Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 6
auga fyrir náttúrufegurðinni og hlyti að hrífast af henni, þá fannst honum engu að síður að hann væri eins og útlagi þarna, og íslenska náttúran hafði alltaf vinninginn yfir þá ítölsku í huga hans. Hér sat Eggert löngum við skriftir, hlustaði á útvarp, las ítölsk blöð en hugsaði umfram allt „heim til íslands og farfuglanna". Eggert og Lelja bjuggu við Via Marasch- in, eina aðalgötu bæjarins, í stóru steinhúsi með hlerum fyrir gluggum eins og í öðrum ítölskum húsum til varnar gegn sólinni. Það var hátt undir loft í húsinu, marmaragólf og silkifóðruð herbergi. En þau hjónin voru yfirleitt í miklu fjárhagsbasli og höfðu ekki ráð á að halda húsinu almennilega við. Ragnar Þórðarson lögfræðingur er meðal þeirra íslendinga sem heimsóttu Eggert í Schio. Hann kom til Schio snemma á sjötta áratugnum og hafði þetta að segja um þá heimsókn: „Hann bjó þama í glæsilegasta húsi bæjarins, sem var svipað og Thor Jens- en húsið hér í Reykjavík. En það var allt í niðurníðslu, húsið var í sárum, stytturnar í garðinum brotnar o.s.frv. Það hafði verið tekið hernámi á stríðsárunum, og þau fengu engar bætur að stríði loknu vegna þess að Lelja og hennar fjölskylda voru fasistar. Það var skömm að því að íslenska ríkið skyldi þá ekki á neinn hátt gæta hagsmuna þeirra. Þau töluðu ekkert um að þau hefðu lent í erfiðleikum eftir stríðið. Þau voru ekki þann- ig fólk. En Lelja var af voldugri ætt sem var tengd Mússólíni og auðvitað þýddi það erfiðleika að loknu stríðinu.“ Knöpp fjárráð komu þó ekki í veg fyrir að Lelja gerði ailt til að gera Eggert útlegð- ina eins bærilega og henni var frekast unnt. Hún lét útbúa íslenskt herbergi inni í einu af hinum stóru herbergjum húss þeirra. Þar var leitast við að hafa allt eins og í svefnher- bergjum heima á íslandi, lágt undir loft og innangengt í bað. Samband Bræðranna EGG- ERTS OG SlGVALDA í blaðaviðtali í tilefni af 65 ára afmæli sínu hinn 13. janúar 1946 komst Sigvaldi S. Kaldalóns m.a. þannig að orði: „Ég get ekki látið hjá líða að minnast Eggerts bróð- ur míns, sem allra manna mest og bezt hefir borið söngvana mína út til alþjóðar og túlkað þá af svo frábærum sálrænum skilningi, að ég get naumast kosið á það betra.“ Þessi ummæli Sigvalda eru í samræmi við það sem svo víða má sjá merki um, að með þeim bræðrum voru jafnan miklir kær- leikar. Þar breytti engu um að þeir voru afskaplega ólíkir, Sigvaldi svo einstaklega hógvær og lítillátur en Eggert hins vegar heimsborgarinn, sem vildi helst alltaf vera í sviðsljósinu, og var auk þess að margra dómi býsna dijúgur með sig. Sigvaldi hafði samið sitt fyrsta lag sumar- ið 1902. Tildrög þess voru að Bjarni Jóns- son, besti vinur Sigvalda á menntaskólaár- unum (síðar vígslubiskup), sigldi að loknu stúdentsprófi vorið 1902 til guðfræðináms í Kaupmannahöfn. Sigvaldi saknaði hans svo mikið að söknuðurinn braust út í tónsmíð, sem var jafnframt fyrsta lagið hans: „Ó, hvar er nú blómið blíða." Eggert hefur íátið svo um mælt að í þessu lagi hafi grunntóninn verið að finna er síðan hafi einkennt öll lög Sigvalda. Á sama hátt og Eggert þá var Sigvaldi á æskuárum sínum mörg sumur í sveit, oftast sem smali. Þessi sumur urðu honum ógleymanleg og ómetanleg vegna þess að þar kynntist hann töfrum íslenskrar nátt- úru. Þessa hrifningu af 'töfrum landsins" áttu þeir bræður sameiginlega, og eitt sinn sagði Eggert, að til að vera sannur íslensk- ur listamaður væri nauðsynlegt að hafa verið smali. Þegar Sigvaldi hafði lokið læknisfræði- námi hófst það tímabil í ævi hans, sem hann taldi við ævilok eitt unaðslegasta tíma- bilið. Þá varð hann læknir vestur í ísafjarð- ardjúpi, og fór fullur löngunar til að semja lög fyrir Eggert bróður sinn, eins og hann orðaði það. I ísafjarðardjúpinu urðu til mörg af vin- sælustu lögum Sigvalda. Fegurðin umhverf- is Djúpið heillaði hann. Hann var læknir i ellefu ár í Djúpinu, og öll þessi ár kom hann aðeins einu sinni til Reykjavíkur og þá með Eggert, sem söng lög Sigvalda í fyrsta sinn opinberlega við mjög góðar und- irtektir áheyrenda. Á þeim árum sem Sigvaldi bjó á Ármúla við Isafjarðardjúp kom Eggert tvisvar í heimsókn til hans. Hið fyrra sinnið var er hann kom til íslands sumarið 1913. Þá hélt Eggert söngskemmtun á ísafírði við undir- leik bróður síns. Voru foreldrar þeirra, þau Stefán og Sesselja, bæði