Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1954, Blaðsíða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 173 FRÁSÖGN þessi er eftir Koibein Jaköbsson, hreppst.ióra í Unsðsdal n Sbæfjallaströnd. Gunnar Hslldórs- son bóndi í Sknlavik við ísnMarðnr- djup Var ffbddur 8. okt. 1837. Rió hanh i Ská’avík 30 nr otr ahrinðist þar 12. jfltlí 1894. — Hnnn vnr 2. þingmaðilr Ísfirðínea 1886—1891 — Kolbeinn var fæddur 13. septrmber 1882 og ólzt upp í Æðey híá Rayn- hildi föðursystúr sinni og manni hennar, Rósinkar Árnasyni. Þegar ég var é 13. ári kom Gunn- ar Halldórsson í Skálavík, síðar alþingismaður, út í Æðey skömmu eftir páskana. Hafði frétt að mik- ill fiskur væri þá kominn í Æðey- arsundið inn að Ögurhólmum. Hafði hann með sér lóðir og kom með hlaðinn bátinn — lítið fjögurra manna far — af mjög góðum kræklingi. Fekk Gunnar leyfi hjá pabba mínum (svo nefndi Kolbeinn Rósinkar fóstra sinn) og Guðmundi syni hans að vera í Æðey meðan hann beitti kræklingi þeim, er hann kom með. Gunnar var við þriðja mann á bátnum, dreng á aldur við mig, óvanan og sjóveikan, Jón Kristj- ánsson að nafni, og Samúel Magn- ússon, að vísu vanan sjómann, en veikan á geðsmunum. Var því fremur illa menntur. Er Gunnar hafði lagt fram fvrstu lóðirnar, 16 að tölu, sér hann mig og spyr mig hvort ég kunni nokk- uð að sjóverkum að gera. Kvaðst ég ekki vita það. Spyr hann samt pabba minn hvort hann vilji ekki til reynslu lána sér mig til að draga lóðirnar með sér. Var það auð- fengið. Hvort báturinn bar af öllum lóð- unum, man ég ekki. en sökkhlað- inn var hann er að landi kom. Skifti Gunnar strax einum hlut (líklega 6. hluta aflans) úr og sagði pabba mínUm til hans. En hann kVaðst ekki t^ka hÍUt eftir mig fvr- ir e'na eða há'fa sióferð og vi'di Pk'Tfrt pmð hliitinn hafa og Otlnn- nr nkki Hbldur. Kom þeim loksins s-'mnh Um. nð ég skvldi bé ei£?a h^nn. Rió ég ekki hendi móti þeirri sæmd, ge^ði ollt, • við fiskhlut behna, flatti, saltaði, þvoði úr salti og burrkaði. Seldi hann síðan Hiálhnari Jónsen, er þé um sum- arið var lausakaupmaður á ísafirði, og fekk sem næst 20 krónum fyr- ir. Var þetta fvrsti fiskhluturinn, sem ég eignaðist og verð hans fyrstu peningarnir. Og fvrir þá fekk ég fyrstu stígvélaskóna, sem ég hefi eignast, nokkuð af pappír, pennum, pennaskaft og blekbyttu og líklega eitthvað meira, sem ég man nú ekki hvað var. Þetta var, sem sagt, fyrsta sjó- ferð mín með Gunnari, en ekki sú seinasta, því ég var með honum upp frá þessu um vorið, til þess er hann fór alfarinn heim nokkuru eftir Trinitatishelgi. Mun ég sjald- an eða aldrei hafa verið með meiri afla jafnstuttan tíma. Hevrði ég sagt, að Gunnar hefði þenna vor- tíma í Æðev fengið í sína hluti verð alls timburs, er fór í íbúðar- hús. er hann lét bvggia í Skálavík um sumarið. eða sumarið eftir. Það var eitt sinn, að annar for- maður hafði lagt 5 eða 6 lóðir vfir Gunnars lóðir, eða Gunnar lagt yfir hans lóðir. En hinn varð fyrri til að draga, hafði skorið lóð Gunnars í sundur og slenpt endunum, dreg- ið lóðirnar í flækju, slitið flesta tauma og tekið hvern fisk af þess- um fimm eða sex lóðum. Nokkurum dögum seinna hafði þessi sami maður lagt álíka marg- ar lóðir yfir Gunnars lóðir, en við urðum þá fyrri til að draga. Er að samþættingnum kom, lætur Gunnar mig hjálpa til að greiða úr honum. Vildi ég þá strax skera sundur lóð hins og sleppa endun- um, en stranglega bannaði Gunn- ar mér það. Var mikill fiskur á báðum lóðunum. En mér til stórr- ar undrunar sá ég, að Gunnar at- hugaði nákvæmlega hvort hver fiskur væri á sínum öngli, eða hins. Og mér til enn meiri undrunar heimtaði Gunnar af mér, að ég krækti í sporð hvers einasta fiskj- ar, sem á hinni ióðinni var, með öngli á henni og léti svo útbyrðis. Varð ég þá nokkuð stórorður og spurði Gunnar hvort hann myndi ekki eftir því, hve illa „mannfjand- inn“ hefði fyrir skömmu farið með okkar lóðir og „stolið“ öllum fisk- inum. Þá sagði Gunnar: „Ég ætla nú að sýna honum hvernig ég fer með lóðir og fisk sem ég á ekki. Mun hann þá fara að minnkast sín. Og ef þú átt eftir að verða formaður, þá hafðu jafn- an þennan sið, þessa aðferð mína.“ Þó ég væri ekki vel ánægður með þessi góðu orð og verk Gunnars,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.