Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 24
Hið nafnkennda meistaraverk „Himnesk og jarðnesk ást“ frá 1515 (Gallería Borghese, Róm). FENEYJA- MÁLARINN TIZIAN Hann var nefndur fyrsti málarafurstinn, keisari málaranna eða málari málaranna um sína daga og um nafn hans hefur síðan ætíð leik- ið ljómi og maðurinn verið eins konar goð- sögn og samnefnari málaralistarinnar. Þess hefur verið minnst á árinu, m.a. með sýningu í Feneyjum, að 500 ár eru talinfrá fæðingu Tizians, sem telst í flokki frægustu málara listasögunnar. Hahn lifði langa ævi og naut þess eins og Rubens síðar, að heyra til yfirstéttinni og vera handgenginn maður og vinur konungsins. Eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Tiziano Vecellio fæddist fyrir réttum fimmhundruð árum, að því er talið er, og í tilefni þess' var í sumar haldin sýning á 80 málverkum hans og nokkrum teikning- um í Hertogahöllinni í Feneyjum, sem lauk í októberbyijun. Auk þess má nálgast lista- verk málarans víðs vegar í Feneyjum, svo og háskóla- og listaborginni Padua, sem er í næsta nágrenni fenjastaðarins og telst höfuðborg hans, með dijúgt af annáluðum myndlistarverkum. Vafalítið hafa íjölmargir hvaðanæva úr heiminum ratað á sýninguna, sem var ein- stæður viðburður og vakti enda heimsat- hygli og var tilefni ótal greina um meistar- ann í tímaritum og á menningarsíðum dagblaða víða þótt litla eða enga umfjöllun hafi hún fengið hér í menningar einangr- uninni á norðurslóðum. Málaralist hans þótti byltingarkennd um sína daga og var harðlega gagnrýnd af ýmsum öðrum málurum, einkum af Flór- enzskólanum, og í þeirra röðum var m.a. Michelangelo, sem sagði teikningunni í málverkum hans ábótavant. Hann gerði margt um sína daga, sem sagt var, að Tizian einn kæmist upp með, í skjóli óskoraðrar virðingar fyrir hæfni hans og snilld og var eftirsóttur af stór- mennum aldarinnar. Tizian var einn af þeim málurum, sem segja má að verði ávallt ungir í listinni og er lifandi dæmi þess, að góð list er alltáf ung, þeir eru þannig ótaldir málar- arnir, sem urðu fyrir áhrifum frá honum á næstu öldum og má þar m.a. nefna enga minni bóga en Pouissin, Tintoretto, Rub- ens, Velasques, Rembrandt, van Dyck, Goya, Delacroix og Renoir. Hann hefur jafnvel haft áhrif á núlista- menn aldarinnar og þannig hafa þeir sótt myndefni til hans. Tizian var málari trúarlegs, goðsögulegs og táknræns vettvangs, fagurra kvenna og gerði stásslegar myndir af fyrirfólki og páfanum í Róm. Við það tækifæri málaði hann um leið eina af sínum nafn- kenndustu, munaðarfyllstu og ástþrungn- ustu Venusarmyndum, „Danae“, sem tek- ur á móti Seifi (Júpíter) æðsta guði grísku goðsagnanna, nakin í dyngju sinni, en guðinn er í dulargervi gullregns. Merkilegt að sína ástþrungnustu mynd málar hann á sama tíma og páfann, boð- bera siðvendni og skírlífis, en þetta leyfð- ist honum í krafti þess, að hann var sjálf- ur Tizian. Og hinar miklu vinsældir hans um sína daga skýrir listsögufræðingurinn kunni, Broby-Johansen með einni setningu: „Hann hafði vöru að selja, sem enginn annar gat framleitt, Tizianmyndir." Og einnig hafði hann sérstakt lag á að finna sér velunnara, sem höfðu kisturnar fullar af gulli og stallana fulla af arabísk- um gæðingum, og þar eru með sanni hæfileikar, sem koma sér vel fyrir málara enn þann dag í dag. Þótt greinarhöfundur kæmist ekki á Tiziansýninguna í Feneyjum, þá hefur hann notið þess að fylgjast með henni af síðum tímarita og dagblaða, sem hann hefur aðgang að og auk þess þekkir hann vel til málarans — gerði sér m.a. ótal ferð- ir í Museum Borghese í Róm, er hann bjó þar á sjötta áratugnum, í þeim eina til- gangi á stundum að skoða eitt þekktasta málverk meistarans, „Jarðnesk og himnesk ást“, sem þar er til sýnis, og eiga hljóða stund fyrir framan það. Sú mynd er gott dæmi um hæfileika meistarans til að samræma tákn úr klass- ískri menningu miðalda eigin hugmyndum um háleita fegurð. Engar grillur gerði ég mér um tákn- rænt innihald myndarinnar, og þó ég væri allur upptekinn af núlistum tímanna, þá höfðaði þessi mynd, hreint og beint, firna- sterkt til mín. í Amsterdam var í sumar haldin sýning í tilefni hundruðustu ára ártíðar van Goghs, sem hlaut svo mikla auglýsingu Mannsmynd. Hún ber nafnið „Ariosto“ og er lega af skáldi með sama nafni. Myndin er m árunum 1511-17 og hér koma greinilega í ijói persónueinkenni hins unga Tizians. Djúphugul lýsing, formrænt öryggi og einfaldleiki í mym ingu ásamt mettuðum efnisríkum litum, grípa andann og gera myndina ógleymanlega. (Þji safnið í London). V jC é

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.