Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 18
174 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — "" 1 ' " " ■' ..T~— Uppgangur Þjóðverja Nýa fólksbílaverksmiðjan í YVolfsburg FYRIR tæpum níu árum var Þýzkaland allt í rústum. í dag er það að ryðja sér til rúms á heims- markaðinum af svo miklu afli, að það er að sigra sigurvegarana á sviði viðskifta. Þetta er viðurkennt af blaði Beaverbrooks lávarðar, „Daily Express“, í stórri fyrirsögn, þar sem stendur: „Þeir eru að sigra oss, þessir Þjóðverjar.“ Fyrir skemmstu afréð indverska stjórnin að reisa stóra stálverk- smiðju í Nýu Dehli. Verkið var boðið út og bæði Bretar og Banda- ríkjamenn vildu ná í það, því að byggingarkostnaður skifti hundr- uðum milljóna króna. En hvernig fór? Það voru Þjóðverjar, sem „stungu þá út“ og hefir nú verið falið að byggja verksmiðjuna. Aðra stálverksmiðju eru þeir að reisa í Brazilíu. Og í Mexikó hafa þeir nú stórkostlega sýningu á þýzkum iðn- aði. Og um allan heim eru Þjóð- verjar að leggja undir sig mark- aði, sem Bretar og Bandaríkja- menn hafa áður haft. Hér er átt við Vestur-Þjóðverja. Hjá þeim er nú allt í uppgangi, en í Austur-Þýzkalandi, þar sem Rúss- ar stjórna, er allt enn í sömu eymd- inni eins og þegar stríðinu lauk. í Wolísburg, litlu þorpi í norð- urhluta Þýzkalands, lét Hitler reisa bílaverksmiðju og þar átti að fram- leiða almenningsbílinn (Volkswag- en) fyrir hið nýa 1000 ára ríki, flugu mér þó í hug orð, er ég þá nýlega hafði lesið og lært, þessi heilögu orð: „Gjaldið engum illt fyrir illt, ef mögulegt er“, og „það sem þér viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þér einnig þeim gera.“ sem hann þóttist hafa stofnað. Þessi verksmiðja var lögð algjörlega í rústir í stríðinu. Nú er hún risin upp að nýu, mörgum sinnum stærri en áður og veitir 20.000 manna at- vinnu. Árið sem leið voru smíðað- ir þarna 180.000 almenningsbílar, eða einn bíll á hverjum 80 sekúnd- um. Fyrir þessa bíla hafa Þjóðverj- ar fengið markað í 83 löndum. Þess- ir bílar eru svo eftirsóttir, að meira selst af þeim á meginlandi álfunn- ar, heldur en nokkrum öðrum bíl- um. Samkeppnin hefir orðið svo hörð, að Belgar, Frakkar og ítalir hafa þótzt tilneyddir að setja inn- flutningshömlur á þessa bíla, til verndar sínum eigin bílaiðnaði. Fyrsta árið eftir stríðið var fram- leiðsla Þjóðverja ekki nema þriðj- ungur á móts við það sem hún haf ði verið árið 1936. En árið sem leið var framleiðslan í Vestur-Þýzka- landi rúmlega 40% meiri heldur en hún hafði verið í öllu Þýzkalandi árið 1936. ---★----- Hvernig stendur á þessum upp- gangi? Hann stafar af því, að á meðan stjórnir nágrannaþjóðanna heldu uppi socialistiskri haftastefnu, þá létu Þjóðverjar einstaklingsfram- takið hafa óbundnar hendur. Það var Erhard viðskiftamálaráðherra að þakka, því að hann barðist fyr- ir því með hnúum og hnefum. Hann helt því fram að frjálsræði í athöfnum mundi verða bezta lyftistöng fyrir ríkið. Ef þjóðin hefði fullt athafnafrelsi, þá mundi hún rétta við. Þá mundi dugnaður hennar fá notið sín. Þetta hefir reynzt rétt eins og nú má sjá. Þjóð- verja skortir ekki dugnað, fyrir- hyggju og hagsýni ef þeir fá notið sín. Það er mikill sannleikur fólg- inn í þessum orðum, sem höfð eru eftir Þjóðverja: „Aðrar þjóðir vinna til að lifa, vér Þjóðverjar lifum til að vinna.“ Flóttamanna straumurinn til Vestur-Þýzkalands hefir valdið miklum og margskonar erfiðleik- um. En það vandamál hefir verið leyst svo vel að furðu gegnir. Talið er að um 10 milljónir flóttamanna hafi komið þangað, en við seinustu áramót var ekki nema ein miljón atvinnuleysingja í landinu. — Og stjórnin heíir á prjónunum fram- kvæmdir sem munu skapa vinnu handa 250.000 manns á þessu ári.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.