Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 20
algengustu augnkvillar á þessu tímabili voru ýmiskonar bólgusjúkdómar á ytra borði auga, augnlokum og tárafærum. Er tala þeirra sjúklinga, sem höfðu bólgu í slímhimnu augans og hornhimnu, ótrúlega há. Tíð orsök þessa kvilla var hin svonefnda kirtlaveiki, sem var að flestra dómi berkla- kyns og náði sér niðri hjá þjóð, sem skorti almenna mótstöðu oft vegna fæðuskorts, bjó í lélegum og köldum húsakynnum og átti vart skjólflíkur eða vatnshelda skó. Börn og unglingar þjáðust oft mánuðum eða árum saman af þessum ömurlega kvilla og þurftu að hafast við í hálfrökkri, þar eð þau þoldu enga birtu. Margir báru ævilöng örkuml af þessum augnmeinum, því stundum kom fyr- ir að vagl kom á glæru eða bólgan hljóp inn í augað og hafði sjóndepru í för með sér. Þessi kvilli þekkist ekki nú á dögum. Höfund- ur sá afleiðing þessa kvilla meðal aldraðs fólks á fyrstu starfsárum hér á landi um miðja öidina. Sjúkdómar í táragöngum voru algengir og erfiðir viðureignar, mun tíðari en nú á dögum. Fylgdu illvíg sár á horn- himnu oft í kjölfar slíkra kvilla, einkum þeg- ar ígerð var í tárasekk. Slík sár voru oft hættuleg og stungu augu úr fleiri íslending- um en nokkur önnur mein að gláku undan- skilinni. Ýmsir fleiri augnsjúkdómar heijuðu landslýðinn um síðustu- aldamót, sem nú á tímum eru mjög fátíðir eða þekkjast alls ekki og verða nú tilfærðir nokkrir slíkir úr dagbókum Björns. I Reykjavík 'var lekandabólga í augum ungbarna ótrúlega algeng. Bjöm átti smásjá eins og fram kemur í sjúkrasögum hans og sá hann lekandasýklana í graftarútferðinni. Björn og Þórunn Á. Björnsdóttir ljósmóðir í "'t /)' ■ _ t/ *• ■! r, if *j'J Vf* * ! ' v ' '4-' Ci-t+ut-'' A't’kjrUia i /i'mhíii j t/Ájl* h. hk 1 í ij li, - fhx V 'V'" aí~t‘fi. ísi jux \ *?*$**4sl/, / i (jJ’vCntnJ' tcedt*’. t>.vn. £ ](( }./. < ST t>. S.. /, ‘u‘ •/ A% *}(£ . ,vv4j /• *- c . ( 1- xtn, 4 •'+ V, tu- •j ivjtuj tSCCíi.i/. ;Jhrx,\.\A. fA.jtUÍi,„'Us .xí(é . (faj__ . _ , MÁtrht' b- kliA*, tvl. i iL AÍ.Of.. * C. . Sj~. cr xjfrCTSrj Tá&(.. U- yn /Jasx <? (. AA^tJUvJLUf *.SJy ll'zk-,.. L/ ItyuíT < ffj Jí /ygjLf Lf-«. i. <•**-. , 4 Sr.)cT ÍrvÁi.cU+w'aSL Lxtjth'Lj'Mjy, < aúL o.a*%■, f.41.. 'f Tí ‘f; .f S' f(.' hL,(ii~ f^*riuceuJ^UftJunJttdlcpfiU/lti:tey,. jk-HCufúJ^uC/. ‘ ftUíJÍjjU; Uv* Iíntit. thJ Úr einni af sjúklingadagbókum frá Björns Ólafssonar. Hér, 4. apríl, 1902, skrifar liann um augnmein Ólafs Jónssonar, húsmanns í Kaldárhöfða í Grímsnesi. Krosshús á Akra- nesi, byggt 1883. Fyrstu augnað- gerðir Björns fóru fram íþessu húsi. Reykjavík beittu sér fyrir því 1896 að silfur- nítratdropar, sem drepa lekandasýklana, voru bornir í augu allra nýfæddra barna og er víðast gert enn. Við erum svo lánsöm að enginn hérlendis blindaðist af lekandabólgu í augum, sem um langt skeið var aðalblindu- orsök í blindraskólum víða erlendis, t.d. í Danmörku. Til BjÖrns leituðu sjúklingar með fylgikvilla holdsveiki í augum, einkum áður en holdsveikraspítalinn í Laugarnesi tók til starfa árið 1898. Leiddi þessi sjúkdómur oft til blindu. Af 58 sjúklingum, sem lágu á Laugamesspítalanum fyrsta árið, voru t.d. 9 alblindir og nokkrir hálfblindir. Em ömur- legar lýsingar á því hvernig holdsveikin lagð- ist á augun og orsakaði sjónskerðingu eða blindu. Stundum gat Björn veitt þessum sjúklingum nokkra hjálp með lyfjum, er drógu úr bólgunni. Öðrum sjúkdómum, sem nú er búið að stemma stigu við, gátu fylgt kvillar í augum, er gátu orsakað varanlega sjónskerðingu eða jafnvel blindu s.s. tauga- veiki, skarlatssót og mislingar. Ýmsum sjald- gæfum sjúkdómum er lýst og ekki er vafi á að sjúkdómsgreiningin er rétt, svo nákvæm- ar eru lýsingar hans.. Greint er frá sjúklegum breytingum í augnbotnum, t.d. er æðabreyt- in'gum lýst, sem sjást við hækkaðan blóð- þrýsting, en blóðþrýstingsmælir þekktist ekki fyrr en löngu síðar. Eins og fyrr er frá sagt varð fyrsti augnlæknirinn fljótt lands- þekktur fyrir skurðaðgerðir á augum. Þar sem sjúkraskrár hans fyrstu tvö starfsárin eru glataðar er ekki vitað um fyrstu aðgerð- ‘ ir hans, nema þær sem varðveist hafa í munnlegri geymd. Björn gerir alimargar aðgerðir