Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 37

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 37
Zebradýr, sem allt í einu hafa komið auga á eitthvað merkilegi. var allt í einu öll umferð komin i hnút. Við beygju á veginum var embættismaður í héraðinu að halda ræðu og íbúarnir í ná- grenninu voru saman komnir til að hlusta á hann. Afríka nútimans er ekki ólík hinni gömlu Afríku; stjórnmálamaður að tala und- ir berum himni og íbúarnir skemmta sér við að hlusta á hann. í lok ræðunnar klöpp- uðu þeir saman höndunum yfir höfuðið og sungu þjóðlög. Þetta er land þar sem söng- ur og dans eru ómissandi hluti hins daglega lífs. Jafnvel í þjóðgarðinum voru verðirnir að æfa sig í að dansa með litlar bjöllur á ökklunum, en nokkrir spiluðu undir á afrísk strengjahljóðfæri, sílófón og trommur. Á öðrum stað, nokkru hærra upp í fjöllun- um, var smáhópur hljóðfæraleikara. Okkur fannst þetta vera krakkar en það reyndust vera skógardvergar, pygmear, af BaTwa- ættbálknum. Þeir eru frumbyggjar landsins, en eru aðeins einn hundraðasti hluti íbúanna í landinu. Hutu-fólkið kom síðar, um það bil árið 100 e.Kr. og eru nú um 90 af hundraði íbúanna. Hinir hávöxnu Tutuar náðu völdum af.Hutuum á 15. öld og eru nú 9 af hundr- aði íbúanna. Maður að nafni Mwani Rwab- ugiri (860-1895) sameinaði landið. Vegna þess að sögur gengu af ofsagrimmd íbúanna losnuðu Rúanda-menn við þrælasalna sem röskuðu friði á mörgum svæðum í Afríku. Þjóðverjar lögðu landið undir sig 1890 og Belgar. 1916. Þess vegna læra nú allir frönsku í skólunum. Árið 1959 gerðu Hutu- Skógardvergar í Rúanda. „Þetta er sonur minn og frænka,“ sagði hann. Það sem fyrir okkur var óvenjulegt ferðalag var honum daglegt brauð. Við fór- um fram hjá litlum strákofum, sem voru dreifðir vítt og breitt um landið. „Hvert farið þið í skóla?“ spurði ég. „Það kemur bíll daglega til að sækja börnin, en þau verða að ganga nokkra kílómetra til að ná í bílinn," svaraði hann. Seinna sáum við börn í ljósgrænum eða bláum einkennisbún- ingum að bíða eftir bílnum. Eftir klukkutíma auðvelda göngu komum við að tjörninni og settumst niður. Héldum síðan áfram með vatninu til að leita að gorillunum. En vegna þurrkanna voru þess- ar skepnunar þokunnar orðnar svo tauga- veiklaðar og órólegar, að þær voru ekki um kyrrt, og það var lítið að sjá. Það er ekki unnt að segja um það fyrirfram hvar dýrin halda sig. Hver heimsókn til þeirra er ann- arri ólík og við höfðum verið mjög heppin daginn áður. Hápunktur ferðarinnar til Rúanda var að sjá gorillurnar, en þar í landi er margt fleira að skoða. Öll helstu einkenni Afríku sunnan Sahara er að finna í Rúanda. Þetta er litríkt land þar sem rauðleitur jarðvegurinn mynd- ar andstæðu við grænar plöntur. Fólkið til- heyrir mörgum ættbálkum, en allir eru súkkulaðibrúnir og kvenfólkið er í ótrúlega hreinum og litríkum kjólum. Sums staðar eru markaðir þar sem konur sitja með varn- ing sinn á jörðinni. Gott vegakerfi er í landinu öllu, en göngustígar liggja milli helstu samgöngu- æða. Fólk í Afríku gengur mikið. Það geng- ur teinrétt með vatn í plastílátum á höfð- inu. Ilátinu er tyllt á stráhring, sem liggur á hvirflinum. Konur og unglingsstelpur veija nær helmingi vinnudagsins í að sækja vatn. Hver kona getur borið 40-50 kíló á höfðinu og karlmen um 100 kíló. Bílstjórinn okkar sagðist ekki geta borið 100 kíló og hló við. Rétt utan við höfuðborgina Kigali sá ég ar loks uppreisn og unnur sigur og árið 1962 fékk landið sjálfstæði. Eins og annars staðar í Afríku eru miklar andstæður í Rúanda. í frumskóginum var kona að leita að trjágreinum f eldinn svo hún gæti soðið matinn. Hún lagði greinarnar vandlega sam- an, hnýtti bandi um þær og bar svo á höfð- inu heim. Vestan til í landinu komum við til Gisenyi við Kivu-vatn, rétt við landa- mæri Zaire. Þangað kemur fyrirfólk lands- ins í fríum sínum