Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 20
176 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ljónið rak upp öskur mikið, sner- ist gegn hundinum og sló hann svo með hramminum að hann kastaðist í vegginn og dauðrotað- ist. En meðan þessu fór fram hafði Buchanan haft ráðrúm til að snúa sér við á gólfinu. Og um leið og villidýrið réðist á hann að nýu, náði hann kverkataki á því og svo sparn hgnn með fótunum af öllu afli upp í kviðinn á því. Dýrið hentist upp á glóandi eldavélina. Það rak upp æðisöskur er það kenndi brunans og flýði síðan hið bráðasta út um gluggann. Buckan- an var ekki stórskemmdur eftir klaer þess. Hann símaði þegar til næsta veiðimanns og sagði hon- um upp alla sögu. Daginn eftir var fjallaljónið lagt að velli, all- langt ífá þessum stað, en það þekktist á því að sviðablettir voru á belgnum hingað og þangað eftir eldavélina. Maður, sem Gerald Walters heitir, og á heima í Port Alice í British Columbia,, var einu sinni úti í húsagarði hjá sér og klauf skíð með lítilli öxi. Allt í einu stökk fjallaljón á hann og felldi hann til jarðar. Hann missti öxina um leið og hfópaði hástöfum á hjálp. Dýrið tætti fötin utan af mond hafi sýnt mikið hugrekki í viðureign sinni við fjallaljónið. En annar maður er þó frægari fyrir hugrekki, því að hann réðist ó- vopnaður gegn einu af þessum óargadýrum. Það var í júní 1953. Þá hafði mikið kveðið að því um hríð að fjallaljón dræpi húsdýr í nánd við Englewood í B. C. Kvað svo ramt að þessu að mönnum var ekki tal- ið óhætt að vera úti við og lagði stjórnin bann við því að menn væri þar einir á ferð þangað til hún gæti sent þangað veiðimann. En kona nokkur, frú Coon, vildi ekki hlýða þessu. Hún þóttist endi- lega þurfa að heimsækja vinkonu sína, og 12. júní lagði hún á stað. En ekki var hún komin nema fáa faðina frá húsi sínu þegar fjalla- ljón réðist á' hana og sló hana til jarðar og tætti sundur föt hennar. Konap hljóðaði ofboðslega í dauð- ans angigt. Þrír menn komu brátt á vettvang, Peter Coon maður hepnar, John Smith matsveinn og Lawrence Landsdowne skógar- höggsmaður. Allir voru þeir vopn- lausir og þeim Cqon og Smith varð það fyrst fyrir að hlaupa burt og ná sér í steina til að grýta dýr- llarm kom aftan að dýrinu og náði um hálsinn á því og helt íast — — Sepjii reðist á óargadýrið og beit i lærið á því. honum og reif hann háskalega með klónum. Til allrar hamingja fyrir Walters bar þar að hugrakkan mann, sem Richmond heitir. Hann heyrði hljóðin og hljóp inn í garð- inn og sá þá hvað um var að vera. Hann náði í öxina og réðist gegn dýrinu. Það sleppti þá Walters og nú hófst bardagi upp á líf og dauða, en honum lauk ipeð því, að Rich- mond .færði öxina á kaf í heila dýrsins svo að það féll daytt til jarðar. Það er allra manna mál að Rich-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.