Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 35

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 35
Mynd: Ágústína Jónsdóttir. Ég gekk aftur inn í stofuna með fangið fullt af eldiviði, lagði vel í ofninn og beið þess að birta kæmi frá vindauganu. Á meðan tók ég upp tönnina og náði í þjö- lina. Þá var skyndilega barið á gluggann. Ég leit upp. Utan vi gluggann stóð maður, sem þrýsti andlitinu fast að rúðunni. Þennan mann hafði ég aldrei séð fyrr, og þó þekkti ég alla í sókninni. Hann var með rautt al- skegg, rauðan ullartrefil um hálsinn og sjó- hatt á höfðinu. Eitt var það, sem ég hugsaði ekki um þá, og ekki fyrr en nokkru síðar: Hvernig gat staðið á því, að ég sá þetta höf- uð svona greinilga í myrkrinu, og það frá þeim stað í húsinu,'þar sem tunglið gat ekki borið neina birtu? Ég sá það alveg furðulega skýrt. Það var fölt, næstum hvítt, og augun störðu ákaft til mín. Mínúta leið. Þá fer maðurinn allt í einu að hlæja. Það var ekki hlátur, sem ég heyrði, enginn hávær hrossahlátur, en munnurinn galopnað- ist og augun störðu til mín eins og fyrr, og það fór ekki milli mála að maðurinn hló. Ég missti það, sem ég hélt á í höndunum, og stirnaði af kulda frá hvirfli til ilja. í þess- um ógnarstóra munni hins hlæjandi andlits fyrir utan gluggann sá ég allt í einu stórt skarð í tanngarðinum, — það vantaði þar eina tönn. Ég sat kyrr, var sem stjarfur af ótta.. Önnur mínúta líður. Andiitið tekur alit í einu að breyta um lit, verður fyrst dökk- grænt og síðan blóðrautt, en brosið var óbreytt. Eg hafði ekki misst meðvitund, ég skynjaði allt, sem gerðist í kringum mig. Eld- urinn bar sæmilega birtu frá vindauga ofns- ins og varpaði bjarma alveg að hinum veggn- um, þar. sem stiga hafði verið komið fyrir. Ég heyrði líka að klukkan tifaði á veggnum í herberginu fyrir innan. Ég sá allt svo vel, að ég veitti því meira að segja athygli, hvern- ig sjóhatt maðurinn utan við gluggann hafði á höfðinu. Hann var svartur, farinn að upplit- ast á kollinum, en með rauðan borða. Höfuð mannsins tók að síga smátt og smátt niður eftir rúðunni, þangað til það hvarf alveg nið- ur fyrir gluggann. Það var sem hann hyrfi niður í jörðina. Ég sá hann ekki oftar í það sinn. Ég var ægilega hræddur og tók nú líka að skjálfa. Ég leitaði að tönninni á gólfinu, en samtímis þorði ég ekki að líta af gluggan- um, ef andlitið kynni að birtast þar aftur. Þegar ég hafði fundið tönnina, ætlaði ég. strax að fara með hana aftur upp í kirkju- garð, en þorði það ekki. Ég sat áfram einn og gat ekki hreyft mig. Ég heyrði að einhver gengur um úti á hlaðinu á tréskóm, held að það sé ein af vinnukonunum, en þori ekki að kalla á hana, og skrefin fjarlægjast. Eilífð- artími líður. Eldurinn er í þann veginn að kulna út, og engin björgunarvon virðist fyrir mig. Þá bít ég tönnunum saman og stend upp. Ég opna dyrnar, geng aftur á bak út úr stof- unni og stari sífellt til gluggans, þar sem maðurinn hafði staðið. Þegar ég var kominn út á hlaðið, hljóp ég eins hratt og ég gat i áttina til hesthússins, þar sem ég ætlaði að fá einn af vinnumönnunum til að fylgia mér - upp í kirkjugarðinn. En vinnumennirnir voru þar ekki. Ég var hins vegar orðinn nokkru hugrakk- ari, þegar ég var loksins kominn út undir bert loft, og ákvað að fara einn upp í kirkju- garðinn. Með því móti gat ég líka komist hjá því að segja nokkrum frá þessu og þannig losnað við að komast í klærnar á frænda mínum, sem þá hefði auðvitað heyrt söguna. Ég gekk því aleinn upp brekkuna. Tönnina geymdi ég í vasaklútnum mínum. Við kirkjugarðshliðið