og öll hús og hótel eru með öllum þægindum. Þar leitar enginn spreka í eldinn. Austast í Rúanda er Akagera-þjóðgarður- inn, stórt svæði graslendis með akasíutijám. Hér er loftslag þurrara en í Rúanda vestan til og er dýra- og fuglalíf mjög svipað og í Úganda og Kenýa. Þarna voru flótta: mannabúðir fyrir 83.000 Úganda-menn. í einu hótelanna var boðið upp á margar teg- undir kjöts í kvöldverð, kjöt af sebradýrum, impala og ýmsum villiantilópum. Ljónin eru vinsælustu dýrin í þjóðgarðin- um. Ekki alls fyrir löngu fór maður út úr bíl sínum að taka mynd af ljónunum en karldýrið reiddist og drap hann fyrir augum konunnar. En þannig er lífið í nútímanum, að maður í næsta bíl tók mynd af harmleikn- um, en engin leið var að koma í veg fyrir hann. í ferðalok rákumst við á hræ af buffli, sem ljón hafði drepið,- Ég sat við opinn glugga. Bílstjórinn lagði bílnum á yfirráða- svæði ljónsins, sem reiddist og kom æðandi í átt til okkar. Ég stirðnaði upp og hreyfði mig ekki. Dýrið æddi í átt til okkar. Allt í einu hrasaði það og féll við, og gafst upp. Hefði það komist alla leið hefði ég þá lokað glugganum? Höfundur er kennari við Háskóla Islands. Heimild: George B. Schaller: The Year of the Gorilla, Phoenix Books, University og Chicago Press 1964. Ganmll, öskureiður maður í Rúanda, otar staf að ljósmyndaranum. sem þar býr er uppistaða samfélagsins, en tiltölulega fáir búa í þorpum og borgum. Erfitt mun vera að koma vatnsleiðslum til alls þessa fólks. í hlíð við Karago-vatn er lítill landbúnað- arháskóli, og ofan við hann eru mjóir göngustígar. Meðan við vorum þar að skoða fugla var sífelldur straumur fólks á stígun- um. Allii' sögðu „Bonjour" (góðan daginn) kurteislega. Einn maður var með ómálaðan stól, sem hægt var að leggja saman, á höfð- inu. Hve algengt var að eiga stól í þessum litlu kofum þar sem tæpast er pláss fyrir fjölskylduna? Svo kom ung kona gangandi á leið í næsta þorp. Hún var í rauðum plasts- kóm og gekk öðru vísi en aðrar konur af því, að hælarnir voru svo háir, og svo var hún líka með pakka á höfðinu. Stundum ókum við í gegnum fremur ljót smáþorp þar sem kofarnir voru ur sólþurrk- uðum steinum úr leir, en hvergi var rusl aý sjá. Þarna er vel tekið til og sópað með vöndum úr tágum. Fólkið lítur vel út og virðist vera við góða heilsu. Tvær af ferðafélögunum voru sér- fræðingar í læknisfræði og höfðu áður unn- ið í Nígeríu, og virtist þeim seiu Rúanda- búar væru við góða heilsu og hefðu nóg að borða. Við sáúm heilsugæslustöð þar sem mæðui' komu með ungbörn í læknisskoðun. Mæðurnar röbbuðu vingjarnlega saman meðan þær biðu. Það er hræðilegt til þess að hugsa, að þetta land er eitt af þeim þar sem alnæmi er upprunnið og margir lands- manna hafa þegar sýkst. Aðalútflutningsvörurnar eru te og kaffi og svo tin og gull. Þarna er líka ræktað tóbak en aðeins til innanlandsneyslu. Oft sáust gamlar konur vera að reykja pípu. Meðalhiti í landinu er 23 gráður C, en uppi í fjöllunum er hann lægri, eða um 15 gráð- ur C. Á þurrkatímanum (að sumrinu) er auðvelt að ferðast um landið. Eftir að við fórum frá Ruhengeri og Eldfjallagarðinum Heilsað uppá bavían-apa. konu á heimleið af markaðnum með stóra leðurtösku, sem í var það sem hún hafði keypt fyrir það sem hún hafði selt. Hún var bijóstamikil og svolítið feit og hreyfði sig eftir hrynjandi lagsins, sem hún var að raula. Dökkt höfuð litla barnsins sást fyrir ofan breiða appelsínugula bandið sem hún festi það með við bak sér. Hún var með stærðár böggul á höfðinu og brosti og heils- aði koknu sem gekk fram hjá. Barnið var í góðum höndum. Rúanda er land þúsund fjalla. Það er 26.000 ferkílómetrar á stærð og þar búa fimm milljónir manna. Strákofar þaktir leir eru dreifðir um hlíðar fjallanna og fólkið LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1990 37

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.