Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 46

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 46
heldur stakkur. Hitinn var 18-20 stig yfir daginn; við frostmark fyrst á morgnana, en sólin er fljót að hita upp. Drekkið aðeins soðið vatn eða gosdrykki — engan klaka. Hafið magatöflur meðferðis og tann- krem (aðeins everest-tannkrem fáanlegt án flúors). Látið bólu- setja ykkur með fyrirvara. Hárþvotturinn í þorpinu Við vorum vakin í svefnpokun- um með tebolla. Síðan kom morgunbaðið — þvottafat og sápa. Hárþvottur var erfiður úr þvottafati og fyrsta daginn tók ég mér stöðu við einn þorps- brunninn og hóf að þvo hár mitt. Þetta reyndist meiriháttar „leik- sýning“. Öll þorpsbörnin hópuð- ust að til að fylgjast með hár- þvotti hvítu konunnar. Kvöldin voru yndisleg. Þá voru eldaðar þríréttaðar máltíðir yfir hlóðum — jafnvel hlóðabakaðar kökur skreyttar með jólarós. Eitt kvöld- ið kom dansflokkur úr nálægu þorpi og spurði hvort við vildum sýningu, sem kostaði nokkrar rúpíur. Leiksvið var reist og dansinn dunaði. Fjallabörn og „pennabyssur“ Á kvöldin komu þorpsbörnin og sungu og dönsuðu fyrir okk- ur. Þau eru svo falleg og lífsglöð. Eiga samt svo miklu minna en íslensk börn, engin leikföng en „skoppa gjörðum" eins og gert var hér áður. „Give me pen,“ segja þau. Og úr pennanum búa þau til byssu, skjóta úr „penna- byssunni“ eða veiða síli í ánni með „pennafærinu". Leiðsögu- fólkið bað okkur um að spilla þeim ekki með gjöfum. Það væri líka skelfilegt i ef ferðamenn spilltu þessu einlæga, lífsglaða fólki. Fjallabörnin eru miklu kurteisari en jafnaldrar þeirra niðri á sléttu, sem eru vanari ferðamönnum og því ágengari. Við gáfum krökkunum nokkra íslands- og Grænlandsbæklinga og þau glöddust svo innilega að það var eins og við hefðum gefíð þeim stórgjafír. Ég hef aldrei haj't eins áhugasama áhorfendur á íslandskynningu. Um frumskóg á fílsbaki eða árfleytingar Frumskógur sléttunnar er nú Chitwan-þjóðgarður til að vernda villta dýraríkið. Við vor- um sett fjögur saman uppi á hverjum fíl, sem léttstígir og hægfara báru okkur um skóginn. Uppi á fílsbaki, sáum við vel yfír íjölbreytt dýraríkið. Þarna voru hirtir, apar, tígrisdýr, krókódílar og óteljandi litskrúð- ugir fuglar. Fílarnir trömpuðu í gegnum hátt sef eða „fílagras". Við fórum líka á gúmmíbátum eftir árflúðum Trisuli-ár, sem tók okkur allan daginn, aðeins stutt matarhlé. Við rennblotnuðum, skemmtum okkur stórkostlega og útsýnið á árbökkunum var eins og óraunveruleg frumskóg- arkvikmynd. Við þjóðgarðinn er nýrisin frábær aðstaða fyrir ferðamenn, með góðri sundlaug og veitingahúsum. Ferðin til Nepal er mér ógleymanleg,“ seg- ir Kristín. „Mér finnst ég ennþá heyra yndislega kveðju þeirra bergmála í fjöllunum „namaste, namaste“.“ Oddný Sv. Björgvins Stærð lands: 140.797 km-. íbúa- fjöldi: 16 milljónir. Höfuðborg: Katmandu (um 197.000). Gjald- miðiil: rúbía jafnvirði um 14 kr. Besti ferðatími: frá október fram í apríl. Tungumál: Nepalska, tíbeska. Bólusetning: Fyrir kóleru, taugaveiki, stífkrampa, mænu- veiki, lifrarbólgu og malaríu. Tveggja vikna Nepalferð: 190 þús- und kr. innifalið: flug, gisting í tveggja manna herbergi, fullt fæði. Nánari. upplýsingar: Ferðaskrif- stofa Guðmundar Jónassonar. Jólasveinninn býr í jólasveinaríkinu í Finnlandi og æðir yfir snjó- breiðurnar í hreindýrasleða með ferðamenn. Hnattferð- irí sókn - eða „pílagrímsferðir“ íslenskra ungmenna HVERS vegna að kynna svo framandi áfangastaði eins og Taiwan eða Nepal? Er ekki nær að kynna nálægari áfanga- staði? Þeir sem þetta segja skynja ekki mikiivægi víðrar