nam ég staðar, — en þá brast kjarkurinn. Ég heyrði hinn eilífa nið í hafstraumnum Glaumi annars er allt hljótt. Það voru engar dyr í inngangi kirkjugarðs- ins, aðeins bogi, sem gengið var gegnum. Ég kem mér fyrir óttasleginn öðrum megin við þennan boga og rek kollinn varfærnislega gegnum opið, til þess að gera mér grein fyr- ir, hvort ég ætti að leggja í að hætta mér lengra. Þá varð ég allt í einu algjörlega máttlaus í hnjáliðunum og féll á kné. Skammt innan við hliðið, mitt á milli graf- anna, var minn maður með sjóhattinn kominn aftur. Nu var hann með hvíta andlitið að nýju og sneri því að mér, en samtímis bendi hann fram, lengra inn í kirkjugarðinn. Ég skildi þetta sem skipun, en þorði ekki að fara. Ég stóð þarna lengi, horfði alltaf á hann og reyndi að tala við hann, en hann hreyfði sig ekki og var sífellt hljóður. Þá gerðist nokkuð, sem hressti upp á hug- rekki mitt að nýju. Ég heyrði einhvern vinnu- manninn bjástra við eitthvað og blístra niðri við hesthúsið. Þetta merki, þessi vissa um líf í námunda við mig, hafði þau áhrif, að ég stóð upp. Maðurinn tók smám saman að fjar- lægjast. Hann gekk ekki, heldur leið yfir grafirnar og benti stöðugt fram. Ég gekk inn fyrir hliðið og maðurinh lokkaði mig lengra. Ég gekk nokkur skref í viðbót en stansaði síðan, — ég gat ekki komist lengra. Með skjálfandi hendi tók ég tönnina hvítu úr vasa- kiútnum og fleygði henni af öllu afli langt inn í kirkjugarðinn. í sama bili tók vindhaninn á kirkjutuminum að snúast af miklum krafti og mér fannst nístandi skrækur hans skerast í gegnum merg og bein. Ég gekk út fyrir hliðið, niður brekkuna og heim. Þegar ég kom inn í eldhúsið sagði fólkið að andlit mitt væri hvítt eins og snjór. Nú em mörg ár liðin síðan þetta gerðist, en ég man allt eins og það hefði gerst í gær. Ég sé mig í anda, ktjúpandi við kirkju- garðshliðið, og ég sé rauðskeggjaða manninn. Um aldur hans get ég ekkert sagt með vissu. Hann gat hafa verið tvítugur, en hann gat alveg eins hafa verið fertugur. Þar sem þetta var ekki í síðasta sinn, sem ég sá hann, hugs- aði ég. líka um það síðar, en ég veit ekki enn, hvað ég á að segja um aldur hans. Maðurinn birtist mér oft eftir þetta, ýmist á kvöldin eða næturnar. Þá hló hann oftast og opnaði upp á gátt munninn stóra, sem vantaði í eina tönn, og hvarf síðan. Nú var kominn snjór og ég gat ekki lengur gengið upp í kirkjugarðinn, til þess að grafa tönnina jörðina. Og maðurinn hélt áfram að birtast mér öðru hveiju allan veturinn en sífellt með lengra og lengra millibili. Hin mikla hræðsla mín við hann hvarf að mestu en hann olli mér samt mikilli vanlíðan, já, raunar óham- ingju úr hófí fram. Á þessum erfiðu dögum var mér það oft töluverð huggun og gleði- efni, að ég gæti bundið endi á kvöl mína með >ví að kasta mér á flóði í hafstrauminn Glaum. Svo kom vorið og maðurinn hvarf alveg. Alveg? Nei, ekki alveg, heldur aðeins allt sumarið. Næsta vetur kom hann aftur, en þá var það aðeins einu sinni. Síðan sá ég hartn ekki í langan tíma. Þremur árum eftir að ég sá hann fyrst, fór ég burt úr Norður- landi og var fjarverandi í eitt ár. Þegar ég kom aftur, hafði ég verið fermdur og fannst ég vera orðinn stór og mikill maður. Ég bjó þá ekki lengur hjá frænda mínurn á prestssetr- inu heldur heima hjá pabba og mömmu. Eitt kvöld um haustið, þgar ég var háttað- ur og ætlaði að fara að sofa, var allt í einu lögð köld hönd á enni mitt. Ég hrökk við og sá manninn fyrir framan mig. Hann sat á rúmstokknum lijá mér og horfði á mig. Ég var ekki einn í herberginu, systkini mín tvö voru