Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 30
ÓBIRTAR MYNDIR AF K JARYAL .v: Úr safni ÓLAFS K. MAGNÚSSONAR Löngum gekk Kjarval með hatt, en hér hefur hann á svölum degi sett upp loð- skinnshúfu á gönguferð niðri við Reykjavíkurhöfn, þar sem hann leit á fisk- inn. Sjór og fiskveiðar stóðu honum alltaf hjarta nærri, enda kynntist hann sjó- mennsku ungur, þegar hann var á skútu. Jóhannes Kjarval setti sannarlega svip á bæinn um langt árabil. Oft mátti sjá hann í Austurstræti, eða á Borginni og um tíma hafði hann vinnustofu í Austurstræti, þar sem hann teiknaði sitt fræga „Lífshlaup“ á veggina. En fyrst og fremst voru sýningar Kjarvals í gamla Listamannaskálanum ævinlega merkur listviðburður, þar sem Qölmargir aðdáendur hans létu sig ekki vanta. Þá brá málarinn sér stundum í gervi leikarans eins og sést á einni myndinni, en aðrar sýna hann í einrúmi, eða með vinum sínum. Sýning í Listamannaskálanum opnuð með viðhöfn og ávarpi borgarstjórans, Geirs Hallgrímssonar, sem hér stendur við ræðupúltið. Listamaðurinn er í sínu fínasta pússi í tilefni dagsins. Vinstra megin við hann á myndinni eru hjónin Vilborg Einarsdóttir og Einar Ólafur Sveinsson prófessor. Hægra megin við Kjarval stendur Vilhjálmur Þ. Gíslason, þá útvarps- sljóri, og lengra til hægri er séra Bjarni dómkirkjuprestur. En Iengst til hægri er Erna Finnsdóttir, eiginkona Geirs Hallgrímssonar. Með tveimur vinum. Kjarval tekur í hönd Geirs Hallgrímssonar og hjá þeim stend- ur Kristján kaupmaður, Kiddi í Kiddabúð, sem átti mikil og góð samskipti við Kjarval. Kjarval með Jónasi Jónssyni frá Hriflu á efri árum þeirra beggja. Eins og kunn- ugt er hafði Jónas ekki smekk fyrir framúrstefnu í myndlist, sem þá birtist hér í módernisma og þykir núna fullboðleg stofulist. Jónas var alltaf mikill aðdáandi Kjarvals og taldi hann ekki með „klessumálurunum “, sem voru menn eins og Jón Engilberts, Þorvaldur Skúlason og fleiri framsæknir listamenn þess tíma. 30

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.