Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 14
Mynd/Jose Luis Cuevas. CHARLES CAUSLEY 6 Sjötti gesturinn segir fátt, geislar af hughreystingu, brosir af öryggi. Hún hefur ekkert svart vegabréf í formi vínbeija, eða vegabréfsáritun í formi sælgætis. Einungis vöndul af hreinum þvotti. . Treður honum hæversklega inn í skápinn; leitar svo að óhreinu taui. Talar í hálfum hljóðum við sjúkraliðann, úr augsýn sjúklingsins, þar sem ekkert heyrist. Kemur á slaginu eins og aðfallið. Fer áður en stundin er liðin. Sjúklingurinn virðist skynja návist hennar, meira að segja eftir að hún er farin: Uppistandandi návist. 7 Sjöundi gesturinn angar af kaupstaðarlykt. Kemur iðulega að vini sínum í fastasvefni: Þó enginn viti hvort svefninn er látalæti eða ekki. Honum er alveg sama; eigrar um deildina í leit að nafnlausum, annarsflokks sjúklingum sem enga heimsókn fá og þykjast dorma eða lesa reyfara. Miskunnarlaust grefur hann upp eðli alls ama og er fljótur að bregða fyrir sig útþynntri visku á borð við: „Ah! Þér á eftir að versna áður en þú verður skárri.“ Tíu sjúkravitjanir Fimm mínútum áður en bjallan setur punkt aftan við heimsóknartímann opnar vinur hans áuga eins og vekjaraklukka. Gesturinn lítur á úrið. Það er markaðsdagur. Kráin er þá enn opin. Hugrekkið þarf áfyllingu. Árni Ibsen þýddi 1 Fyrst kemur kona í neonlýstri dyggðarbrynju. Látlaus skothríð alhliða brosa til allra viðstaddra. Hún splundrar voninni í bijóstum sjúklinganna, sem samstundis gera sér ljóst að ómögulegt er að sigrast á grimmilegri gæsku hennar. Hún sýnir ótrúlegt hugrekki andspænis mannlegri þjáningu! Hún stendur stutt við, sem betur fer. Þegar hún hefur öslað um deildina eins og tundurspillir frá millistríðsárunum með þjóðfánann við hún á Miðjarðarhafi, snýr hún heim og heldur sig þar í viku — lengur, ef heppnin er með — illa brennd af eigin verðleikum. 2 Annar gestur kemur, spreðar um sig guðfræðilegri depurð; smellir skósólum þungt á gólf eins og fullfrískur gammur og útdeilir djúpfrystri von. Sjúklingarnir stara á hann varir um sig, flestir ennþá óvitandi um tilvist himnaríkis, vítiselds, eða eilífðartóms. Þeir taka enga áhættu og meðtaka athygli hans af illa duldu áhugaleysi, ailir nema einn gamall maður, sem æpir af nýbrýndu hatri: „Burt með þig! Burt með þig! Burt. . . burt. . . burt. . . burt. . . Komdu þér bara burt!“ 3 Sá þriðji dregur af kunnáttu mátt úr máttlitlu brosandi fórnarlambinu með því að upplýsa hvernig bláklukkumar standi sig, hve marga kettlinga kisa eignaðist hvernig þakflísarnar flettust af búrþakinu, og hvers vegna enginn hafi komið í heimsókn í hálfan mánuð . þar sem allir voru með kvef og enginn þorði að bera smit inn á spítalann. Augu sjúklingsins hemast. Hann hefur engan áhuga á bláklukkum, kisu, þakflísum, kvefi. Hann liggur flattur, næring í æð, andlitið minnir á andlit Faróa sem búið er að grafa upp, beinagrindin utan á húðinni, en hugurinn skýr eins og kertaljós, hann hefur bara áhuga á því sem er hér og nú og hefur ekki löngun til að tala um neitt nema núverandi hlutskipti. Það er óheimilt. 4 Sá fjórði reynir að hressa aldraða móður með Iéttum brönduram, sem ógna líkt og sprengjuflísar. „Þú verður bráðum farin að hlaupa um eins og kálfur á vori,“ segir hann. „Keppa í fótbolta og hvað eina.“ Hann lætur ekki fleiri kíló af gifsi, keðjum, lyftibúnaði eða lífshættulegar hækjur aftra sér. „Ferð í höfrungahlaup fýrr en varir,“ segir hann. „Syndir hundrað metrana í lauginni.