hjá mér, en ég lét þau samt ekkert vita af þessu. Þegar ég fann kaldan þrýstinginn á enni mitt, rétti ég fram höndina og sagði: Nei, farðu ekki burt. Systkini mín spurðu þá frá rúmum sínum við hvern ég væri að tala. Þegar maðurinn hafði setið kyrr um stund, tók hann að rugga sér fram og aftur á rúm- stokknum. Janframt því tók hann að hækka og náði að lokum alveg upp undir loft. Og þegar hann virtist ekki geta komist öllu hærra, stóð hann á fætur, gekk hljóðlausum skrefum burt frá rúminu yfir gólfið og að ofninum, þar sem hann hvarf. Ég leit ekki af honum allan tímann. Hann hafði aldrei verið eins næn-i mér og í þetta sinn. Ég horfði beint framan í hann. Augnaráð hans var tómlátlegt og lokað. Hann horfði á mig, en þó eins og fram hjá mér — langt, langt inn í annan heim. Ég veitti því athygli, að augu hans voni grá. Það var eng- in hreyfing á apdliti hans og hann hló ekki. Þegar ég ýtti hönd hans frá enni mínu og sagði: Nei, farðu ekki burt, — dró hann hönd- ina hægt til baka. Allan þann tíma, sem hann sat á rúmi mínu deplaði hann aldrei augunum. Nokkrum mánuðum seinna, þegar vetur var genginn í garð og ég var aftur farinn að heiman, vann ég um tíma hjá V. kaup- manni, ýmist við afgreiðslustörf eða á skrif- stofunni. Hér átti ég eftir að mæta mínum manni í síðasta sinn. Kvöld eitt geng ég upp í herbergi mitt, kveiki á lampanum og klæði mig úr fötunum. Eins og venjulega ætla ég að fara með skóna mína út fyrir dyrnar, gríp þá í aðra liönd mér og opna dyrnar. Þá stendur hann úti á ganginum, rétt fyr- ir framan mig, þesi rauðskeggjaði náungi. Ég veit, að það eru menn í hliðarherberg- inu, svo að ég er ekki hræddur. Ég tauta upphátt: Ertu nú kominn aftur? — Eftir stutta stund opnar maðurinn munninn stóra og fer að hiæja. En nú hafði þetta ekki lengur sömu ógnvekjandi áhrif á mig og fyrr, en að þessu sinni vakti það sérstaka athygli mína að tönn- in, sem hann hafði vantað, var komin á sinn stað. Ef til vill hafði einhver stungið henni niður í moldina. En kannski hún hafi á þessum árum orið að dufti og síðan sameinast hinu duftinu, sem hún hafði orðið viðskila við. — Guð einn veit það. Maðurinn lokaði munninum á meðan ég stóð enn í dyrunum, sneri sér við og gekk niður stigann, þar sem hann hvarf skyndilega. Upp frá þessu hef ég aldrei séð hann, — og síðan eru nú liðin mörg herrans ár... Þessi maður, þessi rauðskeggjaði sendiboði frá ríki dauðra, hefur með öllum þeim ólýsan- lega óhugnaði, sem ég varð fyrir af völdum hans í æsku, haft margvísleg neikvæð áhrif á mig. Eftir þetta hef ég oftar en einu sinni séð dularfullar sýnir, eitthvað, sem sérstætt er, og erfitt hefur verið að gera sér grein fyrir, en ekkert hefur haft eins djúp áhrif á mig og þetta. Og þó hefur hann kannski ekki aðeins gert mér illt eitt. Mér hefur oft orðið hugsaði til þess. Ég hygg raunar, að það hafi verið af hans völdum að ég lærði að bíta á jaxlinn og hleypa í mig hörku. Á síðari árum hef ég öðru hveiju þurft á því að halda. ÞÝÐING: SIGURÐUR GUNNARSSON Knut Hamsun, f. 1859 d. 1952 er eitt af höfuð- skáldum Noregs og einn af risunum í bók- menntasögu Norðurlanda. Sagan Sultur, byggð á eigin lífsreynslu höfundarins, vakti fyrst á honum veruiega athygli, en á efri árum skáldsins urðu tilfinningar landa hans blendnar í hans garð, vegna afstöðu Hamsuns til þýzka hernámsliðsins. Smásagán sem hér birtist, hefur ekki áður veriö þýdd á íslenzku. Þýðand- inn er fyrrverandi skólastjóri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1990 35

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.