Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 43

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 43
Grand Hotel í Taipei svipar til kínversks hofs og skreytilist í sundlaug og innan dyra í sam- ræmi. Jafnvel við venjulegt söluborð hjá götusaia eru ávextir útskornir. beinshnöttum situr Búddha og togar í jarðartaugina. Og konung- ur steinanna - jadisinn - verður að rótarávexti með ótal engi- sprettum, sem flytja konungi blessun „kynorkunnar“. Allt er þetta svo fíngert að nota verður stækkunargler til að greina blúndulíkan útskurð. í fornri og nýrri kínverskri málaralist er „maður og landslag" dulúðugt viðfangsefni sem auðvelt er að sökkva sér ofan í. Heimsóknin er ógleymanlegt ævintýri, en því miður útilokað að skoða allt. Á jarðhæð eru búðir með vandaðan listvarning. Flogið yfir „Sannleiksfjall“ og „Mánaheim“ í 32 stiga hita geng ég að minn- isvarða um taiwanska hermenn. Kostulegt að sjá sérþjálfaða varð- menn eins og myndastyttur, sem breytast i „hreyfanlegar trébrúð: ur“ við varðmannaskipti! I morgunskini er flogið til Kaohs- iung, helstu iðnaðar- og hafnar- borgar Taiwan. Landslagið minnir á kínverskt málverk. Fljót liðast eins og drekar eftir mjúkum, ávöl- um línum; hinn frægi kínverski „skýjasjór" niðri í dölum; glampar á hvít musteri á fjailatoppum. Örnefni fjalla vitna um kínverskan uppruna: Mánaheimur, Langlífi, Sannleiksfjall og fleiri. Veltir hundruðum milljarða Bandaríkjadala Kaohsiung er ein best búna og með stærri hafnarborgum heims. Og önnur stærsta gámahöfnin, enda er taiwanska gámafyrirtæk- ið „Evergreen" hið stærsta sinnar tegundar. Hér er fyrirtækið China Steel sem teygir arma sína um alla heimsbyggðina - veltir líka hundruðum milljarða Banda- ríkjadala - með 7.155 manns í vinnu, en ijölda undirverktaka. Allt er hér til fyrirmyndar - í Taiwan er mennt máttur - og gaman að sjá hvað krakkarnir eru áhugasamir í efnafræðitíma. ára kínverskrar menningar. Stór- brotin umgjörð og fögur staðsetn- ing við hæfi. Það er Hollywood- ævintýri líkast hvernig hinir 650.000 ómetanlegu listmunir komust yfir sundið frá megin- landinu (án þess að 1 tebolli brotn- aði!) - á stöðugum flótta undan hersveitum Japana, undan komm- únistastjórnum - faldir inni í hell- um, ferjaðir yfir stórfljót - en björguðust alltaf á síðustu stundu undan eldsvoða og sprengjuárás- um! - Og forn list keppti við flóttafólk um bátsrými yfir sundið til Taiwan - bjargað undan kommúnistastjórn sem ekkert var heilagt. Gjafir alþýðufólks til keisaranna Og ég geng innan um ótrúlega handiðn. - Kannski heil mann- sævi lögð í einn listmun, sem al- þýðumaður gaf síðan keisara sínum. „Gleði konungs" er örsmár fílabeinsturn á 9 hæðum og Búddha á hverri hæð með örsmá- ar fílabeinsbjöllur. - Innst í 9 fíla- réttur er þar fyrir borð borinn. Konfúsíus og kommúnismi eru ósættanleg öfl.“ Og ég geng aftur út á stræti Taipei - annað þéttbýl- asta land í heimi (Bangladesh er þéttbýlast og fátækast). - Hvílíkt efnahagslegt stói-virki á þessari iðandi „mauraþúfu". - Og hvílík blessun í heimspekikenningum - að hver og einn - í öllum þessum fjölda skuli eiga sinn tilverurétt! Hið ævintýralega Þjóð- minjasafn Kínverja Glæsileg safnbygging, grafin inn í hlíð norður af Taipei - eins og sprengjuvarið hernaðarmann- virki, geymir „hjarta og sál“ 5.000 Við hliðið inn í Taroko-gljúfrið sem er verndaður þjóðgarður. Taiwan er í þriggja flugtíma fjarlægð frá Bangkok. TUNGU- MÁL: mandarín-kínverska og taiwanska (mállýska). TRÚ ARBRÖGÐ: búddismi og taoismi eru ráðandi. ÍBÚAR: um 20 miiljónir, þar af um 325 þúsund frumbyggjar. HELSTU HÓTEL í TAIPEI: Lai Lai Sheraton, Grand Hotel, Grand Hyatt (opnaði í september). Howard Plaza. Ferðaskrifstofa í Taiwan sendir ferðamenn til íslands. í sumar komu nokkrir og von á mikilli aukningu næsta sumar. China Airlines, flugfélag Taiwan, flýgur 5 sinnum í viku til Amsterdam á nýjum breiðþotum. Beint flug með tveimur millilendingum, sem tengist vel flugi Flugleiða, að- eins tveggja tíma bið. China Airlines flýgur núna norðurleiðina vegna ástandsins við Persaflóa. Upplýsingar í bókunardeild Flug- Ieiða og hjá China Airlines Stadhouderskade 6, Amsterdam. Sími: (20) 126754. F.ax: 181001. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1990 43

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.