Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 29
J ólasveinn með sjálfsvirðingu ** Smásaga eftir ODD B JÖRNSSON Barþjónninn varð dálítið hvumsa þegar hann sneri sér við til að verða við óskum fyrsta viðskipta- vinarins á hádegisbam- um um einn þrefaldan asna. Við skenkinn stóð • slæptur og áhyggjufullur jólasveinn, sem mændi á hann sorgmæddum bænaraugum. Skeggið var óhreint og ókembt, og yfirleitt var hann allur hinn hirðuleysislegasti — húfan sat kæruleysis- lega á sveittu höfðinu og buxurnar líktust einna helst gömlum og lúnum harmóníku- belg. — Þrefaldan asna, endurtók jólasveinn- inn um leið og hann lagði vettlingana á barborðið og tók af sér húfuna og þurrkaði sér um ennið með henni. — Þrefaldan asna takk fyrir, hrökk út úr þjóninum þegar hann fékk málið. Svo sneri ha'nn sér aftur við eftir vodkaflösk- unni og byijaði að blanda. Þetta var á aðfangadag jóla og úti var frost og sannkallaður jólasnjór, sem hafði fallið um nóttina. Inni á barnum var líka jólabragur á öllu, hlýtt og hálfrokkið og kertaljós á borðum. Fólkið tíndist inn, ánægt og í hátíðarskapi, þótt sumir væru bersýni- lega mjög timbraðir eftir skötuát og brennivínsþamb daginn áður, svo ekki sé minnst á blessaðan bjórinn, rauðvínið og allt jólaglöggið, sem menn höfðu innbyrt síðustu dagana. — Fjögur hundruð og fimmtíu krónur, sagði þjónninn og það vottaði fyrir háðs- hreim í röddinni. Jólasveinninn ansaði ekki og rölti með glasið út í horn, þar sem hann settist við lítið borð og stundi þungan. Bargestir urðu kímileitir og dálítið hlessa að sjá jólasvein á þessum stað með glas fyrir framan sig; létu það þó-ekki koma sér í uppnám og sögðu bara góðlátlega brand- ara af tilefninu. — Hann er búinn að hafa það erfitt í jólaösinni, sagði einhver sniðugur náungi. Ekki virtist jólasveinninn gefa bargestum minnsta gaum. Hann sötraði úr glasinu sínu, stóð síðan upp með erfiðismunum og tróð sér í fremstu víglínu og skellti tómu glasinu á skenkinn. — Þrefaldan asna, sagði hann við þjón- inn, sem var í miðjum klíðum að afgreiða tvöfaldan viskí ofan í einn af okkar betri borgurum. — Augnablik, sagði þjónninn með nokkru yfirlæti ef ekki með vissri lítilsvirðingu, sem honum þótti við hæfi að sýna hinum um- komulausa og óvænta gesti. En jólasveinninn var um annað að hugsa en þróaða barsiði í höfuðborginni og endur- tók beiðnina, næstum vélrænt líkt og hann væri með innbyggða snældu. Náunginn, sem beið eftir viskíblöndunni sinni, var hins vegar í jólaskapi og sló á öxl jólasveininum, mjög kumpánlega. — Heitir þú Kjötkrókur eða Kertasníkir, gamli vin? En jólasveinninn viitist hvorki gefa hönd- inni sem hvíldi á öxl hans minnsta gaum né gamansömu og hlýlegu ávarpi mannsins, en endurtók beiðnina í þriðja sinn. Barþjónninn sneri sér snúðugt að barhill- unum og blandaði þrefaldan asna, lítt sam- viskusamlega og mjög á þeirri skoðun að öllum væri fyrir bestu að mál þetta yrði afgreitt hið fyrsta. — Níuhundruð krónur, takk fyrir, sagði hann og setti glasið á skenkinn. Jólasveinninn tók glasið og rölti þegjandi í sætið sitt. — Hann er ekki sérlega skrafhreyfinn af jólasveini að vera, sagði maðurinn sem átti viskíblönduna