menn draga almennt af brotkenndri vem og skynjun sinni, er allt önnur saga). í þessu er klofningur Alberto Caeiros fólg- inn, lesandi ljóða hans skynjar fljótt að baki hans annan mann sem yrkir ljóð hans. Fernando varð snemma ljós þessi agnúi á ljóðlist A. Caeiros og hófst þegar handa við að töfra Ricardo Reis fram úr skugganum. Heiðinginn R. Reis þráir að lifa einn dag án nokkurrar vitneskju um nóttina á undan eða á eftir. Hann telur alla guði heimsins jafningja, tekur ekki einn fram yfir annan og vonast ekki eftir neinu, allt það sem kem- ur er þakkarvert. Stundum hljómar ljóðlist hans eins og leiðbeiningar: / augum sjómannsins er dimmt hafið beinn og breiður farvegur. Fylg þú í brotkenndum einmanaleik lífsins, sjálfum þér til hafnar. (þú þekkir engan annan). En í bestu ljóðum Ricardo Reis rís skáld- skapur hans í miklar hæðir og hann er að mínum dómi það skáld höfundarnafnanna sem stundum stendur Fernando Pessoa fyllilega á sporði. Þessi glaðsinna heimsmaður með allar sínar tilvitnanir í gríska og rómverska arfínn, kæruleysi, fögnuð og frumspeki í samfloti við sjálfshyggju sína, nær á tíðum djúpri og sannri lífssýn. En Fernando leiddist fljótt það sem hann kallaði: „Falskan heiðindóm Ricardo Reis“ og hóf leitina innra með sér að skáldi er gæti tekist á við nútímann af fullri einurð. Skáld módernískrar hugsunar, hinn taugaveiklaði Alvaro de Campos, kom til sögunnar. Maður sem þráir að játast borgarmenningu tuttug- ustu aldarinnar og verða þátttakandi í henni, gegnheill sem bílvél af allranýjustu gerð. En þó að Alvaro gangi þessari heimsmynd á hönd, stendur hann þó ávallt utan hennar sem skáld, vélar og stjórnendur þeirra þurfa ekki á skáldi að halda, hlutskipti skáldsins í ört vaxandi tæknihyggju er að standa álengd- ar, afskiptur sem aldrei fyrr. Alvaro de Campos veltir því fyrir sér að kvænast dóttur leigusala síns, hugsanlega yrði sú ráðstöfun hans til þess að binda enda á óhamingju hans og sálarangist. í herbergj- um Alvaro ríkir engin gleði, það er í húsunum hinum megin götunnar sem gleðin á heima og lífið streymir þar áfram án umhugsunar, heilsteypt og hömlulaust. Opinn ljóðstfll Alvaro er breiður, tjáning- arríkur og í honum gætir (líkt og í samtíma hans) eilítillar taugaveiklaðrar uppgjafa- kenndar: Ég er ekki neitt. Get aldrei orðið neitt.. Hef engan vilja eða getu til þess að verða að einhverju. Að þessu slepptu, el ég með sjálfum mér alla drauma veraldarinnar. Mikilla áhrifa frá bandaríska skáldinu Walt Whitman gætir í opnum ljóðum Alvaro de Campos en ljóðlist W. Whitmans, eins auðskilin og hún virðist í fyrstu, sækir ekki hvað síst styrk sinn í óbeislaða frumskynjun, einhverskonar óhamda eðlishvöt, eðlisdýrkun, (Dýrin standa að áliti W. Whitmans framar manninum, m.a. vegna þess að þau gera enga kröfu til þess að ríkja yfir eða stjóma náttúr- unni og heiminum, eyða að auki ekki lífi sínu í málskraf og málþóf, en drottnunarkenndin og flærðin eru að dómi W. Whitmans ófrávíkj- anlegir lestir er liggja djúpt 1 eðli og athöfn- um mannkynsins) og þó að W. Whitman syngi mannúðinni og lífinu óð, vakir þessi óhamdi frumkraftur undir yfirborði kvæðanna og veitir þeim