“ Við þessa ótrúlegu spádóma starir gamla konan óttaslegin á sitt sjúka, sjúka afsprengi og heldur að það hafi tapað glórunni — Sú virðist því miður vera raunin. 5 Sá fimmti er risi úr sveitinni fötin ilma af mjólk og töðu. Hann tvístígur órór af einum nautsfæti á annan, eins og til að forðast að skjóta rótum í dauðhreinsuðu landslagi. Annað veifið hvarfla augun skelfd til hliðar, eins og uggandi um að hnjóta kannski um viðkvæmt umræðuefni, eða að veggirnir kynnu allt í einu að þrengja sér um hann. Fingur hans — af stærð og lögun eins og græðisúra — halda laust'um blómvönd, hann kyssir konu sína varlega á kinn — léttur barnskoss — Situr síðan stífur og hreyfingarlaus í hálftíma á pasturslitlum stól. í lok heimsóknartímans kemur hann dæsandi út, deplar augum af létti út í öruggt loftið. Það er ekki að sjá að hann skynji rökkrið. 8 Áttundi gesturinn virðist margfalt hrörlegri, sjúkari og máttfarnari en nokkur sjúklingur. Andlit hans er eðalgrátt. Hann skimar um með ævafornum augum eins og frá hinum enda tímans. Það er sem hann hafi risið upp úr gröfinni til að koma hérna fram. Það fylgir honum keimur af hvítum blómum; ber krampaðan svip af ögn notuðu líkklæði. Með hægð réttir hann sjúklingnum fullan poka af skotheldum heimabökuðum smákökum, og gegnheila náðartertu — „Með kaffinu," eða svo þunglega ávaxtaskál að hún virðist geta brotið glerfingurna á honum. Sjúklingurinn hressist heil íifandi býsn og þakkar honum ákafur, ekki fyrir ávextina, eða kökuna, heldur fyrir þá græðandi sjón að sjá einhvern svo augljóslega verr haldinn en hann er sjálfur. Hann kemst af hættusvæðinu; og er á leið til bata. 9 Níundi gesturinn ér lífið. 10 Tíundi gesturinn er yfirleitt ekki nefndur. Charles Causley fæddist 1917 í Lauceston á Cornwall-skaga og hefur búið þar nær óslitiö siðan. Hann stundaði margvísleg störf á millistríðsárunum og var m.a. píanóleikari í danshljóm- sveit. Á stríðsárunum var hann í breska flotanum og í dulmáls- deild bresku leyniþjónustunnar. Eftir stríð var hann kennari i heimabæ sínum uns hánn sneri sér alfarið að ritstörfum árið 1976. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir Ijóðagerð sína, m.a. gullmedaliu bresku krúnunnar 1967. Fyrsta Ijóðasaf- nið hans var Hands to Dance, sem kom út 1951. A meðal þekktustu bóka hans eru Union Street (1957), Johnny Alleluia (1961), Underneath the Water (1967) og Figure of Eight (1969). Þá hefur Causiey ort mikið af barnaljóðum og ritstýrt marg- vislegum safnritum, einkum fyrir börn. Ljóðið sem hér er þýtt er úr safninu Collected Poems 1971-1985. Tvö yrkisefni eru öðrum fremur áberandi í skáldskap Causleys, annars vegar látlaus frásagnarljóð byggð á erfiðri stríðsreynslu og hinsvegar Ijóð um einstaklinga sem eru utanveltu við þrælskipulagt þjóðfé- lagið, m.a. sérkennilega menn, börn, vandræðaunglinga, gamal- menni og vangefna. Ljóð Causleys eru allajafna hefðbundin og hefur hann öðrum fremur lagt rækt við ballöðuformiö, eink- um þegar hann er að lýsa einstaklingum úr umhverfi sinu Og verður þar oft spennandi togstreita milli frumstæðrar hefðar og fágunar nútímaljóðsins. Við fyrstu sýn virðist Ijóðið hér að ofan þvi ekki vera dæmigert Causley-ljóð en það á einungis við um hið ytra form. Frásagnarmátinn hér er dæmigeröur fyr- ir Causley. Þýð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.