og hélt áfram að vera fyndinn og jákvæður. Barþjónninn yppti öxlum. — Eg vona bara að hann sé ekki blank- ur, sagði hann og tók að blanda gini í tón- ik handa huggulegri miðaldra frú, sem var að rétta sig af. Einhver langdrukkinn fastagestur hafði hlammað sér niður við hliðina á jólasveinin- um. — ,Ég hef hitt marga jólasveina urn ævina, sagði hann og lyfti glasinu sínu — en aldrei á bar! Ekkert svar. — Mér hefur alltaf líkað vel við jóla- sveina, hélt maðurinn áfram með þeirri dæmigerðu þrákelkni sem einkennir suma bargesti sem líta _á sig sem ómissandi skemmtikrafta. — Ég gæti meira að segja alveg hugsað mér að vera jólasveinn sjálfur og gleðja blessuð börnin. Þegar ég var lítill setti ég skóinn minn í gluggakistuna, og ekki brást það að næsta morgun var hann fullur af sælgæti. Jólasveinninn ropaði dálítið. — Er þér illt í maganum, vinur? sagði gæinn fullur samúðar. Jólasveinninn leit hægt við honum og horfði á hann góða stund. — Mér er illt í hjartanu. Náunginn varð dálítið hvumsa og fékk sér einn. Eða tvo. Jólasveinninn tæmdi úr glasinu, brölti á fætur og skjögraði enn að barnum með tómt glasið. — Þrefaldan asna, muldraði hann. — Heyrðu vinur, má ekki bjóða þér upp á þennan? sagði náunginn, sem var í visk- íinu. — Eru þetta ekki mest hlaup og lítið kaup hjá ykkur, þarna uppi í Surtshelli eða hvar þið búið. — Þrefaldan asna, endurtók jólasveinn- inn lágt og umkomulaus. — Þrefaldan asna handa vini mínum, sagði maðurinn við barþjóninn. — Þrefaldan asna, endurtók þjónninn og byijaði að blanda. — Skál fyrir Giýlu og-Leppalúða og allri fjölskyldunni! sagði maðurinn glettinn og í góðu jólaskapi, enda orðinn rauðari í kinnum en nokkur jólasveinn. Jólasveinninn tók við glasinu, þegjandi og með tárin í augnum. — Amar eitthvað að þér, vinur sæll? _ Jólasveinninn leit í augun á manninum: — Heldurðu að þetta sé eitthvert grín? spurði hann grátklökkur. — Hvað segirðu vinur, hvað er ekkert grín? spurði maðurinn með nokkurri samúð. Nú tók jólasveinninn að æsa sig og roms- aði út úr sér, töluvert þvöglumæltur: — Fólk er hætt að trúa á alvöru jóla- sveina! Allar borgir eru fullar af gei’vijóla- sveinum sem eru að pranga allskyns drasli inn á börn og blásaklaust fólk — jafnvel töivum og bílum og rándýrum græjum! Mér er jafnvel sagt að Ameríka og Ástralía séu fullar af gervijólasveinum, og að maður geti ekki þverfótað fyrir þeim í London! Eru engin takmörk fyrir siðleysi og algjörum skorti á sjálfsvirðingu? Þeir eru meira að segja — (og nú tók jólasveinninn andköf) — með gerviskegg! Ég veit það vegna þess að ég rakst á einn í bókabúð — og ég sá með mínum eigin augum að hann var að færa það til á andlitinu á sér! Svo þegar hann byijaði að herma eftir okkur með asnalegum tilburðum fyrir framan alla krakkana, féll mér allur ketill í eld og ég hrópaði: — „Hann er bara geivijólasveinn!“ Þá urðu allir eitt- hvað vandræðalegir og sumir fóru að hlæja, og varð mér þá alveg nóg boðið — ég óð að honumog greip í skeggið á honum. Og viti menn: það slitnaði af honum í heilu lagi? Ég segi bara eins og menn segja: þetta er ekki hægt! Jólasveinninn renndi úr glasinu í einum teyg, henti því á gólfið og staulaðist völtum fótum að borðinu sínu og settist tuldrandi — „þetta er ekki hægt — þetta er ekki hægt.