heims- sýnar. Fólk þorir kannski ekki til fjarlægari landa — sér ljón víða á vegi. Og vissuiega eru ferðálög dýr. En athugið að far- miði umhverfis hnöttinn er hlutfallslega hagstæðari en stutt ferðalag! Það þarf kjark eins og peningagetu til að heimsækja framandi slóðir — fordómaleysi til að vilja selja sig inn i gjör- ólík lífsviðhorf. Hnattferðir eru í mikilli sókn, einkum hjá fá- tæku námsfólki — þó það hljómi ótrúlega. Tveir smávaxnir virða fyrir sér Ahveijum degi leggur ungmenni af stað frá Norðurlöndum í ferða lag umhverfis hnöttinn. Og und- irrituð veit um nokkra unga Is- lendinga á ferð, áður en þeir setjast niður í fasta vinnu eftir skólanám — eru kannski núna hinum megin á hnettinum. Mörg þeirra taka þá vinnu sem gefst í ferðinni. Hjá þeim gildir sú gullvæga regla, að hafa sem mestan tíma og eyða sem minnstum peningum. Að sumu leyti má jafna þessum ferðum saman við „pílagrímsferðir". ís- land er ríkara, þegar þetta unga fólk snýr aftur — vonandi með aukinn skilnlng á lífskjörum, aukið umburðarlyndi í trúarleg- um efnum og síðast en ekki síst endurmat á hvað er eftirsóknar- verðast í lífinu — eða í lífsgæða- kapphlaupinu. Mikilvægi ferðalaga Leiðtogar heims hafa viður- kennt mikilvægi ferðalaga. Jó- hannes Páll II páfi sagði, að hvert vináttusamband sem tekst milli ólíkra þjóðerna á-ferðalög- um sé framlag til friðar í heimin- um. Reagan og Gorbatsjov gáfu út sameiginlega yfirlýsingu eftir . Genfarfundinn: „Það ríkir ekki nægur skilningur milli þjóða okk- ar, þess vegna skulum við stuðla að auknum ferðalögum milli landanna." Hvert sem ferðinni er heitið berum við íslenska lífssýn innra með okkur og Ís-' lendingurinn í okkur styrkist með aukinni víðsýni. Hvert er ferðinni heitið? Austurlönd eru ofarlega á óskalistanum, Tæland, Tahiti, Indónesía og ekki síst sólríka eyjan Bali, sem Norðurlandabúar líkja gjarnan við sjálfa paradís. Kyrrahafseyjarnar, Tahiti, Fiji og Hawaii eru vinsælar til dvalar áður en stefnt er heimleiðis um Bandaríkin eða Kanada. Talað er um suðlæga hnattferð, sem liggur um Suður-Ameríku — eða norðlæga hnattferð um Kanada. Franskir og þýskir ferðamenn hópast til Nepal í ljallgöngur og þeir sameina gjarnan ferðalag um Indland eða Tibet. í Afríku í hótellaug í nágreiini við pýramídana í Egyptalandi. undur indverskra hofa. eru óskalöndin Kenýa og Egyptaland. Hnattferðir SAS Hér á landi selur flugfélagið SAS mikið í hnattferðir í sam- vinnu við ástralska flugfélagið Quantas. Saman geta flugfélögin tvö boðið upp á tiltölulega hag- stæð fargjöld, en verðið hækkar umtalsvert ef 3. flugfélagið kem- ur inn í myndina. „Hnattferðir okkar eru einkum í tengslum við íjölskylduheimsóknir til Ástr- alíu,“ segja þær hjá SAS, „og þá er ódýrara að kaupa hnatt- miða en stakan miða til Ástralíu. Ódýrasti hnattmiðinn er um 135 þúsund kr. í svonefnda „mini- hnattferð“. Þá þarf allt að vera fastbókað; má aðeins bi-eyta einu sinni; áfangastaðir mega vera 4; lágmarksdvöl 14 dagar; hám- arksdvöl 9 mánuðir. Fjölbreyttari hnattferð er um 230 þúsund og þá má bæta við töluverðu af áfangastöðum fyrir um 5 þúsund krónur á stað.“ Upplýsingarit eru fáanleg fyr- ir væntanlega hnattfarþega um pantanareglur í flugi, vegabréfs- áritanir, dagleg útgjöld, hvernig best er að undirbúa sig og nauð- synlegar ábendingar um breyt- ingar í áfangastöðum og ferða- möguleika í hveiju landi. Athug- ið hjá ferðaskrifstofum og flug- félögum. Bókin „The Round The World Air Guide“ er fáanleg hér í bókabúðum. Oddný Sv.Björgvins í heimsókn til andfætlinganna, hvora leiö sem er!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.