slagkraft, sérstæðan hljóm er hrífur lesandann. Ljóðlist Alvaro er mun fág- aðri og þrátt fyrir opinn, orðmargan og myndríkan stíl, mun hófsamari. Enn verður lesanda það á að skynja að baki kvæðanna mann er býr yfir meira inn- sæi, ögun og lífsvisku. Skáldið en ekki hlut- gerving hans. Skáldið Fernando Pessoa. ElTT AF HÖFUÐSKÁLDUM álfunnar Hvað var eðlilegra fyrir leikskáld en að skapa persónur sem fluttu af munni fram orð þess? Persónur er iðkað gátu þann skáldskap er höfundur þeirra taldi mikilvægan og féll að kenningum þeim sem hann hafði mótað. Aftur vék Fernando að W. Shakespeare í því skyni að varpa ljósi á markmið sitt: „Höfundarnöfn mín eru ekki einungis skuggar, heldur persónur sem ég heyri ræð- ast við innra með mér og sé jafnvel.. .! Orð þeirra eru einlæg á sama hátt og orð þau er leikritahöfundur leggur í munn persóna sinna, eru einlæg. Orð Lés konungs eru einlæg ... en þau eru ekki orð Shakespeares ... heldur sköpunarverk hans.“ í hinni flóknu og marghömu skynjun Fern- ando Pessoa birtust nokkrar þær manngerðir er síðar áttu eftir að koma fram í vestrænni menningu þessarar aldar. Alberto Caeiro, maðurinn sem hverfur á vit náttúrunnar og hafnar ófriði og stríði. Hefur enda engan þann átrúnað, hvorki þjóðfélagslegan né and- legan sem réttlætt gæti þátttöku hans í slíkum hildarleik. Friðarhreyfingar undanfarinna ára koma ósjálfrátt upp í hugann sem og fjöldi þeirra náttúruvemdarsamtaka sem beint hafa spjót- um sínum að stigvaxandi rányrkju mannsins á viðkvæmu lífríki jarðar. Einnig virðist Al- berto eiga sitthvað sameiginlegt með því fólki sem sótt hefur í Búddisma, sökum boðorðsins um hreina, óskerta upplifun ástríðna, eðlis- hvata og náttúrueiningar. Ricardo Reis, guð- leysinginn, sjálfshyggjumaðurinn sem leitar í fornan átrúnað, klassíska fegurðarskynjun fornaldar og teflir henni fram gegn sundruð- um heimi nútímans. Líkt og sprottinn upp úr misskilningi á F. Nietzsche uppalinn í anda kenninga hans. Og að lokum Alvaro de Campos, maðurinn sem trúir á og lofsyngur framfarir, sama hvaða gjald verði að greiða af völdum þeirra. Krafa vestrænna og marxískra þjóðfélaga austursins um sífelldar framfarir, líkt og kristallast í þessum manni sem veit ekkert fegurra en rísandi stórborgir og endalausa möguleika tæknialdarinnar. Allir eiga þeir sé samnefnara í skynjun eins manns. Ljóð þau er Fernando Pessoa yrkir undir eigin nafni eru að mínum dómi, hápunkturinn á ferli hans. List hans sjálfs er marghamari, heimspekilegri og dýpri en höfundarnafna hans og þar gætir kennda og spurna hins lifandi manns í mun ríkara mæli. Einföld á ytra borði og látlaus í framsetningu, búa ljóð hans yfir miklum leyndardómum, reynslu og lífsvisku, ásamt eðlislægri baráttu þess manns sem einsetur sér að öðlast skilning á veru sinni og umheiminum, lífinu sem birtist í fjöl- breytileik sínum í smáu og stóru. Hjartað er máttugt tákn í ljóðum hans, hjartað er stendur fyrir sálarleysi nútíma- mannsins, sem rændur hefur verið allri trú, tign og göfugmennsku, í raun öllu því sem varðveitir mennsku mannsins og gerir hann að manni. Fernando Pessoa var alla tíð mikill efa- hyggjumaður, það er ekki fyrr en undir lok