viðstödd, og þarf ekki að leiða neinum getum að því hversu stolt þau hafa verið að upplifa þessa stund Eggert og Lelja á silfurbrúðkaupsdaginn í veizlu á Gamla Garði 1946. Auður og Halldór Laxness með þeim Eggert og Lelju í Róm 1948. Þeim Eggert og Halldóri var vel til vina og voru þeir oft saman, bæði heima og víða erlendis. Eggert 26 ára. Myndina hefur hann sjálfur áritað til Sigvalda bróður síns. Móðir Eggerts, Sesselja Sigvaldadóttir, f. 1858. með sonum sínum, sem voru á leiðinni að verða þjóðkunnir menn báðir tveir. Eggert Gat Ekki Hugsað í ÞRENGSLUNUM! Karl Olof segir að yfirleitt hafi samband Eggerts og Sigvalda verið mjög gott, en bætir við: „Einu sinni man ég þó að slettist upp á vinskapinn. Það hljóp eitthvað í þá báða, Eggert var dálítið bráðlyndur. Það var út af því að Eggert fannst of þröngt um sig í því litla herbergi, sem hann hafði fengið til umráða í íbúð Sigvalda og Mar- grétar í Reykjavík. Þarna varð hann að búa, sofa og taka á móti gestum o.s.frv., og ég man að mamma hló að því að hann sagðist ekki geta hugsað í svona þrengslum. Þetta var árið 1925.“ Móðir mín hefur sagt eftirfarandi sögu er kannski lýsir vel hvernig sambandi þeirra bræðranna var háttað: Einhveiju sinni fóru þeir bræður saman í dagferðalag. Það var yndislegt veður þegar þeir lögðu af stað, hiti og sólskin. Eggert var því í léttum sum- arklæðnaði en Sigvaldi var í hlýjum, dálítið þykkum fötum. Þegar fór að líða á daginn fór að kólna og var orðið heldur hráslaga- legt þegar þeir komu heim, og þá tók fólk eftir því að þeir voru búnir að skipta um föt. Eggert var kominn í þykku, hlýju fötin en Sigvaldi í þunnu fötin! Sjálfur hefur Eggert á skemmtilegan hátt skrifað um dvöl sína á Ármúla: „Það var gaman að heimsækja Sigvalda þessi ár. Hann var hraustur og með afbrigðum sterk- ur, einnig ágætur ferðamaður. Hann elskaði náttúruna, blómin, lækina, hafið, fann sér alltaf fallega laut, þar sem ilmur tijánna, lyngsins og blómanna blandaðist saman, og svo þegar setið var og spjallað, tók hann upp úr vasanum bijóstsykur eða súkkulaði og gæddi manni á, og kunni að njóta lífsins, og fann alltaf einhver ráð til þess að láta manni líða vel í návist sinni. Hann hafði lifandi áhuga á þjóðmálum og menningar- málum og fylgdist með öllu, er fram kom í listum. Var sjálfur alltaf hlédrægur og auðmjúkur gagnvart því, sem hann skapaði í músík, stundum um of.“ „ErVerið Að Kveðarímur?“ Magnús Helgason, forstjóri Hörpu, kynntist Eggert úti í Þýskalandi skömmu fyrir stríð, en Magnús var við nám í Berlín 1938-39. Þeir endurnýjuðu svo kunnings- skapinn hér heima á stríðsárunum, og létu þeir feðgar Helgi Magnússon og Magnús Eggert í té stúdíó — eða „listasmiðju" eins og Eggert íslenskaði það orð svo vel — í fyrirtæki sínu. Má líka víða sjá í dagbókum Eggerts að hann telur Magnús Helgason einn sinn allra besta vin, en menn fengu mjög misjafna dóma í dagbókum Eggerts! Magnús kann margar skemmtilegar sög- ur af þessum vini sínum. Ýmsar þeirra sýna að Eggert hafði ekkert of mikið álit á íslenskum starfsbræðrum sínum. Einu sinni sem oftar kom Eggert heim með Magnúsi. Er þeir höfðu rabbað saman um hríð bað Eggert Magnús um að setja á plötuspilarann einhverja fallega ítalska tón- list. Magnús varð við því og'tók að spila plötu með Stefáni Islandi, án þess að geta um hver söngvarinn væri. Eggert hlustaði með andakt um hríð en þegar hann hafði áttað sig hver söngvarinn var, sagði hann: „Ósköp er að heyra þetta, hvað gengur eig- inlega á, er verið að kveða rímur eða hvað?“ Margar svipaðar sogur eru til af Eggert, sögur er sýna að hann var lítið gefinn fyrir að hrósa íslenskum söngvurum. Guðmundur Jónsson söngvari kannast aðspurður við að Eggert hafí verið spar á hrós við aðra söngvara. Sjálfur segist Guð- mundur þó hafa fengið hrós frá Eggert eitt Myndin af Eggert, sem haldið hefur verið fram, að Laxness hafi haft fyrir sér þegar hann lýsti myndinni af Garð- ari Hólm. sinn. Það var á 65 ára afmæli Eggerts 1955 að haldin var samkoma í Gamla bíói honum til heiðurs. Þar söng Guðmundur „ísland ögrum skorið". Eggert kom til hans á eftir og þakkaði honum innilega fyrir, hrósaði söng hans og bætti svo við: „Ég hefði ekki gert þetta mikið betur sjálfur!" Fjármálin Ekki er óeðlilegt að sú spurning vakni hjá mörgum á hveiju Eggert hafi lifað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.