á augum, er hann var héraðslækn- ir á Akranesi. Er Björn flyst til Reykjavíkur í janúarbytj- un árið 1894 mætti ætla að aðstaða hans til skurðlækninga hafi batnað þar eð í höfuð- staðnum var sjúkrahús, sem jafriframt var kennslustofnun fyrir læknanema. En svo var þó ekki. Aðbúnaður á sjúkrahúsinu í Reykjavík var mjög lélegur eins og áður er getið, sjúkrarúm fá og aðsóknin dræm, enda stunduðu læknarnir fæsta sjúklinga sína þar. Björn heldur því áfram að gera aðgerðir sínar heima hjá sjúklingum, enda því vanur frá Akranesi. Hann gerir líka aðgerðir í augnlækningaferðunum. Það er ekki fyrr en St. Jósefsspítalinn tekur til starfa að Björn gerir aðgerðir á sjúkrahúsi. Frá því á miðju ári 1892 þar til hann andast 1909 gerir Björn a.m.k. 355 aðgerð- ir á augum, er stóraðgerðir mega kallast en öllum minni háttar aðgerðum sleppt s.s. tára- gangsaðgerðum. Algengustu skurðirnir voru vegna skýmyndunar á augasteini og gláku- skurðir. Björn gerir ekki marga skjálgskurði fremur en starfsbræður hans erlendis á þessu tímabili, vegna óvissunnar um bata, enda skurðtækni hvarvetna á því sviði á bernsku- skeiði. Athyglisverðar eru lýtalækningar hans á augnlokum og andliti. Flytur hann skinnbæt- ur teknar af innanverðum upphandlegg og græðir þær við augnlok eða á andlit, þar sem örvefsmyndun hafði myndast eftir bólgusjúkdóma. Er Björn fyrstur íslenskra lækna, er flytur húð úr einum stað á annan. Er hann þar iangt á undan sinni samtíð og um hálf öld líður þartil sambærilegar lýtaað- gerðir eru gerðar hér á landi. Er álitið að hann hafi verið fyrsti læknir á Norðurlönd- um, sem leggur í slíkar aðgerðir, sem þá var nýlega farið að gera á Bretlandi og í Þýskalandi. Fyrsta skinnflutning, sem skráður er, gerir Björn Ólafsson þegar árið 1894 á 60 ára bónda, er hafði fengið ígerð í kinn og drep hafði hlaupið í. Segir .í sjúkraskránni að góður árangur hafi náðst. Mörgum árum áður en höfundur þessarar greinar vissi um sjúkradagbækur Björns Olafssonar leitaði roskin kona til hans og sagðist hún laust innan við fermingaraldur hafa fengið ígerð í efra augnlok vinstra auga. Eftir nokkurn tíma kom herðingur i efra augnlokið með mikiili örvefsmyndun og gat hún af þeim sökum ekki lokað auganu ogþurftisífellt að hafaþað byrgt. Var nokkr- á augnlokum og andiiti eru svo merkilegt brautryðjandastarf á sviði skurðlækninga hér á landi og þegar fallnar í gleymsku væri freistandi að gera þeim betri skil. Er athyglisvert hversu nákvæmiega hann lýsir aðgerðum sínum og bera þær vitni um hand- lagni læknisins og lærdóm. Hann endurtekur aðgerðir uns árangur næst. Eitt af mörgu, sem háði aldamótaskurð- læknum voru deyfingar, því þá voru ekki fundin þau lyf, sem auðvelda aðgerð í stað- deyfingu. Vafalítið er, að Björn greinir gláku fyrstur lækna hér á landi. Mun hann fljótt hafa séð hvílíkur skaðvaldur þessi sjúkdómur er og langtíðasta orsök blindu. Greining hægfara gláku um síðustu aldamót var tor- veld og lítt mögulegt að þekkja sjúkdóminn fyrr en hann var það langt genginn að skemmd var komin í augun. Áður en augn- Jónína Magnús- dóttir frá Ásláks- stöðum á Vatns- leysuströnd. Björn gerði sköpulagsaðgerð á vinstra augna- Ioki hcnnar í okt- óber 1902. Mynd- irnar eru teknar 69 árum síðar, 1971. um mánuðum síðar farið með hana til Björns, augnlæknis í Reykjavík, er framkvæmdi húðflutning á efra augnlok. Sagði hún að aðgerðin hafi verið gerð í svæfingu heima hjá venslafólki hennar, er bjó við Bergstaða- stræti. Var skurðborðið þijár kommóður, sem var raðað saman. Voru fjórir eða fimm læknar eða læknanemar með Birni, er að- gerðin var gerð að sögn sjúklingsins. Við skoðun kom í ljós að skinnbótin var fremur lítið áberandi, en nokkuð þykk, ljósari en húðin í kring og náði yfír allt augnlokið frá augnhárum upp að augabrún og deplaði hún auganu eðlilega. Konan hafði góða sjón á þessu auga, en hitt var orðið alblint vegna gláku. Er höfundur fór að biaða í sjúklinga- bókum Bjöms, er þær komu í leitirnar, fann hann fljótt sögu þessa sjúklings og kemur frásögn konunnar vel heim við sjúkra- og aðgerðalýsingu. Þar sem lýtaaðgerðir Björns

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.