lífs hans að kristinnar sannfæringar verður vart, hann sættir sig við og axlar þá ábyrgð sem trúin á guð leggur mönnum á herðar. Árið 1935 vann hann við að búa ljóð sín frumkveðin á portúgalska tungu til prentunar og auðnaðist honum að koma Mensagem á framfæri við lesendur, safni ættjarðarljóða er mynduðu að hans sögn eitt ljóð, óð til Portúgals. Fleiri kver kveðin á tungu þjóðar sinnar auðnaðist honum ekki að senda frá sér. Það var ekki fyrr en 1945 að gamall vinur hans og félagi frá árunum í kringum 1915, fór að róta í trékistu hans að útgáfa á ljóðum Fernando Pessoa hófst fyrir alvöru í Portúgal, útgáfa sem staðið hefur yfir fram á þennan dag og tryggt hefur skáldinu heið- urssess og miklar almennar vinsældir landa sinna. í kjölfar þess fylgir sú viðurkenning á ljóðlist hans er vex óðum í Evrópu og fært hefur Fernando Pessoa þann sess sem hann skipar afdráttarlaust sem eitt af höfuðskáld- um álfunnar á þessari öld, marghamur og frumlegur. En kvöldin og vínstofurnar í Baixa tóku að lokum sinn toll. Femando Pessoa átti tíðum við erfitt þung- lyndi að stríða og ein afleiðinga þess var óhófleg áfengisdrykkja til ijölda ára. Hann lést af völdum lifrarbólgu þann 30. nóvember 1935. Höfundur er skáld og hefur gefið út tvær Ijóðabækur. Málverk eftir portúgalska málarann Almada-Negrei- os, sem sýnir Pessoa viðfasta- borð sitt í veit- ingahúsinu Irmados Unidos. FERNANDO PESSOA Ég hlustaði án þess að horfa Ég hlustaði án þess að horfa °g uppgötvaði í rjóðrinu dísir og skógarpúka, sem þar stigu trylltan dans. Á milli trjánna sem varpa frá sér skuggum eða ótta runnarnir skulfu undan augnaráði áhorfandans. Hver veit...! Hvað leið þar hjá? Ég reis á fætur og heyrði hjarta slá, slög þess hjarta er engri auðlegð fagnar eftir að hugurinn tálsýninni hafnar. Hver er' ég, sem ekkert hjarta á? Þegar ekkert er utan við Þegar ekkert er, utan við, það er þegar geislar ómálgrar sólarinnar eru gjöfulir og þögn skógarins elur mörg hljóð án hljóms. Andvarinn brosir blítt. Síðdegið er einhver sem þráir að gleyma. Óljós hviða hrærir laufskrúðið og fleiri en runnarnir titra. Að hafa átt von er ofurást á gildi orða líkt og þegar sögu er breytt í sunginn óð. Er þögnin fellur yfir skóginn, þá talar skógurinn. Hugurinn Þegar, af einhverri ástæðu eða engri, í angist sálarinnar er skuggi dauðans nálgast. Sér hugurinn án blindu — Birtu án kyrrðar — hvemig lífið sem streymir hjá er skuggi. A hvaða hátt fyrirheitin urðu að harmi, og elskar lífið enn heitar. Krýndu mig með rósum Ricardo Reis Krýndu mig með rósum. Krýndu mig í raun og sanni með rósum. Rósum sem brenna upp til agna á sjóðheitu enni. Fölna svo skjótt! Krýndu mig með rósum og með flögrandi laufskrúði. Það er nóg. í heiðskírri birtu dagsins Heiðskír er birta dagsins, jafnvel hljóðin skína, ofin í landiðu opins akurs, þau hvíla. Hún snarkar, þögn andvarans. Ég hef lengi þráð að verða þess umkominn, líkt og hljóðin að lifa með hlutum, óháður veröld þeirra. Þráð að vera: Vængjuð afleiðing hinnar raunverulegu fjarlægðar. Þorvarður Hjálmarsson þýddi F LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1990 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.