“ A borðinu beið fullt glas með þreföldum vodka og engiferöli og bestu jólaóskum til hins eina og sanna jólasveins frá aðdáanda og velunnai'a, skrifað mjög nettri hendi. Jólasveinninn renndi úr glasinu — en við borðið á móti lionum sat konan yfir sinni tvöföldu ginblöndu og brosti hlýlegu jóla- brosi. Þetta bros fór alveg framhjá jólasvein- inum, hann hneigði höfuðið og grúfði það í höndunum og tók allur að hristast af þung- um ekka milli þess sem hann vældi og vein- aði: — Þetta er ekki hægt.“ — Þetta er ekki hægt, sagði barþjónninn við manninn um leið og sá síðarnefndi veitti móttöku nýju viskíglasi. Það verður að fjar- lægja þennan jólasvein. Auk þess skuldar hann barnum tvo þrefalda asna! Hann beið ekki eftir svari, en tók upp símtól og sagði eitthvað í það, mjög óðamála. — Komdu bara upp og sjáðu sjálfur, livæsti hann í símtólið, — ég veit ekki hvað er jólasveinn ef þetta er ekki jólasveinn! Það væri kannski réttast að hringja á lögregluna — hann skuldar; mér tvo þrefalda asna! Núna situr hann grátandi við borðið. Ef hann pantar meira fær hann ekki afgreiðslu. Svo skellti barþjónninn á og sagði „næsti“. Birgðavörðurinn, sem stundaði lyftingar í hjástundum, kom upp og rak óðar augun í jólasveininn, þar sem hann hristist af ekka við borðið sitt og örlagabyttan fyrrgreinda var að reyna að hugga hann. — Blessaður vertu, þetta kemur fyrir okkur alla, sagði byttan. Fáðu þér sjúss hjá mér, vinur! — Já, en ég er alvöru jólasveinn! kjökr- aði jólasveinninn og fékk sér sjúss. Svo bætti hann við meðan hann var að reyna að standa á fætur: — Ég ætla að fá mér þrefaldan asna. Hann skjögraði fram á gólfið og allir biðu spenntir, sumirreyndu að segja „brandara". — Komdu vinur, sagði birgðavörðurinn og reif í axlirnar á jóiasveininum og hóf hann á loft. — Þetta er ekki rétti staðurinn fyrir jólasvein! Svo hvarf jólasveinninn í loft- köstum niður stigann um leið og hann heyrð- ist tuidra „þetta er ekki hægt!“ En birgðavörðurinn dustaði af lófunum meðan bargestir héldu áfram að segja „brandara" með stórum hlátursrokum. Jóla- sveinninn kom fljúgandi í fangið á húð- og kynsjúköómalækni, sem var á leiðinni upp stigann ásamt mjög huggulegri flugfreyju. Lentu þau öll, sem von var, í einni bendu, en enginn slasaðist alvarlega, svo var brennivíninu fyrir að þakka. — Þetta er ekki hægt! tuldraði jólasveinn- inn og brölti á fætur, og var horfinn út í snjóinn og umferðina áður en læknirinn gat „diagnoserað" þetta furðulega atvik fyrir flugfreyjunni, sem öll var gengin úr skorð- um. En það sást síðast til sveinka hvar hann sat ásamt Badda putta á bekk undir tré, en greinar þess, þungar af snjó, voru skreyttar jólaljósum. Virtist mönnum sem sá síðarnefndi væri að snýta þeim fyrr- nefnda með hans eigin skeggi, en um það voru ekki allir sammála. Og jólin gengu í garð, eins og lög gera ráð fyrir, með marghljómandi klukknaómi, guðsorði og ilmandi ijúpnasteik. Höfundur er rithöfundur í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1990 29

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.